Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 4
D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu. við Lindargötu. Sími 6066 30. OKT. 1947 199. folað Um self (Framhald af 2. síðu) þessu eru þeir að spilla sínu eigin viðurværi. Þegar árnar tæmdust af laxi, vegna óskynsamlegrar veiðiað- ferðar, var það kennt selnum. Menn töldu sér trú um að selur- inn dræpi laxinn og honum væri að kenna þverrandi lax- ganga í árnar. — Þessa skoðun hafa menn enn í dag. Var nú farið að leggja stund á selveið- arnar, þennan ímyndaða óvin laxfiskanna. Var það álitin sjálfsögð skylda að uppræta sel- inn með öllu, kringum strendur landsins. Og vel má hugga menn, sem hvorki skilja eða skynja gildi náttúrulífsins í landinu, með því að takast mun að koma til leiðar að öllum sela- tegundum hér við land, blæði út fyrir fullt og allt, áður en langir tímar líða. ísbirnir lifa að mestu leyti á selum. Munu þeir fara sömu leið, þegar búið er að uppræta viðurværi þeirra — — selinn. Fæstir menn ómaka sig til að rannsaka samhengi dýralífsins, eða samlíf hinna ólíku tegunda, sem lifa hver á annari í ríki náttúrunnar. Dæmi eru til að sumum fuglategundum fækkar eftir að búið er að útrýma óvin- um þeirra. Má í því sambandi nefna rjúpur og vali. Um siðustu aldamót veiddust, hér á landi, að meðaltali 627 fullorðnir selir á ári og 5412 kópar. Síðan hefir veiðin minnkað ár frá ári. 1932 veidd- ust helmingi færri fullorðnir selir og aðeins 3701 kópur, eða 1711 færri en um aldamótin. Vel gæti farið svo, að selir yrðu al- dauða hér við land eftir 40 til 50 ár. Einstakar selategundir, sem voru algengar fyrir manns- aldri síðan eru nú horfnar með öllu, eða orðnar svo fágætar, að nýlunda þykir ef þær sjást. ís- lendingar eiga þó ekki einir sök á því, að svona er komið. Aðrar þjóðir hafa gert út skip til sel- veiða norður í höf og eiga því sinn þátt í eyðing sels I íshaf- inu. En fækkun þar, kemur í Ijós við strendur íslands. Jurtin nærist á efnum, sem eru í moldinni, er liggur að rót- um hennar. Þannig er með dýrin. Þau lifa á því, sem þau ná til og þau finna að þau geta ekki án verið. Maðurinn er þar engin undantekning. Hve hátt sem hann lyftir sér frá jörðu, sækir hann lífsnauðsynjar sín- ar til jarðarinnar. Þó að nú séu aðrir tímar og önnur menning en sú, sem áður var, er auðsætt, að rániðjan er enn í fullum blóma hjá mörgum mönnum. Hver kynslóð á fætur annari hefir tekið hana í arf frá þeirri, sem á undan er farin. Hún hefir því orðið að nokkurs konar óheillafylgju mannanpa,, sem ekkert vinnur á nemá ræktun og eidi. Það er hið eina, sem hefir skilyrði til að brjóta hana á bak aftur. En fari svo, að hún beri sigur úr býtum í þeim við- skiptum, er höggvin í sundur sú meginrót, sem nærir og þroskar æðsta lífsmeið jarðar- innar. Brunabótafélag íslands Minnst á merka bók (Framhald'af 3. síðu) páfastóls eða mæta við réttar- höld í Moskvu. Það vantar ekki dómstóla, rannsókn og réttar- höld, en einn er þar óskeikull og réttlátur, og hann ákveður fyrirfram svað skuli vera rétt og jafnvel hvað skuli sannast. Það er tvímælalaust fengur að þessari bók fyrir íslenzkar bókmenntir. Jón Eyþórsson virðist hafa leyst þýðingarstarf- ið vel af hendi, svo sem vænta 'mátti. Eflaust munu ósjálf- jstæðir ofstækismenn, sem háð- astir eru í dag áhrifum frá Rússlándi og Ameríku, deila um þessa bók, og sennilega svo, að mörgum verði til leiðinda. En fyrst og fremst ber að horfa á hið almenna gildi sögunnar, sem er hafið yfir einstök deilu- mál. Þessi bók er ádeila á andlega kúgun. Hún er vörn fyrir helg- ustu réttindum lýðræðisins eins og við þekkjum það og það er kennt við Vesturlönd, persónu- legt frelsi og rétt mannsins til að hugsa og lifa. Þeim boðskap íverður eflaust vel tekið meðal iíslendinga, þó að auðmjúkustu ■ dýrkendum hins „austræna lýðræðis" muni sjálfsagt þykja nærri sér höggvið. - H. Kr. TIL ATHUGUNAR, Þar sem getið var bóka í iblaðinu í fyrradag, féllu staf- jirnir H. Kr. af vangá niður við j ummæli um þessar bækur: Á Svörtu skerjum, Maggi varð að manni og Sylvanus Heythorp. Staður fyrir síldar- verksmiðju .. . (Framhald af 2. síðu) verzlun löngu áður en Seyðis- fjarðarkaupstaður varð til. Það, að óheppileg rás viðburð- anna hafi spillt verzlunarmál- um Seyðisfjarðar, og ef skilja ætti þau ummæli þannig að þar á mætti ef til vill vænta hagstæðari úrlausnar þá er bezt að láta Héraðsmenn svara því, að því leyti, sem hér er átt við verzlun við Fljótsdalshérað. Mér hefir skilizt á þeim, að þeir telji það fremur framþróun en öfugþróun, að þeir stofnuðu sitt stóra og myndarlega kaupfélag og völdu því aðsetur á Reyðar- firði vegna ftltölulega auð- veldra samgangna þaðan til Héaraðs á öllum tímum árs. Virðist þetta jafn eðlileg þróun 1 oð þegar norðursveitir Héraðs- 1 ins og Þistilfjarðarbyggðir ; hættu að verzla við Vopnafjörð 1vegna þess að þangað var að sækja yfir érfiðar heiðar og þær veglausar á nútíma mælikvarða. rátrjnir aUt Uaanlé (r venluzwrUrgBlr). Upplýrtagar 1 •MakrUrtofu. Alþýfuhúal (aíinl MIS) o* hjá umbogamðnnuta, aam aru I Kommúnlstar biðu ósigur... (Framhald af 1. slðu) munu gjarnan vilja mynda hreina flokksstjórn með hlut- leysi radikala, og láta það svo ráðast, hvort kommúnistar feldu stjórnina með íhalds- mörinum og vinstri mönnum. Myndu kommúnistar lenda þannig í mikilli klípu, því að jafnaðarmenn myndi eftir sem áður neica allri samvinnu við þá, en þeir ættu kosningar yfir höfði sér, ef þeir felldu stjórnina. >♦»♦»« J [ Páll S. Pálsson ! \ ' * Kristinn Gunnarsson '' j | Málflutningsskrifstofa \ [ (» Laugaveg 10. Simi 5659 1' Notiö tómstundirnar til náms f Bréfaskóla S.f.S. gctið þér lært: íslenzka réttritun Reikning Bókfœrslu Ejisku Fundarstjjóm og fundarreglur Skipulag og starfshœtti samvinnufélaga Þeim, sem læra undir skóla í lieima- húsum skal bent á það, að bréfaskólinn er sérstaklega heppilegur til undirbún- ings nndir próf upp í neðri bekki fram- haldsskólanna. Veitum fúslega allar upplýsingar Bréfaskóli S. í. S. Reykjavík Vilja Ungverjar (Framhald af 1. síðu) nú munu þær vera orðnar svipaðar að tölu og 1933. Þó hef- ir ekkert hráefni verið til, til þess iðnaðar, annað en gamlar bifreiðar og brotajárn, sem herir styrjaldaraðilanna skildu eftir í landinu, er stríðinu lauk. Land- búnaðurinn hefir blómgast furðanlega og skipting jarð- anna vafalaust sinn þátt í því. Dýrtíð og nýir peningar. Eftir styrjöldina var svo mikil dýrtíð í landinu að verðlag var ómögulegt að reikna í tölum lengur. Viðskipti fóru fram á þann hátt, að líkja mætti þeim við það, ef ástandið væri hér þannig, að talað væri um hvað varan kostaði mörg hundruð rauða eða græna seðla í staðinn fyrir að tala um krónufjölda. Gjaldmiðill landsins var raun- verulega einskis virði og engin leið að láta viðskipti fara fram með því að nefna nafn myntar- innar, því að tölurnar voru svo svimandi háar að þær voru of- vaxnar allra skilningi. En fyrir nokkrum mánuðum síðan lét ríkið gera aðra mynt og nýtt banka- og viðskiptakerfi var sett á laggirnar í landinu. Þessi nýja mynt heitir „Forint“ og eru 10,5 forints í einum doll ar. Með þeim ráðstöfunum, er voru gerðar um leið og nýja myntin var tekin í notkun, var unninn varanlegur bugur á dýr- tíðinni í landinu. Lífsafkoma manna er yfirleitt góð nú. Kaup- ið i almennri verkamannavinnu er um tvær íslenzkar krónur á klukkustundina og vinnuvikan er miðuð við 48 stundir. Nóg at- vinna er í landinu. Skömmtun er engin á vörum nema sykri, brauði og rúgi. Að öðru leyti eru engar vörur skammtaðar. Fer héðan til Stokkhólms. Székely fer héðan 2. nóvember til Stokkhólms og verða þá ís- lenzku viðskiptamálin tekin til frekari athugunar. Þar mun hann hitta aftur hina meðlimi ungversku viðskiptanefndarinn- ar. Þessar eftirgrennslanir ung- verska fulltrúans hér, hófust fyrst fyrir milligöngu Geirs Stefánssonar lögfræðings, en hann hefir dvalið í Svíþjóð und- anfarin tvö ár. Undirbjó Geir fyrst málið hér heima þannig, að hann sagði ýmsum út- og innflytjendum frá því, að Ung- verjar myndu hafa áhuga fyrir viðskiptum við ísland. Síðan kom hann hingað heim og hefir verið ungverska fulltrúanum til aðstoðar. Telja þeir báðir, að möguleikar séu á ýmsum sviðum fyrir, að ísland og Ungverja- land taki upp víðtæk viðskipti sín á milli. SKIP/IWTCifcRf) KÍMSINS „ESJA” fer frá Akureyri n. k. föstudags- kvöld kl. 20. Viðkomustaðir í suðurleið verða Dalvík, Siglu- fjörður, ísafjörður, Þingeyri, Bíldudalur, Patreksfjörður. Því næst fer Esja í venjulega strandferð frá Reykjavík austur um land, um miðja næstu viku. Vörumóttaka verður n. k. mánudag 3. nóvember. Pant- aðir farseðlar óskast sóttir sama dag. Skaftfellingur Tekið á móti flutningi til Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms og Flat- eyjar í dag. Ðúðutgs du/t VaaUle Sítréu AppelflÍB Sákkalali KRON »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesend- um Tímans fjölgar slfellt 1 Reykjavik og flestum öðrum kaupstööum og að Tíminn er útbrelddasta blaðið yfirleitt i kauptúnum og sveitum um land allt. (jatnla Síc Systurnar frá Boston (Two Sisters from Boston) Skemmtileg og hrífandl amer- Isk söngvamynd, gerð af Metro Goldwyn Mayer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7ripoli-Stc Ueyndardómur bréfanna sjö Afar spennandl amerísk saka- málamynd. Aðalhlutverk: Henry Hunter Pally Rowles Henry Gordon Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum lnnan 16 ára. — Sími 1182. — Ttijja Síó Hátíðasumar („Centennial Summer") Mjög falleg og skemmtileg mynd í eðlilegum litum, með músik eftir JEROME KERN. Sýnd kl. 9. Njósnariim „Frk. Doctor44 Spennandi ensk njósnarmynd. Rita Parlo Erich von Stroheim ■ John Loder Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. yjathatbíc KITT Y Amerísk stórmynd eítir sam- nefndri skáldsögu Paulette Goddard Ray Milland Patrick Knowles Sýnd kl. 5, 7 og 9. Minningarathöfn eiginmanns míns, Gunnlaugs Eiríkssonar fer fram á heimili hans, Kambsveg 7, föstudaginn 31. október kl. 4 e. h. Jarffað verffur á Melstaff, mánudag 3. nóvember kl. 2. e. h. Fyrir hönd affstandenda. Filippía Jónsdóttir. Málverkasýning Örlygs Sigurðssonar í Listamannaskálanum er opin daglega kl. 11—11. Sveitavinna Ung hjón vön sveitavinnu óska eftir sjálfstæðri atvinnu í sveit. Vilja gjarnan taka bú á leigu. Tilboð merkt. „Bústjórn“ leggist á afgreiðslu blaðsins. Damask - Fiðurhelt léreft hvít léreft, silkilasting, kjólatau (ull, baðmull, silki), alullar-kápuefni, herrafataefni, tilbúin herraföt, herra- fr*,kka, dömusokka og fleira útvegum við betnt til kaup- enda frá viðurkenndum frönskum og tékkóslóvakískum framleiðendum. Sýnishorn fyrirliggjandi. F. JÓHMNSSON umboffsverzlun. Sími 7015. — Reykjavík. — Pósthólf 891. Frá Rauða krossi íslands Námskeið í hjálp í viðlögum hefst í byrjun næsta mánaðar. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins í Mjólkurfélagshúsinu, kl. 1—3, til mánaðamóta. Sími 4658. 28. okt. 1947. Kauði Kross tslands. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.