Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 1
RXTSTJÓRI: j
ÞÓBABINN ÞÓBAMNSSON '
ÚTGBPANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN
Sfmar 3388 ost 4S7S
PRBNTSMIÐJAN EDDA hX
<
BXTOTJC
XDDTJHÚBI, XJndaiittn • A
Símar
AFOBBBaSLt,
OO AUGLÝBDfGASKRrPSTOPA:
BDDOHÚBE, IiadMfðta • A
31. árg.
TfMINN, fimmtudaginn 30. okt. 1947
Kommúnistar biöu stðr-
kostlegan kosninga-
ósigur í Danmörku
Vinstrimenn og jafnaðarmenn unnu mikið á
Kosningar til þjóðþingsins danska fóru fram á þriðjudaginn
var. Úrslitin urðu þau, að vinstri menn og jafnaðarmenn unnu
mikið á, en kommúnistar og íhaldsmenn stórtöpuðu og- radikalir
misstu eitt þingsæti. Búizt hafði verið við, að kosningarnar færu
á þessa leið, en þó varð ósigur kommúnista miklu meiri en við
var búizt. Þeir töpuðu helmingnum af þingsætum sínum og nær
helmingnum af atkvæðamagninu. Sést á þessum urslitum, eins og
kom fram í bæjarstjórnarkosningunum í Noregi á dögunum, að
fylgið hrynur nú af kommúnistum á Norðurlöndum. Annars
staðar í Evrdpu virðist sókn þeirra líka stöðvuð, eins og sést á
bæjarstjórnarkosningunum í Frakklandi og í Rómaborg, en þegar
sókn þeirra er einu sinni stöðvuð, kemur fylgishrunið fljótt til
sögunnar. Það sýna kosningaúrslitin á Norðurlöndum bezt.
Kosningaúrslitin.
Úrslitin í dönsku kosningunum
urðu annars þessi (til saman-
burðar eru kosningaúrslitin
1945):
Jafnaðarmenn fengu 834.035
atkvæði og 57 þingsæti. Hafa
þeir bætt við sig 162.280 atkvæð-
um og 9 þingsætum.
Vinstri flolckurinn (bænda-
flokkurinn) fékk 575.017 atkv.
og 49 þingsæti. Flokkurinn bætti
við sig 95.875 atkvæðum og 11
þingsætum. Flokkurinn fékk nú
í fyrsta sinn þingmann kosinn í
Kaupmannahöf n.
íhaldsflokkurinn fékk 264.146
atkvæði og 17 þingmenn kosna.
Flokkurinn tapaði 109.542 atkv.
og 9 þingsætum. Meðal þeirra
þingmanna flokksins, sem féllu,
var Ole Björn Kraft, formaður
flokksins.
Radikali flokkurinn fékk
144.033 atkvæði og 10 þingmenn
Flokkurinn- tapaði 22.940 at-
kvæðum og einu þingsæti.
Kommúnistar fengu 141.047
atkvæði og 9 þingmenn. Þeir
töpuðu 114.189 atkvæðum og 9
þingsætum.
Retsforbundet fékk 94.475 at-
kvæði og 6 þingmenn. Flokkur-
inn bætti við sig 56.018 atkv. og
3 þingsætum.
Dansk Samling, fékk 24.715 at-
kvæði og engan þingmann.
Flokkurinn tapið 39.041 atkvæði
og 4 þingsætum.
Christmas Möller, sem var áð-
ur formaður íhaldsflokksins, en
er andstæður f lokknum í Suður-
Slésvíkurmálinu og bauð sig því
ERLENDAR FRETTIR
Franska þingið kom saman til
fundar í fyrradag. Ramadier lét
það vera fyrsta verk sitt að
biðja um traustsyfirlýsingu til
stjórnarinnar, en hafnaði bæði
kröfu de Gaulle um þingrof og
tilboði kommúrjíista um sam-
starf við jafnaðarmenn. Hann
kvað jafnaðarmenn vilja sam-
starf við frjálslynda miðflokka
um baráttu gegn de Gaulle og
kommúnistum. Atkvæðagreiðsla
um traustsyfirlýsinguna fer
fram í dag.
f Khasmirfylkinu í Indlandi
er nú háð borgarastyrjöld. íbú-
arnir þar eru Múhameðstrúar
og vilja sameinast Pakistan, en
furstinn er Hindúi og vill sam-
einingu við Hindustan. Lands-
menn hafa nú gert uppreisn
gegn furstanum, en hann hefir
fengið her frá Hindustan sér til
hjálpar. Stjórn Hindústan segir,
að herinn eigi þó aðeins að
koma á friði, en atkvæða-
greiðsla eigi síðan að skera úr
um það, hvoru rlkinu Kashmir
tilheyri i framtíðinni.
fram utanflokka í Suður-Jót-
landi, fékk 3.602 atkvæði og náði
ekki kosningu. Þýzki minnihlut-
inn þar hafði í kjöri lista, sem
fékk 7.611 atkvæði og fékk eng-
an mann kjörinn.
Kosningaþátttakan varð nú
nokkru minni en 1945.
I
Rætt um úrslitin.
I Þegar hefir verið rætt margt
um kosningaúrslitin í Dan-
I mörku, bæði þar og erlendis. Það,
\ sem vekur lang mesta athygli,
er hið gífurlega hrun kommún-
ista. Það þykir nú sýnt, að
kommúnistar séu þar úr sög-
unni sem nokkur áhrifaflokkur.
Jafnaðarmenn hafa nú unnið
aftur það fylgi, sem þeir misstu
til kommúnista 1945, en eru þó
ekki enn orðnir eins öflugir og
þeir voru fyrir stríðið.
Vinstri flokkurinn vann veru-
lega á i kosningunum 1945 og
hefir þessi fylgisaukning flokks-
ins haldið enn áfram nú. Veldur
þar að nokkru leyti afstaða
flokksins í Suður-Slésvíkurmál-
inu, en þó fyrst og fremst
stjórnarforusta hans á undan-
förnum árum, en hún hefir lík-
að vel á ýmsan hátt.
Suður-Slésvíkurmálið var eitt
helzta deilumál kosninganna, en
það virðist ekki hafa haft nein
veruleg áhrif á úrslitin. Jafnað-
armenn hafa t. d. unnið fylgi
frá kommúnistum, þótt þessir
flokkar hefðu þar samstöðu, og
vinstri menn hafa unnið fylgi
frá íhaldsmönnum, þrátt fyrir
sameiginlega afstöðu til Suður-
Slésvíkurmálsins.
Sérstök athygli er vakin á því,
að styrkleikahlutföllin milli
sósíalistisku flokkanna annars
vegar og borgaralegu flokkanna
hins vegar hafa sama og ekk-
ert breytzt í kosningunum.
Hvað tekur við?
Mikið er rætt um það, hvernig
stjórn Danmerkur verður háttað
eftir kosningarnar. Ráðherrar
vinstri flokksins létu það í
veðri vaka í kosningabaráttunni,
að ynni flokkurinn verulega á,
myndi stjórnin sitja áfram,
nema hún fengi vantraust frá
hinu nýkjörna þingi. Það mun
sennilega fara eftir afstöðu
hennar til Suður-Slésvíkur-
málsins, hvaða afstöðu radikalir
munu taka til vantrauststillögu,
en þeir hafa það enn sem fyrr í
hendi sinni, hvort borgaraleg
stjórn eða vinstri stjórn er í
landinu. í kosningunum lögðu
radikalir og íhaldsmenn áherzlu
á það, að mynda ætti samstjórn
allra annara f lokka en kommún-
ista. Jafnaðarmenn héldu því
hins vegar fram, að ekkert gagn
væri að samstjórn, ef hún væri
málefnalega sundurþykk. Þeir
(Framhald á 4. aiðu)
199. Iilað
Vilja Ungverjar hefja stórviöskipti við islendinga
SMIÐINU ER LOKIÐ
Þarna er vcrið að reka smiðshöggið á eldavél hjá Rafha.
10 ára starfsferill:
Raftækjaverksmiðjan hefir
framleitt 25 þúsund tæki
Verð og gæði sambærileg við beztu tegundir
erlendar
Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði á um þessar mundir tíu
ára starfsafmæli. Á þessum áratug, sem hun hefir verið starf-
rækt hefir hún áunnið sér traust og tiltrú landsmanna, og mun
það allra dómur, að hún framleiði raftæki, sem standi fyllilcga
jafnfætis beztu gerðum erlendum. Var blaðamönnum boðið að
skoða verksmiðjuna í gær, ásamt ýmsum fleiri aðilum.
Raftækjaverksmiðjan var
stofnuð 29. október 1936. Var þá
jafnframt hafinn undirbúning-
ur að byggingu verksmiðjuhúss
og kaupum á vélum, er til
rekstursins þurfti. Naut verk-
smiðjustjórnin þar stuðnings
og ráðlegginga Berg-Hansen
verkfræðings í raftækjaverk-
smiðjunum í Portgrum í Noregi,
er einnig lét henni í té teikn-
ingar að vélum og verkfærum.
Réttu ári síðar voru fyrstu raf-
tæki verksmiðjunnar send á
markaðinn. Voru það rafmagns-
eldavélar, og hittist svo á, að
fáum vikum áður hafði raf-
magni frá Sogsvirkjuninni
verið hleypt 1 bæjarhverfi
Reykjavíkur í fyrsta skipti. —
Þetta voru fyrstu raftækin, sem
smíðuð voru á íslandi.
Nú eftir tíu ára rekstur, hefir
verksmiðjan framleitt nær 25
þúsund rafmagnstæki. En þar
á meðal 8700 heimiliseldavélar,
6200 þilofnar, 6300 rafmagns-
ofnar aðrir, 600 tæki önnur til
húsahitunar og 300 þvotta-
pottar, auk stórra eldavéla,
bökunarofna og fleira og alls
konar annarra tækja.
Alls hafa nær fjórar milj.
króna verið greiddar í vinnu-
laun. 46 menn vinna nú 1 verk-
smiðjunni.
Verð á þriggja hellna elda-
vél með bökunarofni var nú í
október 880 krónur.
Það, sem er mest um vert,
er þó það, að framleiðsluvörur
Ungverzkur erindreki leitar hófanna nm kaun
á lurossum, húðum, gærum og fleiri vörum
Að und&nförnu hefir ungversk viðskiptancfnd verið á ferðinni
í Englandi og nú síðast á Norðurlöndum. Einn meðlimur þessarar
nefndar, Ferenc Székely verkfræðingur, fulltrúi í því ráðuneyti
Ungverjalands, er fer með mál þungaiðnaðarins, kom hingað með
Drottningunni síðast.
verksmiðjunnar hafa reynzt
með ágætum, svo að fyllilega
jafnast á við beztu tæki
erlend. Er það gleðilegur vitn-
isburður um færni íslendinga
á sviði iðnaðarins.
Raftækjaverksmiðjan er eign
hlutafélags. Er ríkissjóður
stærsti hluthafinn — á tæpan |
þriðjung hluta fjárins ,— en
hitt er eign einstaklinga.
Fyrstu stjórn verksmiðjunnar
skipuðu Emil Jónsson, núver-
andi viðskiptamálaráðherra,
Bjarni Snæbjörnsson læknir,
Ásgeir Stefánsson forstjóri,
og Guðm. Kr. Guðmundsson
skrifstofustjóri. Eru þeir enn
allir i stjórn félagsins, nema
Ásgeir Stefánsson. í hans stað
er nú í stjórninni Guðmundur
Árnason skrifstofustj. — Fram-
kvæmdastjóri er Axel Krist-
jánsson verkfræðingur.
Verksmiðjustjórnin hetir hug
á að auka framleiðsluna og
gera hana fjölbreyttari á næstu
misserum. Meðal annars er
ætlunin að hefja framleiðslu á
kæliskápum.
Orðuveitingar
Forseti íslands sæmdi í gær
séra Sigurbjörn Á Gíslason
stórriddarakrossi Fálkaorðunn-
ar og Flosa Sigurðsson trésmið
riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Báðir þessir menn hafa verið
í stjórn elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grund frá stofnun
þess. Séra Sigurbjörn varð ridd-
ari Fálkaorðunnar 1930.
Til fyrirmyodar
Einn mesti örðugleikinn við
blaðaútgáfu hér i Rcykjavík er
að koma blöðunum með góffum
skilum til kaupendanna,
Erfitt er að fá börn til þess
aff bera út blöðin, og þan
reynast misjafnlega. — Hefir
Timinn fengið mjög að kenna
á þessum örðugleikum. Ein-
staka börn hafa þó reynzt
prýðilega.
Einu drengur, 9 ára gamaU,
skarar þó fram úr. Hann ber
í allstórt hvcrfi til tæplega 100
kaupenda. Úr hverlfinu kemur
aldrei kvörtun um vanskil oe
hver mánaðarlok kemur dreng-
urinn meS borgun fra hverjum
einasta kaupanda.
Börn sem reynast svona við
fyrsta verkið, sem þeim er falið',
eru líkleg til að verða Hðtæk-
ir menn sfSar á lífsleiðinnL
V.
1 *^>^^mn^>m ^*>iimitf>**>^**^**^^*t£Þ>0p*0*4íálM!*m
Tíðindamaður Tímans hefir
hitt áð máli Ferenc Székely og
innt hann eftir viðskiptahorfum
milli Ungverjalands og íslands í
framtíðinni, en hann hefir und-
anfarna daga verið að kynna
sér möguleika a því að koma á
viðskiptasambandi milli land-
anna. Þessi lönd hafa engin við-
skipti átt sín á milli síðan styrj-
öldinni lauk.
Viðskiptahorfur.
Erindi mitt hingað, sagði
Székely, er að kynna mér, hvort
um möguleika væri að ræða á
viðskiptum milli íslands og Ung-
verjalands. Ég hefi rætt við all-
matga aðila hér og komizt að
raun um, að íslendingar geta
selt Ungverjum ýmislegt, sem þá
vanhagar nú mjög um. Til þessa
hefir aldrei verið athugað eftir
styrjöldina, hvort viðskipta-
grundvöllur væri fyrir hendi
milli landanna, en eftir þá
kynningu, sem ég hefi nú fengið
af málum hér, tel ég, að sá
grundvöllur sé vissulega fyrir
hendi.
Kynning milli landanna er
mjög lítil og Ungverjar hafa
mjög takmarkaða vitneskju um
ísland. Mér var ákveðið ráðlagt
að hafa með mér nóg af hlýjum
fatnaði, því að hér myndi vera
ákaflega kalt. Ég varð því ekki
litið undrandi, er ég kom hingað
og komst að raun um, að ég get
nú síðast í októbermánuði farið
út að kvöldlagi án yfirhafnar, og
að hér er heitara en var i Eng-
landi, þ^gar ég dvaldi þar fyrir
nokkrum ;vikum. Að öðru leyti
hefi ég orðið undrandi yfir þeim
myndarbrag, sem hér er á öllum
hlutum, og er ekki í neinum vaf a j
um, að íslendingar hafa á boð- j
stólum framleiðsluvörur, sem að
gæðum til eru fullkomlega sam-
keppnisfærar við framleiðslu-
annara þjóða.
Það, sem Ungverjar .
vilja kaupa.
Ungverjar hafa mjög mikinn
leðuriðnað. Sá iðnaður hefir náð
sér furðanlega á strik eftir
styrjöldina, en okkur vantar
tilfinnanlega hráefni, til þess að
sá iðnaður geti haldið áfram að
blómgast. íslendingar hafa til-
tölulega mjög mikið af húðum
og skinnum, sem okkur vanhag-
ar um. Efast ég ekki um, að Ung-
verjar.. myndu fúslega vilja
kauþa hér alls konar stórgripa-
húðir, auk sauðargæra, sem hér
fellur mikið til af árlega.
Eftir styrjöldin hefir verið
tekinn upp sá háttur i Ungverja-
landi að skipta öllum stórjörð-
unum í smájarðir og skipu-
leggja íahdbúnaðinn á þeim
grundvelli. Á styrjaldarárunum
misstu Ungverjar alla sína stór-
gripaeign í hendur Þjóðverja,
svo hross til akuryrkju eru alls
ekki til, nema I mjög smáum
stíl. Rekstur smábúanna krefst
mikið meiri hrossanotkunar við
jarðyrkjuna en áður, og þurfum
við im .að kaupa inn I landið
mjög mikið af: þeim. M. a. þurf-
um við að vera búnir að flytja
inn að minnsta kosti 4000 hross
fyrir næstu marzlok.
íslenzku hestarnir myndu
vera hentugir til jarðyrkjustarfa
1 Ungverjalandi, og mun verða
athugað á næstunni með mögu-
leika á hroásasölu héðan til
Ungverjalands. Á þessu stigi
málsins er ekki mögulegt að
segja frekar um það mál, en ég
tel þó mikla möguleika í þessu
sambandi.
Hvað snertir íslenzkar fiskaf-
urðir, þá eru þær lítið þekktar í
Ungverjalandi, og Ungverjar
hafa ekki neytt mikils af þeim
fisktegundum, sem hér eru al-
gengastar. íslenzka sildin er
ekki mikið þekkt þar I landi
heldur. Sú síld, er Ungverjar
hafa aðallega neytt, er smásíld,
meðhöndluð a allt annan veg
en hér tíðkast. Ungverjar þekkja
því lítið til íslenzkra sjávaraf-
urða. Hins vegar er vafalítið að
vinna mætti íslenzkum sjávar-
afurðum markað þar í landi,
ekki sízt, þar sem útlit þeirra og
gæði virðast nú eiga fyrir sér að
breytast mikið til hins betra með
nýjum vinnsluaðferðum á öll-
um sviðum.
Það, sem Ungverjar geta selt.
Ég geri ráð fyrir, að hag-
kvæmasti viðskiptagrundvöllur-
inn, milli landanna til að byrja
með, yrði eins konar vöruskipta-
verzlun. Með því væri unnt af
beggja hálfu að komast hjá
greiðslum i gjaldeyri, sem bæði
þessi lönd eiga erfitt með að afla
sér.
Það, sem Ungverjar geta nú
afgreitt svo að segja þegar i
stað, eru ýmsar málmiðnaðar-
vörum, svo sem vélar til vinnu
við hafnir, þar á meðal kranar
af öllum stærðum, rafmagnsvör-
ur, þar á meðal ýmsir mótorar,
spennulínur og allt til símalagn-
inga, og simatæki, sem nú eru
framleidd 1 Ungverjalandi af
fullkomnustu gerð. Þá mikið af
alls konar góðum og þekktum
vinum, sem fyrir, styrjöldina
voru heimsfræg fyrir gæði, sum-
ar tegundir að minnsta kosti.
Ennfremur hefir Ungverjaland
upp á mjög mikið af fleiri iðnað-
arvörum að bjóða; Iðnaðurinn í
landinu er í æ ríkara mæli að
ná sinni fyrri framleiðsluhæfni.
Að öllu samanlögðu finnst mér
um mikla möguleika að ræða á
viðskiptum milli þessara tveggja
landa.
Ungverjaland eftlr styrjöldina.
Það er óhætt að segja, að at-
vinnuvegir landsins hafi náð sér
alveg furðanlega eftir eyðilegg-
ingu styrjaldarinnar, og mun á-
standið í þeim efnum vefa einna
bezt í Ungverjalandi af öllum
löndum Mið-Evrópu. Ungverjar
eru duglegir og gömul menning-
arþj óð. íslendingar og UngverJ -
ar munu báðir eiga það sam-
merkt að eiga báðir forna tungu
og sögu.
Þjóðverjar eyðilösðu á síðustu
vikum stríðsins állar helztu
brýrnar & Dóná, án þess þó að
það væri þeim nokkur hernað-
arleg nauðsyn, heldur að^eins til
að þjóna innræti sínu í garð
ungverja. Sem dæmi um það,
hversu endurbyggingarstarfið
hefir gengið má t. d. geta þess,
að fyrir styrjöldina var það tal-
ið sæmilegt, ef hægt var að ljúka
byggingu stórbrúar yfir fljótið
á 4 til 5 árum. Nú hafa þegar
verið byggðar þrjár brýr. Sú
fyrsta var byggð á hálfu ári og
hinar á svipuðum tíma og heita
má að þjóðin hafi sýnt hlut-
f allslega svipaða atorku við end-
urreisnarstarfið I atvinnugrein-
unum. Verksmiðjúr landsins
hafa verið byggðar upp á ný og
(Framhald á 4. itíSu)