Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 3
197. blað 3 Getib Á svörtuskerjum. Ástarsaga eftir Emilie Carlén. Sveinn Víkingur íslenzkaði. Norðri. Stærð: 293 bls. 25X16 sm. Verð: kr. 36.00 ób. 48.00 innb. Þetta er mikil bók, sem sjá má. Hér er á ferð heppileg saga til skemmtilesturs, því að hún hefir bæði spennandi atburði sér til ágætis, skáldleg tilþrif og góðar mannlýsingar. Það mun öllum þykja gaman að þessari sögu og marga mun hún taka svo sterkum tökum, að hún skilji eftir áhrif, sem geri lest- urinn verðan ómaksins meira en sem dægradvöl aðeins. T. d. eru þar góð og lærdómsrík drög að tveimur hjúskaparsögum. A. Chr. Westergaard: Maggi varð að manni. Sigurður Gunnarsson þýddi. Útg. barnablaðið Æskan. Stærð 212 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 20.00 innb. Þær eru nú orðnar ærið marg- ar, barna og unglingaðækurnar, sem komið hafa út á forlagi Æskunnar. Það er gott safn, því að hingað til hefir mátt treysta því, að Æskan gæfi ekki út slæmar bækur. Svo er enn, því að enda þótt ekki sé mikill skáldskapur í þessari bók, er notalega hlýr og siðlegur blær yfir allri frásögninni. Og því mun hún finna veg að hjörtum ungra lesenda og verða vinsæl og holl. Af vangá hefir slæðst inn í þýðinguna orðatiltækið „að taka ofan í við“, í staðinn fyrir að „setja ofan í við“, og er það skrítið, þvi að sögnin setja er þó freklega notuð, eins og nú er tízka. T. d. er hestur og kerra sett hvort á sinn stað. f sum- um bókum og daglegu máli ýmsra er„sögnin að setja komin vel á veg að útrýma sögnum eins og að láta, breiða, leggja, hengja o. s. frv. Annars er ástæðulaust að finna að þessari þýðingu al- mennt. John Galsworthy: Sylvanus Heythorp. Bogi Ólafsson þýddi. Bók þessi er í flokknum Lista- mannaþing II. Sylvanus Heythorp er sér- kennileg og minnisstæð persóna, sem í hárri elli berst' eins og hetja fyrir áhugamálum sínum, sem eru honum mikils virði, þó að e. t. v. séu ekki háar hug- sjónir. Viðureign gamla manns- ins við meðeigendur, viðskipta- menn og skyldulið er vel lýst og að lokum tekst honum að ganga ósigraður af hólmi, þó að með öðrum hætti sé, en hann ætlaði.. Guðrún H. Finnsdóttir: Dagshríffar spor. Þetta eru 12 sögur eftir vestur- islenzku skáldkonúna Guðrúnu H. Finnsdóttur. Hún var fædd á Geirólfsstöðum í Suður-Múla- sýslu 6. febr. 1884. Hún giftist Gísla Jónssyni prentara og fluttist til Vesturheims 1904, bjuggu þau jafnan í Winnipeg. Hún var draumlynd kona og gáfuð. Hún byrjaði snemma að rita og lagði mikla alúð við rit- störfin og kynnti sér þá höf- unda er hæst báru meðal vest- rænna þjóða, 1938 kom út sögu- safn eftir hana er heitir Hill- ingalönd. Efni sagnanna er tek- ið úr lífi vestur-íslenzkra manna og kvenna, eða í þrengri skilningi, úr lífi manna í Winnipeg. Þess er ekki að dylj- ast, að félagslíf þeirra er með bóka öðrum blæ en þeirra er dvelja á íslandi, og sögur, sem lýsa mönnum og málefnum vestra, falla ekki ætíð Austur-íslend- ingum í geð. Því oft vill þar verða fjörður á milli frænda og vík milli vina, og þrátt fyrir þjóðernisfélagsskap, fækkar þeim nú óðum vestra, er reyna að gefa hugsun sinni íslenzkan búning. í huga Guðrúnar H. Finnsdóttur átti íslenzk tunga og erfðavenjur svo sterkan þátt, að þau einkenni koma í ljós í öllu er hún hefir ritað. Nú er hún horfin yfir landamærin. Hún lézt að heimili sínu í Winnipeg 25. marz s.l., og úr hópi Vestur-íslendinga er horf- in mæt kona og rúm hennar er opið og ófyllt. F. H. Berg. Frjálsar kosningar (Framhald af 2. siSu) Flokknum. Þá gætu þeir sagt „að blökk Sameiningarflokks a'lþýðu og utanflokkamanna“ hefði menn í kjöri. Én myndi þeim þykja jafn sælt að hyggja til þessa stjórnarfars, ef valds- mennirnir ættu að heita Bjarni Benedikstson og Lúðvík Hjálm- týsson? Eða Sigurjón Ólafsson og Stefán Pétursson? Það ,sem hér er sagt er byggt á skilningi mínum á stjórnar- skrá Ráðstjórnarríkjanna í þeirri þýðingu, sem flokksmenn Þjóðviljans hafa gefið út hér á landi. Ef æskulýðssíðan telur annan skilning réttari vænti ég, að ekki standi á, að færa rök að því. Ég myndi kunna hinu unga fólki Þjóðviljans beztu þakkir fyrir allar leiðbeiningar og skýringar til fyllra og rétt- ara skilnings á þessum málum. Og mér er ljúft að halda áfram umræðum á þessum grundvelli. Og þar sem við vitum ekki bet- ur, en bráðum eigi að endur- skoða stjórnarskrá íslands, er nú einmitt réttur tími til að gera sér grein fyrir muninum á stjórnarskrám íslendinga og Rússa. Ég fyrir mitt leyti tel það meira vert, að hafa óbundið fé- lagafrelsi, málfrelsi, skoðana- frelsi, framboðsfrelsi og kjör- frelsi, heldur en rétt til að fara í skrúðgöngur og kröfugöngur fyrir ríkisstjórnina. En frelsis- hetjum æskulýðssíðunnar er það e. t. v. alveg nóg að mega gera kross við frambjóðanda Flokksins, í fullri vitund þess, að hann verði látinn víkja fyrir öðrum stjórnskipuðum, ef hann kynni að þykja óþægur, og svo er dásamlega sælt að hafa frelsi til að^fara í skrúðgöngu „samræmi við hagsmuni al- mennings“ eftir mælikvarða ríkisst j órnarinnar. Það eru víst ekki allir bornir til sama frelsis. IJm seli (Framhali af 2. siðu) verið rannsakað með því að skoða í selsmagana. Niðurstað- an hefir orðið sú, að megnið af átu selsins var háfur. En það vita allir fiskimenn að háfur- inn er einhver sá skæðasti varg- ur í þorskafiskahjörðinni. Það er því langt frá því, að selurinn spilli fiskiveiðunum á þessum slóðum, heldur þvert á móti verður hann til að efla þær. Framh. 11 Páll S. Pálsson Z (> Kristinn Gunnarsson ♦ J | Málflutningsskrifstofa I (> , Laugaveg 10. Sími 5659 ♦ o ♦ Reykjavík, þrigjudaginii 28. okt» 1947 A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Kata kom heim um hádegisbilið. En hún var undarlega ómannblendin, og hún forðaðist að vera með hinu heimilis- fólkinu á kvöldin. Færi hún ekki að finna Bessu Ewing, vinkonu sína, flýtti hún sér inn í herbergi sitt, skellti hurð- inni á eftir sér og settist við bóklestur eða stílaleiðrétt- ingar. Mér sýndust hnyklarnir á enni hennar belgjast út, þegar hún skálmaði brott. Það leyndi sér vart, í hvílíku uppnámi hugur hennar var. Það kom því að sjálfu sér, að ég hændist æ meira að afa, þessar vikur áður en skólanám mitt hófst. Hann hafði lítið fyrir stafni, nema hvað hann afritaði jafnt og þétt skjöl og ýms málgögn, sem málafærslumaðurinn fékk hon- um í hendur, og þótt hann léti í veðri vaka, að ég væri hálfgerð plága á sér, fannst honum aðdáun mín góð — svona undir niðri. Þegar vel viðraði, fórum við niður í Drumbuck-garðinn á kvöldin, og þar fékk ég að horfa á hann heyja kúluleik við tvo gamla vini sína, Boag söðla- smið, holdugan og skapstyggan náunga, er hafði rekið söðlasmíði og aktygaverzlun í þorpinu í þrjá áratugi, og Pétur Dickie, smávaxinn mann og væskilslegan, er fyrrum hafði verið póstur og nú hugsaði orðið mest um hala- stjörnu Halleys, sem hann átti von á, að rækist á jörðina á hverju augnabliki. Honum taldist svo til, að hann hefði gengið hálfa leið umhverfis jörðina við embættisstörf sín í þágu póststjórnarinnar. Kúlurnar, sem þeir notuðu, voru úr postulíni. Kúlur afa voru ljósrauðar með brúnum reitum. Það var sjón, sem mér fannst til um, þegar afi tók síðustu kúluna sína, bar hana upp að auganu um leið og hann glotti háðslega til Boags, sem aldrei gat sætt við að tapa leik. Stundum fór afi líka með mig í bæjarbókasafnið, þar sem hann fékk lánaðar bækur, og stöku sinnum vorum við áhorfendur ag æfingum slökkviliðsins, sem þó hlaut þunga dóma hjá gamla manninum. Og einu sinni rerum við út á tjörnina í almenningsgarðinum. Það var skemmti- leg stund, og við bátsleiguna sluppum við, því að Parkin, maðurinn, sem leigði bátana, var ekki viðstaddur. Á sunnudögum var dagskráin allt önnur. Þá fór mamma ævinlega fyrr á fætur en venjulega. Fyrst af öllu færði hún pabba te í rúmið, síðan lét hún kjötið, sem átti að steikjast, í ofninn, og tók síðan röndóttu buxurnar og kjól- inn heilbrigðisfulltrúans út úr fataskápnum. En þegar hér var komið sögu, var líkt sem öllum lægi lífið á að komast í fötin. Allir ruku upp til handa og fóta og snerust um sjálfa sig. Kata hljóp upp og niður stigana í undirfötunum einum, mamma háði örvæntingarfulla baráttu við marg- hlaupna hanzkana sína, og Murdoch rak úfið höfuðið út um dyragættina á síðustu mínútu, snöggklæddur og með axlaböndin lafandi, og hrópaði: „Mamma — hvar hefurðu látið sokkana mína?“ — En pabbi gekk um gólf í fordyrinu með úrið í hendinni, teygði fram hökuna, því að harður flibbinn þrengdi óþægilega að hálsinum, og hrópaði í sí- fellu: „Þeir fara að samhringja — ætlið þið ekki að hafa ykkur af stað?“ Ég fann það ætíð bezt á sunnudagsmorgnana, að ég var þessu góða fólki aðeins til ama og óþæginda. Ég var alltaf fyrir einhverjum, ef ég hætti mér niður, svo að ég tók brátt að halda mig innan dyra í herbergi afa, þar til mildur ómur kirkjuklukknanna kallaði hitt fólkið af stað. Afi fór aldrei til kirkju. Hann virtist ekkert langa í guðshús — þar að auki voru föt hans ekki nógu fín til kirkjugöngu. Þegar hitt fólkið arkaði af stað til kirkjunnar, þar sem borgar- stjórinn og allt bæjarráðið sótti guðsþjónustu, gaf hann mér á hinn bóginn merki, sem ég einn vissi, hvað þýddi — drap tittlinga framan í mig til merkis um það, að ég mætti koma með honum í morgunheimsókn til vinkonu hans, frú Bosomley — konunnar, sem átti húsið, er sambyggt var okkar. Frú Bosomley var ekkja, og maðurinn hennar hafði verið kjötkaupmaður. Hún hafði einu sinni verið helzta drif- fjöðrin í leikflokk, sem ferðaðist um, og þá lék hún Jóseíínu í „Brúði keisarans." Nú var hún komin um fimmtugt og orðin holdug vel. Andlitið var breitt, augun lítil og hurfu nær því, þegar hún hló, og örsmáar, rauðar æðar í kinn- unum. Jarpt hárið skrýfði hún með járni. Ég sá hana oft á ferli í garðinum, ef ég gægðist gegnum limgirðinguna, og þá var ætíð gulur köttur á hælunum á henni. Hún var mjög einkennileg í háttum, að mér þótti — stundum nam hún kannske staðar, reigði sig og sveigði og tautaði fyrir munni sér. Einu sinni heyrði ég greinilega, að hún sagði: „Forðaðu þér til vallgróinna kumbla feðra þinna! Forðaðu þér heim á jörð feðra þinna!“ Levenford var ekki jörð feðra hennar, og um uppruna hennar og fyrri daga vissu menn fátt með fullum sannind- um. Seinna trúðu drengirnir í skólanum mér fyrir því, að hún hefði í rauninni aldrei verið leikkona, heldur flækzt um með trúðum og væri tattóveruð á maganum. Ég minnist betur á frú Bosomley seinna — sem stendur er nóg að geta þess, að gestrisni hennar var alger andstæða við sparnaðinn og nægjusemina á heimili okkar. Hún gaf mér ævinlega mjólk og smurt brauð, en sjálf drakk hún kaffi með afa. Og alveg varð ég agndofa, er ég í fyrsta skipti sá hana reykja vindling — það hafði ég aldrei séð konu gera. Nafnið á grænu vindlingaveskinu stendur mér enn fyrir hugskots- sjónum — „Wild Geranium." Sparnaður er Hvarif Kegn verSbólgu og dýrtíð. Verzlit? vi8 kanpfélegia sparið þannig fé ylar. Lögtök Samkvæmt kröfu borgarstjórans i Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verð- ur lögtak látið fara fram fyrir ógoldnum leigu- gjöldum til bæjarsjóðs Reykjavíkur, af húsum, túnum og lóffum, sem féllu I gjalddaga 1. júlí 1947, aff átta dögum liffnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tíma. m Borgarfógetinn í Reykjavík, 24. okt. 1947. KR. KRISTJÁNSSON. ►«M Vörujöfnun nr. 8 Gegn framvísun reits nr. 8 af vörujöfnunarseðli 1946—1947 fá félagsmenn afgreitt, einstaklingar y2 kg. og fjölskyldur 1 kg. af niðursoðnum ávöxt- um. Vörujöfnuninni lýkur miðvikudaginn 29. okt. KRON Hótelið á Reykjavíkurflugvellinum hefir nú tekið til starfa að nýju undir nafninu HÓTEL RITZ Fyrst um sinn verður hótelið aðeins opið fyrir gistingu. Símar 5965, 6433 og 1385. Hótelstjórinn. -----------------------------—---------- Unglingavantar Unglinga vantar til aff bera út Tímann, bæffi í Vestur- og Austnrbænum. Taliff viff afgreiffsluna sem fyrst, sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.