Tíminn - 28.10.1947, Síða 1

Tíminn - 28.10.1947, Síða 1
RITSTJÓIII: ÞÓRARINN ÞÓRARIN BSON ) ( 0TGEFANDI: J FRAMSÓKNARFLiOKKURINN \ Simar 3368 og 4373 t PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. ( RirsTjóRAfcKmwmyuM: \ SDDUHÚSI, LincUrgötu B A Símar 3368 •* 4Bf> \ AFGREIÐSLA, INNHEtMTA ) CXJ AUGIiÝSINGASKRIVBTOFA: \ EDDUHÚBI, Lindargrötu B A S \ Siml 3338 ( 31. árjg. TtMINN, þriðjudaginn 38. okt. 1947 197. blað ERLENT YFIRLIT: Sleppur fsland við næstu styrjöld ? -- 'TT— - - - ,~,v • -T« flvar verður barizt aðallega, ef til styrjaldar i kcmur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna? Í „ -- ---------- Meffal ýmsra hernaffarfræffinga virffist gæta þeirrar skoffunar, ' aff löndin á Norffurpólssvæffinu verffi einn helzti orrustuvöllurinn, i ef til styrjaldar kemur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Einkum gætti þessarar skoffunar fyrst eftir stríffslokin. í seinni tíff hafa hins vegar fleiri og fleiri látiff þaff álit uppi, aff norffur- svæffiff, — og er þá einkum átt viff Alaska, Grænland, ísland og Svalbarffa, — muni ekki koma eins mikiff viff sögu, ef til styrjaldar kemur, og haldiff var fram um skeiff. Meffal þeirra, sem nýlega hafa látiff þetta álit uppi, er kunnur sænskur hernaffarsérfræff- ingur, Baldt-Christmas, sem hefir skrifaff greinar í Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning um hernaffarmál. Þeir, sem hafa álitið, að norð- ursvæðið yrði einn helzti or- ustuvöllurinn í næstu styrjöld, hafa byggt það á því, að Banda- ríl^in myndu nota stöðvar á Grænlandi og íslandi til þess að halda uppi loftsókn gegn Sovét- ríkjunum. Mótmæli Dana og ís- lendinga gegn slíkum hernaðar- aðgerðum eru ekki talin líkleg til þess að hindra þær, ef Bandaríkin hefðu þær í huga, þar sem víst þykir, að stórveldin muni ekki fremur í næstu styrj- öld en hingað til virða hlutleysi smáþjóðanna, þegar stríðshags- munir þeirra eru annars vegar. Bandaríkin myndu í styrjöld við Sovétríkin að líkindum hernema bæði Grænland og ísland, en Rússar myndu láta hernám ríkjanna á meginlandi Evrópu verða sitt fyrsta verk, að svo miklu J^ýti, sem þeir kæmu því við. Hinir, sem halda fram þeirri skoðun, að ekki verði barizt verulega á norðursvæðinu í næstu styrjöld, byggja hana á því, að Bandaríkin muni aðeins nota stöðvar sínar á Grænlandi og íslandi í varnarskyni, því að Rússar eiga hægast með að sækja á hendur þeim þá leið. Hins vegar munu Bandaríkin fyrst og fremst sækja að Rúss- um að sunnan eða frá stöðvum, sem þeir myndu hafa í Tyrk- landi, Iran, Irak og Pakistan. Það þarf ekki annað en að líta á landabréfið til að gera sér ljóst, að Bandaríkjunum væri það margfallt auðveldara að heyja loftsókn gegn olíunám- um og helztu iðnaðarborgum Sovétríkjanna frá þessum löndum en frá Grænlandi og íslandi. Flugleiðin myndi þá styttast í 3—5 klst. flug í stað 10—16 klst. flugs. Flugvélarnar gætu þá flutt mun meira af sprengjum í hverri ferð og áhafnirnar gætu þá verið fá- mennari. Auk þess eru veður- skilyrði betri á þessum slóðum. Loftsókn frá þessum löndum yrði því miklu auðveldari og áhrifameiri en frá íslandi og Grænlandi. Margt bendir til, að Banda- ríkjamönnum yrði auðvelt að fá bækistöðvar í þessum löndum. Bandaríkin hafa veitt Tyrkjum stórlán til vígbúnaðar og verður það m. a. notað til að bæta hafnarskilyrði þar og leggja bíl- vegi um landið, svo að liðflutn- ingar verði greiðari til norður- landamæranna, ef Tyrkir þyrftu á hjálp að halda. Formaður tyrkneska herforingjaráðsins dvelur nú í Bandaríkjunum, ásamt ýmsum helztu samstarfs- mönnum sínum, og ræða þar við fulltrúa Bandaríkjahersins um varnir Tyrklands. í Iran virðast Bandaríkjamenn hafa náð sterkum ítökum og eiga mjög vingott við stjórnina. Irak, Transjordania og Pakistan munu að öllum líkindum fylgja Bretum að málum og Banda- ríkin því fá stöðvar þar, ef Bretar væru með í stríðinu. Reynist þær ályktanir réttar, sem hér hafa verið raktar, virð- ist hættan af verulegum styrj- aldarátökum á norðursvæðinu minni en oft hefir verið haldið fram í seinni tíð. Ef til átaka kæmi þar, stafaði það þá fyrst og fremst af því, að Rússar hyggðust að sækja Bandaríkin heim, og vildu þvi brjóta niður varnir þeirra á þessum slóðum. En ætli Rússar að g*ra árás á Bandaríkin, eiga þeir ekki aðra skemmri leið að fara. ERLENDAR FRETTIR De Gaulle hefir haldið ræðu og krafjzt þess, að franska þingið verði rofið. Þingið kemur saman i dag eða hálfum mánuði fyrr en upphaflega var ætlast til. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar fóru fram í Frakk- landi á sunnudaginn á þeim stöðum, sem þeim lauk ekki fyrra sunnudag. Úrslit eru enn ekki kunn til fullnustu, en Ijóst er þó, að fylgi de Gaulle hefir enn aukist, en fylgi kommún- ista minnkað. Jafnaðarmenn standa í stað. Tyrkir hafa sent sameinuðu þjóðunuih kæru á hendur Rúss- um fyrir undirróður í Tyrklandi og áróður gegn Tyrkjum í öðr- um löndum. Brezka stjórnin hefir ákveðið að minnka verklegar fram- kvæmdir um 5200 milj. kr. á næsta ári, en auka útflutnings- framleiðsluna að sama skapi. Fjölmenn samkoma Framsóknarmanna í Vík Framsóknarfélag Vestur- Skaftafellssýslu hélt samkomu í vík síðastliðinn laugardag. Er það einhver fjölmennasta sam- komá, sem haldin hefir verið í Vík um langt skeið. Samkoman hófst með ávarps- orðum Óskars Jónssonar. Því næst flutti hinn nýi þingmaður kjördæmisins, Jón Gíslason, ræðu. Þá sýndi Kjartan Bjarna- son kvikmynd. Næst flutti Ey- steinn Jónsson menntamála- ráðherra ræðu, en þá sýndi Kjartan aftur kvikmyndir, með- al annass- Heklukvikmynd, sem vakti mikla hrifningu. Á milli ræðanna var sungið. Um kvöldið var svo dans. Skemmtunin fór í alla staði hið bezta fram og var hin ánægju- legasta. Áróðursbæklingar Jugoslava brenndir Olíuflutningaskipið Jildred” strandaði í gær við Járnbarða á Snæfellsnesi Mannbjörg varð — Skiplð var sag’t sokklð Ilollenzka olíuskipiff „Mildred" strandaffi viff Járnbarffa á Snæ- fellsnesi seint í fyrrinótt effa í gærmorgun. Búiff var í gær aff bjargá allri áhöfninni, en þaff voru alls 12 menn. Sjö þeirra yfir- Það er mikil togstreita milli ítala og Júgóslava um Triest. Júgósiavar vilja umfram allt ná borginni og héraöinu umhverfis hana undir sig og reka magnaðan áróður í því skyni. — Hér á myndinni sést ítalskt fólk bera áróðursbæklinga Júgóslava og kommúnista á bál. Nýr flugvöllur á hólmunum við ósa Eyjafjaröarár? Flisgvöllurinn á Melgerðismelum á óhentugum stað og í niðurníðslu Nú fyrir helgina fóru þeir flugvallastjóri ríkisins og flugmála- stjóri norffur til Akureyrar. Var erindi þeirra m. a. þaff aff athuga um byggingu nýs flugvallar í nágrenni Akureyrar. Eins og kunnugt er var flug- völlurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði byggður af brezka hernámsliðinu á stríðsárunum. Er völlurinn aðeins ein braut frá norðri til suðurs, byggð þannig, að lag af malbiki er sett ofan á melinn sjálfan. — Vellinum hefir verið mjög lítið við haldið, og er hann því kom- inn í niðurníðslu, og er talið, að til hans þurfi að kosta stórfé, svo að hann verði þannig, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru til þannig flugvalla. Auk þess, hversu flugvöllurinn er lélegur, er hann á mjög ó- hentugum stað, þar sem hann er í mikilli fjarlægð frá Akur- eyrarbæ. Af þessum ástæðum mun helzt hafa verið lagt til mál- anna, að byggja alveg nýjan flugvöll og hafa hann í ná- grenni Akureyrar. Munu þeir f lugvallastj óri og flugmála- stjóri hafa rætt þessi mál við ráðandi menn á Akureyri, en að svo komnu máli hefir ekkert verið ákveðið, hvort nýr völlur verður byggður eða ekki. Var aðeins ákveðið að láta fara fram rannsókn og mælingar á hólmunum og leirunum við ósa Eyjafjarðarár með það fyrir augum, að þar mætti fá hent- ugt svæði fyrir nýjan flugvöll. Mun undinn bráður bugur að því að ljúka þeim athugunum, en síðan tekin ákvörðun um hvort nýr völlur verður byggður eða sá gamli endurbættur Málverkasýning • • Orlygs Sigurðssonar Örlygur Sigurðsson (skólameistara á Akureyri) opnar málverkasýningu í Listamannaskálanum í dag. Hefir hann áður haft málverkasýningar, er vakið hafa mikla athygli. Góð síldveiði vestra Þrjú síldarskip á leið til Siglufjarðar Síðustu daga hefir mikið af síld veiðst í ísafjarðardjúpi, að- allega í ísafirði, sem gengur lengst inn úr Djúpinu. Hefir síldin aðallega verið veidd í „lása.“ Er talið, að um mjög mikla síld sé að ræða á þessum sló&i,m. Bræðsla mun hefjast hjá síld arverksmiðjunum í Siglufirði á miðvikudaginn kemur. Hafa þessi skip flutt síld til Siglu fjarðar nú þegar: Ernir 426 mál Grótta 1522 mál, Fanney 874 mál. Ernir eru að losa nú í ann að sinn. Von er á Finnbirni Gróttu og Narfa að vestan með fullfermi af sild. Ennfremur munu fleiri skip bætast við bráðlega, bæði til að veiða og flytja síld til Siglufjarðar. Sama og engin síld veiddist hér á sundunum eða á Kolla- firði yfir helgina. Einhverjir bátar voru þó að leita að slld á þessum svæðum, en urðu lltils varir. Þó mun einn bátur hafa fengið nokkra síld í minni Hval- fjarðar. gáfu skipiff í björgunarbáti snemma í gærmorgun og náffu þeir landi um nónbil í gær. Fimm skipsmanna var bjargaff meff þeim hætti, aff skotiff var út línu og þeir dregnir í land. — Þegar blaffiff í'rétti síffast aff vestan í gærkvöldi var skipiff sagt sokkiff. Kl. 7,55 í gærmorgun tók loft-’ skeytastöðin í Reykjavík við nayðarkalli frá hollenzka olíu- skipinu „Mildred." Var það sagt strandað við Malarrif á Snæ- fellsnesi. Loftskeytastöðin til- kynnti Slysavarnafélaginu þetta Degar í stað. Slysavarnafélagið hófst þegar handa, náði sambandi við botn- vörpunginn Akurey og bað hann að fara á strandstaðinn. Er Akurey kom á vettvang um kl. 9 í gærmorgun reyndist skipið strandað við Járnbarða, milli Dritvíkur og Hólahóla, en ekki við Malarrif. Skipshöfnin á Ak- urey sá enga hreyfingu á skip- inu, enda komst togarinn ekki nær en i 8—9 hundruð metra fjarlægð sökum brims. Slysavarnafélagið hafði einn- ig símað til Arnarstapa á Snæ- fellsnesi og beðið björgunar- sveitina þar að fara á vettvang. Brást hún að vonum vel við og lagðL þegar af stað með björg- unartæki og annan útbúnað. Skipstjórinn á Akurey símaði Slysavarnafélaginu undir eins hvar hið strandaða skip væri, og jafnframt, að hann fengi ekki aðgert. Símaði Slysavarnafélag- ið til Sands og bað um aðstoð þar, er það frétti hve utarlega á nesinu skipið var strandað. Lagði björgunarsveitin á Sandi þegar af stað, ásamt lækni, í þrem jeppum og tveimur vöru- flutningabifreiðum. Voru alls milli tuttugu og þrjátíu manns í förinni. Þegar Sandarar komu á strandstaðinn var björgunar- sveitin frá Arnarstapa þar fyrir og hafði þegar skotið línu til skipsins og dregið í land þá fimm menn, sem enn voru eftir um borð er sveitin kom á vett- vang. Þeir fimm, sem þarna var bjargað, voru Snæbjörn Stef- ánsson skipstjóri, einl íslend- ingurinn um borð, en hann var leiðsögumaður skipsins, svo og skipstjórinn, tveir stýrimenn og bátsmaður. Um hina 7 var þá ekki vitað annað en það, að þeir höfðu yfirgefið skipið í björgunarbáti áður en Arnarstapamenn komu á vettvang. Var jafnvel búist við, að bátinn hefði rekið til hafs, enda var vindur hvass af suðri. En þegar Sandarar voru á heimleið kom í veg fyrir þá Maður frá Öndverðunesi. Sagði hann þeim að björgunarbátur- inn hefði náð þar landi milli klukkan þrjú og fjögur og voru bátsverjar allir heilir á húfi. Skipið strandaði á skeri. Botn var þar illur og brim mikið. Var skipið mjög tekið að brotna ár- degis í gær, en í gærkvöldi, er blaðið hafði síðast fregnir að vestan, var það sagt sokkið. — „Mildred" var ujn 700 smálestir að stærð og var hér í flutningum fyrir Olíufélag íslands h.f. Samningar sjómanna og skipaeigenda Samningar hafa nú tekizt milli Skipaútgerðar ríkisins og Eimskipafélagsins annars vegar og stýrimanna, matsveina, véla- manna og veitingaþjóna á skip- um þessara tveggja aðila hins vegar um kaup og kjör fyrst um sinn. Var samið þannig, að fyrr- verandi samningar skyldu gilda framvegis, en þeim mætti þó segja upp með mánaðar fyrir- vara af beggja hálfu. Enn hafa samningar ekki tek- izt milli háseta á skipunum og skipafélaganna, en líkur eru taldar til, að þeir samningar takizt, svo að ekki þurfi að óttast stöðvun á strandferðaskipunum eða skipum Eimskipafélagsins. Norræna félagið býð- •• ur Arnulf Overland * til Islands Norræna félagið hefir nýlega boðið norska skáldijju Arnulf Överland hingað til íslands til þes% að halda hér fyrirlestra og lesa upp úr verkum sínum. Överland er einn merkasti og víðkunnasti rithöfundur Norð- manna og býr hann nú í heið- ursbústað norska ríkisins fyrir skáld. Þannig hefir norska ríkið heiðrað hann meira en nokkurn annsin núlifandi rithöfund. Svar frá skáldinu hefir ekki borizt ennþá. Ný efnalang í dag tekur til starfa hér i bænum ný efnalaug, sem Uindin heitir. Var blaðamönnum boðið að skoða þana í gærdag. Efna- laug þessi er búin fullkomnum vélurs til kemiskrar fatahreins- unar og pressunar. Efnalaugin Lindin er til húsa í Skúlagötu 51, en hefir annars afgreiðslu í Hafnarstræti 16, þar sem einnig verður hraðpressun í framtíðinni. Geta meRji þá gengið þangað inn og fengið föt sín pressuð, meðan þeir bíða eftir þeim í til þess gerðum klef- um. Eru slíkar pressur mjög vinsaplar erlendis. í efnalauginni er fullkomin amerisk hreinsunarvél, sem skilar fötunum hreinsuðum og þurrum. Einnig eru í efnalaug- inni fjórar pressur og í fram- tíðinni verður þar einnig litun- arstöð fyrir föt. Efnalaugin er eign samnefnds hlutafélags og eru i stjórn þess Sverrir Sigurðs- son, Gunnar Pétursson og Edvin Árnason. í gærkvöldi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.