Tíminn - 25.10.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 25.10.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTOKFANDI: FRAM8ÓKNARFLOKKURINN Simar 3353 oc 4373 PRENTSkflÐJAN KDDA hJ. RITSTJ ÓRACUUUJFB’i U#U»: EDDUHÚSI, Ltndsrgðttt B A i Símar APQREIÐ8LA, INNEDKMTA OG AUGLÝSINGA8KRIPBTOPA: EDDUHÚSI, Llndartötu 9 A Sfcni 3MB 31. árg. Reykjavík, laugardagmn 25. okt. 1947 196. blað ERLENT YFIRLIT: Bók Byrnes veldur Rússum áhyjsjum Yerða þeir neyddir til þess að fara með her sinn frá Austur-Þýzkalandi? Engin bók, sem hefir komið út seinustu mánuðina, hefir vakið eins mikla athygli og umtal og bók James Byrnes, fyrrv. utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, „Speakingr frankly“ (Tal- að í hreinskilni). Bók þessi hefir m. a. verið til umræðu í þingi sameinuðu þjóðanna, þar sem Vishinsky hefir talið hana eitt helzta dæmið um stríðsáróður Bandaríkjamanna. í bók þessari rekur Byrnes að- alatriðin í sambúð Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna frá því, að Jaltaráðstefnan var haldin 1945, en þar var hann sérstakur 'ráðunautur Roosevelts forseta, og þangað til í janúar í ár, er hann lét af störfum sem utan- ríkismálaráðherra. í bók þessari er margt nýrra upplýsinga, sem ekki hafa verið almennt kunn- ar áður, og hafa ýmsar þeirra vakið mikla athygli. Byrnes hrekur t. d. þá full- ýrðingu, að sambúð Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hafi versnað við fráfall Roosevelts forseta, þvi að strax hafi orðið vart stórra ágreiningsefna á Jaltaráðstefnunni og Roosevelt hefði spáð því eftir hana, að erfiðleikarnir í sambúð þessara ríkja myndu bersýnilega aukast I framtíðinni. Eitt seinasta verk Roosevelts var að senda Churc- hill skeyti, þar sem hann hvatti til þess, að sýnd yrði einurð og festa í skiptum við Rússa, en þó reynt að forðast ýfingar að ó- þörfu. Roosevelt gekk frá þessu skeyti rúmri klukkustund áður en hann lézt. Lýsingar Byrnes á ýmsum þeim mönnum, sem hér koma mest við sögu, þykja mjög góðar. Einkum þykja góðar lýsingarnar á Stalín og ýmsum forráða- mönnum Rússa á Jaltaráð- stefnunni. M. a. má ráða af þeim, að Stalin muni vera lag- inn og seigur samningamaður, ef hann telur þá aðferð heppi- legri en að setja hnefana í borð- ið. Mesta athygli vekur bók Byrn- es þó vegna þeirra skoðana og tillagna höfundarins, sem þar er lýst. Byrnes heldur því fram, að Rússar muni af mörgum ástæðum ekki óska styrjaldar nú, heldur sé það stefna þeirra á þessu stigi að efla svo komm- únistaflokkana í Evrópulöndun- um, að þeir geti ráðið miklu eða mestu um stjórnarhætti þessara landa. Hins vegar telur hann, að Rússar muni ekki óska eftir því, að kommúnistaflokkarnir komist til algerra yfirráða í löndum Vestur-Evrópu, þar sem þá vanti enn stjórnvana menn og Vestur-Evrópuþjóðirnar muni enn ólíklegar til að sætta sig við rússneska stjórnarhætti. Grikkland sé nú dæmi þess, hvernig Rússar ætli að haga ERLENDAR FRETTIR Truman forseti hefir í sam- ráði við helztu forráðamenn þing flokkanna ákveðið að kalla Bandaríkjaþing saman til auka- fundar 17. nóv. næstk. Aðalmál þingsins verður bráðabirgðaað- stoð til handa Evrópuþjóðunum og ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðhækkanir í Banda- ríkjunum. Taft öldungadeildarmaður hefir nú lýst yfir því, áð hann muni gefa kost á sér til fram- boðs fyrir republikana í forseta- kosningunum næsta haust. — Stassen hefir áður gefið slíka yfirlýsingu, en Dewey hefir enn ekkert látið til sín heyra um þetta mál. þessum starfsháttum sínum, en næst komi röðin að Ítalíu. Fram- tíðartakmark Rússa með þess- um starfsháttum sé vitanlega það, að verða allsráðandi í Evrópu. Þá telur Byrnes, að það sé einn þátturinn i þessum fyrir- ætlunum Rússa, að standa gegn því í lengstu lög, að gerðir verði friðarsamningar við Austurríki og Þýzkaland, því að þeir vilji fá sem lengstan tíma til að styrkja áhrif sín í þessum lönd- um. Þó telur Byrnes ekki ósenni- legt, að Rússar myndu fást til að gera friðarsamninga við Þýzkaland, ef fallizt yrði á kröf- ur þeirra um 10 miljarða dollara striðsskaðabætur frá Þjóðverj- um og þátttöku í stjórn Ruhr- héraðanna. En slíkt væri vitan- lega það sama og gera Þýzka- land ánauðugt Rússum. Byrnes telur, að hinni ótvi- ræðu yfirgangsstefnu Sovét- ríkjanna verði bezt mætt með einarði og ákveðinni framkomu Bandaríkjanna, því að Rússar muni heldur kjósa að láta und- an en að hefja styrjöld. Hann álítur að Bandaríkjunum sé slík afstaða því aðeins möguleg, að þeir hafi sterkar hervarnir og framleiði fleiri og öflugri atom- sprengjur. Hann telur, að Bandaríkin eigi þegar að sker- ast í leikinn í Ungverjalandi, líkt og í Grikklandi. Hann telur, að Bandaríkin eigi þegar að heimta heimflutning 500 þús- und japanskra herfanga frá Síberíu, og Bandaríkin eigi ekki að fara með her sinn frá Kóreu fyrr en Rússar séu farnir þaðan og búið sé að afvopna þann her Kóreumanna, sem Rússar hafa æft. Af þeim mörgu tillögum, sem Byrnes gerir í bók sinni, hafa þó tillögurnar um friðarsamn- ingana við Þýzkaland vakið mesta athygli. Hann telur að stórveldin eigi þegar að bjóða öllum ríkjum að taka þátt í ráð- stefnu, þar sem rætt verði um friðarsamningana við Þjóðverja og gengið frá þeim. Taki Rússar ekki þátt í ráðstefnunni og neiti að samþykkja ákvarðanir henn- ar, verði að gera þeim ijóst, að það geti leitt til styrjaldar. Hafi Rússar slíka áskorun eigi að síður að engu og hafi áfram her í Austur-Þýzkalandi, verði að neyða þá með valdi til þess að flytja hann burtu. í Bandaríkjunum hafa tillög ur Byrnes yfirleitt fengið góðar undirtektir og þykir ekki ó- sennilegt, að þær muni hafa veruleg áhrif á afstöðu Banda- ríkjanna á utanríkismálaráð- herrafundinum, sem kemur saman í London í næsta mánuði, en þar verður einmitt rætt um friðarsamningana við Þýzka- land og Austurríki. Fórnarlömb tráarofstækisLns Síldarbræðsla hefst á Siglu- firði eftir helg- ma Rósturnar í Indlandi hafa kostað m ikinn f jölda manna lífið, og mikil vcrðmæti hafa verið eyðiieggingu ofur- seld. Orsakir óeirðanna eru, sem allir vita, hinar þjóðfélagslegu andstæður — mismunandi trúarskoðanir, stéttaskipting og þjóðernismunur. Því fer fjarri, að þessum árekstrum sé lokið — hryðjuverkin eru enn að kalla daglegir viðburðir. — Myndin hér að ofan sýnir, hvernig umhorfs er eftir eina orrahríðina. — Ekkert nýtt komið í Ijós við rannsókn Trinitémálsins Sjóprófnm ekki enn að fullu lokið. Sjópróf hafa að undanförnu farið fram út af sænska skipinu Trinité, sem brann við Reykjanes nýlega. Var skýrt frá þeim atburði þá hér í blaðinu. Það hefir nú komið í Ijós og fengist staðfest, að skipið var tryggt hjá Lloyds-vátryggingarstofnun- inni í London. Sjópróf hófust hjá borgar- dómaranum í Reykjavlk síðast- liðinn mánudag, og var þeim síðan haldið áfram miðvikudag og fimmtudag, og er ekki með öllu lokið enn. Er að mestu búið að prófa áhöfn skipsins, og flestir útlendinganna af áhöfn- inni eru þegar farnir utan. Hins vegar er enn eftir að sjóprófa áhafnir annarra skipa, sem að- stoðuðu við björgun á einhvern hátt, Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Bjarna Björnssyni, fulltrúa borgardóm- ara, hefir enn ekkert nýtt upp- lýzt um orsök brunans við sjó- prófin. Enginn af áhöfn Trinité geti gert sér grein fyrir orsökum íkviknunarinnar, og sé það eitt um hana vitað, að eldur kom skyndilega upp i vélarrúmi skipsins og magnaðist svo fljótt, Kosnir í sáttanefnd Á fundi Palestínunefndar I fyrradag voru þeir Dr. Evatt, frá Ástralíu, Svascivat prins frá Síam og Thor Thors kosnir til að reyna að koma á sættum milli Araba og Gyðinga um framtíð Palestínu. Forseti misbeitir valdi sínu Það er nú komið hátt á aðra viku síðan nokkrir þingmenn fluttu þingsályktunartillögur í sameinuðu þingi þess cfnis, að afnumin yrðu þau hlunnindi ýmsra opinberra embættis- manna, m. a. þingforseta, að fá áfengi með niðursettu verði, og að hætt yrði að veita áfengl í opinberum veizlum. Síðan þessar tillögur voru fluttar, hefir verið fundur í sameinuðu þingi á hverjum degi, en forseti hefir þó aldrei tekið þær til umræðu. Sézt mætavel á þessu, að for- seti sameinaðs þings hyggst að beita forsetavaldi sínu til þess að tefja fyrir því, að þingið geti afnumið þessa ósiði, og munu allir geta séð af hverju það stafar. En trauðla verður lengra gengið í ósómanum en að forseti sameinaðs þings skuli misbeita þannig forsetavaldinu til að halda í ósæmileg friðindi sér til handa. að við ekkert varð ráðið. Sáu skipverjar brátt sitt óvænna og yfirgáfu skipið á lítilli skektu. Það var vátryggingarumboð Trolle & Rothe, sem óskaði eftir því að sjópróf yrðu látin fara fram, og var því hætt við að hafa þau hjá sænska sendiráðinu, en þess hafði skipstjórinn af skip- inu óskað. Skipið reyndist vera vátryggt Lloyds í London, eins og um- boðsmenn þess hér höfðu haldið fram, en hins vegar hefir vá- tryggingarfélagið ekki ennþá viljað kannast við, að farmur- inn hafi verið vátryggður þar, en hinn sænski umboðsmaður heldur því fram, að svo hafi verið. Það hefir komið fram í rétt- arhöldunum, að eigandi skips- ins er skráð sænskt félag, sem síðan seldi það á leigu til annars félags, sem einnig er sænskt. í réttarhöldunum hefir hins vegar enn ekkert komið fram um það, hvers vegna skipstjórinn gaf ekki upp rétta staðsetningu skipsins, er það var orðið lekt eða hvers vegna lekinn var til- kynntur umboðsmanni að Hótel Borg, áður en Slysavarnafélagið var látið vita. Voðaskot verður manni að bana Síðastliðinn miðvikudag varð ungur maður að Vattarnesi við Reyðarfjörð fyrir voðaskoti og andaðist stuttu síðar. Sigurbjörn Guðjónsson að Vattarnesi gekk til sjávar með byssu sína að morgni dags. Ætl- aði hann að hyggja að sel. Stóð hann á fjörukambinum og studdist við byssu sína, er skotið reið af. Hljóp það í síðu hans og á hol. Var Sigurbjörn færður til bæjar og læknir sóttur til Eski- fjarðar. En hann átti ekki lífs von. Andaðist hann nokkru síð- ar. Sigurbjörn var 28 ára gamall. Hann lætur eftir sig ekkju og fjögur börn ung. 3000 mál síldar komin til verksmiðjunnar Næstkomandi þriðjudag munu síldarverksmiðjur rík- j isins á Siglulfirði hefja bræðslu á síld úr ísafjarðar- djúpi. Hafa verksmiðjunum þegar borizt um 2000 mál og i í nótt eða snempna í fyrra- málið er von á m.b. Fanney með um 1000 mál. Það er ein nýjasta verksmiðj- an, S.R. 1946, sem á bræða síld- ina. Talsvert mörg skip eru þeg- ar ráðin til þessara flutninga og veiða þau flest síldina sjálf. Björgvin Bjarnason útgerðar- maður á ísafirði mun eiga flest skipin, sem stunda þessar síld- veiðar enn sem komið er, en sennilegt er talið, að fleiri muni bætast í hópinn innan skamms. Eins og áður hefir verið skýrt frá, greiða síldarverksmiðjur ríkisins 48 krónur fyrir hvert mál síldar, er þær taka á móti til bræðslu. Þar af er áskilið, að sjómenn fái sjálfir 32 krón- ur, en 16 krónur greiðist fyrir flutning og annan kostnað. Enn lítil veiði syðra. Báturinn Fagriklettur, eign Jóns Gíslasonar útgerðarmanns í Hafnarfirði, reyndi að veiða síld með snurpunót í Kollafirði í gær, en fékk enga veiði. Þessa dagana leita þrír bátar frá Har- aldi Böðvarssyni á Akranesi síldar. í gær leituðu þeir á Kollafirði og Sundunum og fengu frá einni tunnu og upp í 15 tunnur í reknet. Þó sáu menn á bát, sem var á leiðinni frá (FramhalcL á 4. síöu) Þing Farmannasambandsins krafðist aðgerða í dýrtíðar- málunum Átaldi liarðlega viisiiasvik o« síjórnlcysi og krafðist sparnaðar af ríkinu. Tíminn skýrði nýlega frá allmörgum samþykktum þeirra, er gerðar voru á 11. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins. Verður hér getið sumra þeirra samþykkta, sem þar var eigi getið. Magnús Friðriksson frá Staðarfelli látinn Einn af þekktustu bænda- höfðingjum vestan lands, Magn ús Friðriksson frá Staðarfelli, andaðist í fyrrakvöld. Hann var um langt skeið meðal forvígismanna búnaðar- samtakanna á Vesturlandi og unni sveitalífinu af alhug. Hin seinni ár var hann búsettur í Stykkishólmi og var hreppstjóri sveitarfélagsins. Hann var orðinn rösklega 85 ára. Verðbólgan og dýrtíðarmálin. Þingið fordæmdi hið óverjandi stjórnleysi, sem rikt hefir í fjármálum þjóðarinnar og vítti margvíslegan óþarfa innflutn- ing, er átt hefir sér stað, svo og óhóf í húsabyggingum. Taldi þingið nauðsynlegt að verðlækkun yrði komið á, svo að atvinnuvegirnir gætu þrifizt og atvinnuleysi verði forðað. Verði hætt niðurgreiðslum á innlendum afurðum og verðlag og vísitala hvort tveggja lækkað. Krafðist þingið skjótra aðgerða af hálfu stjórnarvaldanna, en mótmælti gengislækkun. Þá yrði þing og stjórn að gera hreint fyrir sínum dyrum með sparnaði og lækkun kostnaðar í opinberum rekstri. Þá lagði þingið til, að vinnu- aflið yrði skipulágt og fordæmdi seinlæti og stjórnleysi, sem ríkjandi er á mörgum vinnu- stöðvum og vill láta sporna við því með lagasetningu, aö verk- takar geti takmarkalaust tekið í sinn vasa hundraðshluta af greiddum vinnulaunum og þannig grætt á óstjórn og sein- læti. Þingið skoraði á ríkisstjórn- ina og birta skrá um starfsmenn ríkis og ríkisstofnana, ásamt launum þeirra og gera almenn- ingi heyrinkunna skiptingu og veitingu innflutningsleyfa frá áramótum 1944. Eru þessar tillögur Farmanna- og fiskimannasambandsins all- ýtarlegar, en þetta er megin- kjarni þeirra. Þær eru og þess virði, að þeim sé gaumur gefinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.