Tíminn - 24.10.1947, Síða 1

Tíminn - 24.10.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 23S3 og 4373 PRENTSMEÐJAN EDDA hJ. 31. árg. RITSTJÓRAfiKJUFBTOF’UB: EDDUHÚSI, Llndargðtu 9 A Slmar 2353 Of AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGA8KRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 9 A fiími 2328 Reykjavík, föstudaginn 24. okt. 1947 195. blað ERLENT YFIRLIT: Nýr brezkur stjórnmálaleiðtogi Verður Heetor Mc]\eil eftirmaður Bevins? Á þingi sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir, hefir fátt vakið meiri athygli en ræða sú, sem Hector McNeil ráðherra hélt snemma á þinginu, þegar hann lýsti stefnu brezku stjórnar- innar og svaraði ádeilum Vishinsky á hendur Bretum. Ræðan tr talin sú snjallasta, sem enn hefir verið flutt á þinginu, og þykir sanna, ásamt ýmsu öðru, að nýr stjórnmálaleiðtogi sé á íerð, þar sem Hector McNeil er. Hector McNeil er ungur mað- ur eða 37 ára gamall. Hann er skozkur að ætt, fæddur og upp- alinn 1 einu úthverfi Glasgow.! Faðir hans var skipasmiður og hefði Hector sennilega farið einnig um þá braut, ef hann hefði ekki verið fatlaður á ann- arri hendinni. Hector var því látin ganga menntaveginn og stundaði hann nám um skeið við háskólann í Glasgow, en lauk því ekki til fulls, heldur gerðist blaðamaður. Hector McNeil. McNeil hóf blaðamennskuferil sinn 1932 og gekk fljótlega í þjónustu „The Seottish Daily Express“, sem Beawerbrook lá- varður gefur út. Jafnhliða tók McNeil að gefa sig að stjórnmál- um og var kosin í bæjarstjórn- ina 1 Glasgow, sem fulltrúi jafnaðarmanna. Árið 1935 var Beaverbrook lávarður á ferð í Glasgow og kynntist þá McNeil persónulega, en Beaverbrook, sem jafnan hefir látið sér um- hugað að afla blöðum sínum nýrra starfskrafta, hafði þá um skeið veitt þessum unga blaða- manni sérstaka athygli. Árang- urinn af kynningu þeirra Bea- verbrook og McNeil varð m. a. sá, að McNeil réðist að aðalblaði Beaverbrooks í London, og starf- aði þar í tvö ár, en fór þá aft- ur til Glasgow og varð nætur- ritstjóri við „The Scottish Daily Express“. Gengdi hann því um tveggja ára skeið, en þá varð hann ritstjóri við „Evening Standard“. Því starfi gengdi hann fram á árið 1941. Árið 1941 fóru fram, auka- kosningar í einu kjördæmi verkamannaflokksins í Glasgow. ERLENDAR FRÉTTIR Ramadier endurskipulagði stjórn slna í fyrradag. Hann hefir gert allmiklar breytingar á henni, m. a. eiga nú aðeins 13 ráðherrar sæti í sjálfu ráðu- neytinu í stað 25. Foringjar katólska flokksins, Bidault og Schuman, gegna áfram embætt- um utanríkismálaráðherra og f j ármálaráðherra. íranska þingið hefir fellt samninginn, sem forsætisráð- herrann hafði gert við rúss- nesku stjórnina um olíuvinnslu í Norður-íran. — Samkvæmt samningum átti vinnslan að vera i höndum íransks-rúss- nesks hlutafélags og áttu Rúss- ar að eiga meirihluta hlutbréf- anna. Hector McNeil var þá kjörin frambjóðandi flokksins og náði kosningu gagnsóknarlaust. — Skömmu eftir að hann kom á þing varð hann aðstoðarmaður Noel Bakers, sem var herflutn- ingamálaráðherra. Því starfi gengdi hann til vorsins 1945, er verkamannaflokkurinn fór úr stjórninni. Eftir kosningasigur Verkamannaflokksins þá um sumarið, varð McNeil, aðstoðar- utanríkismálaráðherra, en Noel Baker, sem oft hafði verið talin líklegasta utanríkismálaráð- herraefni verkamannaflokksins, vegna þekkingar sinnar á utan- ríkismálum, fékk sérstakan ráð- herratitil, og skyldi það verða hlutverk hans, að mæta á al- þjóðaráðstefnum, þar sem ut- anríkisráðherrann gæti ekki mætt, og að svara fyrirspurnum um utanríkismál í þinginu í fjarveru utanríkismálaráðherra. Samstarf þeirra McNeil hélt því raunverulega enn áfram. Þegar McNeil varð aðstoðar- utanríkismáíaráðherra, var hann enn lítt reyndur og var honum því í byrjun ekki veitt sérstök athygli, enda hefir verið venja að líta meira á þetta ráð- herrastarf sem embættisstarf en stj órnmálamannsstarf. Fáir aðstoðarutanríkisráðherrar hafa í seinni tíð vakið á sér sérstaka athygli, þegar Antony Eden er undanskilinn. McNeil tókst þó að sýna fljótlega, að hér var meira en meðalmaður á ferð. — Honum þótti takast sérlega vel að svara fyrirspurnum í þinginu, er þeir Bevin og Noel Baker voru fjarverandi, og hann gat sér mikið orð á friðarfundinum í París í fyrra, en hann mætti þar oft sem varamaður Bevins. Bevin fékk sérstaklega mikið álit á honum og þegar Noel Baker varð flugmálaráðherra í fyrra- haust, varð McNeil eftirmaður hans. Síðan hefir borið miklu meira á honum, einkum í þing- inu, og hefir hann hlotið mikla viðurkenningu bæði samhe \ja og andstæðinga. Einkum er honum hælt fyrir það, að hann sameini bæði festu og lægni f senn Hai.n er sagður scarfs- maður í btzta lag* McNeil er oft nefndur Eden verkumannafIokksins og ýmsir spá honum þvt, að hann eigi eftir að verða eftirmaður Bevins, ef verkamannaflokkurinn fer lengi með völd. Hinn fyrri sam- starfsmaður hans, Noel Baker getur þó orðið honum erfiður keppinautur. Hann er nú orðin samveldismálaráðherra og hefir því nálgast utanríkismálin enn á ný. Ýmsir telja líka, að Dalton leiki einnig hugur á utanríkis- ráðherraembættinu. Franskur prófessor sæmdur ísl. heiðurs- merkjum Forseti íslands hefir þann 22. þ. m. sæmt Alfred Jovilet, prófessor í norrænum fræðum við Sorbonne háskólann í París, stórriddarakrossi fálkaorðunnar Prófessor Jovilet hefir unnið mjög að því, að kynna íslenzk- ar bókmenntir í Frakklandi. SKOSENDINGIN ER KOMIN ÞaS hefir aldrei komið betur í ljós hér á landi en í sumar og haust, hve kvenfólkinu þykir raunverulega vænt um skó. Þeir, sem áður hafa grunað að svo væri, vita það nú með vissu. Biðraðirnar við skóbúðirnar, þegar komið hafa nýir skór að undanförnu, eru þær mestu sem hér hafa sést. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum, þegar byrjað var að selja „bomsur“, sem komu til Skóbúðar Reykjavíkur. Klukkan sex um morgun- inn byrjuðu konurnar að bíða, og þannig leit hópurinn út, eftir þriggja stunda bið, um kl. 9, þegar búðin var opnuð. (Ljósm.: Guðni Þórðars.) íbúum. Hafnanna hefir fækkab um tvo Ihriðju á fáum árum Burtfararlmgur í mörgum, scm enn eru eftir Á undanförnum árum hefir verið mikill samdráttur á at- vinnulífi í Höfnunum. Einkum hefir þessi samdráttur orðið áber- andi á stríðsárunum og síðan, enda mátti heita, að Hafnirnar væru einangraðar um langt skeið eftir að bygging Keflavíkur- t'lugvallarins hófst. Hefir tíðindamaður blaðsins átt tal við Þor- stein Kristinsson í Höfnum og spurt hann frétta þaðan. Ein blómlegasta verstöð geröist hér á landi. Sjávarút- landsins áður fyrr. vegurinn og landbúnaður héld- Hafnirnar voru hér fyrr á ár-|us^ þar í hendur, og fiestir um einhver blómlegasta verstöð heimilisfeður stunduðu báðar landsins. Utræði þaðan var þá mikið, einkum á opnu bátanna, og gott þótti að fara í verið þangað. Nú er svo komið, að aðeins tveir bátar eru gerðir út frá Höfnum, og óvíst hvort einn eða nokkur bátur verður þaðan gerður út í vetur. 1 Átti að flytja alla Hafnabúa burt? Þegar Bandaríkjaher fór að gera flugvöll á Reykjanesi, urðu Hafnirnar r/5 mestu innilokaðar. Þá varð að fara í gegnum flug- völiinn, þegar fara þurfti til Hafna eða frá þeim, og meira að segja liggur vegurinn þang- að nú yfir eina flugbrautina. — Vegfarendur verða því að stanza við brautina og gæta til lofts eftir flugvélum, áður en þeir fara yfir brautina. — Auk þess var á stríðsárunum miklum örðugleikum bundið að fá leyfi til umferðar eftir þess- um vegi, sem liggur um Kefla- víkurflugvöllinn. Hafa Hafna- búar það fyrir satt, að um skeið hafi Bandaríkjamenn viljað fá alla íbúana flutta burt úr þorp- inu og greiða þeim það eigna- tjón, sem þeir biðu við búferlin. Þá voru Hafnabúar andvígir slíkum ráðagerðum, en nú er ekki að vita, nema margir þeirra lækju slíku boðh fegins hendi. En hvort sem þessir flóksflutn- ingar hafa nú nokkrun tíma komið til mála eða ekki, er það víst, að undanfarin ár hefir fólksstraumurinn legtð frá Höfnunum. Tæplega þriðjungur íbúanna eftir. Á árunum fyrir stríð voru nokkuð á fjórða hundrað manns í Höfnunum og lifði þar við bærileg kjör, eftir því sem þá greinarnar jöfnum höndum, eftir því sem tími vannst til. Nú er ekki orðið eftir í Höfn- unum nema um 100 manns. — Jón Trausti stjórnar 300 manna fim- Marj ar fjölskyldur hafa flutt Ieikasveit á iþróttamóti á Fjóni. (Sjá burt að undanförnu, einkum til £rein um Jón á annarri síðu blaðins (Framhald á 4. síöu) * 1 f dag.) Andakílsárveitan í þann veginn að taka til starfa Byrjað að prófa bæjarkcrfið á Alcranesi Það líður nú óðum að því, að Andakílsárvirkjunin taki til starfa. Hefir kerfið nokkuð verið prófað að undanförnu, og nú er byrjað að hleypa straumi í fyrstu húsin á Akranesi. I fyrradag var straumi frá hinni nýju rafveitu hleypt í fjögur hús á Akranesi. Verður haldið áfram að veita straumn- um í fleiri hús þar hina næsu daga. Annars er ekki búið að ganga frá öllu bæjarkerfinu enn sem komið er. Brestur á um heimtaugar sums staðar, og stafar það sérstaklega af efnis- skorti. Ráðgert er, að byrjað verði að hleypa á straumi í Borgar- nesi í lok næstu viku, og í vik- unni þar á eftir verður raf- magninu veitt til Hvanneyrar. En þessir þrír staðir, Akranes, Borgarnes og Hvanneyri, munu fá rafmagn frá Andakílsár- virkjuninni fyrst 1 stað. Nýrbáturkeypt- ur til Djúpavogs Frystihúsið þar íekur væntanlcg'a til starfa cftir áramótin Fyrir viku síðan kom nýr 38 smálesta vélbátur til Djúpa- vogs, og verður hann gerður út þaðan til fiskveiða. Er hann eign hlutafélags þar á staðnum. Standa að því sjómenn, kaup- félagið á Djúavogi o/ hreppsfé- félagið. Heitir það Papey, og ber báturinn sama nafn. Er ráð- gert, að hann verði gerður út á línu í haust. Skipstjóri á Papey verður Kristján Gústafs- son frá Lögbergi á Djúpavogi, en framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins.Kristján Karlsson odd viti. Báterinn var smíðaður í Skipasmíðastöð Austurlands á Seyðisfirði, og festi þetta nýja útgerðarfélag kaup á honum í haust. Fyrir var á Djúpavogi einn 17 smálesta bátur, auk lítilla hreyfilbáta og þilbáta, 7—8 smá lesta. Hafnarskilyrði eru allgóð á Djúpavogi og hentug 30—40 smálesta bátum. Frystihús er þar einnig í smíðum. Er það eign hlutafélags sjómanna og kaupfélagsins, sem á 4/5 hluta- fjárins. Húsið sjálft er fullgert, en beðið er eftir vélakosti. Þó standa vonir til, að frystihúsið verði starfrækt upp úr áramót- um, ef sæmilega gengur, því að sumt vélanna er þegar komið til landsins, en afgreiðsla á af- ganginum hefir hin danska verksmiðja, sem samið var við, lofað í byrjun desembermánað- ar. Batnar þá að sjálfsögðu öll aðstaða til útgerðar á Djúpa- vogi. Hlutavelta Slysa- varnarfélagsins Hin árlega hlutavelta kvenna- deildar slysavarnarfélags ís- lands í Reykjavik verður hald- inn næstkomandi sunnudag í verkamannaskýlinu. Félagskonur og aðrir, sem óska að styðja gott málefni og gera hlutaveltu þessa sem fjöl- breytilegasta eru góðfúslega beðnir að koma gjafapökkum til hlultaveltunefndarinnar eða á skrifstofu félagsins í Hafnar- húsinu. Síðar meir er gert ráð fyrir, að um 100 sveitabæir geti feng- ið rafmagn frá þeim stofnlín- um, sem þegar eru til. Eru það einkum bæir í lágsveitum Borg- arfjarðarsýslu — Leirársveit, Skilamannahreppi, Innri-Akra- neshreppi og Andakilshreppi — og í neðri hluta Stafholtstungna og Borgarhreppi, er þar koma til greina. Efni til þessarar aukningar hefir þó ekki verið útvegað enn. Á Akranesi, Borgarnesi og Hvanneyri verður 20 þúsund volta spenna, en að öðru leyti er gert ráð fyrir 6 þúsund volta spennu, er færa verður niður í 220 volt á hverjum sveitabæ. Leiðrétting Jónas Jónsson segir berum orðum í tveim siðustu blöðum Ófcigs, að hlutabréf í Prent- smiöjunni Eddu, sem ég seldi Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga á sínum tima, hafi verið raunverulíjg eign Hermanns Jónassonar alþingismanns. Þessi ummæli J. J. eru algerlega ó- sönn, Hermann Jónasson hafði aldrei átt þessi hlutabréf, hvorki beint eða óbeint. Að undantekinni sjálfri frá- sögninni um það, að S. t. S. keypti af mér hlutabréfin eru öll önnur ummæli J. J. um mig í þcssum Ófeigsblöðum ýmist mjög villandi eða algerlega ó- sönn. Ég hygg einnig, að flest- um, sem til þekkja og hlut áttu að máli, muni þykja þau' ómak- leg. Siguröur Jónasson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.