Tíminn - 31.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1947, Blaðsíða 3
200. Mað Reykjavík, föstndagiim 31. okt. 1947 3 FIMMTUGURs Snæbjörn Jónsson frá Snæringsstöðum í dag er Snæbjörn Jónsson frá Þar er ekki hægt að alheimta Snæringsstöðum í Vatnsdal 50 ára. I Snæbjörn er sonur Jóns Hannessonar í Þorormstungu og Ástu Bjarnadóttur konu hans. Snæbjörn er fæddur í Þórormstungu 30. okt. 1897. Vorið 1907 fluttust foreldrar hans frá Þórormstungu að Und- irfelli, þar sem þau bjuggu rausnarbúi til 1927, að þau fluttust aftur að Þórormstungu. Snæbjörn ólst upp með for- eldrum sínum í Uadirfelli til fullorðinsára. Á þeim árum voru í Vatnsdal mannmörg heimili og margt ungt fólk. Vatnsdalurinn er fögur sveit og þéttbýl, og var því siður í þá 1 daga, að unga fólkið mælti sér mót á síðkvöldum á rennislétt- 1 um ísnum og iðkaði skautaferð- ir og aðrar íþróttir. Snæbjörn var gleðimaður mikill og tók mjög þátt í íþrótt- um jafnaldra sinna, enda var hann ávalt fremstur í flokki jafnaldra sinna. Allra manna áræðnastur og fimastur. Þessum eiginleikum heldur Snæbjörn enn þó fimmtugur sé, enda mun hann aldrei bresta kjark né áræði. Árið 1922 kvæntist Snæbjörn konu sinni Herdísi Guðmunds- dóttur frá Unaðsdal við ísa- fjarðardjúp, og hefir þeim hjónum orðið 5 barna auðið, og eru 3 þeirra á lífi, þrír synir hinir mannvænlegustu. Snæ- björn hóf búskap á hálfri Þór- ormstungu vorið 1924, en 3 ár- um síðar fluttist hann að Snær- ingsstöðum í sömu sveit. Snær- ingsstaðir voru þá húsalaus hjáleiga er Áshreppur hafði þá nýkeypt af ríkinu. Þar þurfti að byggja upp hvern kofa og j túnkraginn var bæði þýfður og í órækt. Þeir einir sem allt hafa byggt að nýju vita gerzt hvílík þol- raun það er hverjum efnalitl- um hjónum að reisa nýbýli, og fæstir muni hafa gert slíkt á leigujörð með ótryggri ábúð. daglaun að kvöldi. Nýbýli þetta var reist áður en löggjöfin fór að létta undir með slíkum mönnum. Snæbjörn og Herdís kona hans skila nú Snæringsstöðum sem laglegu smábýli, en starfsferill þeirra og fjármunir hafa til þessa gengið. En er það ekki bezti minnisvarðinn sem menn geta yfir sig reist, að þeir láti mörg grös vaxa þar sem áður var eitt? Fyrir 2 árum brá Snæbjörn búi og gaf sig að smíðum, sem hann hafði ávalt stundað nokkuð samhliða búskapnum. Fjárpestin hafði fellt bústofn hans og hinar háu launagreiðsl- ur við nýsköpunina gáfu marg- falt á við búskapinn. Eigi seldi þó Snæbjörn jörð sína, sem hann hafði keypt af Áshrepp fyrir nokkru, en mun hins vegar hafa fullan hug á, að hverfa aftur heim, til að halda áfram umbótum á jörð sinni, ef einhverntíma verður hægt að lifa af framleiðslu. Margir gamlir leikfélagar Snæbjörns munu i dag hugsa hlýlega til þessa landnáms- manns, sem ennþá er ungur — þrátt fyrir 50 árin, og biðja hann lengi lifa, og helzt af öllu að hann megi auka land- nám það, er hann hóf á Snær- ingsstöðum fyrir 20 árum. Reykjavik, 30. okt. 1947. Gamall Vatnsdælingur. för sín niður þungan sand, | vinda upp segl á vikinni og, halda á mið. Ég sé þá lenda, j bera fenginn á baki sér upp í gilið. Þeir standa þar við lítil borð, bregða hnífum og slíta úr hrygg og skúf. — Konur koma í fjöru með hýrgun, ef ekki er alsnautt heima. — Eft- ir önn dags og nætur er haldið heim í bæinn, rúmlítinn og rislágan. — Þannig rekur hver myndin aðra í sögu fólksins í þorpinu. Margar eru þær þó, sem stinga í stúf við hversdagsleikann. — Ég sé konu á leið í fjöru með bita og svarta könnu — Hún er stöðvuð á leið sinni. Það var ekki von á þeim aftur og þeir þurftu enga hýrgun framar. — Andartak starir hún sljóum, al- votum augum út á víkina, snýr síðan heim, upp sjávargötuna, og þrýstir svartri könnu að brjósti sér. — Þannig eru svip- leiftrin úr ævi fólksins. Nú vill ung kynslóð breyta ytri svip lítils þorps. Hún hefir lagt hönd að verki við að sníða því nýjan og haldkvæman stakk, felldan að kröfum tím- ans. — Þegar þrír liðsmenn, traustir og ungir, gæddir eldi manndóms og hugmóðs, hverfa og kveðja á augabragði, getur komið hjástunga við stakkgerð- ina, og oft hefir stungan sú fært sumt hvað úr sniðum. Ég var kominn inn í þorpið. I Ennið lá að baki, brattkembt og j dimmgrátt. Ungir menn höfðu kvatt það kvöldið áður. Brekku- sæknin var þeim ekki framandi. Dagur leið. Húm færðist yfir. Hvít breiðan gerðist ígrá. Ungt fólk, snortið ofvæni, gekk um fjörur og bar ljós við hlið sér. Undir miðnætti lötraði bíll út með víkinni. Á honum hvíldi lík Lárusar frænda míns. Vík- uraldan hafði skilað honum upp á mjúkan sandinn, þar sem hann í æsku hafði þreytt hlaup við hana, hvítfexta og lotulanga. í kvöld var hún móð- laus, smálóaði við stein og þang, eins og henni fyndist sá lag- boði eiga bezt við lokastefið. Morguninn eftir hélt ég yfir heiði. Ég leit norður til víkur í kveðjuskyni. Framundan var brattinn. Þessa leið, þenna sama bratta hafði Lárus frændi minn ætlað að halda ásamt konu sinni, tveim kvöldum áður. — Hún beið hans og ferðafötin biðu hans. Örskot frá landi lyfti fleytan sér í ölduna. Lár- us stóð við stýrið. Æskufélagi hans og bróðir voru í fylgd með honum. — Ferðin suður yfir hófst fyrr en varði. ttbreiðið Tíuiann! A. J. Cronin: Þegar ungur ég var öllum mönnum frárri á fæti, og þeir svikust ekki um að veita honum eftirför. Spjótin flugu á eftir honum í svo þéttum drífum, að dimmdi í loft. Hviss! Hviss! Kraftar hans voru að þrotum komnir vegna blóðmissis og mæði. Hann lagðist fram á makkann og hélt sér dauðahaldl í faxið. Loks komst hann til birgðastöðvarinnar. Sæmd ridd- araliðssveitarinnar skozku var borgið. Ég dró andann djúpt. Augun ljómuðu af æsingu og að- dáun. „Og særðistu hættulega, afi?" „O-já, drengur minn. Einhverjar skeinur mun ég hafa fengið." „Var það þá, sem .... sem nefið á þér fór svona, afi?“ Hann kinkaði kolli, hátíðlegur á svip, gældi við nefið á sér með annarri hendinni og lét hugann dvelja við ljúfar endurminningar. „Jú-jú, drengur minn .... Það var ör .... eitruð, auðvitað .. hún hæfði mig þarna ..“ Hann dró hatt- inn betur niður á ennið til að skýla augunum í sólskininu og sló svo botninn í þessa litríku frásögu sína: „Drottningin sjálf lét í ljós hryggð sína yfir þessu lýti, sem ég hlaut, þegar hún sæmdi mig heiðursmerkinu í Balmoral.“ Ég starði á hann í takmarkalausri hrifningu. Það fór um mig heit bylgja ástar og aðdáunar. Hvílík hetja hafði afi ekki verið! Ég hélt fast í höndina á honum, þegar við snerum við heim að Sjónarhóli. Mamma stóð í dyrunum, þegar okkur bar að. Hún var að lesa bréfspjald, er komið hafði með kvöldpóstinum stundu áður. „Amma kemur heim á morgun,“ sagði hún og sneri sér að mér. „Hún segist hlakka mjög til að sjá þig, Róbert.“ Þessi tíðindi höfðu einkennileg áhrif á afa. Hann sagði ekki eitt einasta orð — gretti sig aðeins framan í mömmu, eins og hann hefði látið eitthvað fjarskalega beiskt upp 1 sig í ógáti. Og svo staulaðist þessi gamla hetja upp stigann. Mamma horfði á eftir hohum. „Viltu ekki fá eitt egg með ' teinu þínu, pabbi?“ sagði hún. Þessi spurning hljómaöi líkt og hún væri að reyna að hughreysta hann. „Nei, Hanna — nei, þakka þér fyrir.“ Kappinn, sem bar- izt hafði af slíku harðfengi við Zúlúmenn, stundi þungan. „Ég kæmi ekki einum einasta bita niður — eftir þessi tíð- indi.“ Hann kjagaði upp stigann. Ég heyrði ámáttlegt ískrið 1 1 1 stólfjöðrunum, þegar hann tók sér sæti. Ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því, hvernig afa var innan brjósts, en sjálfur beið ég þess, se mkoma skyldi, með mikilli eftirvæntingu. Það var laugardagur daginn eftir. Ég var inni við, er ég heyrði vagn nema staðar fyrri utan húsið. Ég hljóp út að glugganum og starði andaktugur á ömmu skrönglast kengbogna út úr honum, Hún hélt annarri hendi í pilsin sín og dró þau örlítið upp, svo að grillti 1 fjaðraskóna, en hina kreppti hún utan um budduna. Vagnstjórinn virtist vera i miður góðu skapi. Hann fórnaði höndum, þegar amma rétti honum borgunina, og það var ekki fyrr en eftir langt þref, að hann lét undan síga og fékkst til þess að bera farangur hennar inn í fordyrið. Afi hafði verið þögull og íálátur um daginn og loks rokið af stað í gönguterð á mjög óvenjulegum tíma. Kata og Mur- doch flýttu sér aftur á móti út og heilsuðu ömmu gömlu af mikilli lotningu. Og mamma beið 1 fordyrinu og hrópaði há- stöfum: „Róbert! Hvar ertu? Komdu strax og hjálpaðu ömmu þinni inn með dótið.“ Ég hljóp út og tók að bera hið léttasta af farangri hennar upp á efri stigapallinn. Við og við stalst ég til þess að gefa ömmu auga. Hún var stór og flatfætt, jafnvel stærri en afi, og andlit hennar var langt, hörkulegt, fölbleikt og ákaflega hrukkótt. Drifhvitur pípukraginn á svartri kápu hennar luktist eins og umgerð utan um þetta sérkennilega andlit. Hárinu, sem enn var dökkt, skipti hún í miðju, og utan til á langri og hrukkóttri efri vörinni var dökkur fæðingar- blettur, sem var þéttsettur gildum, hrokknum skegghárum. Þegar hún fór að tala við mömmu og lýsa því, er við hafði borið á ferðalaginu, sá ég skina í stórar, heiðgular tennur. Hinum leyndardómsfullu dyrum á efstu hæðinni var nú lokið upp, og meðan amma hressti sig á tesopa niöri í eld- húsinu, sat ég á ferðapoka hennar á miðju gólfi og svalaði forvitninni, er ég hafði lengi nært í brjósti mér. Þetta var snotrasta herbergi, og þar angaði allt af kamfóruþef og vax- lykt. Á máluðu gólfinu voru tvö teppi, en milll þeirra stóð stórt og mikið rúm úr rauðaviði með rennda íætur. í því var þykk og fyrirferðarmikil æðardúnssæng, en undir því var spegilfagurt næturgagn, sem valinn hafði verið staður af sýnilegri nákvæmni. Úti i einu horninu var saumavél, en við gluggann beið gömlu konunnar flosaður ruggustóll. Þrjár stórar og ferlegar litaðar prentmyndir héngu á þiljunum — „Samson eyðir musterinu", „ísraelsmenn fara yfir Rauða- hafið“ og „Dómsdagur", hétu þær. Skammt frá dyrunum hékk innrammað kvæði í svartri umgerð. Rammínn minnti ótvírætt á legstein, og yfirskriftin var „Sæludagur.“ Þetta var lofsöngur til Abrahams fyrir að hafa tekið Samúel Leckie í skaut sitt og lagt hina þungu byrði sorgarinanr á herðar héittelskraðrar konu Samúels sálaða. Amma gekk hægt upp stigann, en hún steig fast niður og kunni sýnilega fótum sinum forráð. Ég hefði viljað forða mér út úr herberginu ,en ég gat ekki slitið mig þaðan. Ég var eins og lítill fiskur, sem ósjálfrátt lætur berast með súgnum 1 gin stórfisksins. Gamla konan byrjaði á þvi að litast um LUMA rafmagnsperur ERU BEZTAR Seldmr í öllfim kuupfélögum Uméslns. I Samband ísl. samviiinufáiaga Heilbrigð og töfrandi ástarsaga: o I Ríki mannanna eftir sænska skáldsnillinginn Sven Edvin Salje, þýdd af Konráði Vilhjálmssyni. Undanfarin ár hafa margar af þýðingum Konráðs úr Norðurlandamálum vakið athygli fyrir málsnilld og vandvirkni. Er Ríki mannanna kom út í Svíþjóð, hlaut hún ein- róma vinsældir þar og náði skjótlega hylli lesenda um ön Norðurland. “ 'fiy&H ' Hfc ■ pessi gjörhugsaða og eðlis heita ástarsaga má að nokkru teljast fram- hald af sögunni Ketill í Engihlíð, er Norðri gaf út á s.l. ári, og vakti þá óskipta athygli, enda talin ein bezta skáldsaga er út hefði komið á ís- lenzku um margra ára skeið. Ríki mannanna er þó að öllu leyti sjálf- stæð saga, en gerist á sömu slóðum sem sagan Ketill í Engihlíð. Hún lýsir göfugu hjartalagi, hjálpfýsi, drengskap, hreinni vináttu og fórnfúsri ást. Öll er sagan í næmu samræmi við lífið sjálft, í blíðu og stríðu, eins og gróður jarðarinnar í sól og regni og vetrar-gaddi. Maður og kona standa hljóð og horfa ofan dalinn. Him- inninn var heiður. Akrarnir stóðu í blóma. Angan þeirra blandast saman við ilminn af sætinu á engjum og túnum. Fyrir sjónum þeirra blasa akrarnir, vötnin og skógarnir, er sameinast í einn víðáttumikinn feld, sem bylgjast og hverfur inn í heiðbláan fjarska himinhvolfsins. — Lífið er eilíft, — og lífið er dásamleg gjöf. Þretlans barátta, þimg ©g htirð skapar ríki liins ráðandi manns. Ríkl manwauna er komln í bókaverzlanir.— Sanngjarnt verð og prýðisvandaður frágangur. Það eru kostir sem allir þekkja af Norðra- bókunum. Aðvörun til iimflytjenda. Vörur, sem fluttar voru til landsins fyrir 1. janúar 1946 og ekki haia enn verið tollafgreiddar, verða seldar á opinberu uppboði til lúkningar aðflutningsgjöldum og kostnaði, hafi greiðsla ekki farið fram i síðasta lagi fyrir 20. nóvember n. k. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. okt. 1947. Torfi Hjartarson. Ungflinga vantar Unglinga vantar til aff bera út Tímann, bæffi f Vestur- og Austurbænum. Taliff viff afgreiffsluna sem fyrst, sími 2323. TÍ MINN er víðlesnasta auglýsingablaðiS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.