Tíminn - 31.10.1947, Page 1

Tíminn - 31.10.1947, Page 1
ritstjóiii: ( ÞÓRARINN ÞÓRARENSSON } ÚTGEFANDI: ! FRAMSÓKNARFLOEKURINN Símar 2363 og «73 PRSNTSMIÐJAN EDDA hl. ( EDDUHÚSI, UBdurgðta 9 A | Símar 3K8 0« 4BVS AFGRKHJSLA, INNHEIMTA ( ( OG AUGLÝ8ENOASKRIFSTOFA: ; ( EDDUHÚSI. Unéarcðtu I A \ ttml 31. árg. TÍMIIVX, föstudaglnn 31. okt. 1947 Bréfaskóli S. í. S. færir út kvíarnar Sjóinenu gcta lært siglingafræði á frivaktinni Bréfaskóli S.Í.S. hefir nú starfað í sex ár, og fara vinsældir hans stöðugt vaxandi. Skólinn hefir gefið fjölda æskufólks víðs- vegar um land tækifæri til að njóta menntunar. Hefði það fiest orðið án hennar að vera að öðrum kosti. Um þessar mundir er verið að taka upp kennslu i siglingafræði, og geta sjómenn nú lagt stund á að Iæra undir minna próf á frívaktinni. Er hér um mikilsverða nýjung að ræða í kennslumálum okkar íslendinga. Kennsluaðferð, sem hentar vel i íslenzka dreifbýlinu. Bréfaskólinn var stofnaður 1941, eins og áður er sagt. Upp- haflega var byrjað með fáar námsgreinar, en smárri saman hefir verið bætt við nýjum «kennslugreinum, svo nú eru kenndar bréflega á vegum skól- ans átta námsgreinar. Flestir nemendur stunda nám í bók- færslu, ensku, íslenzku og reikn- ingi. Það kom brátt í ljós, eftir að Bréfaskólinn hafði tekið til starfa, að námsaðferð þessi átti miklum vinsældum að fagna hér á landi, -enda er hér um heppi- lega kennsluaðferð að ræða fyrir æskufólk dreifbýlisins, sem ekki á þess kost að sækja hér- aðsskóla eða skóla í bæjunum. Bréfaskólinn hefir því gert mörgum æskumanninum og æskukonunni það kleift að nema það, sem hugurinn girnt- ist, þó að engin leið hefði verið til þess með öðru móti. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að það sé eingöngu æskufólk, sem stundað hafi nám í Bréfaskól- anum. Nemendurnir er fólk á öllum aldri — gamal- menni og börn. Fólk á öllum aldri hefir stund- að nám í Bréfaskólanum. Grá- hærðir öldungar, sem aldrei hafa átt þess kost að fara frá • • Olfrumvarp lagt fram * 1 Ágóðannm verði varið til sjúkrahúsa og læknabústaða Þrír þingmenn, Sigurður Bjarnason, Steingrímur Stein- þórsson og Sigurður E. Hlíðar, hafa lagt fram frv. um að leyfa framleiðslu á öli, sem innihaldi 4% af vínanda, en nú má ekki framleiða öl, sem inniheldur mejra en 1.8% af vínanda. — Flutningsmenn ætlast til, að einkafyrirtæki fái að annast framleiðsluna gegn vissu skatt- gjaldi, og skal því varið, ásamt sérstökum tolli á áfenga ölinu til bygginga á spítölum og læknabústöðum utan Reykja- víkur. Flugvallarmálið afgreitt Flugvallarmálið er nú úr sögu á Alþingi, a. m. k. í bráð. Til- lögu Áka Jakobssonar var vísað frá með rökstuddri dagskrá með 33:13 atkvæðum. Dagskráin var þess efnis, að þingið treysti stjórninni til að halda fast á rétti íslendinga og sæi því ekki ástæðu til að gera sérstaka á- lyktun um málið nú. Auk Sós- íalista greiddu atkvæði gegn til- lögunni Páll Zóphoníasson, Gylfi Þ. Gíslason og Hanníbal Valdi- marsson. heimili sínu til að ganga í skóla. bafa nú fengið tækifæri til þess að læra sumar þær námsgrein- ar, sem þá hefir deymt um ár- um saman. Þess eru dæmi, að gamlir bændur um sjötugt, sem hættir eru búskap, fara að læra tungumál og flóknar reiknings- reglur með aðstoð Bréfaskóla S.Í.S. Sama er að segja með hús- mæðurnar. Þær hafa margar og á öllum a’dri tekið sig til og lært ýmsar greinar, sem kennd- ar eru í Bréfaskólanum — ensku, íslenzku, reikning og jafnvel bókfærslu. Margar þessara húsmæðra eiga þess engan kost að komast frá heim- ilum sínum lengur en meðan suðan er að koma upp í pottin- um, en þær geta numið heilar námsgreinar með aðstoð Bréfa- skólans í hinum fáu tómstund- um sínum. Fjöldi æskufólks hefir lært undir æðri skóla með aðstoð Bréfaskólans og notað til þess tómstundirnar. Síglingafrœði lœrð á frívaktinni. Bréfaskólanum, sem hefir að- setur sitt í Sambandshúsinu í Reykjavík, berast daglega mörg bréf, þar sem áhugasamir nem- endur eru að óska eftir fleiri námsgreinum og meiri náms- möguleikum. Smátt og smátt verður stefnt að því að auka við nýjum greinum í skólann, og um þessar mundir er að hefjast kennsla i einni nýrri grein, sem langþráð er orðin meðal sjó- manna. Það er siglingafræði. — Gefin hafa verið út fyrstu bréf- in í þeirri námsgrein, og geta sjómenn nú notað frívaktina til að læra siglingafræði í Bréfa- skólanum, sem nægir þeim undir minna fiskimannsprófið, sem veitir rétt til að stjórna skipum allt að 30 smál. Síðar meir verður vafalaust bætt við aukinni siglingafræðikennslu, svo að nemendur Bréfaskólans geti notað tómstundirnar til að búa sig undir skipstjórn á stærri skipum. Kennari í sigl- ; ingafræði Bréfaskólans er Jón- j as Sigurðsson, kennari í sigl- ingafræði við Stýrimannaskól- ann. Stöðugt vaxandi nemendafföldi. Nemendum Bréfaskólans fer stöðugt fjölgandi. — Alls hafa stundað nám við skólann nokk- uð á annað þúsund nemendur. Eins og sakir standa skipta starfandi nemendur nokkrum hundruðum og fer fjölgandi, svo að segja með hverjum deg- inum sem líður, Skólastjóri Bréfaskóla S. í. S. er Jón Magnússon magister, og kennir hann ennfremur ensk- una. Er hún kennd bréflega, eins og aðrar greinar, nema hvað framburður er , kenndur með aðstoð hljómplatna, sem nemendur geta keypt við mjög vægu verði eða fyrir aðeins 35 krónur. Þóleifur Þóðarson kenn- ir bókfærslu og reikning. Svein- björn Sigurjónsson magister kennir íslenzku, Eiríkur Pálsson bæjarstjóri kennir skipulag og (Framhald á 4. liOv) 200. blað S TRAGHEY ER ÁNÆGÐUR Ástralíumenn hafa sent Bretum allmikið af matvælum að gjöf. Strachey er að skoða nautakjötið og lizt sýnilega vel á það. — I>að hefir sjálfsagt komið vatn í munninn á fleirum, er þeir sáu það. VIÐTAL \IÖ Pálma LOFTSSON: Ákveðið að smíða tvö ný varðskip í ráði að kaupa tvær helíókopter-flugvélar Það hefir verið almennt viðurkennt, að landhelgisgæzlan hafi haft allt of fá skip í þjónustu sinni hin síðari ár. Nú mun vera ákveðið að láta smíða tvö ný skip til landhelgisgæzlu og haf- rannsókna hér við land. Einnig er talað um að kaupa tvær helfókopter-flugvélar til landhelgisgæzlunnar. Tíminn hefir átt tal við Pálma Loftsson, framkvæmda- stjóra Skípaútgerðar ríkisins, um þessi mál. Hann hefir jafn- framt stjórn Skipaútgerðarinn- ir á hendi framkvæmd land- helgLsgæzlunnar. Skýrði Pálmi blaðinu frá þessum málum á þessa leið: Tvö ný skip. Að undanförnu hafa verið undirbúnar ráðstafanir til að bæta úr skipaþörf landhelgis- gæzlunnar, en eins og al- mertnt er viðurkennt hefir skipakostur til þeirrar þjónustu verið allt of lítill . Nú hefir ver- ið ákveðið fyrir tilhlutan Ey- steins Jónssonar, en undir hans ráðuneyti heyra landhelgismál- in, að ríkið láti smíða tvö ný skip til landhelgisgæzlu. Skal annað þeirra vera um 400 smá- Góður síldarafli í þrír hátar fá rúmar 500 tnnnur Síldveiðin hér syðra er nú að glæðast. í gær voru þrír Akra- nesbátar að veiðum í Kollafirði, og fengu þeir samtals rúmar fimm hundruð tunnur síldar. — „Böðvar“ fékk 160 tunnur og „Keilir“ 250 tunnur, báðir eign Haraldar Böðvarssonar. „Fylkir“ eign Þórðar Ásmundssonar & Co„ fékk 100 tunnur. Sjómennirnir telja, að all- mikil síldarganga hafi verið á þessum slóðum, og megi þess vænta, að sildarafli haldist, ef veður verður kyrrt og hagstætt eins og í gær. Menntaskólinn á Ak- ureyri 20 ára Slgnrði skólamelstara vottaðar þakklr í fyrrakvöld var 20 ára af- mælis Menntaskólans á Akur- eyri minnst í samkomuhúsi bæjarins. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari setti hófið og stjórnaði því, en aðalræðuna flutti Bryn- leifur Tobíasson kennari. Rakti hann sögu skólamálsins frá því að skólinn að Hólum var lagður niður 1801 og til þessa dags. Menntaskólinn á Akureyri hefir alls útskrifað 548 stúdenta á þeim 20 árum, sem liðin eru síöan skólinn fékk menntaskóla- réttindi, en það var 29. október 1927. Mjög margir íbúa Akureyrar voru í þessu hófi, og var Sig- urði Guðmundssyni vottuð sér- stök virðing og þakklæti við þetta tækifæri, en hann lætur nú af stjórn skólans eftir að hafa veitt honum forstöðu í meir en aldarfjórðung. — Voru margar ræður fluttar á hófinu, og voru þeirra á meðal, er töl- uðu, þeir Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Friðrik Rafnar og Einar Árnason á Eyrarlandi. Hef ja hundruð þýzkra togara veiöar á islandsmiðum? % ^ Mernámsstjórnirnar banna þeim veiðar í Norðursjó og við Noreg, en vísa þeim á íslandsmið og Barentshaf Bergens tidende, blað vtnstri manna í Björgvin í Noregi, birti nýlega frétt, sem ekki er ófróðleg fyrir íslendinga. Er þar frá því skýrt, að hernámsstjórnir Bandamanna í Berlín hafi hinn 9. október ákveðið, að hinn nýji veiðifloti Þjóðverja megi aðeins fiska á miðunum umhverfis tsland og í Barentshafi, en veiðar skuli honum bannaðar í Norðursjó og við strendur Noregs. Samkvæmt endurréisnar- áformum Bandamanna hefir Þjóðverjum verið leyft að eign- ast þrjú hundruð nýja togara, sem eiga að vera 400—450 smá- lestir, og er um það bil verið að byrja smíði' tíu fyrstu togar- anna. Er líklegt, að þeir verði orðnir sjófærir eftir átján mán- uði. Fyrir eiga Þjóðverjar stötiu togara, þrjátíu og fimm síldar- skútur og fjörutíu og átta kútt- era. Samkvæmt fregnum frá Ber- lín hafa hernámsstjórnir Bandamanna í Berlín nú ákveð- ið, að þessum togurum og svo nýju togurunum, þegar þeir komast á flot, skuli aðeins heimilar veiðar á fslandsmiðum og á Barentshafi, milli Noregs og Novaja-Zemlja og miðunum við Bjarnarey og Svalbarða. Verða þeir vísindalega útbúnir til veiða á þessum fjarlægu miðum. ( Segir norska blaðið, að þessi ákvörðun muni meðfram hafa verið gerð til þess að þóknast óskum Norðmanna, sem ógjarn- an vilja fá þýzku togarana á miðin við strendur Noregs. Bergens tidende er samt mjög óánægt með þessa ákvörð- un, því að það segir, að vísinda- menn hafi sannfærzt um, að þorskurinn gangi úr Berents- hafi suður með Noregsströnd- um og mundi því þorskstofnin- um á Noregsmiðum hafa stafað hætta af aukningu fiskiflotans norður frá. Hvað hefir íslenzka nkisstjórnin gert? Þetta er sjónarmið norska blaðsins. Það segir sig sjálft, að þetta varðar okkur íslendinga eigi síður en Norðmenn, þar eð fiskiflota Þjóðverja hefir þann- ig verið vísað beint á mið okkar. Hins vegar hefir ekkert verið á þetta mál minnzt hér, þótt liðn- ar séu þrjár vikur síðan ákvörð- un þessi var gerð. Væri óneit- anlega fróðlegt að heyra, hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin ís- lenzka hefir gert til þess að verja íslenzku miðin gegn svo stór- felldum ágangi, sem hér er um að ræða. Jafnframt ætti þetta að vera Islenzkum stjórnarvöldum hvöt til þess að fá landhelgina stækkaða og firði og flóa frið- aða, svo að stórir flotar erlendra veiðiskipa þyrpist ekki hér svo að segja upp að landsteinum og eyðileggi fiskimið íslendinga. Jón Blöndal hagfræð- ingur látinn Jón Blöndal hagfræðingur andaðist í -gærmorgun, aðeins fertugur að aldri. Hafði hann lengi átt við heilsuleysi að stríða,og var fyrir skömmu kominn heim úr sjúkradvöl í Danmörku. Fékk hann blóð- lestir og ganga 16 til 17 mílur á klukkustund. Ganghraði þeirra skipa, er landhelgisgæzlan hef- ir haft á að skipa hin síðari ár, hefir verið allt of lítll til að vekja nægan ótta og til þess að þau geti verið nógu snör í snún- ingum. i Hitt skipið verður ekki nema ; 130 smálestir. I I Annaff á Ítalíu, hitt innanlands. j Vegna skorts á erlendum gjaldeyri reyndist ómögulegt að leita um smíði skipanna til , landa á sterlingspunda- eða dollarasvæðinu. Því var leitað til Ítalíu með það, svo að unnt verður að greiða fyrir smíði skipsins með íslenzkum út- flutningsafurðum. Er tilboð þaðan væntanlegt innan skamms um smíði á skipinu. Ákveðið er, að þetta skip verði með tækjum til hafrannsókna, ásamt landhelgisgæzlunni. Þá hefir verið boðin út smíði á- minna skipinu hér innan- lands. Er fyrirhugað, að það skip annist landhelgisgæzlu og björgunarstarf fyrir Vestfjörð- um. Á það jafnframt að vera búið tækjum til hafrannsókna. Tilboð í smíði á því skipi er væntanlegt fyrir 15. nóvember. Þá er verið að gera athuganir á að kaupa eina eða tvær helíóko^íer-flugvélar til land- helgisgæzlunnar. Hefir á síð- ustu árum fengizt allmikil og góð reynsla á notkun felíkra flugvéla við slík störf, meðal annars hafa þær verið notaðar af strandvarnaliði Bandaríkj- ann^. Endurbygging Sæbjargar. Þá hefir verið unnið að breytingum og stækkun á björg- unarskipinu Sæbjörgu um nokkurra mánaða skeið. Hefir Skipasmíðastöð Daníels Þor- steinssonar annazt það verk. Er því nú það langt komið, að skipið mun verða tekið í notkun áður en langt um líður. Skipið hefir verið stækkað úr 70 smá- lestum upp í 100 smálestir og endurbætt að mörgu leyti. Skipakosturinn alls. Þegar nýju skipin tvö og Sæ- björg koma í notkun verður skipakostur til landhelgisgæzlu þessi: Eitt nýtt skip um 400 smálestir, er gengur 16 mílur. Ægir, 500 smálestir, gengur 13 mílur, Sæbjörg, 100 smálestir, gengur 10 mílur, Óðinn, 70 smálestir, gengur 10 mílur og nýi björgunar- og varðbáturinn við Vestfirði, 130 smálestir, gengur 11 mílur. Þetta er minnsti skipakostur, sem unnt er að komast af með við landhelgisgæzluna, ef hún (Framhald á 4. siðu) spýting fyrir nokkru, og dró það hann til dauða. Jón Blöndal var víðsýnn mað- ur, gáfaður og atkvæðamikill. Hann stóð framarlega í Alþýðu- flokknum, og meðal annars var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík. Hann var einnig forstjóri sjúkra tryggingardeildar trygginga- stofnunar ríkisins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.