Tíminn - 29.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1947, Blaðsíða 3
198. blað rniirw migvikMdagmii 29. okt. 1947 3 I Hallgrímur Þórarinsson Ketilstöðum Lætur hátt á Héraði Hallgríms dánartregi. Fríður og aldinn foringi farinn bláa vegi. Aftur þá ég austur kem angur má ei stilla. Hallgrímslát er harmur, sem hittir fleiri illa. Hann var löngum hláturinn hress um Ketilsstaði. Hér var líka húsbóndinn Hallgrímur ’inn glaði. Hann við mestu Héraðsmál hafði æ að glíma. Einn sem flutti Fljótsdalssál fram um langan tíma. Hafa mátti af Hallgrími, hverju er var að sinna; að vera hlýr og vekjandi vilja gott, og finna. Það er víst, að hæst hann hló, hafði margt í glettum. Hvað honum blæddi hjarta þó, hef ég ekki í fréttum. Nú er uppi angurský yfir Ketilsstöðum; enda hættur hlátur í Hallgríms munni glöðum. Lífs á breiðu brautunum ber því vist að fagna; að tíminn breytir teinunum og tekur upp nýja vagna. Nemur oft af ungum meið — aldnir falla hlynir. Hér er runnið Hallgríms skeið. „Haldið þið áfram vinir“! Bd.G., f. H. SEXTUGUR: Guðmundur Gilsson bóndl í Imiri-Hjaröardal Guðmundur Gilsson í Hjarð- ardal í Önundarfirði er sextug- ur í dag. Hann hefir alla tíð átt heima í Önundarfirði, Mosvöllum, þar sem hann er fæddur og alinn upp, og Innri-Hjarðardal, þar sem hann hefir búið allan bú- skap sinn. Ungur stundaði Guðmundur nám í sjómannafræðum og tók skipstjórapróf. Var hann síðan skipstjóri á ýmsum skútum vesjra og farnaðist vel. Guðmundur kvæntist árið 1914 Sigríði Hagalínsdóttur í Hjarðardal. Þau eignuðust 10 börn, sem öll komust upp og eru 9 þeirra á lífi. Guðmundur hefir setið í sveitarstjórn, skólanefnd, sýslu- nefnd, kaupfélagsstjórn o. s. frv. Sýnir það traust manna á honum, en maðurinn er laus við ;að hreykjast og trana sér fram, >en vinnur sér álit vegna greind- ar og staðfastrar athygli. Jörð sína hefir Guðmundur bætt að húsum og ræktun með . prýði. Hitt er þó mest um vert, að heimili þeirra hjóna hefir jafn- an verið á þá lund, sem menn kjósa sér helzt hjá grönnum ' sínum. Þar hefir ríkt hin hlýja j umhyggja og glaða alúð hjart- , ans, sem æðri er öllu því, sem lært verður og numið. Guðmundur Gilsson er verk- maður góður, æðrulaust karl- menni, stilltur vel og sein- ! þreyttur til vandræða, en stað- fastur og öruggur. Þessar síðustu vikur hefir Guðmundur dvalið í Reykjavík vegna veikinda konu sinnar. En sveitungar þeirra hjóna óska þeim einhuga að þau mættu sem fyrst koma heil heim. Við höf- um margs að minnast og eigum þeim margt að þakka frá liðn- ; um dögum og væri ljúfast að svo mætti enn fram halda. H. Kr. varð bóndi að neyðast til að skýra börnum sínum frá því, að hinn tryggi uppáhaldsleik- félagi þeirra hafði nú í þriðja sinni ratað heim, þó blindur væri, utan frá hafi í afspyrnu roki, til þess að deyja hjá þeim. Börnin treguðu lengi vininn sinn. Þau lögðu niður leiki sína að mestu leyti. En bóndi lenti í hverju óhappinu á fætur öðru, og dó að lokum í eymd og vol- æði, — eignalaus, mæddur og lítilsvirtur. III. Selaeldi. Fá eða engin dýr í náttúr- unni eru auðtamdari en selur. Hann er meinlaus, sviphreinn og líkist helzt hundi að skap- lyndi. H^pn er fylgispakur hús- bónda sínum og þykir vænt um hann, og gegnir strax þegar á hann er kallað o..s. frv. Nokkru fyrir aldamótin síð- ustu hafði ég sel undir höndum mikinn part úr sumri, er mér því allvel kunnugt um skapgerð þessa dýrs. Kópurinn var tekinn nýgotinn út við sjó og borinn heim að mannabústað. Fyrstu dagana eftir að þangað kom var hann nærður á nýmjólk, sem látin var 1 kaffikönnu, stútnum siðan stungið upp í kópinn og látið renna ofan í hann eins og nýborinn kálf. Því næst var búin út handa honum tútta og látin á mjólkurflösku. Tottaði hann álcaft mjólkina eins og pelabarn, þegar túttunni var stungið upp í hann. Þegar frá leið var honum gefinn ósaltur fiskur, síld og kjöt og ýmsar matarleifar, sem til féllu. Ekki var honum um það gefið fyrst í stað, að fara í vatn til að baða sig. Hann skreið lengi vel, hvað eftir annað í land, þó að honum væri kastað út í. Og sundtökin voru honum ekki til- tæk fyrst í stað. En þó fór svo, að lokumf að hann kunni vel við sig í vatninu. Það brást ekki, að hann gegndi strax og á hann var kallað, hvar sem hann var staddur. Jafnan var hann blíð- lyndur eins og hvolpur. Hann var látinn liggja í opnum kassa úti, að nóttu til. Gat hann því farið allra sinna ferða að nóttu til sem degi. Hann át úr lófa manns, það sem að honum var rétt og hagaði sér ætíð eins og hann ætti vinum að fagna, þeg- ar hann var hjá fólki. Síðla sumars hvarf hann í brott, eina nótt og sást ekki framar. Var haldið, að hann hefði ftirið úr bæli sínu út í sjó til að. leita sér að æti, en slæðst síðan til villi- sela, sem þarna voru jafnan á sveimi og þeir lokkað hann með sér. Framh. % S Thoanmi. Útbrelílið Tíinnnn! \ Á. J. Cronin: Þegar ungur ég var Það var svalt í dagstofunni á daginn, og þar lagði pabbi sig að aflíðandi hádegi á sunnudögum, eftir að hafa losað um harða flibbann og bindið. Murdoch og Kata kenndu aftur á móti í sunnudagaskóla. Þegar kyrrð var komin á, gaf afi mér aftur til kynna, að við skyldum hugsa til hreyf- ings, og þá reikuðum við venjulega í áttina niður í bæinn, sem þá lá í dvala meðan fólk var að láta sunnudagsmatinn sjatna í hér. Þá staðnæmdist hann alltaf við fáfarinn stíg, er lá meðfram aldingarði Dalrymples, grænmetissalans. Þetta var yndislegur aldingarður. Yfir myndarlegu hlið- inu hékk stórt spjald. A. DALRYMPLE grænmetissali, stóð á því. Og inni í garðinum óx grænkál og hvítkál í endalaus- um röðum, og þar voru líka aldintré, sem svignuðu undir eplum og perum. Afi virtist ætið mjög hugsi, er hann stað- næmdist við þennan Edenlund. Svo skimaði hann upp og niður stíginn, gægðist gætilega yfir limagirðinguna og sletti í góminn, eins og hann hefði orðið fyrir sárum von- btigðum. „Æ-æ,“ sagði hann. „Blessaður karlinn er þá ekki við.“ Svo tók hann af sér hattinn, brosti ofurlítið og rétti mér hann. „Skríddu þarna í gegnum limagirðinguna, Róbert,“ sagði hann. „Það er krókur fyrir þig að fara gegnum hliðið. Taktu drottningarperurnar — þær eru beztar. Og beygðu þig dálítið.“ Ég gerði eins og hann lagði fyrir — skreið gegnum lima- girðinguna og fyllti hattinn af gulum og fallegum perum. En afi stóð sönglandi á miðjum stígnum og skotraði aug- unum kringum sig. Við gerðum okkur svo gott af fengnum i sameiningu. Sætur safinn úr perunum vætlaði niður hökuna, og matar- gleðin skein úr augum okkar. Þá sneri afi sér kannske allt í einu að mér, mjög alvarlegur á svipinn, og mælti: „Dalrymple myndi gefa mér síðasta stikilsberið sitt. Hann heldur alltaf tryggð við mig, blessaður karlinn." Ég var þunglynt barn, en ég get ekki borið á móti því, að mér var mikil ánægja af samverunni við afa. Stundum gerð- ust samt atvik, sem rændu mig þeirri ánægju. Það vakti til dæmis undrun mína og særði mig, að afi, sem heilsaði öllum svo glaðlega og hlaut hvarvetna svo góðar undirtektir fullorðna fólksins, sætti iðulega aðkasti og tilbekkni af hálfu ýmsra stráklinga, er urðu á vegi okkar. Þessir friðþjófar voru þó ekki drengir úr latínuskólanum, þar sem Gavin Blair, sonur borgarstjórans, var við nám — afi hafði einu sinni bent mér á hann, þar sem hann stóð hinum megin götunnar. Þetta voru einkum þorpsstrákarnir, sem söfnuðust saman undir brúnni á læknum til þess að veiða hornsíli í húfur sínar. Þeir gláptu á okkur, þegar við | gengum framhjá, hrópuðu á eftir okkur háðsyrði og sungu ljótar vísur: „Sjón er sögu ríkari, það þýðir ekkert þref. Það.er sem mér sýnist — þetta er bara nef.“ Ég fölnaði af sársauka og kvöl. En afi bar höfuðið hátt og skálmaði þegjandi leiðar sinnar, þótt glósurnar dyndu á honum. Fyrst í stað lét ég eins og ég hefði ekki heyrt óp strákanna og ertingar. En fyrr en varði varð forvitnin öðrum kenndum yfirsterkari. Ég starði undrandi á afa og spurði í einlægni: „Hvers vegna er nefið á þér svona, afi?“ Djúp þögn. Hann gaut aðeins til mín augunum, mjög hátíðlegur á svip. ,,0 — það fór nú svona í Zúlústríðinu, drengur minn,“ ávaraði hann loks. „Afi!“ Ég blygðaðist mín ekki lengur fyrir nefið á honum — ég var hjæykinn af því. Og ég fyrirleit innilega þessa heimsku og fávísu drengi, sem höfðu haft í frammi við okkAr ertingarnar. „Segðu mér af því, afi.“ Hann horfði á mig rannsóknaraugum. Hann virtist hafa gaman af eftirvæntingunni, sem skein út úr mér, þótt hann á hinn bóginn væri tregur til þess að rifja þetta upp. ,Jæja, drengur minn,“ sagði hann. „Ég er samt ekki gefinn fyrir að grobba af sjálfum mér.“ Ég trítlaði hugfanginn við hlið hans og hlýddi á frásögn hans. Stórt herflutningaskip sigldi úr höfn, meðan fagrar konur grétu í landi, og hélt austur um sjá mót sendinni strönd íjarlægrar álfu. Á þessu skipi var ungur maður úr hinni stórfrægu, skozku riddaraliðssveit Douglas Mcdougalls ofursta. Þetta var afi. Hann hlaut mikinn frama fyrir vask- lega framgöngu sína í orrustum við Matabílana og varð brátt hægri hönd ofustans. ^Þegar Zúlúmönnum tókst að króa riddaraliðssveitina inni, var hann kjörinn til þess að brjótast gegnum fylkingar fjandmannanna með þá orð- sendingu, að vistir riddaraliðssveitarinnar væru að þrotum komnar. Ég gleymdi hér um bil að anda, þegar hann í nátt- myrkrinu læddist yfir grýtta hásléttuna milli sofandi óvin- anna með sína skammbyssuna í hvorri hendi og sveðjuna milli tannanna. Hann var í þann veginn að komast gegnum stöðvar óvinanna, þegar tunglið gæðist fram úr skýjarofi — ó, bannsett tunglið! Villimennirnir þustu að honum í stór- hópum. Bang! Bing! Bang! Það rauk úr tómum skamm- byssunum. Hann skorðaði sig upp við klett og hjó á báðar hendur með sveðjunni. Kolsvört og alblóðug lík hlóðust i kesti hringinn í kringum hann. Og þá fór hann að blístra — og viti menn! Hesturinn hans kom brokkandi utan úr myrkr- inu — fannhvítur fákur! Já — það var tryllingslegur elt- ingaleikur, sem átti sér stað þessa nótt. Zúlúmenn eru LUMA rafmagnsperur ERU BEZTAR Seldar í öllum kaupfélögum lundsins. Samband ísl. samvinnufálaga Eimreiðin flytur þúsundum helmila fjölþætt umhugsunarefni, (, margvíslegan fróðleik og skemmtun — og hefir gert í 1' meira en hálfa öld. Kemur út ársfjórðungslega. Haust- || heftið 1947 er nýlega komið út, mjög fjölbreytt að efni. o Ef þér eruð ekki þegar áskrifandi þá gerist það strax ° í dag. < i Útfyllið seðllinn og sendið hann Bókastöð Eimreiðar- ' \ innar, Aðalstræti 6, Reykjavík. < > PÖNTUNARSEÐILL. ] | Undirritaður óskar að gerast áskrifandl að Eimreið- o inni frá síðustu áramótum að telja. '1 Áskriftargjaldið, kr. 25,00, fylgir. !, Áskriítargjaldið, kr. 25,00, óskast innheimt með póstk. 11 Nafn............................Staða......... ! ‘ Heimili r-— -------------------------—————----- Komnar eru út í nýrri ljósprentaðri útgáfu Ensk lestrarbók Og Enskt-íslenzkt orðasafn eftir Boga Ólafsson & Árna Guffnason. Fást hjá bóksölum. Bókaverzlnn Sigfúsar Eymundssonar TILKYNNING ! 4 frá Jóhannl Karlssyni & Co. ,í dag frá kl. 2—6 seljum við lítið notuð I eldhúsáhöld svo sem potta, fötur, föt, leir- f krukkur, ennfremur diska, hnífapör, sósu- I könnur, kaffikönnur, sykursett, mjólkur- $ könnur, stórar og litlar, borðdúka og margt fleira. Athugið þetta einstaka tækifæri, þar i sem allt þetta selst án skömmtunarseðla. JÓHAXX KARLSSOIV & CO. f Þingholtsstræti 23. Sveitavinna Ung hjón vön sveitavinnu óska eftir sjálfstæðri atvlnnu i sveit. Vilja gjarnan taka bú á leigu. Tilboð merkt. „Bústjórn“ leggist á afgreiðslu blaðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.