Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 3
194. Mað TÍIHIIVIV. fimmtndaginn 23. okt. 1947 M inning þriggja bræbra Látnir lantUir vestanhafs. Jónas Pálsson söngfræðingur andaðist í byrjun september S.I., í Vancouver. Hann var fæddur á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu 29. ág. 1875. — Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Helgadóttir frá Snóksdal og fyrri maður hennar, Páll Jónasson bóndi á Norður- Reykjum. Hugur Jónasar hneigðist þeg- ar í æsku að tónlist, og á ung- lingsárum fór hann austur á Eyrarbakka til Jóns Pálssonar til náms í hljóðfæraleik. Vann hann þó jafnframt fyrir sér við sjóróðra. Síðar innritaðist hann í Latínuskólann, en stundaði jafnframt tónlistarnám hjá Brynjólfi Þorlákssyni. Árið 1900 fór Jónas til Ame- ríku. Vann hann fyrst ýmsa vinnu eftir því sem til féll, en fullnumaði sig jafnframt á tónlistarbrautinni. Fékk hann brátt störf sem organleikari og söngstjóri við kirkju fslendinga í Winnipeg. — Hann tók á þess- um árum í Torontó kennarapróf í píanóleik með hæstu einkun, en fór eftir það til Englands og Þýzkalands til frekara náms. Eftir það byrjaði hann kennslu vestra, með þeim ágæta árangri, að hann komst í tölu færustu og eftirsóttustu kennara á því sviði. Jónas var prýðilegum gáfum gæddur, skáld gott í bundnu máli og listfengur í öllu. Jónas var kvæntur Helgu, dóttur Baldvins L. Baldvinssonar, hins kunna vesturfaraumboðsmanns. Bjuggu þau lengi í Winnipeg, en fluttu siðar til Vancouver. Lifir hún mann sinn, ásamt 5 dætr- um þeirra hjóna. Kristján giftist árið 1908 eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu, dóttur Klemensar Jónassonar frá Bólstaðarhlíð í Húnavatns- sýslu, og konu hans, Ingibjarg- ar Jónsdóttir frá Litlu-Giljá, en þau hjón fluttu vestur um haf 1886. Áttu hjón heima í Selkirk yfú* 50 ár. Klemens andaðist þar 6. okt. 1946, en Ingibjörg, kona hans, 15. jan. 1944 eftir rúm- lega 60 ára hjónaband. Kristján og Ingibjörg eignuð- ust 6 börn, og eru 5 þeirra á lífi, 4 dætur og 1 sonur. Kristján naut ekki annarrar skóla- fræðslu en 2 vetrartíma í barnaskóla. En þrátt fyrir það mun hann hafa aflað sér stað- góðrar fræðslu af lestri góðra bóka, og það svo, að hann var talinn einn af fróðustu Vestur- íslendingum, hvað við kom bæði íslenzkum og enskum bók- menntum. Kristján var gott ljóðskáld, og mun hann hafa verið einn af hlutgengari ljóðskáldum Vestur-íslendinga. Kvæði hans hafa ekki verið gefin út í heild, en mörg birzt í blöðum Vestur- íslendinga. Kristján var að eðlisfari hlédrægur og lítt fyrir að láta á sér bera, og hefi ég heyrt, að sumt af ljóðum hans muni hafa horfið með honum. En vonandi safna vinir hans og landar saman því, sem skrifað og prentað er, og gefa út. Mig setti hljóðan og hryggan, er mér barst lát þessa góða drengs, í bréfi að vestan, og er mér siðar bárust vestur-íslenzk blöð, sá ég, að svo hafði mörg- um fleiri farið. Ef til vill hafa þessar tilfinningar bezt verið túlkaðar í 1. vísu í erfiljóði Jónasar Pálssonar um Kristján, en hún er svona: Jóhann Hjörtur Pálsson, al bróðir Jónasar, andaðist á | Lundar í Manitoba 11. október ..Skuggar hylja skjáinn minn, 1946. Hann var fæddur á j skerðist góður fengur, Norður-Reykjum 11. júní 1873.: Því að Selkirk-svanurinn — Vestur um haf fluttist hann! synSur ekki lengur." 1897, ásamt móður sinni og Kristjáni, yngri hálfbróður sin- um, og settust þau að I Winni- peg. Árið 1900 kom hann til ís- lands aftur, en fór ári síðar vestur ásamt unnustu sinni, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Húsafelli. Giftu þau sig, er vest- ur kom, og bjuggu fyrst í Winni- peg. En 2 árum síðar reistu þau bú að Lundar í Manitoba og stunduðu síðan sveitabúskap. Hjörtur var góðum gáfum gæddur, söngmaður ágætur og skemmtilegur í vinahóp. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir gestrisni og góðvild. Frú Kristín lifir mann sinn, ásamt 10 uppkomnum börnum af 11 er þau eignuðust. Kristján (Skarphéðinsson) Pálsson andaðist 11. febr. s.l. í Selkirk i Manitoba. Harin var fæddur á Norður-Reykjum 5. sept. 1886. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Helgadóttir og seinni maður hennar, Skarp- héðinn ísleifsson frá Signýjar- stöðum í Hálsasveit. — Föður sinn missti Kristján 7 ára gam- all, en móðir hans dó í Selkirk 1924. — Kristján fluttist með móður sinni og Hirti hálfbróð- ur sínum til Winnipeg árið 1897. — Eftir að vestur kom, tók fjölskyldan upp ættarnafnið Pálsson. Frá 1908 átti Kristján alla tíð heimili í Selkirk, þar sem hann vann við smíðar. Hann hafði aldrei misst dag frá vinnu og aldrei kennt sjúkleika, svo menn vissu, unz hann lézt snögg iega við vinnu sína 11. febr. s.L Nú hafa þessir gömlu Borg- firðingar lokið göngu sinni. Þeir munu allir hafa komið fram þjóð sinni til sóma, og minn- ingarnar um átthagana og ætt- landið geymdu þeir til hinztu stundar. Ef'tir er á lífi 1 þeirra 4 Norð- ur-Reykjabræðra, Páll (Skarp- héðinsson) Pálsson, skáld og blaðamaður vlð Heimskringlu. Varð hann 65 ára í september í haust. Hefir hann orðið fyrir miklum harmi að sjá á bak öll- um bræðrum sírium á tæpu ári, en með þeim var ávallt mjög góð vinátta. Ég veit, að margir muni taka undir þá ósk mína og bæn, að hinn mikli sláttu- maður höggvi hér ei oftar um sinn í hinn sama knérunn. Reykjavík, 12./10. 1947. ÓL G. Prjonavel nr. 5, 6 eða 7 í góðu standi ósk- ast til kauþs. Upplýsingar í síma 4950 Reykjavík. Gjalddagi TÍMANS var 1. júli. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst. 1947 Tómstundum til lesturs fer nú óðum að f jölga. Eins og fyrr Iiýður NORÐRI upp á skemmtilegustu bæknrnar, kjarnmestn ©g þjóðlegustu. Eftir erfiði liðins dags hafa rVorðra-bækurnar löngum verið eftirsóttar til afþreyingar ©g hvíldar á löngum vetrarkvöldum. ©g svo mun enn verða. — f*etð, sem af er þessa árs9 hafa eftir taldar bœhur homið út: Á Dælamýrum, eftir Helga Valtysson. Bók þessi vekur mikla athygli og óskipta ánægju allra, sem lesa, enda er still höf. slunginn heillandi töfrum ...... ib. kr. 35.00, ób. kr. 25.00. Á Svörtuskerjum. Hrífandi ástarsaga, eftir sænsku skáld- konuna Emilie Carlén. Saga þessi hlaut verðlaun sænska akademisins. — Mikil saga og margbrotin ...... ib. kr. 48.00, ób. kr. 36.00. Benni í frumskógum Ameríku ...... ib. kr. 20.00. Benni á perluveiðum ...... ib. kr. 20.00. (Benna-bækurnar njóta nú hylli lesenda á öllum aldri þó upphaflega hafi þær verið ætlaðar ungum drengjum). Beverly Gray fréttaritari ...... ib. 'kr. 20.00. (Þetta er 5. bók hins vinsæla bókaflokks fyrir ungar stúlkur.) Feðgarnir á Breiðabóli III (Grænadalskóngurinn), eftir Sven Moren. (Þetta er lokabindi hins merka og vin- sæla sagnabálks, sem hófst með sögunum Stórviði og Bærinn og byggðin ...... ib. kr. 20.00, ób. kr. 14.00. Fegurð dagsins. Kvæði, eftir Kjartan Gíslason frá Mosfelli. Það er bjart og hlýtt yfir þessari bók, sem veldur því, að lesandinn leggur hana ánægður frá sér...... ib. kr. 28.00, ób. kr. 18.00. Fjöllin blá, eftir Ólaf Jónsson. Þessi ljóð eru óður fjall- farans til hinna miklu víðátta, hressandi og fersk eins og háfjallaloftið......ib. kr. 30.00, ób. kr. 20.00. Dagshríffar spor. Smásögur, eftir vestur-íslenzku skáld- konuna Guðrúnu Finnsdóttur. Sögur þessar eru kanadískar að umhverfi en íslenzkar í anda, þar sem minningin um ísland verður stundum ljúf draum- sýn ....... ib. kr. 25.00, ób. kr. 17.00. \ Gömul blöð. Smásögur, eftir Elínborgu Lárusdóttur. Snjallar og hnitmiðaðar. Þeir, sem vilja skemmta sér og auka skilning sinn á fortíð og samtíð ættu að fá sér þessa bók...... ib. kr. 30.00, ób. kr. 20.00. . . í andlegri nálægð við ísland, eftir Einar Pál Jónsson, rit- stjóra Lögbergs. Skemmtilega skrifaður þáttur um för höf. á fund forseta íslands er hann var staddur í New York 1944 í boði Roosevelts forseta ...... ób. kr. 5.00. Mary Lou í langferð, eftir Astrid Lind. Afar spennandi og ævintýrarík saga fyrir ungar stúlkur___ib. kr. 20.00. Rússneska hljómkviðan, eftir Guy Adams. Saga þessi er óvenjulegt skáldverk um óvenjuleg örlög, og hlaut glæsilegan sigur í bókmenntasamkeppni sameinuðu þjóðanna, og hefir síðan farið sigurför um flest lönd heims, sem hrífandi astarsaga ...... ib. kr. 36.00, ób. kr. 25.00. Væringjar, eftir Helga Valtýsson. Þessar snjöllu smásög- ur komu út 1935, og því verið ófáanleg bók um nokkra ára skeið, en nú hafa komið í leitirnar örfá eintök, sem seld verða með „gamla verðinu"....... ib. kr. 10.00, ób. kr. 8.00. Öræfaglettur, eftir Ólaf Jónsson. Saga þéssi gerist uppi á öræfum. Aðalpersónur sögunnar eru ungur piltur, sem flýr á fjöll undan rangsleitni byggðarmanna, og ung daladóttir, sem forlögin leiða á fund útlagsans. — Ör- æfaglettur hafa vakið mikla athygli, enda þjóðleg og sérsíæð skáldsaga, sem heillar og seyðir lesand- ann inn í töfraheim öræfanna ...... ib. kr. 35.00, ób: kr. 25.00. * ¦ ' * A nœstunni og fyrir jól eru þessar hœhur vœntanlegar: Ríki mannanna. Raunskyggn og magnþrungin ástarsaga, í þyðingu Konráðs Vilhjálmssonar. Kata bjarnarbani. Saga þessi hlaut I. verðlaun í Norður- landasamkeppni um beztu barnabókina 1945. Verður hún þriðja Óskabókin, en áður eru útkomnar í þeim flokki: Hilda á Hóli og Börnin á Svörtutjörnum. Konan í söðlinum. Þróttmikil sænsk skáldsaga í þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar. Inga fer til íslands.. Fjörug og ævintýraleg telpusaga. Norsk telpa dvelur um skeið á íslandi — og landið birtir henni marga þá töfra sína, sem heimafólki sést yfir. Dagur er liðinn. Ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti, prýðilega skráð af Indriða Indriðasyni. Saga þessa óbreytta íslendings kcmst nær því að vera saga lands- ins undanfarin 70 ár eða svo, heldur en ævisögur margra þeirra, er hátt hefir borið í mannfélaginu. Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Skráð hefir Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Bók þessi verður mikið og merki- legt rit með fjölda glæsilegra mynda. Faxi. Ein hugstæðasta og snjallasta bók, sem skráð hefir verið á íslenzka tungu. Segir hún sögu hestsins um aldaraðir. Hvað hann hefir verið þjóð sinni og fyrir - hana liðið. Bókin er rituð af dr. Brodda Jóhannessyni. Myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Norðra-bækurnar fást hjá öllum bóksölum landsins. Einnig máiianta þær gegn póstkröfu beint frá forlaginu. BÓKAÚTGÁFAN NORÐRl Reykjavík Fósthólf 101 Akureyri Pósthólf 45 I TÚMAR FLOSKUR Gleymið ekki, að þangað til við fáum nýjar flöskur, kaupum við allar algengar vínflöskur á 50 aura stykkið. Móttaka í Nýborg. Ef þér kjósið heltlur að selja flöskurnar heima á 40 aura, þá hringið í síma 5395 eða 6118. Áfengisverzlun ríkisins LUMA rafmagnsperur ERU BEZTAR Seldar í öllum haupfélögum landsins. Samband ísl. samvinnuf élaga íítsi: W»WWW^«#M«»WWWM<WWtWft^^ Æfti5««4aSfií!54fi«í: •/>#^Vs/s»v^w^^^»^^^^^ S*5«ft5S*S«S BLAÐBURÐIJR. Unglinga vantar til að bera út Tímann, bæði í Vestur- og Austurbænum. Talið við afgreiðsluna sem fyrst, sími 2323. ^--.-.^^^-^^--^^-.^¦-'—<-"--¦------>¦>-.—^-^^ — ~1 | KWSSSsKSÍSSS-WSSSSæi^^ Framsóknarmenn! Munið Framsóknarvistina kl. 8,30 í kvöld í samkomusal Hljólkurstöðvariuuar. Steingrímur Steinþórsson flytur ræðu. SSS^&5S^S^SSSSSS^Ss«^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.