Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1947, Blaðsíða 4
D A G S K R Á er bezta islenzka tímaritið um þjóðfélagsmál KEYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu v/ð Lindargötu. Sími 6066 28. OKT. 1947 197. hlað 99 Stundin líður, starfið bíður44: Nýtt og veglegt skólahús vígt í Hveragerði í því starfa tveir skólar, barnaskóli og . j éismm..- unglingaskóli Síðastl. sunnudag var vígt myndarlegt skólahús í Hveragerði, sem er sameiginleg eign Hveragerðis- og Ölfushreppa. Kennsla var fyrir nokkru hafin í húsinu. Vígsluathöfnin fór fram með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni úr báðum hreppunum. Skólahúsið nýja i Hveragerði er stórt og vel úr garði gert. Það er 43 ferm. að flatarmáli, tvær hæðir og ris. Húsið er gert úr steinsteypu og hið traust- asta. Er það byggt eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Húsið er að öllu leyti byggt af heima- mönnum þar eystra og er skreytt utan með kvarsi og hrafntinnu. Ætlazt er til, að skólarnir, sem í húsinu starfa, verði heimanakstursskólar. En tveir skólar starfa í húsinu eins og er — barnaskóli með 80 nem- endum og unglingaskóli með 45 nemendum. Skólahúsið.. getur alls rúmað 200 nemendur, án þess að að þeim sé þrengt. Á neðri hæð hússins eru þrjár ' kennslustofur, smíðastofa, tveir, snyrtiklefar og íbúð húsvarðar., Á efri hæðinni eru þrjár! kennslustofur, sem hægt er að, gera að einum sal. Á þeirri hæð eru auk þess skólaeldhús kenn- ] arastofa, skólastjórastofa og á- haldastofur. Vígsluathöfnin fór fram í stóra salnum. Hófst hún með vígsluræðu, er séra Helgi Sveins- son flutti. Jóhannes úr Kötlum Hlnstað á útvarp frá Alþingi Aukast mundu afköstin, eflast þjóðar hagur, yrði víða upp tekinn Áka-vinnudagur. „Áki framdi afglöp römm, öll er stjórn hans vömm óg lýti, þjónkun Rússa, þjóðar skömm.“ — Þetta er magnað Áka-víti. K. 11 af sölu sjjávar- afurða Djúpt er íslands fjárhagsfen, fjandi leitt í því að stússa, stoðar lítt, þótt Bjarni Ben beiti síld fyrir Engla og Rússa. Fréttist líka úr ýmsri átt — út af þessum nýju siðum, að um þá muni finnast fátt fiskunum á íslands-miðum. K. flutti frumort kvæði til stofn- unarinnar, Stefán Guðmunds- son smiður lýsti húsinu. En auk þeirra töluðu . Helgi Elíasson fræðslumálástjóri, Bjarni M. Jónsson eftirlitskennari og loks Helgi Grímsson skólastjóri. — Opnaði hann böggul, er honum var afhentup af dóttursyni Lár- usar Rists. Hafði hann inni að halda gjöf frá Lárusi, sem var forkunnarfögur skólabjalla úr kopar. Á bjölluna er letrað: „Stundin lýður, starfið bíður“. Að lokum var gestum boðið til kaffidrykkju, og voru margar ræður fluttar yfir borðum. — Kom fram mikil ánægja héraðs- búa yfir þessu nýja menntasetri. Sérstaklega voru menn þó á- nægðir yfir þeirri samvinnu, er hér á sér stað milli þessara tveggja hreppsfélaga, sem ný- lega eru aðskilin. Slátrun að Ijúka í Vík í Mýrdal Slátrun er nú að verða lokið í Vík i Mýrdal. Hefir í haust verið slátrað um 6000 fjár hjá Sláturfélagi Suðurlands, og um 3000 fjár hjá verzlun Halldórs Jónssonar. Hjá sláturfélagi Suð- urlands var slátrað að Kirkju- bæjarklaustri 11000 fjár. Meðal- þungi dilka hefir verið 13,74 kg. á dilk. Er það heldur minua en í fyrra. Tíðarfar hefir verið mjög gott austur í Skaftafellssýslum að undanförnu. Eimskipafél. fækkar leiguskipum Eimskipafélagið er nú að fækka leiguskipum sínum. Sem stendur hefir það í sinni þjón- ustu sex skip. En af þeim er eitt „Skogholt" að hætta sigl- ingum í þágu íslendinga. Ann- að skip, „Resistance" mun einni/g hætta innan skamms. Þá eru eftir „True Knot“, „Salmon Knot“, „Lyngaa“ og „Horsa“. En óvíst er þó, hve lengi þau verða í siglingum á vegum Eimskipafélagsins. Valda þessu í senn minnkandi vöru- flutningar og gjaldeyrisskortur íslendinga. M áLverkasýning Ástn Jóhaimesdóttur í Breiðfirðingabúð, uppi, ‘er opin daglega frá kl. 1—11 e. h. JóLabLaðsaugLýsing ar Þeir, sem ætla að auglýsa í Jólablaði Tímans, eru vin- samlegast beðnir að senda auglýsingarnar sem allra fyrst, því að fram úr þessu verður byrjað að prenta blaðið. Munið, að því fyrr sem auglýsingarnar berast, þvi meiri möguleikar eru á að koma jólablaðinu í tæka tið til les- endanna. Notið tómstundirnar til náms I Bréfaskóla S.I.S. getið þér laert: íslenzha réttritun Reihning Bóhfærslu Ejishu Fundurstjórn og fundarreglur Shipulug og starfshætti satnvinnufélaga Þelm, sem læra undir skóla í heima- húsum skal bent á það, að bréfaskóltnn er sérstaklega heppilegur til undirbún- ings nndir próf upp í neðri bekki fram- haldsskólanna. Veitum fúslega allar upplýsingar Bréfaskóli S. í. S. Reykjavík Ú t> œnum Kínverska sýningin. Henni lauk á sunnudagskvöldið. Höfðu þá sótt hana nær 5000 manns, þar af um 2000 síðasta daginn, sem hún var opin. Hjónaband. Gefin voru saman af Hálfdáni Helgasyni á Mosfelli Haraldur Ásgeirs- son efnafræðingur frá Sólbakka og Halldóra Einarsdóttir frá Bolungavík. Heimili þeirra er að Óðinsgötu 14C. m Uúóinqs ílu/t Roaun VanUle Sítrónn Appelaín Swkkulaði KRON tX-JLlúi iZlL-íx.:-*Í 1. E.s. Fjallfoss fermir í Leith 27.—29. október. E.s. .Reykjafoss’ fermir í Antwerpen og Hull 1.—8. nóvember. E.s. .Brúarfoss’ fer frá Kaupmannahöfn og Gautaborg í byrjun nóvember. H.f. Eimskipafélag Islaads IPR Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesend- um Tímans fjölgar sífellt í Reykjavlk og flestum öðrum kaupstöðum og að Tlminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðiff, eru áminntir um aff gera þaff sem fyrst. Uýinnumit M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 31. okt- óber til Færeyja og Reykjavík- ur. Flutningur tilkynnist sem fyrst til Skrifstofu Sameinaða félagsins í Kaupmannahöfn. SKIP A AFGREIÐ SL A JES ZIMSEN Erlendur Pétursson il?u (l ar uorrar ui Í (ancliJ -JJeilic) á cJJandcjra>LliLi.ijoj JJhrijitoja -JJÍappantúj 29. Norðmaður sem dvelur hér á íslandi, ógift- ur, 39 ára, vanur sveitavinnu og húsbyggingum, óskar eftir vinnu við þær greinar á bónda- bæ. Tilboð með upplýáingum sendist til afgreiðslu Tímans, merkt „Norffmaffur.“ (jatnla Síó Systurnar frá Boston (Two Sisters from Boston) Skemmtileg og hrífandi amer- ísk söngvamynd, gerð af Metro Goldwyn Maýer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. iia (Síó Yrípoli-Síó Leyndardómur bréfanna sjö Afar spennandi amerísk saka- málamynd. Aðalhlutverk: ■ Henry Hunter Pally Bowles Henry Gordon Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. — Sími 1182. — Hátíðasumar („Centennial Summer") Mjög falleg og skemmtileg mynd í eðlilegum litum, með músík eftir JEROME KERN. Aðalhlutverk: Cornel’ Wilde, Jeanne Crain, Linda Darnell, Walter Brennen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Jjarnarttíc KITT Y Amerísk stórmynd eftir sam- nefndri skáldsögu Paulette Goddard Bay Milland Patrick Knowles Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Blúndur og blásýra (Arsenic and Old Lace) Gamanleikur eftir Joseph Kessilring. Sýniug annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7, sími 3191. Börn fá ekki affgang. r Bústaðaskipti Munið að það er nauðsynlegt að tilkynna bústaða- skipti til þess að líftrygging yðar, trygging á inn- anstokksmunum, og öðru, falli ekki úr gildi. Jafnframt ættuð þér að athuga, hvort trygging yðar er í fullu samræmi við núverandi verðlag. Sjóvátryqqi aqíslands' Sími 1700. Ný ef nalaug í dag verður opnuð ný efnalaug. Tökum alls konar fatnað í kemiska hreinsun og pressun. Afgreiffslur á Skúiagötu 51 (húsi Sjóklæðagerðar íslands) og Hafnarstræti 16. Fullkomnar vélar Vönduff vinna Efnalaugin Lindin h.f. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.