Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 2
2 Reykjavík, fimmtinlag’inn 30. okt. 1947 199. blað Fimtntudufíur 30. oht. Hættulegur mis- skilningur í útvarpsumræðunum um skömmtunar- og innflutnings- málin, sem fóru fram á þriðju- dagskvöldið, gætti stórfellds misskilnings hjá fulltrúum jafnaðarmanna, Emil Jónssyni og Finni Jónssyni. Emil komst svo að orði, að meðferð þessara mála væri aðeins smáatriði í samanburði við lausn dýrtíðar- málanna, og Finnur Jónsson tók jafnvel munninn enn fyllri, þegar hann var að gera lítið úr þýðingu þessara mála. Hér er um hinn hættulegasta misskilning að ræða. Enginn ís- lendingur ætti að vera svo ó- sögufróður að vita það ekki af reynslu sinnar eigin þjóðar, að fátt skiptir meiru fyrir afkomu alþýðu manna en hagstæð verzlun. Fátt eða ekkert er því raunar þýðingarmeira, þegar grípa þarf til þeirra ráðstafana að lækka kaup manna með ein- um eða öðrum hætti, en að al- menningur finni, að valdhaf- arnir geri sitt ýtrasta til að tryggja honum góða verzlun. — Það getur einmitt oltið á því, hvernig almenningur tekur slíkum lækkunarjráðstöfurium, hvort valdhafarnir beita valdi sínu í verzlunarmálum meira til hags almenningi eða 220 heild- sölum. Finni almenningur að minna sé hirt um hag hans en hinna 220, er þess ekki að vænta, að hann taki vel lækkunarráð- stöfunum, sem hann myndi annars sætta sig við, ef rétti- lega væri á málum haldið og þá ekki sízt á þeim málum, sem saga íslendinga sýnir að framar flestum öðrum málum eru mál málanna, þ. e verzlunarmálin. Það er alveg vonlaus viðleitni, sem einkenndi málflutning sumra ræðumannanna á þriðju- dagskvöldið, að ætla að blekkja almenning með sýndarreglum þeim, sem brugðið er upp í stjórnarsáttmálanum og fjár- hagsráðslögunum. Þeim reglum er ekki fylgt og ekki sjáanleg nein viðleitni hjá meirihluta ríkisstjórnarinnar til að fram- fylgja þeim. Eina tilraunin; sem gerð hefir verið til þess að g'era þetta fyrirheit til neyt- enda að veruleika, eru tillögur þeirra Hermanns Jónassonar og Sigtryggs Klemenssonar, sem meirihluti r íkisstj órnarinnar hefir hundsað fram að • þessu. Sannleikurinn um fram- kyæmd þessara mála er sá, að enp er svo til að öllu leyti fylgt kvótareglunni illræmdu, þ. e. innflutningsleyfum er úthlutað í samræmi við innflutning verzlana á undariförnum árum. Þannig er verzlunin klafabund- in. Hinum lélegustu innflutn- ingsverzlunum er veitt eins kon- ar einokun. Stór hluti smákaup- manna og neytenda eru neyddir til að skipta við þær gegn vilja sínum, sjálfum sér og þjóðinni í heild til mikils óhags. Þetta er raunar ekkert annað en end- urtekning á verzlunaráþján- inni í gamla daga, þegar menn voru neyddir til að skipta við ákveðna verzlun. Við þetta bæt- ist svo, þegar innflutningurinn • dregst saman, að innflutnings- verzlunum virðist gért auðvelt að selja meira og minna af vör- um sínum á svörtum markaði. Andstaðan gegn tillögum þeirra Hermanns og Sigtryggs stafar einvörðungu af því, að Vopnfirðingur: Staður fyrir sildarverk- smiðju austanlands í 8. tölublaði sjómannaþl. Vík- ingur, þ. á., skrifar Grímur Þor- kelscon stýrimaðr grein, sem hann nefnir Hafnir — Hafn- leysur — síldarverksmiðjur. Ræðir hann þar um staðsetn- ingu síldarverksmiðja á Norð- Austurlandi. Grímur lýsir rétti- lega erfiðleikum síldveiðiskipa á svæðinu austan Langaness. Bendir hann á veiðitjónið, sem hlýzt af langri siglingu þaðan, auk þess, s;em leiðin til Siglu- fjarðar eða Eyjafjarðar sé oft illfær. þrauthlöðnum smáskip- um og missi þau stundum á þeirri leið alla síld af þilfari og verði auk þess oft að leita sér lægis og bíða betra, veðurs. Greinarhöf. gefur það í skyn, að ef Raufarhafnarverksmiðjan væri stækkuð og höfnin þar og bryggjur lagfærðar, þá sé veru- leg bót ráðin í þessu efni fyrir veiðisvæðið austan Langaness. Vera má að heppilegt sé að stækka verksmiðjuna á Rauf- arhöfn vegna austursvæðisins nörðan Langaness, en það er bezt að segja Grími Þorkelssyni það strax, og öðrum þeim, sem kunna að hafa svipaðar skoð- verið er að hugsa um hag þeirra heildverzlana, sem gera lélegust innkaup. Ef neytendurnir fá sjálfræði, og innflutningsleyf- um væri úthlutað eftir afhent- um skömmtunarseðlum, eru allar líkur til, að hinir lélegu heildsalar myndu hverfa hægt og hljóðalaust úr sögunni, en hiris végar myndu þau heild- sölufyrirtæki, sem vel eru rekin, eflast. Það er þessi þróun, sem væri til ómetanlegs hags al- þýðunrii í landinu, er þeir, sem berjast gegn tillögum Hermánns og Sigtryggs, vilja koma í veg fyrir.. Þetta hefir verið marg- sinnis játað í aðalmálgagni heildsalanna,' Morgunblaðinu, sem segir að kaupfélögin muni eflast, ef neytendurnir fái að yera frjálsir og geta afhent skömmtunarseðla sína þeim verzlunum, sem bjóða bezt kjör. Ríkísstjórnin verður að gera sér Ijóst, að því aðeins getur hún komið til almennings og krafið hann förria, að hún hafi áður tryggt honum þau frum- stæðustu mannréttindi, að hann geti vérzlað þár, sem hann tel- ur sér það hagkvæmast og bezt. Hún-getur ekki ætlast til vel- vilj a og • stuðnings af almenn- ingi, ef hún fraipfylgir skömmt- unar- og innflutningsreglum, sem gerir hann réttlítinn eða réttlausan í -þessum efnum, og néyðir hann til að skipta við okurverzlanir og svarta mark- aðskaupahéðna. Það er því hættulegur misskilningur, sem þeir, er sérstaklega telja sig fulltrúa alþýðunnar, ættu um- fram allt að varast, að það sé aukaatriði í sambandi við lausn dýrtíðarmálanna hvort almenningur nýtur verzlunar- frelsis eða ekki. Hitt er svo annað mál, að kommúnistar geta ekki miklast af framgöngu sinni í þessum málum, því að aldrei var rang- lætið meira í þessum efnum en meðan þeir fóru með völd. — Skraf þeirra nú tekur því enginn alvarlega, en hins vegar bætir það ekki málsstað meirihluta ríkisstjórnarinnar, þótt komm- únistar eigi hér ófagra fortíð, éins og á flestum öðrum sviðum. anir, að aukning þeirrar verk- smiðju verður aldrei viðunandi lausn á þv^ ófremdaráistandi, sem ríkir um alla veiðiaðstöðu á síldveiðisvæðinu austan Langa- ness. Grímur ræðir svo um staðsetningu fyrirhugaðrar síldarverksmiðju austan Langa- ness. Hann nefnir þar til staði, sem ,áður hafa verið tilnefndir, Vopnafjörð og Seyðisfjörð, og getur ennfremur Norðfjarðar, sem til greina geti komið. Hann snýr sér svo fljótlega að því að meta og vega kosti og galla Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar sem síldarverksmiðjustaða. Kostir Vopnafjarðar eru fljót- taldir af Grími, aðeins sá, að hanri liggur vel við síldveiði- svæðinu. Göllunum lýsir hann þannig: Engin höfn, aðeins opið haf og hafnleysa. Enga galla telur hann á Seyð- isfirði, en marga kosti og meðal annars þessa: 1. Ágæt höfn og gott að byggja þar bryggjur. 2. Þar er þegar síldarverk- smiðja og síldarverksmiðju- stjórn. 3. Seyðisfjörður er hinn gamli höfuðstaður Austurlands. 4. Þar var eitt sinn mikil verzlun, sem óheppileg rás við- burðanna spillti. 5. Stutt þaðan á öll helztu veiðisvæði eystra. 6. Þar er læknir, sjúkrahús, gistihús, banki o. fl. 7. Þar getur síldarflotinn fengið nauðsynjar sínar. 8 Landbúnað má auka á Seyðisfirði. 9. Staðurinn liggur vel við Siglingum til Norðurálfuhafna. 10. Seyðisfjörður er í vegar- sambandi. Að dómi Gríms er því ólíku saman að jafna, Vopnafirði og Seyðisfirði, en mér virðist hann af misj afnri alúð hafa grafið til gullsins á þessum stöðum. Veld- ur sennilega einhverju um, að Seyðisfjörður mun Grimi geð- þekkur, sem öðrum farmönn- um. Er þar vafalaust gott að koma eftir erfiða siglingu milli misjafnra hafna, og er eðlilegt og sanngjarnt að slíkir menn láti Seyðisfjörð í hvívetna njóta kosta sinna, sem óneitanlega eru margir. En svo skal einn lofa að annar sé ekki lastaður. Verður það löngum haldlítil vegsemd að hefjast þann veg, að aðrir séu fyrir borð bornir, eða ekki látnir njóta sannmælis. Verður þá næst fyrir að athuga nánar þau rök, sem Grímur til- færir til óhelgis Vopnafirði og ágætis Seyðisfirði. Hann játar að Vopnafjörður Higgi vel ýið síldveiðisvæðinu [ sunnan Langaness. — Svo heppinn er hann að stangast ekki við þá staðreynd. Sann- [ leikurinn er sá, að enginn þeirra staða, sem Grímur nefn- ir, liggur vel við veiðisvæðinu nema Vopnafjörður. Skiptir þar ekki mestu máli vegalengdin, heldur sjólag á sigjingaleiðum. Ætti ekki að þurfa að minna greinarhöf. á Glettingsnesröst og leiðina fyrir Víkur í slæmu veðri. Ber þar að sama brunni og á leiðinni austan Langaness til Siglufjarðar, að ekki þarf ætíð að ætla smærri síldveiði- skipum að sigla þar með þá hleðslu, sem þeim þarf oft að bjóða. Eru og þegar dæmi þess; að á þeirri siglingaleið hafi sama sagan gerzt og á norður- [ leiðinni, að skolast hafi fyrir borð drjúgur hluti veiðinnar. Eru og skip frá þessu veiði- svæði líka illa sett á siglingu austur sökum þess, að fátt er um haldgóð skjól Qf veður er óhagstætt frá Vopnafirði til Seyðisfj arðar og mun flestum skipstjórum á litlum síldveiði- skipum því þykja ófýsilegt að þurfa að. sigla þrauthlöðnum skipum sínum af Bakkaflóa eða Vopnafirði, ef ríkjandi er nau. til sv. átt. Grímur segir að Vopnafjarð- arhöfn liggi fyrir opnu hafi. Þessi maður er nú búinn að sigla- mörg ár á strandferða- skipunum, oftast sem stýrimað- ur, en stundum sem skipstjt^i, og er hann því þaulkunnugur á þessum slóðum, en hallar hér samt réttu máli. Mér er sagt að það taki hið hraðskreiða skip, Esjuna, allt að einum klt. að sigla frá Bjarnarey, sem er rétt út af fjallaendum austan fjarð- arins, inn að Vopnafjarðar- kauptúni og má hver sem vill trúa því, að sú leið, öll innan- fjarðar, sé sama eða engu betri, en sú sjóleið, sem orðtakið „opið haf“ á .að tákna í ísl. máli. Grímur heldur enn áfram og segir að Vopnafjörður sé haííÞ leysa. Ofmælt er það og grá- lega í sambandi við þetta mál. Honum má vera það manna bezt kunnugt að Vopnafjarðar- höfn er til þótt ekki sé góð. Er höfnin mikið varin hafátt mef hólmum og skerjagarði. Munu öll smærri skip vera hólpin, sem leggjast þar á réttum stað, og þótt ókyrrt sé þar í vondum veðrum að vetrarlagi, þá er hægt að hafa þar á floti upp- skipunarbáta alla tíma árs. Á ég hér fremur við nyrðri hluta hafnarinnar en þunn, sem nú er mest notaður. Satt er það að fyrir kemur, þótt sjaldan sé, að skip verða ekki afgreidd á Vopnafirði, en mundi aldrei koma fyrir ef þau fengjust inn á nyrðri hluta hafnarinnar í stað þess að liggja sunnan við hana, þar sem lítið skjól er. Það sem helzt hamlar afgreiðslu skipa á Vopnafirði eru hvassir sunnan og sv.-vindar, en sjaldn- ast hafátt. Þess skal getið að tæplega er hægt að kenna skipstjórnar- mönnum um þótt skip leggist til afgreiðslu þar, sem þau nú gera. Skipalegan er svona merkt og hefir aldrei verið hirt um að mæla fyllilega innsiglinguna að norðurhluta hafnarinnar og því síður að setja þar upp innsigl- ingarmerki. Þótt aðstaðan í Vopnafirði sé ekki verri en hér hefir verið lýst, þá er fjarri því að hún sð góð og er þörf hafnarbóta ef reisa á þar síldarverkfsmiðju. En það er ekki eingöngu vegna síldarverksmiðju að slíkt þarf að gera. Vopnafjörður hefir upp á svo margt að bjóða til lands og sjávar, að brýn nauðsyn ber til að þar séu sem fyrst gerðar verulegar hafnarbætur. Ég kem þá að hinum mörgu kostum, sem Grímur telur Seyð- isfirði til ágætis. Ekki fyrir það, að ég vilji rengja að þar sé rétt með farið, heldur af hinu, að mér virðist sumir þeir kostir geta eins átt við Vopnafjörð, þótt Gxímur hafi gleymt að geta þess, en aðrir virðast harla léttvægir í þessu sambandi. Af hafnargæðum Seyðisfjarð- ar mun ekki of sagt og eins því, sem varðar aðstöðu til að byggja þar bryggjur. Kemst Vopna- fjörður þar ekki til samanburð- ar, þótt allt sé þar betra en Grímur vill vera láta. Um réttmæti þess að byggja síldarverksmiðjuna á Seyðis- firði vegna þess, að þar sé fyrir smá verksmiðja, tel ég fjarri öllum sanni. Vafalaust á að reisa nýtízku verksmiðju, en ekki klastra við gömlu verksmiðjuna, þótt allra sé hún þakka verð, meðan ekki er völ á betri, og vafalaust á hún tilverurétt, þótt ný verksmiðja verði byggð fyrir veiðisvæðið. Broslegt er að færa Seyðisfirði til gildis í þessu máli að til muni vera þar síldar- verksmiðjustjórn. Þar að auki mætti segja mér að stjórn síld- arverksmiðjunnar á Seyðisfirði sitji í Reykjavík ef það er rétt sem sagt er, að síldarverk- smiðjan sé eign Reykvíkinga. ! Hvað sem því líður, þá er þetta gott dæmi um eftir hve smáu er seilzt í röksemdafærslu höf- undar, og mundi það ekki hafa hent jafn glöggan mann, ef af nógu hefði verið að taka. Ég ann Seyðisfirði vel tign- arheitisins höfuðstaður Aust- urlands og hygg að annar stað- ur eystra verðskuldi það ekki fremur. Má það og vera öllum að meinfangalausu, jafnt og ýmsir titlar Danakonungs meðan að í skjóli þess er ekki seilzt til annars en þess, sem hann er rétt borinn til. Þótt eitt sinn hafi verið mik- il verzlun á Seyðisfirði, þá eru það jafnlítil rök í þessu máli og ( ef sagt væri að verksmiðjan | ætti fremur að vera á Vopna- j firði af því að þar var mikil (Framhald á 4. síSu) Guðmmidnr Daviðssou: Um seli Niðurlag. Mætti verða bæði gaman og gagn að því að ala seli og koma upp selabúi. Þeir mundu áreið- anlega borga eldið. Þeir eru ó- vandfæddir. Selabú væru hent- ug í sjávarþorpum, þar sem fiskveiðar eru stundaðar að staðaldri, því áð þar ætti að vera gnægð af selaæti fyrir lítið verð. Þó ætti að vera auðvelt að hafa sélabú í sveitum langt frá sjó. Tamdir selir geta vel lifað án vatns til að baða sig í. Sela- eldli er ólíkt skynsamlegra en selveiði. Það lýsir ekki mikilli siðmenningu hjá veiðimannin- um, þegar* hann ræðst inn í selahóp vopnaður með barefli og slær á báðá bóga og rotar eða hálfrotar selinn, unnvörpum, og hegðar sér eins og vitstola mað- ur. Og ekki lýsir það mannúð, að læðast að dýrinu, með byssu í hendi og viðbúinn að senda blýhögl, sem ef til vill gera sel- inn blindan, eða helsæra hann. Þó að þetta vilji til komast samt einstöku selir undan morðvarginum, til að.kveljast til dauðs, án þess að nokkur hafi þeirra mot. Þegar kópar eru skotnir eða rotaðir á sjávarströndu fyrir augum mæðra þeirra álengdar, er það svipað og farið væri að slátra nýfæddu ungVjði hús- dýranna að mæðrunum ásjá- andi. En það mun nú bannað með lögum. Dýraeldi ætti að göfga manninn, og það gerir það áreiðanlega, og gera hann siðfágaðri gagnvart málleys- ingjum og smælingjum I ríki náttúrunnar. IV. Fækkun sela. Selir hafa átt heima við ís- landsstrendun frá alda öðli og búið þar við góð lífsskilyrði. Nú eru þeir á hverfanda hveli og horfnir víða þar, sem áður voru af þeim stórar hjarðir. Stafar þetta af óskynsamlegri selveði óslitinni í aldaraðir. Dýrateg- und þessi á hér langa og merka sögu, sem vert væri að safna til og færa í letur. Fólkið hefir litið svo á, að því er virðist, að selur væri skapaður til þess að láta lífið til viðurværis manna. Og víst er um það að selveiðin hefir bjargað mörgu heimili frá hungurdauða. Eyðing sels hér við land er réttlætt með því, að horium var kennt um veiðiþurrð bergvatns- fiska, í flestum eða öllum lax- ám í landinu. Þó mun hann vera alveg saklaus af þessum áburði. Auðvelt er að benda á hina og þessa dýrategund, og halda því fram að hún valdji mönnum tjóni, án þess^ið geta, eða vilja sanna það með rökum. Þó að selir hafi verið drepnir, í þús- undatali árlega í aldaraðir, hef- ir aldrei verið haft fyrir því að rannsaka átu í maga nokkurs sels til þess að ganga úr skugga um, á hverju þessi dýrategund lifði. Ekki er hægt að fullyrða neitt um lifnaðarhætti ís- lenzkra viltra dýra,. fyr en vitað er með vissu, á hverju þær lifa. Fyr á tímum var eðlilegt að menn hlypu yfir rannsókn á átu sela, en nú á dögum er slíkt ófyrirgefanlegt hirðuleysi. Ef þessi rannsókn yrði látin fara fram, mætti vel vera, að sakleysi selsins kæmi í ljós, að hann væri hafður fyrir rangri sök í því að eyða laxi og öðrum bergvatnsfiskum í ánum. í bjargarskorti og harðæri fyr á tímum var það skoðað sem „guðsgjpf“, þegar hval rak á fjöru undan hafís, menn náðu i vænan s$l, fiskuðu í eitt skipti betur en í annan tíma, eða urðu fyrir einhverju ööru óvæntu happi úr skauti náttúrunnar. Margur var þakklátur skapar- anum, í þá daga, fyrir slíka björg, þó að það kæmi ekki alltaf fram í verkinu. í byrjun í§landsbyggðar voru hér allar ár og stöðuvötn full af bergvatnsfiskum. Selir voru þá, hundruðum þúsunda saman, eða í miljónatali kringum strendur landsins, og einkum fram undan árósunum. Höfðu þeir verið þar í aldaraðir og ár- þúsundir, áður en nokkur vissi að ísland var til. Selir munu óvíða eða hvergi hafa farið upp eftir ánum, á gotstað berg- vatnsfiska, gat því laxinn, óá- reittur, og í friði, aukið kyn sitt og fyllt straumvötnin af gjöf- um skaparans, eða „guðsbless- an,“ sem fólkið nefndi svo. Þeg- ar menn komu til sögunnar veiddu þeir laxinn á gotstöðun- um, einmitt á þeim slþðum, sem hann átti að vera alfriðaður. Enginn maður ætti að veiða dýr á þeim tíma árs, sem þau fæða af sér afkvæmi sitt. Er mikið að ekki skuli vera búið að banna slíka ómannúðlega veiðisiði með lögum. En menn eru enn þá svo blindir, að sjá ekki að með (TramhaUL d 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.