Tíminn - 29.10.1947, Side 1

Tíminn - 29.10.1947, Side 1
"3* RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN CKmar 2868 of 4878 PRENTSMHJJAN EDDA hJ. EDDUHÚBI, UndMsðta 8 Simar APGRHHMBLA, HROBQCrA OG AUGLÝKNGASKRmTOFA: EDDUHÚSI. Undarcdta • A 31. árfg. TDILVN, miðvfkudaginn 29. okt. 1947 198. blað Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var lagt fram á Alþingi í gær Endanleg afgreiðsla fjárlagafrv. mun fara eftir þeirri lausn, sem dýrtíðarmálið fær Frumvarpið til fjárlaga fyrir árið 1948 var lagt fram á Alþingi í gær. Samkvæmt því eru rekstrarútgjöld ríkissjóðs árið 1948 áætluð 156.1 milj. kr., en tekjurnar 155.2 milj. kr. og verður rekstr- arhallinn því um 900 þús. kr. Útgjöldin á sjóðsyfirliti eru áætluð 176.1 milj. kr. og er hallinn þar áætlaður 19.1 milj. kr. í frum- varpinu er gert ráð fyrir, að laun verði greidd með 310 stiga vísi- tölu, en hins vegar er þar ekki nein fjárveiting til niðurborg- unar á vísitölunni. Fjárlagafrv. nú og í fyrra. Til samanburðar má geta þess, að í fjárlagafrv., sem fyrr- verandi stjórn lagði fram í fyrrahaust, voru rekstrarút- gjöldin áætluð 146.0 milj. kr. og rekstrarhallinn 9.7 milj. kr.. Þá voru útgjöldin á sjóðsyfirliti á- ætluð 162.1 milj. kr. og hallinn þar um 21.9 milj. kr. Aðalástæða þess, að niðurstöður fjárlagafrv. eru hærri nú en þá, er sú, að þá var reiknað með 290 stiga vísi- tölu. Einnig eru framlögin til alþýðutrygginganna áætluð 24.8 milj. kr. í fjárlagafrv. nú, en ekki nema 18.7 milj. kr. í fjár- lagafrv. í fyrra. Eins og kunnugt er, tók fjár- lagafrv. í fyrra miklum breyt- ingum í meðförum þingsins, og má ekki síður búast við því nú, og vonandi á betri veg en þá. Athugasemdir ráðherra. í athugasemdum, sem fylgja frv., segir m. a.: ..Fjárlagafrv. þetta er síðar komið fram en skyldi og eru til þess fleiri en ein ástæða, en þó helzt sú, að nú hvílir meiri ó- vissa yfir afkomu þjóðarinnar og ríkissjóðs en oft áður. Út- gjöld samkvæmt þessu frum- varpi verða þau h^estu, sem nokkurntíma hafa verið á fjár- lagafrv. afgreiddu frá ríkis- stjórninni m. a. vegna þess, að nú varð að reikna öll útgjöld, sem vísitala framfærslukostn- aðar hefir áhrif á, með stórum hærri vísitölu en áður. Við samning þessa frv. er vísitalan 310 lögð til grundvallar og þar sem vísitalan hefir enn hækkað stórum er óvíst hvort sú út- reikningur stenst. Úr þessu fæst þó fyrst skorið þegar séð verður, hvort Alþingi og ríkisstjórn tekst að ná samkomulagi um lausn dýrtiðarvandamálanna, þann veg að reikna megi með lægri og viðráðanlegri vísitölu. Nú hefir að vísu verið reynt við samning frv. að færa niður útgjöld, en þar sem annars veg- ar hefir orðið að taka tillit til hinnar háu vísitölu, og hins vegar að svo mikið af útgjöld- um fjárlaganna er bundið með lögum, hefir lækkunin óhjá- kvæmile^a orðið að lenda á þeim útgjaldaliðum, sem ekki eru fyrir fram bundnir í lögum. Þótt samkvæmt framansögðu hafi ekki tjáð annað við samn- ing þessa frv. en taka tillit til gildandi laga varðandi ýmsa útgjaldaliði virðist nauðsynlegt að taka til athugunar við með- ferð málsins hvort ekki sé unnt eins og nú horfir við að fresta að einhverju leyti einstöku framkvæmdum, sem krefjast stórra framlaga úr ríkissjóði, en eru þó misjafnlega aðkallandi. Fjármálaráðherra geymir sér rétt til þess, um lelði og þetta fjárlagafrv. er lagt fram með útgjaldaáætlun samkvæmt gild- andi lögi^m, að gera við meðferð málsins tillögur til Alþingis um frestun á framkvæmd ákveð- inna laga, sem nú hafa í för með sér mikla hækkun á út- gjaldahlið frv. Tekjuáætlunin. Um tekjuhlið fjárlaganna segir svo í frumvarpinu: „Um tekjuhlið frv. skal þetta fram tekið. Tekju- og eignar- skatturinn er áætlaður eins og er í fjárlögum yfirstandandi árs og byggist það á því, að þessi tekjuliður hefir reynzt miklu hærri í ár, en gert var ráð fyrir í fjárlögum fyrir 1947, og að sú vísitöluhækkun, sem orðið hefir á árinu, hefir í för með sér hærri tekjur hjá öllum almenn- ingi en áður hafa átt sér stað, enda þótt sumir atvinnuvegir (Framhald á 4. síBu) ERLENDAR FRETTÍR Tveir þeirra manna, sem voru dæmdir í Finnlandi fyrir að vera valdir að styrjöld Finna við Rússa, hafa verið látnir lausir, þótt þeir hafi ekki full- nægt dómnum. Eru það þeir Reinikka bankastjóri og Kukk- onen prestur. Einnig hefir komið til orða, að Tanner og Ryrti verði náðaðir.. Enskir kolanámumenn hafa samþykkt við allsherjarat- kvæðagreiðslu að fallast á til- lögur stjórnarinnar um leng- ingu vinnutímans. Sænsk farþegaflugvél rakst á fjall í Grikklandi í fyrradag og fórust þar 44 menn. Örlygur Sigurðsson opnar málverka- sýningu Örlygur Sigurðsson opnaði málverkasýningu í sýningar- skálanum í gær. Þar eru sýndar 46 mannamyndir, 30 hugmyndir, 17 myndir, sem eru kallaðar út um bílgluggann, 37 af lands- lagi, uppstillingum og blómum og 7 úr Snorra Eddu eða alls 140 myndir. Þessi sýning er óvenjulega stór og fjölbreytt. Tíminn birtir hér mynd af einu verkinu á sýningunni, teiknaðri mynd af Birni í Graf- arholti. EttiheimilLð Grund 25 ára Fjölmennir fundir og sam- komur Framsóknarmanna um síöustu helgi 300 manns sóttn héraðsmót Framsóknar- manna í Vestur-Skaftafellssýslu Mörg Framsóknarfélög héldu fundl og samkomur um síðustu helgi, eins og venja hefir verið undanfarið um þetta leyti árs. Þar mættu þingmenn eða miðstjórnarmenn Framsóknarflokksins. Mikið fjölmenni sótti þessar samkomur alls. Efri myndin: Núverandi stjórn Elli og hjúkrunarheimilisins Grund. Sitj- andi frá hægri: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason, Gísli Sigurbjörnsson forstj. og Flosi Sigurðsson. Standandi frá vinstri: Jón Gunnlaugsson, Hróbjartur Árnason og Frímann Ólafsson. — Neðri myndin: Nokkrir vistmenn að Grund. 225 aldraöir Reykvíkingar njóta hvíldar á Grund Allstórri viðbyggingu nýlokið Elli- og hjúkrunarheimilið Grund á 25 ára starfsafmæli í dag. T»að tók til starfa 29. október 1922. Það hafði fyrst aðsetur i húsi því, þar sem nú er barnaheimiiið Vesturborg. Árið 1928 var því veitt ieyfi tii nýrrar byggingar handa eiliheimilinu við Hring- braut, og var byggingu þeirri lokið 1930. Þar hefir Elliheimilið verið til húsa síðan. 3------------------------ Stofnun Eiliheimilisins. Framsóknarféiag Rangæinga0- hélt fræðslu- og skemmtifund í Þykkvabænum á laugardags- kvöldið. Þar fluttu ræður Helgl Jónasson alþm. og Eysteinn.: Jónsson ráðherra. Hjartan Ó. j Bjarnason sýndi íslenzkar kvik- j myndir, m. a. nýja mynd frá' fyrstu dögum Heklugossins. Að. lokum var dansað. Á annað hundrað manna sótti samkom- j una. j Framsóknarféiag Vestur- Skaftfellinga hélt mjög glæsi- legt hér^ðsmót í Vík í Mýrdal á sunnudáginn, sem sótt var af nærri 300 mönnum og sagt var frá í Tímanu,m í gær. Formaður félagsins er Helgi Jónsson bóndi Seglbúðum. Framsóknarféiag Snæfeliinga hélt aðalfund sinn og skemmti- samkomu að Hofgörðum í Stað- arsveit á sunnudaginn. Fyrst fóru fram venjuleg að- alfundarstörf. í stjórn voru kosnir: Gunnar Guðbjartsson bóndi, Hjarðarfelfy, formaður, Sigurður Steinþórsson kaupfé- lagsstjóri Stykkishólmi, ritari og Björn Jónsson bóndi gjaldkeri. Þá var kosið fulltrúaráð, sem skipað er tveimur mönnum úr hverjum hreppi sýslunnar. Frá miðstjórn Framsóknar- flokksins mættu þeir Steingrím- ur Steinþórsson og Sigurvin Einarsson og höfðu þeir fram- sögu um. stjórnmálaviðhorfið. Margir heimamenn tóku til máls og urðu umræður fjörugar. Að loknum fundi sýndi Þrá- inn Valdimarsson erindreki Framsóknarílokksins kvik- myndir — bæði islenzkar er- lendar — sem góður rómur var gerður að. Að lokunt var dans- að. (Framhald á 4. síBu) Magnús Sigurðsson bankastjóri látinn Magnús Sigurðsson banka- stjóri Landsbankans, varð bráð- kvaddur í Genúa á Ítalíu í fyrrakvöld. Var hann þar á ferð með dóttur sinni, Bergljótu Smith. Stjórn Samverjans, er annað- ist matgjafir handa fátækum börnum og gamalmennum í Reykjavík í 10 vetur (1913— 1922), stofnaði til skemmtunar fyrir gamalt fólk sumarið 1921, og hélt því áfram allmörg ár. Árið 1922 varð afgangur af slikri skemmtun 541 kr. Var sú upp- hæð lögð til hliðar, sem stofnfé, „handa elliheimili sem vonjmdi verður einhvern tíma stofnað,“ sbr. dagblaðið Vísir 21/7. 1922. Jón Jónsson beykir bauðst þá til að gefa 1500 kr. og safna fé hjá bæjarbúum „ef stjórn Sam- verjans lofaði að byrja heimilið þá um haustið.“ Eftir margar bollaleggingar fékk Jón þetta loforð og tók hann þá að safna fé. Á mánuði safnaðist um hálft 9. þúsund kr. Nýlegt steinhús, kallað Grund — þar sem nú er barnaheimilið Vesturborg — var keypt fyrir 35 þús. kr. Umbætur gerðar á húsinu fyrir nál. 10 þús. kr. og öllu hraðað sem mátti, enda héldu gjafir áfram. Húsið gat tekið 24 vistmenn og varð brátt fullsetið. Starfs- fólkið var ráðskonan, frú María Pétursdóttir og 2 hjálparstúlk- ur, en fjármál þess út á við annaðijt Haraýdur Sigurðsson verzlunarmaður, auk þess tóku allir stjórnarmenn þátt í heim- (Framhald á 4. síðu) Stúdentaráöskosníngamar fara fram á laugardáginn Efstu menn á Framsóknarllstanum Jón Hjalta- son, Páll Dannesson, Ingvar Gíslason og Rannvelg Þorsteinsdóttlr Stúdentaráðskosningar fara fram á iaugardagínn. Allmikill viðbúnaður er hafinn undir kosningarnar af hálfu allra flokka, enda eru úrslit kosninganna talin mjög tvísýn. Framboðsfrestur var útrunn- inn siðastliðinn fimmtudag. Komið hafa fram fjórir listar frá öllum stjórnmálafélögum! stúdenta, sem boðið hafa fram við kosningar að undanförnu. Eru það listi Félags frjálslyndra stúdenta, listi Félags lýðræðis- sinnaðra sósíalista (jafnaðar- manna), listi Félags róttækra stúdenta (kommúnista) og loks listi félagsins Vöku (íhaldsins). Listi félags frjálslyndra stúd- enta, sem Framsóknarmenn í háskólanum standa að, er þann- ig skipaður: 1. Jón Hjaltason stud. jur. 2. Páll Hannesson stud. polyt. 3. Ingvar Gíslason stud. mag. 4. Rannv. Þorsteinsd. stud. jur. 5. Kristj. Róbertss. stud. theol. 6. Tómas Árnason stud. jur. 7. Stefán Sörenson, stud phil. 8. Hallgr. Sigurðsson stud. jur. 9. Eiríkur Bjarnason stud med. 10. Björ-n Bessason stud oecon. 11. Þórarinn Þór stud theol. 12. Björn H. Jónsson, stud theol. 13. Þórður Jörundss. stud med. 14. Jóhann Finnsson stud med. 15. Aðalg. Kristjánss. stud. mag. 16. Þorleifur Kristm.s. stud. jur. 17. Jón Þorsteinsson stud. med. 18. Sveinn Finnsson stud. jur. Umboðsmaður listans er Sveinn Finnsson stud jur. Efstu menn á lista jafnaðar- manna eru Jón Emils stud. jur., Árni Gunnlaugsson stud. jur. Blaðakosturinn Undanfarið hefir fólkið i landinu virzt trúa meir á mögu- leikana við sjóinn en sveitirnar. Og vist er um það, að mikið hefir sjórinn gefið þjóðinn á undanförnpm áratugum. En það er þá einnig fyrir það, að við sjóinn hafa mikilvirk hjálp- artæki verið tekin í þjónust- una. Og enn er verið að efia veiðitækin. Hjálpartæki hafa einnig verið útveguð f þjónustu landbúnað- arins, en þó hefir ekki verið lögð á þafi jafnmikil áherzla. Enda mun vinnudagurinn hvergi lengri, lifsbaráttán yfir- leitt hvergi öllu harðari, en hjá landbúnað;rfólkinu. Enda hefir það verið orðað svo, að vinnu- sparandi hjálpartæki ein, gætu orðið eins konar „togaravökulög sveitafólksins." „Jafnvægi atvinnuveganna," hefir verið eitt meginatriði i stjórnmálastefnu Framsóknar- flokksins. Þeir voru eitt sinn að ræða um ætterni sitt, Jón Þorláksson og Magnús Torfason. Var Jón kominn i kvenlegg af sama for- föðurnum, sem Magnús var kominn af i karllegg. „Minn er fínni,“ sagði Magn- ús. „Minn er öruggari,“ svaraði Jón. íslendingar hafa lifað fram á þennan dag af landbúnaði og sjávarútvegi. Skal ekki metast um hvor þessara undirstöðu- atvinnuvega er „fínni,“ en hinu haldið fram, að sé jafnvel að þeim búið með fjármagn og hjálpartæki, þá sé landbúnað- urinn ekki síður „öruggur.“ Þess vegna má þessi meginat- vinnugrein aldrei verða að oln- bogabarni. En þá þarf hún að sjá svo um, að þeir sem fyrst og fremst standa í ístaðinu fyrir hana á sviði stjórnmálanna, eigi blaðakost i hlutfalli við þörf. og Sigurjón Jóhann&son stud. mag. Efstu menn á lista róttækra eru Hjálmar Ólaf»3on, Árni (Framkald á 4. slOu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.