Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, fimmtndagmn 23. okt. 1947 194. blað Fimmtudagur 23. oht. Lausn dýrtíðarmáls- ins þolir enga bið Meðal almennings gætir nú orðið talsverðrar óþreyju yfir því, að ekkert skuli heyrast frá ríkisstjórn og Alþingi um ráð- stafanir til að vinna bug á dýr- tíðinni. Vísitölulhækkunin, sem verður nú um mánaðamótin, hefir sannfært menn um það enn betur en áður, að nú er orðin fyllsta nauðsyn rót- tækra og áhrifaríkra dýrtíðar- ráðstafana. Ríkisstjórnin hefir haft sér það til afsökunar, að hún tók við verri arfi af fráfarandi stjórn en dæmi eru til hérlendis um lengri tíma. Sú stjórn hafði sóað öllum þéim miklu gjald- eyrisinneignum, sem hún tók við, og öllum hinum stórfeldu gjaldeyristekjum, sem fengust í stjórnartíð hennar. Hún hafði látið dýrtíðina vaxa viðstöðu- lítið og gert ráðstafanir, sem hlutu að auka dýrtíðina eftir að hún var komin frá völdum, eins og nú er líka komið á daginn. Hún hafði fjölgað margvíslegum opinberum störfum og bitling- um. Hún hafði skapað slíkt sukk og óreiðu við ýmsar fram- kvæmdir, t. d. by'ggingu nýju síldarverksmiðjanna, að slíkt er eins dæmi. Og þannig mætti lengi telja. Það er vel skiljanlegt, að það tæki núv. stjórn alltaf nokkurn tíma að finna úrræði til lausn- ar þeim mörgu vandræðum, sem hlotizt hafa af þessum og öðrum hlíðstæðum verkum fyrrv. stjórnar. En stjórnin er nú líka búin að fá æðilangan frest eða um níu mánuði. Ýmsar ráðstaf- anir er hún Iíka búin að gera til bóta, eins og t. d. til þess að draga úr gjaldeyriseyðslunni og koma markvissari skipan á fjárfestinguna. En að meginvið- fangsefninu, sjálfri dýrtiðinni, hefir hún. ekki snúið sér að neinu ráði enn. Af hálfu Framsóknarmanna hefir jafnan verið litið svo á, að dýrtíðarmálið ætti að vera helzta verkefni stjórnarinnar og hún ætti að snúa sér að því tafarlaust. Þess vegna hafði formaður flokksins, Hermann Jónasson, sérstakan fyrirvara, þegar greitt var atkvæði um vantrauststillögu kommúnista á þingi síðastl. vor, þar sem hann tók það fram, að hann teldi eigi tekið nógu skeleggum tök- um á þessu máli. f samræmi við þetta sjónarmið lögðu ráðherr- ar Framsóknarflokksins það til í ríkisstjórninni, að stéttaráð- stefnan um dýrtíðarmálið yrði kölluð saman í maímánuði síð- astl. og tilraun yrði gerð til þess að leysa dýrtíðarmálið fyrir sild- veiðarnar, svo að síldarútgerðin gæti notið góðs af því. Meiri- hluti stjórnarinnar taldi hins vegar ráðlegra að fresta ráð- stefnunni til haustsins, en und- irbúningurinn varð samt þvi miður ekki betri en það, að næstum strax varð að fresta ráðstefnunni, þegar hún kom saman um miðjan september, því að gögn vantaði af hálfu stjórnarinnar, og munu þau vera fyrst að fæðast nú. Ríkis^tjórnln verður bæði þjóðarinnar vegna og sjálfrar sln vegna að taka þessi mál fastari tökum og hraða af- greiðslu þeirra meira en gert hefír verið hingað tll. Rógur kommúnlsta um að ekkert þurfi ííiaíaHfi Ljót slúðursaga í þingskjali. Löngum hafa þingskjöl verið talin til ábyggilegra heimilda, og alþingismenn yfirleitt gætt þess, að halda sér þar frá slúðri og lausafleipri. Það mun því vekja athygli, þegar frá því er sagt í þingskjali, að ráðgert hafi verið að koma á staupasölu í Alþingishúsinu, en það stendur nú í greinargerð með einni þingsályktunartillögu Jónasar Jónssonar. Mbl. segir svo frá þessu á áberandi stað á þriðjudaginn og farast m. a. orð á þessa leið: „í greinargerð fyrir tillög- unni, sem er geysilöng1), segir flutningsmaður, að það sé nú „á almannavitorði að til mála hafi komið að setja upp „bar“ eða snapsaútsölu í þinghúsinuy og er ekki gott að segja nema sú „hugsjón" hefði orðið að veruleika, ef forseti sameinaðs Alþingis hefði ekki beitt sér á móti þessari nýjung.“ Hvaðan flutningsmaður hefir þessar upplýsingar er ekki gott að segja.“ Þessi frásögn í flokksblaði forseta sámeinaðs þings, er allt annað en til þess fallin að kveða niður og hrekja þær lævíslegu i) Hér mun þó átt við greinargerð- ina en ekki tillöguna. að gera í dýrtíðarmálunum, því að hægt sé að selja Rússum, Pól- verjum og Tékkum fisk fyrir hvaða verð, sem krafizt er, blekkir engan, sem ekki er af- vegaleiddur. af Moskvutrúnni. Stjórnin þarf því ekki að óttast þessar blekkingar kommúnista. Hafi kommúnistar líka í hyggju að efna til verkfalla gegn þeim dýrtíðarráðstöfunum, sem gerð- ar verða, — og það munu þeir Vafalaust gera, ef þeir geta það — er betra að fá þau átök fyrr en seinna. Frá hvaða sjónar- miði, sem litið er, gildir það enn frekar nú en áður, að allur dráttur á lausn dýrtíðarmáls- ins er til ills eins. svívirðingar, sem hér eru fluttar um Alþingi. Frumefni frásögunnar. Tíminn getur rakið þessa slúðursögu úr þingskjalinu til upphafs síns, og er rétt að það sé gert. Fyrir nokkru höfðu for- setar Alþingis tekið tal með sér niðri í þinghúsi og bar á góma grein, sem þá var nýkomin í Tímanum og var um forseta- brennivín. Brugðu forsetar deildanna á glens og sagði ann- ar þeirra í gamni, að réttast myndi vera að svara þessu með því að koma upp staupabar í Alþingishúsinu og tók hinn létt undir það. Forseti sameinaðs þings kvaðst halda, að það væri þó ekki rétt. Felldu þeir síðan talið. Hér verður ekki um það full- yrt, hvort Jón Pálmason hafi tekið deildarforsetana alvarlega eða ekki, en hitt er víst, að frá- sögnin á þingskjalinu er orðin til úr sjálfsáliti Jóns Pálmason- ar og sannfræði Jónasar Jóns- sonar við hið nána og innilega samband, sem er milli þessara þingskörunga við söguburð og skýringar að tjaldabaki. Hefir það komið fram fyrr og víðar, | enda oft sem greinar í blöðum , þeirra, ísafold og Ófeigi, eru svo keimlíkar, að bendir til einnar frumheimildar. Það eru svoköll- uð samstofna guðspjöll. I 1 „Þiff viljið þeim hrasaffa ' hrinda til falls.“ I Það er satt, að hlutur Alþingis í áfengismálum er sízt ofgóður, 1 eða sæmd þess þar meiri en með : þarf. En það hefir aldrei þótt | drengilegt að ljúga sökum á þá, j sem hent hefir mannorðssly.s og standa því höllum fæti gagn- vart almenningsálitinu fyrir ósvífnum aðdróttunum. Þm. Suður-Þingeyinga hefir notað tækifærið til að laumá að mönnum ósönnu og ærumeið- andi slúðri um virðulega stófn- un, sem ekki hefir gætt sóma síns sem skyldi. Ef alþingi nefði hreinan skjöld I áfengismálum og hefði aldrei flekkað hann forsetabrennivíni né öðru siíku, myndi það hafa verið vonlaust verk að segja svona sögur„ því að enginn hefði trúað. En hverju má ekki búast við að menn trúi um þann, sem hrasað hefir? Þar hafa rægitungur oft fengið kærkomin tækifæri og unnizt vel. Þar var svo sem ekki hvítt að velkja. Saga J. J. um barinn er til- efnislaus og ómerkileg. En hún ^ er nú komin á prent og hún er i að vissu leyti lærdómsrik, og rétt að menn læri af henn það | sem hægt er. Og hún varpar . ljósi á vissa menn og atburði. ! ;_J -H „Ljót saga.“ Það er verið að reyna að gera úlfaþyt út úr skipun Jóhanns Sæmundssonar í prófessorsem- bættið, síðast í Mbl. á þriðju- dag. En það hefir farið eins og fyrri, að sumt verður óljóst og þvælulegt í því blaði. Fyrst er vitnað í þau laga- ákvæði, að ekki megi skipa í kennaraembætti við háskólann neinn mann, nema þar til skip- uð dómnefnd hafi úrskurðað hann hæfan til að gegna starf- inu. Svo er reynt að álykta út frá þessu, að skipun Jóhanns brjóti í bág við þennan ótví- ræða vilja löggjafans og sé „ljót saga, sem ber raunveru- lega vott um hróplega misbeit- ingu hins æðsta valds.“ Það þarf Mbls.gáfur og Mbls.- heiðarleik til svona ályktana. Hin skipaffa dómnefnd taldi óskipt og einhuga, aff Jóhann Sæmundsson væri veí hæfur til aff gegna prófessorsembættinu. „Sjálfur Háskólinn.“ í öðru lagi ber ráðherra að leita umsagnar og álits deildar- innar. Þetta var líka gert og fór þá svo, að við fyrstu athugun mæltu 4 með Jóhanni Sæ- mundssyni en 5 með Óskari Þórðarsyni. Þar munaði því ein- um manni. MIMIMOARORÐ: Magnús Guðmundsson iyrrv. kaupfélagsstjóri og vcrksiniðjustjóri í gær var Magnús Guðmunds- son borinn til grafar, en hann lézt 15. þ. m. á Landsspítalanum eftir langa og þunga legu. Hann var fæddur að Sleð- I brjótsseli 1 Norður-Múlasýslu 4. febrúar 1897, en þar bjuggu for- j eldrar hans. Ungur missti hann : föður sinn, en ólst upp með móður sinni, sem hélt áfram búskap. Liðlega tvítugur stundaði hann nám í Samvinnuskólanum og lauk þar prófi. Árið 1926 tók Magnús við for- stöðu Kaupfélags Önfirðinga undir mjög erfiðum kringum- stæðum. Var hann þar kaupfé- lagsstjóri, þangað til 1936, að hann lét af störfum, en þá lá Ráðherra hefir veitingarvald- ið og það eru engin lög, sem binda hann við tillögur há- skóladeildarinnar. Það er því ekki um neitt réttarbrot að ræða á háskólanum, og þegar ekki munar meiru en hér í mati á umsækjendum er varla rétt að ' kalla fylgismenn eða meðmæl- endur eins umsækjanda „Há- skólann sjálfan,“ en ganga al- veg framhjá hinum. | Sem betur fer sækja oft fleiri en einn hæfur maður um sama 1 starf. Þegar svo stendur á, er , það alls engin lítilsvirðing eða ’ móðgun við aðra umsækjendur, þó að ekki sé hægt að veita nema einum góðum manni eins manns embætti og starf. Oft má þá endalaust ræða fram og aft- ur um veitinguna og hlýtur jafnan að vera undir álitum komin. En engum er greiði gerður með því að rísa upp með offorsi og hrópa um réttarbrot gegn háskólanum og misbeit- ingu valds í sambandi við skip- un Jóhanns Sæmúndssonar. Og þó að stéttarfélalgi annars um- sækjanda skrifi vanhugsaða og fljótfærnislega æsingagrein um málið, er það enginn velgern- ingur við þá félaga að hossa henni meira en þarf. hann hættulega og þunga legu og var árlangt frá störfum. En í stjórn kaupfélagsins var hann kosinn og sat í henni eftir það, meðan hann átti heima á Flat- eyri. Kaupfélagsmenn almennt hafa margt lært síðustu 20 ár. Það voru þeir tímar, að margir áttu erfitt með að greina á milli þess, sem rétt og sjálfsagt er að heimta af kaupfélagsskap, og hvers ekki má ætlast til. Voru víða stigin víxlspor í þeim mál- um og svo fór okkur Önfirðing- um líka. En það var ekki fyrst og fremst sök kaupfélagsstjóráns. Magnús var maður greiðvik- inn og hjálpsamur, drengur góður, mildur í lund og sáttfús og vildi hvarvetna láta gott af sér leiða og hvers manns vand- ræði leysa. Eru þetta allt góðir kostir, sem mannlífið má sízt án vera, þó að stundum sé níðst á og þeir misnotaðir. Sem kaup- félagsstjóri sýndi hann jafnan dugnað og röskleik við kaup og sölu og studdi alla viðleitni til umbóta, framfara og uppbygg- ingar, en vildi draga úr eyðslu og óþarfa kaupum. Hann vildi hlynna að sjálfsbjargarhvöt og framtaki, en ábyrgðarlaus heimtufrekja og ómennska var honum ekki að skapi. Síðustu -árin var Magnús starfsmaður hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Sumurin 1939 og 1940 var hann verksmiðju- stjóri á Húsavik en síðar á Raufarhöfn og þar átti hann heima síðustu árin. Magnús sýndi það í banaleg- unni, eins og stundum fyrri, að hann var karlmenrfk. sem með þreki og æðruleysi tók því, sem að höndum bar. Og það var jafnan gott að hitta hann að máli og ræða við hann um dag- inn og veginn. Árið 1927 kvæntist Magnús Guðmundsson eftirlifandi konu sinni, Jónínu Geirmundsdóttur frá Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Þau eiga fjögur börn á lífi. H. Kr. (Sullbrúðhjóii heiinsótt: „Þú átt að virða sjálfan jpig" Þau eiga gullbrúðkaup í dag Guðný Guðmundsdóttir Hagalín frá Mýrum í Dýrafirði og Gísli Kristjánsson frá Lokinhömrum, foreldrar Guðmundar Hagalíns rithöfundar og þeirra systkina. Gísli er fæddur í Lokinhömr- um en fluttist á fyrstu misser- um ævinnar með foreldrum sínum að Sellátrum í Tálkna- firði og þaðan að Núpi í Dýra- firði þegar hann var á 13. ári. Þar átti hann svo heima unz leiðin lá í Lokinhamra aftur. Guðný er fædd á Mýrum í Dýrafirði. Þar bjó faðir hennar, Guðmundur Hagalín Guð- mundsson. Þau hjón eru bæði komin af ættum þess fólks, sem var í fremstu röð í sinni sveit. Það voru sveitarhöfðingjar, menn, sem höfðu meira vald en venju- legir bændur og vildu láta virða sig og hlýða sér, en vissu líka hver ábyrgð og skylda fylgdi því að vera forsjón og yfirmaður annarra. Víst gerðu þeir kröfur til annarra og heimtuðu að þeir ræktu skyldur sínar, en þeir gerðu líka kröfur til sjálfra sln og ræktu sínar skyldur af mikl- um manndómi. En því er þetta nefnt hér, að enginn þarf að halda að slíkar erfðir hverfi með öllu í fyrsta lið, þó að nýjar lífsstefnur og önnur viðhorf komi til. Ég skrapp heim til gömlu hjónanna á Barónsstíg' 33 og ætlaði að spjalla við þau stund í tilefni af hjúskaparafmælinu, lesendum Tímans til fróðleiks og skemmtunar. Vel var mér tekið, en minna varð úr form- legu viðtali, þvi að erill var á heimilinu og þar komu fleiri en ég. En svo að þetta verði ekki erindisleysa, því að rétturinn verður að hafa sinn gang, ætla ég samt að segja frá heimsókn- inni í trausti þess, að það þyki ekki trúnaðarbrot. Ég held nefnilega, að það sé nokkuð glögg og skýr mannlýsing í því, sem ég heyrði og sá þessa stuttu stund. Þegar ég var nýlega setztur inn 1 stofuna hjá Guðnýju, hrlngdi siminn, og hún fór fram til að svara. Ég heyrði, að hún fór að tala við vlnkonu sina, GullbrúShjónln. spyrja um liðan hennar o. s. frv. Og mér til gamans hripaði ég niður hjá mér nokkrar setn- ingar áður en samtalinu lauk, því að þá þótti mér gamla konan orðin svo kjarnyrt: — Maður verður stundum að taka sér styrk til að gera eitt og annað. Það er ekkert orð sannara en þetta. Hjálpaðu þér sjálfur, — þá hjálpar guð þér. Mér hefir oft dottið I hug að fara ekkert út úr húsi, þegar eitthvað hefir annað að, en mér hefir alltáf reynzt það bezt að blta saman tönnunum. Rétt þegar þessu simtall er lokið kemur gestur, kunningi húsfreyju. Hann heilsar henni glaðlega en hún tekur kveðju hans 'með alúð, en bætir við: — Nú er ljót af þér lyktin. Síðan fer hún með gestinn í eldhúsið og gefur honum kaffi og ég heyri ávæning af tali þeirra. Komumaður er ör og hreifur, en betur heyri ég til húsfreyjunn- ar. Og sumt hripa ég niður: — Ósköp eru nú á þér, jafn góður drengur og þú varst og ert alltaf, að bera nú á þér þetta bölvað eitur. — Gesturinn fer fögrum orðum um aðdáun sína á húsfreyju, allt frá því að hann kynntist henni fyrst, og tæpir jafnvel á því, að hann hefði ekki lastað þó að kynnin hefðu orðið nánari og innilegri. — Ég hefi alltaf virt sjálfa mig svo mikils, segir gamla kon- an, að ég hefi ekki hlaupið út í hvað sem var, og ég hefi aldrei leitað athvarfs hjá áfenginu og látið það sigra mig, þó að eitt- hvað hafi amað að mér. Litlu síðar heyri ég hana segja gestinum, að einu sinni hafi háttsettur maður komið til sín með áfengisflösku — og ég hellti úr henni í klósettið.i — Ertu svona vond? — Ertu svona góð? skaltu heldur segja. Heldurðu að ég kæri mig um að vinir mínir geti ekki staðið á fótunum? Hvar er hreystin ykkar og karlmennsk- an, sem konurnar hafa alltaf dáð, þegar þessar beyglur eru að veltast í forinni? Þú átt að virða sjálfan þig og þá hættirðu. Þegar gesturinn fer fylgir hún honum til dyra _ og nreelir enn við hann nokkrum alvöruorð- um: — Og hugsaðu um það góði minn, að hún mamma þín sér til þín og veit hvað þér líður og henni líður illa að vita barnið sitt svona. Og síðast, þegar þau hafa kvaðzt I dyrunum með fullri vinsemd, segir hún: (Framhald á 4. aUSuJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.