Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍilllíMV. þrlðjmlagíim 38. okl. 1947 197. blað Þ,rið§udugur 28. okt. Því má ekki þjóðin dæma? Það er eins og' Sjálfstæðis- menn telji tillögu þeirra Her- manns Jónassonar og Sigtryggs Klemenzsonar um skömmtunar- og innflutningsreglur ganga glæpi næst. Hvað eftir annað er ókvæðisorðum ausið yfir þá og Framsóknarflokkinn þeirra vegna. Morgunblaðið segir að þessi tillaga sé „sett fram til að gera kaupfélögunum auðveldara að einoka verzlunina,“ og talar mjög um tvöfeldni og brögð Framsóknarmanna. Jafnframt er sagt, að þeir vilji „hræða sem flesta neytendur til að moka skömmtunarseðlum sínum inn í kaupfélögin.“ í sjálfu sér eru þessar reglur hvorki miðaðar við að efla kaupfélögin né hnekkja þeim, Þær eru miðaðar við það eitt, að hægt sé að láta strauminn liggja þangað, sem fólkið vill helzt. Það er reiknað með því, að neytendurnir finni eins vel og hver annar, hvar haganleg- ast er að verzla. Væru þessar reglur fram- kvæmdar, myndu þær verða hið mesta happ fyrir þær verzlanir, sem hefðu á boðstólum vörur, sem fólk sæktist eftir, alveg jafnt hvort það væru kaupfélög eða kaupmannaverzlanir. Það er alveg víst, að fólk kaupir frem- ur góðar vefnaðarvörur út á skömmtunarseðla sína, svo sem léreft og baðmullardúka, en rándýrt gervisilki, sem jafn- framt er óhæft til margra hvers dagslegustu nota. Þegar góðar nauðsynjavörur fást, er ekki spurt um hvort það er S.Í.S. eða heildsali, sem flutt hefir þær inn. Það er undarlegt, ef einhverj- ar stjórnskipaðar nefndir eru líklegar til að meta betur en fólkið sjáift, hvar það getur gert bezt og heppilegust kaup. En Mbl. virðist ekki hafa mikla trú á heilbrigðri dómgreind og mati almennings. Það heldur víst, að fólkið hafi mjög tak- markað vit á því, hvað því er fyrir beztu. Það er eins og blað- ið treysti því ekki til að meta blessaða heildsalana eins og vert er. Það er bæði nauðsynlegt og réttlátt að hlynna að þeim verzlunum, sem flytja inn góð- ar nauðsynjavörur, en gefa hin um, sem eyða gjaldeyri þjóðar- innar fyrir óþarfa, glingur og lélega hluti, alvarlega áminn- ingu um að bæta ráð sitt eða þær verði að búa við skarðan hlut. Mbl. hefir ekki hingað til sagt eitt einasta orð um það, á hvern hátt það sjálft vill framfylgja loforðum stjórnarsamningsins, að þeir, sem haganlegast og bezt innkaup gera sitji fyrir og al- menningur hafi sem mest frjálsræði. Færi nú ekki að verða tímabært fyrir blaðið að tala eitthvað utan að þvi, í hvaða formi það vill fram- kvæma þessa stefnuskrá. Þeir, sem trúa á frjálst úrval hins hæfasta ættu ekki að geta haft neit á móti reglum Her- manns og Sigtryggs. Og það virðist vera einhver sjúklegur ótti við eitthvað, sem ekki má nefna, ríkjandi yfir taugakerfi þeirra, sem skrifa nú í Mbl. hverja greinina af annarri gegn þessu fyrirkomulagi. Því má ekki þjóðin sjálf dæma í verzlunarmálum sínum? HALLDðR KRISTJÁNSSON: Frjálsar kosningar eða skipulagðar skrúðgöngur Á æskulýðssíðu Þjóðviljans síð asta laugard. er stofnað til sam- anburðar á lýðræði og mann réttindum hér á landi og í Rússaveldi. í trausti þess, að hinir ungu menn vilji hugsa um þessi mál af einlægni og alvöru og hafa það er sannara reynist; vil ég gjarnan ræða þessi mál dálítið við þá. Á landamærum vanþekkingarinnar. Það er fullkomið aukaatriði þegar æskulýðssíðan segir, að „sum þing séu alls ekki kosin eins og t. d. brezka lávarða- deiídin." Það er nefnilega ekki lávarðadeildin brezka, sem er löggjafarþing Englands. Það hefði verið æskilegt, að þjóð- málafræðingar Þjóðviljans hefðu vitað þetta, sérstaklega með tilliti til baráttu þeirra fyrir lækkun kosningaaldursins En sleppum því. Þú mátt kjósa, — en aðrir ráða hvern .þú kýst. Það er satt ,að kosningarétt- ur er svo almennur og jafn samkvæmt stjórnarskrá Ráð- stjórnaríkjana, að hvergi mun lengra gengið í því. En það er höfuðatriði í þessu máli, að þó að kosningaréttur Ráðstjórnarborgaranna sé al- mennur, mega þeir ekki kjósa hvern sem þeim sýnist. Það er nú öðru nær. Það er nefnilega ríkisstjórnin ein, sem ræður því, hverjir fá að vera í kjöri. Æskulýðssíðan fer rétt með 141. grein rússnesku stjórnar- skrárinnar. Hún er svona: „Réttur til framboðs er tryggður félagssamtökum al þýðunnar: Deildum Kommún istaflokksins, verkalýðsfélögum, samvinnufélögum, æskulýðsfé- lögum og menningarfélögum.“ Þetta eru falleg orð, en þess ber að gæta, að þarna austur frá eru málin ekki eins skipu- lagslaus og hér, þar sem menn geta hlaupið saman á einni kvöldstund og myndað hvers konar félag eftir því, sem þeim sýnist. Um félagafrelsi Ráð- stjórnarborgaranna segir í 126. gr. stjórnarskrár þeirra svo: „í samræmi við hagsmuni al- þýðunnar og til eflingar félags- legri og stjórnmálalegri starf- semi fjöldans, er öllum þegnum Sovétríkjanna tryggður réttur til þess að mynda opinber fé- lög: verkalýðsfélög, samvinnu- félög, æskulýðsfélög, landvarn- arfélög, almenn menningarfé- lög, tækni- og vísindafélög. Virkustu og þroskuðustu þegn arnir úr röðum verkalýðsins og annarra alþýðustétta skipa sér í Kommúnistaflokk Sovétríkj - anna, sem er brjóstfylking al- þýðunnar I baráttu hennar fyrir eflingu og þróun hins sósíalíska skipulags og myndar forystuna í öllum samtökum alþýðunnar, jafnt félagslegum og opinber- um.“ Þetta þýðir, að ekkert af þeim félögum, sem tryggður er fram- boðsrétturinn, er löglegt sam- kvæmt stjórnarskránni, nema menn úr Kommúnistaflokki rík- isins hafi þar forystu og völd. Flokkur hinna útvöldu. Nú ber þess að gæta, að hinn eini leyfilegi flokkur hins „aust- ræna lýðræðis,“ stendur ekki opinn upp á gátt öllum sem flokkarnir okkar. Það er nú öðru nær. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Flokkurinn er lok- aður og hleypir þeim einum inn, sem hann vill. Og samkvæmt því, sem sr. Gunnar Benedikts- son sagði hér um árið, þegar „Nýtt dagblað“ kom út, fer af og til fram hreinsun í flokkn- um, þannig, að þeir sem eru orðnir óverðugir og finna ekki náð fyrir augum æðstu manna, eru reknir. Þessar hreingern- ingar fara fram með ákveðnu millibili á föstum tímum, sam- kvæmt upplýsingum prestsins, eins og tíðkanlegt er um hrein- gerningar húsa hér. Það er því engin hætta á því, að hinn eini löglegi flokkur þró- ist á annan veg en stjórnin vill. Allt á einni hendi. Til þess svo að tryggja ennþá betur vald ríkisstjórnarinnar, á hún „að veita einstökum þjóð- fulltrúum lausn frá störfum og tilnefna aðra í þeirra stað milli þinga.“ Það er, að ríkisstjórnin sviptir kjörna menn umboði hve nær sem er, og skipar sjálf í sæti þeirra. Austrænt lýðræði. Ef við byggjum við hið „aust- ræna lýðræði“ yrði stjórnarfar okkar eins og nú segir: Einn flokkur væri löglegur í landinu. Við skulum hugsa okkur að það væri Kbmmún- istaflokkur íslands, — hann gæti vel heitið „Sameiningar- arflokkur alþýðu“ fyrir því, en það er kannske eins gott fyrir aðstandendur æskulýðssíðu Þjóðviljans að hugsa sér að þetta væri Sjálfstæðisflokkur- í 125. gr. stjórnarskrár Ráð- inn eða Alþýðuflokkurinn. stjórnarríkjanna er boðið, „að, Ekkert félag í landinu væri hið vinnandi fólk hefir umráð löglegt, nema að menn úr yfir prentsmiðjum, pappírs- Flokknum hefðu þar forgöngu. birgðum, opinberum byggingum, Ungmennafélög, búnaðarfélög götum, samgöngutækjum og og verkalýðsfélög væru ólögleg öðrum efnalegum skilyrðum, og réttlaus, nema þessir á- sem nauðsynleg eru réttindum, kveðnu flokksmenn færu þar þessum til framkvæmdar.“ — með völd. Þessi réttindi eru: „málfrelsi,1 Allur pappír, öll samkomuhús, prentfrelsi, funda- og sam- allar prentsmiðjur og fjölritun- komufrelsi, frelsi til að fara artæki væru á valdi Flokksins. skrúðgöngur og kröfugöngur.“ j Við getum hugsað okkur að „hið Það er eftirtektarvert við vinnandi fólk og samtök þess“ stjórnarskrá Rússa, að hin gæti táknað Alþýðusambandið, einföldustu ! en það gæti líka táknað mál- Eg hefi þá fengið ádrepu núna, rétt einu sinni. S sendir mér línu út af því, sem ég sagði síðast um mjólkur- leysið og virðist hafa lágar hugmyndir um hagræna þekkingu mína og vit, fyrst ég hélt að það stæði í mannlegu valdi að sjá Reykvíkingum fyrir nógu af góðri mjólk og mjólkurvörum á komandi tímum. Og hér með gef ég S orðið: „Á nú að fara að gera samþykktir um tíðarfarið, eða hvernig hugsar fólk eiginlega. Ég las í Baðstofuhjalinu, að við ættum öll að vera sammála um að láta mjólkurleysið í bænum aldrei endurtakast. Já, ef við gætum það nú. Eigum við að fara að stjórna veðráttunni? Eða hvað eigum við að gera? Mér þykir það alveg furðulegt hvernig fólk getur stundum hugsað og látið frá sér fara í blöðunum." Ég sagði það, að við ættum öll að vera einhuga í þessu máli, og ég meina það enn. Það þarf engum náttúru- iögmálum að breyta til að sigrast á óþurrkunum, en með því að gera hey- skapinn árvissari, bæði grassprettu og nýtingu, er hægt að tryggja eðli- legt mjólkurmagn úr þeim kúm, sem á fóðrum eru. sjálfsögðustu Og mannréttindi eru bundin við það, að þau séú notuð „í sam- ræmi við hagsmuni alþýðunn- ar,“ „til tryggingar hinu sósí- alíska skipulagi“ o .s. frv. Þetta eru falleg orð. En hver á að meta? Hvar er sú löggildingar- stofa, sem leggur mælikvarðann á þetta og veitir réttindin? Auðvitað er það flokkurinn, ríkisstjórnin, sem ákveður þetta, enda er það hlutverk sam bandsstjórnarinnar í Moskvu samkvæmt sjálfri stjórnar- fundafélagið Oðin eða sjó- mannafélag Reykjavíkur og verkakvennafélagið Framsókn, allt eftir því hvaða flokkur væri löglegur. Svo gæti flokksstjórn- in auðvitað hreinsað þá úr, sem henni væru ekki að skapi. Enginn mætti bjóða fram menn til neins, hvorki í hrepps- nefnd, bæjarstjórn né til Al- þingis, nema Flokkurinn og þau félög, sem hann hefir á valdi sínu. Flokkurinn væri fámennur og skránni „að túlka gildandi lög lokaður. I hann væru þeir einir Sovétríkjanna.“ j teknir, sem flokksstjórnin treysti til hollrar fylgdar við sig, og þeir, sem yrðu veikir í trúnni og stjórninni þætti á- stæða til að tortryggja, væru látnir fara úr flokknum. Almennir kjósendur hefðu rétt til að velja um þá fram- bjóðendur, sem flokkurinn byði þeim, en ef það skyldi slæðast einhvers staðar inn í hrepps- nefnd maður, sem stjórninni ekki líkaði við, væri það henn- ar hlutverk að reka þann kauða og velja mann í staðinn. Þannig gæti ríkisstjórnin skipt um alþingismenn að vild sinni, en þó með því skilyrði, að hinir nýju stjórnskipuðu þingmenn fengjust til að samþykkja sjálfa sig eftir á. Er þetta frelsisþrá æskunnar. Það má vel vera, að hinum ungu frelsishetjum á æskulýðs- síðu Þjóðviljans þyki gott að hyggja til svona frjálslegs stjórnskipulags, ef það væru þeir Brynjólfur Bjarnason og Jón Rafnsson, sem stjórnuðu (Framahld á 3. síðu) Það þarf tvennt til, svo að mjólkin verði nóg: Hæfilega mikinn kúa- stofn og eðlilegan arð af hverri kú. Tíminn hefir á þessu hausti birt góðar ráðleggingar um það hvernig , verjast megi óþurrkunum, t. d. eftir Pál Zóphóníasson og sr. Halldór á Reynivöllum. Aukin og bætt ræktun og tækni, votheysgerð og súgþurrkun, a. m. k. til' öryggis' á stærri búum, eru úrræði, sem geta stórbreytt viðhorfun- um. Hvað snertir þetta Reykvíkinga? segið þið þá. Ekki er það Reykvíkinga sök, þó að bændur búi illa. Það er nú svo, en kjarni málsins er sá, að því aðeins vill fólk vera og vinna í sveitunum, að þar séu sam- bærileg lífskjör, afkoma og þægindi, við það sem annars staðar er. Reyk- víkingar þurfa t. d. ekki að ætlast til þess, að húsmæðurnar, sem framleiða mjólkina handa þeim, uni því enda- laust að fara á mis við rafmagn og þægindi þess. Mjólkurfrmleiðsla fyrir okkur á hvorki að vera fórnarstarf ne þrælkun. Og það eigum við að skilja og haga okkur eftir því. Mjólkurleysið í Reykjavík þessa dagana, ætti að vera nægileg ástæða til að vekja almennan áhuga í bænum á bættum kjörum, bættri afkomu og félagslegum þægindum í sveitum. Meðan þann áhuga og skilning vantar mun seint verða lag á mjólkurmálun- um í bænum. Svo eru það Iandbúnaðarvélarnar. Við megum gjarnan hugsa um það, að e. t. v. hefði það getað orðið til þæg- inda fyrir okkur, sem sækjum mjólkina í búðirnar hérna, að eitthvað af þeim gjaldeyri, sem festur hefir verið í fólksbílum í bænum, hefði farið í stærri jarðyrkjuverkfæri og önnur tæki til að koma ræktun landsins áleiðis. Þetta megum við gjarnan hugsa um, þegar við erum að krækja á milli straumlínubílanna og jepp- anna, svo að við náum í biðraðirnar við búðirnar. Nei, það er ekki alveg sama fyrir mjólkurmálin hver hugsunarháttur og pólitísk afstaða fólksins í Reykjavík er. Vörur án skömmtunarmiða eða eitt- hvað áþekkt þessu, er vígorð sumra auglýsendanna núna. Þetta heyrist í útvarpi og þetta má lesa í blöðum og búðargluggum. Það er eins og þetta sé skop og kuldaspott um kaupaótt fólk, því að oftast eru þessar vörur óþarft glingur. Því er eins og þessar auglýsingar tali til þeirra, sem fyrst og fremst vilja kaupa en er miklu minna atriði hvað þeir kaupa, hvort það er þarft eða óþarft, illt eða gott. Pétur landshornasirkill. Guðmuiidur Davíðsson: Um seli i. ; hálf lifandi. Hundruð þúsunda Veiðihættir Nýfundnalendinga.! af selaskrokkum eru skildir eft- i ir á hafísbreiðunum, sem til- , sýndar að sjá líta út eins og i blóðrauðir flekkir. (Þetta minn- Arið 1934 sigldu 10 gufuskip frá Nýfundnalandi í Norður- Ameríku, norður í íshaf, með 1499 selveiðamenn. Það veiddust 227390 selir. Þar af voru 221562 kópar, 15 daga gamlir og þaðan af yngri. Aðeins 5828 fullorðn- um selum var náð. En gert var ráð fyrir að annað eins kæmist undan á flótta helsært. Verð á skinni og spiki, af hverjum kóp, var 14 shilling, en aðeins 8 shilling af fullorðna selnum. Annað var ekki hirt. Skrokk- arnir voru látnir liggja á ísnum. Auðveldara er að ná í kópana en fullorðu dýrin. Þeir eru hanctsamaðir á isnum, þar sem aeir liggja nýgotnir og ósjálf- bjarga. Enda er lögð meiri rækt við kópaveiðina, vegna þess að skinnin eru verðmeiri. Þau eru metin sem loðskinn, af því að kóparnir eru vaxnir ullar- kenndu hári, er nefnist „snoð“. Það fellur af kópnum eftir að hann er 15 daga gamall. Skinn- inu er svift af kópnum meðan ir á milljónadráp vísundanna á grassléttum Norður-Ameríku. Skinnið og tungan var hirt, en skrokkarnir látnir liggja eftir hrædýrum að bráð). Selveiðin er orðin svo sam- gróin hugarfari Nýfundnalands búa að þeir skoða selinn sem hverja aðra guðsgjöf, er þeim béri skylda til að hagnýta sér eins og þeim líkar bezt. Þeir sjá heldur ekkert athugavert við veiðiaðferðina. Enda væri það erfitt fyrir Nýfundnalendinginn að breyta skoðun sinni á sel- veiðunum. Kirkjan lítur svo á, að það sé fullkomlega réttmætt að veiða selinn eins og gert er. Fólkið er kirkjurækið og finnst ástæðulaust að breyta út af gömlum veiðisiðum, þegar kirkj an leggur blessun sína yfir þá. Sérstakar guðsþjónustur eru haldnar í tilefni af brottför veiðiflotans og við komu hans vilja inn í hann ganga, eins og I kroppurinn er volgur — jafnveljúr veiðiförinni, hlaðinn þeirri guðsblessan, sem aflað er með ránshendi úr skauti náttúrunn- ar. Það gagnar lítið fyrir ólærð- an mann að kveða upp úr með það, fyrir almenningi að sela- slátrunin sé ranglát gagnvart náttúrunni og þjóðarheildinni og ekki samboðin siðmenningu nútímans. Þó að kirkjan leggi blessun sína yfir selveiðarnar er dráp kópanna, nýfæddra í þenn an heim, framkvæmt með ótrú- lega mikilli grimmd og rudda- skap. Ætla mætti að móðurást- in, sem er ein af hinum helg- ustu og göfugustu tilfinningum manna og* dýra, væri höfð í heiðri, þar sem selurinn á í hlut, en svo er ekki. Selir eiga aðeins eitt afkvæmi á ári. Móðirin lætur það sjúga sig, á sama hátt og mannabörn eru lögð á brjóst. Maður, sem ekki er alveg tilfinningarlaus, gæti viknað við það að horfa á selmóðurina flatmaga á hafísn- um, í glaða sólskini, og hagræða sér til að koma barni sínu á spenann og næra það á glóð- volgri móðurmjólkinni — þess- um sívala fituklump, sem er á stærð við stálpaðan hvolp. Sér- hver hugsandi maður hlýtur að fyllast lotningu fyrir náttúr- unni, vilji hann hafa fyrir því að veita þessu eftirtekt. Þegar móðirin sér veiðimann- inn nálgast verður hún sem hamstola af ótta og kvíða. Hún reynir að fela barnið sitt undir snjónum, með því að sópa með hreifunum mjöllinni yfir það. Hún mundi reka upp örvænt- ingaróp, eins og mannleg móðir hefði gert, ef henni væri ekki varnað máls. En þegjandi til- finning hennar brýzt út á ann- an veg. Táraflóð hrynur af augum hennar ofan vangana. Umhyggjan fyrir barninu og ástúðin, sem hún lét í ljósi gagn vart því, endaði þann veg að bæði móðir og barn lágu í fjör- brotunum við fætur veiði- mannsins, sem rotaði móðurina með barefli, en greip barn hennar og skar það á háls, án þess að rota það fyrst. Ungi veiðimaðurinn, sem fram- kvæmdi þetta verk, sór þess dýran eið með sjálfum sér, eftir á, að deyða aldrei sel framar. Þetta var síðasta selvigið hans. — Manneðlið hafði vaknað í sálu hans. Nýfundnalendingar álíta að selurinn spilli fiskiveiðunum, vegna þess, hvað hann éti mik- ið af þorski og öðrum nytja- fiskum, á þessum slóðum. En þorskveiðin er, eins og kunnugt er, með helztu atvinnuvegum manna þar í landi. Þetta hefir (Framahld á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.