Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 2
3 TÍMINN, föstudaginn 7. uóv. 1947 203. blað decpL tii dct I dag:: 'í Sólin keraur upp kl. 8.30. Sólar- lag kl. 15.50. Árðegisflóð kl. 0.30. Síðdegisflóð kl. 13.10. í nótt: • Næturakstur fellur niður vegna benzínskömmtunar. Næturlæknir er í læknavarðstofunni i Austur- bæjarskólanum, sími 5030. Nætur- vörður er í Laugavegs apóteki, sími 1616. Veðrlð: í dag er spáð austan- og suð- austanátt og úrkomu. Útvarpið í dag: Eftir hádegisútvarpið verður út- varpað umræðum frá Alþingi — fyrstu umræðu um fjárlögin. Auk fastra liða í kvöld er útvarpssagan kl. 20.25, Stórræðamaður eftir Sig- urð Heiðdal, síðari hluti, Brynjólf- ur Jóhannesson leikari les. Kl. 21.00 leikur píanókvintett útvarps- ins lög eftir Hummel. Kl. 21.15 flytur Óskar Clausen rithöfundur e'rindi, er hann nefnir „Síldin í Eaxaflóa.“ Kl. 21.40 flytur Jón Þórarinsson tónlistarþátt. Sklpafréttir: „Brúarfoss" er í Gautaborg. „Lagarfoss" var í Keflavík í gær. „Selfoss" kom til London 30./10. frá Oscarshamn. „Pjallfoss" kom til Reykjavikur í gær frá Hull. „Reykjafoss" fór frá Antwerpen í gær til Hull. „Salmon Knot“ fór frá New York 29./10. til Reykja- víkur. „True Knot“ er í New York. „Lyngaa' kom til Helsingfors 3./11. frá Hamborg. „Horsa" kom til Reykjavíkur 4./11. frá Hull. Næsta Framsóknarvist verður á fimmtudaginn kem- ur í Mjólkurstöðinni. Tekið á móti pöntunum í innheimtuskrifstofu Tímans, Lindargötu 9 A, sími 2323. Verzlunarmenn vilja breyt- ingu á lokunartíma. Á fundi, sem afgreiðslumanna- deiid V. R. hélt nýlega, var skor- að á stjórn félagsins að beita sér fyrir því, að. breytingar verði gerð- ar á lokunartíma sölubúða, þannig að verzlununum verði lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum allan árs- ins hring. Ennfremur mælist verzl- unarfólkið til þess að fá frí eina klukkustund í viku til þess að gera kaup fyrir sjálft sig og borga nauðsynleg gjöld ó. fl. Breytingar væntanlegar á ferð- um strætisvagnanna? Á seinasta fundi bæjarráðs var samþykkt eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar varðandi rekstur strætisvagnanna: „Bæ jarst j órnin samþykkir, að svo fljótt sem unnt er verði gerðar þessar breytingar á rekstri strætisvagnanna: a. Að fjórir vagnar verði látnir fara 1. og 2. leiö um Njálsgötu og Sól- velli á 10—12 mín fresti a. m. k. vetrarmánuðina. Jafnframt verði annar hver vagn látinn aka um Hringbraut. b: Að hefja hraðferðir, með fáum viðkomustöðum, úr vesturbænum inn á Langholtiö, sem næst 2 ferðir á klst. c: Að hefja ferðir um nýja leiö um Há- teig—Hlíðarhverfi. d: Að gefa út leiðarbók, með áætlun vagnanna og uppdrætti af leiðunum. e: Að láta nú þegar reisa farþegaskýli við Sunnutorg. f: Að vagnana skuli auðkenna greinilega, þannig að sjá megi ökuleiðina, bæði framan á vögnunum og á hliðunum." Fjársöfnun til landgræðslusjóðs. Um þessar mundir fer fram fjár- söfnun til lándgræðslusjóðs, og er það fyrirtæki, sem margir mættu minnast í verki. Af tilefni þessarar fjársöfnunar hefir verið efnt til sýningar í skemmuglugga Harald- ar. Eru þar sýndar myndir ýmsar af þeim árangri, sem náðst hefir í skógrækt hér á landi, vinnu- brögðum við skógrækt og fleira af þvl tagi. Barrviðarbolir, vaxnir úr íslenzkri mold, en af erlendu kyni, mynda eins konar umgerð um þetta. í landgræðslusjóði eru nú sam- tals fjögur hundruð þúsundir króna. En brýn nauðsyn er á því að koma honum upp í 3—4 milljón- ir króna á fáum árum. Ákveðið vilyrði hefir verið gefið fyrir því, að hann fái ágóða þann, sem varð af sölu setuliðseigna hér á landi, en efndir hafa ekki enn orðið á því fyrirheiti. „Ef þjóðin hefði ráð ! á því að nota álíka háa upphæð J til skógræktar og hún hefir gefið bágstöddu fólki erlendis, þá myndi landið geta skilað niðjum okkár margfaldri þeirri upphæð,“ sagði skógræktarstjóri í gær, er tíðinda- maðurinn talaði við hann. — Er það of mikil fórnfýsi og framsýni að hugsa um næstu kynslóðir? Ný bókabúð. Ný bókabúð var opnuð á Lauga- veg 10 síðastliðinn miðvikudag. Auk bóka eru þar á boðstólum fallegir útskornir munir. 'Árn.að heilla Hjúskaparheit sitt hafa gert kunnugt: Ungfrú Þóra Eiríksdóttir Ár- mannssonar útgerðarmanns í Nes- kaupstað, og Tómas Árnason, stud. jur., frá Seyðisfirði. — Ungfrú Jóna Einarsdóttir, Skúlagötu 70, Reykja- vík, og Gunnar Sigurðsson frá Leirulækjarseli á Mýrum. Gefin hafa verið saman í hjóna- band: Kristinn Magnússon húsasmið- ur frá Smádölum í Pióa og ungfrú Steinunn Fjóla Guðlaugsdóttir. Heimili þeirra er á Miklnhrmit 40 í Reykjavík. — Óskar Guðmundss. sjómaður, Ránargötu 12, Reykja- vik, og ungfrú Halla Þorsteins- dóttir frá Brekku í Sogamýri. — Sigurjón Hákonarson verkamaður og Ingveldur Vigfúsdóttir. Heimili þeirra er á Karlagötu 19 í Reykja- vík. — Pétur J. Magnússon nemi, Miklubraut 68, Reykjavík, og^ung- frú Þórbjörg Ragna Björnsdóttir verzlunarmær Reykjahlið 10. Heim- ili þeirra er á Miklubraut 68 í Reykjavík. — Ásmundur Pálsson verkamaður, og ungfrú Jónína Ágústsdóttir. Heimili þeirra er á Lauganesvegi 48 í Reykjavík. — i Torfi S. Sigurðsson verkamaður, ! Possvegsbletti 2A, Reykjavík, og ungfrú Magna Ólafsdóttir frá ísa- firði. Heimili þeirra er að Reykja- ! lundi í Mosfellssveit. Séra Jakob ! Jónsson gaf öll þessi brúðhjón saman. Skógrækt ríkisins hefir efnt til sýningar í Haraldarglugga, og er það gert af því tilefni að hefjast skal á ný fjársöfnun vegna land- græðslusjóðs. Ég hitti Hákon skógræktarstjóra Bjarnason í gær, og þótt hann væri á þönum vegna þessarar sýningar, gaf hann sér tíma til þsss aö spjalla við mig dálitla stund. — Hvaða erlenda trjátegund tel- ur þú hafa gefið bezta raun hér á landi? spurði -ég. fæ§t í lausasölu í Reykjavík á þessum stöðum: Fjólu, Vesturgötu Sælgætisbúinni, Vesturgötu 16 Bókabúð Eimreiöarinnar, Aðalstræti Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninum Bókabúð Krcn, Aiþýðuhús- inu. Sælgætisgerðinni). Laugaveg 45 Bókabúðinni Laugaveg 10 MATRÓSAFÖT Jákkaíöt frá 8—16 ára. — Sendum gegn eftirkröfu, ef stofnauki No. 13 fylgir pönt- un. — Vetrarkápan þarf að vera hlý — það má gera ráð fyrir talsverðum kulda á íslandi, þótt vetur séu orðnir mildir. En nú er erfitt að fá kápur og kápuefni, svo að hætt er við, að margar stúlkur verði að : fara þá leið að punta upp á gömlu kápuna. Það má líka vel takast, ef smekkvísi er til að dreifa. Það getur til dæmis sett nýjan svip á kápuna, ef látið er á hana ! fallegt og viðeigandi skinn., — Verst verður með síddina — hún þarf helzt að vera meiri en hingað til — ef ekki á að hundsa kröfur tízkunnar. Raunar eru uppi um það háværar raddir, að það gangi glæpi næst að eyða að óþörfu efni í siðar kápur og kjóla, nú þegar tugmiljónir þjást af kulda og klæðleysi í svo mörgum löndum. Og þeir hafa mikið til síns máls, er svo mæla. Hitt er annað mál, hvort kvenfólkið verður nógu ein- , beitt og samtaka til þess að hrinda ! valdi tízkunnar. Það stóð fyrir skömmu í amerísku blaði, að allir | væru andvígir þessari nýbreytni, ' nema þeir, sem græða á henni, en allir flýttu sér að taka hana upp. Þetta minnir kannske á tapaða orrustu, en látum útrætt um það. Vesturgötu 12. Sími 3570. Laugaveg 18. SKIFAHTCCRO RIKKSKMS SKAFTFELLINGUR til Arnarstapa, Sands, Ól- afsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Fiateyjar um helgina. Vörumóttaka í dag. mi wmm Auglýsingar eru milfill máttur. Og það er þægílegt fyrir fólk að nota sér þann mátt til margs konar ágóða. En auglýsnigar eru yfirleitt dýrar. í 1—2 dálkum hér á þessum stað í blaðinu verða birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er þaö setlað lesendum Tímans til þæginda, þegar þeir vilja auglýsa sitthvað smávegis. Vonast Tíminn eftir að fólk noti sér þetta. Líklegt er að auglýsingarnar beri oft ár- angur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blað landsins. StlTjSka vön alls konar húsverkum óskar > eftir vist hálfan daginn. Góð meðmæli ef vill. Sérherbergi. Sími 2450. llæðaskápur Óskast til kaups. Sími 2323. Svört kápa sem ný (,,Persian“) er til sölu (án miða) og sýnis kl. 5—9 í dag á Bjarnarstíg 6. Gott stofnskrifkorð cg stóll óskast til kaups. Má vera notað. Upplýsingar í slma 6117. Atiglýsingasími Tímans er 2323. — Hringiö í þann sima, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. ilir lundir og nýir Elzta sitkagrenið í Múlakoti, gróð- sett 1937. Trén eru á 5. metra á I hæð. — Myndin er tekin 1946. — Lerkitrén á Hallormsstað, svaraði hann. Þau hafa náð tíu metra hæð á tuttugu og fimm ár- um. Það er bezta reynslan, sem hægt er að benda á. Á hinn bóginn geri ég mér ef til vill meiri vonir um sitkagrenið. Tíu ára sitkagreni er orðið á fimmta metra í Múla- koti, þótt gróðursett sé að kalla á bersvæði. Það er eölilegur vöxtur miðað við það, sem gerist í heim- kynni sitkagrenisins. Það hefir því vaxið hraðar en nokkur önnur trjátegund enn sem komið er. Af iðrum barrtrjám hefir norska og ænska skógarfuran á Hallorms- stað vaxið bezt — þau tré eru sex jg sjö metrar. Sum þeirra eru tuttugu og fimm ára, önnur fjöru- tíu. En yngri tegundin óx við betri skilyrði. í fjórða lagi er svo blá- grenið á Hallormsstað — það er fjörutíu ára og tíu metra hátt. — Telur þú ekki, að gagnviður geti vaxið á íslandi? — Á því er enginn vafi. En það þýðir ekki að gróðursetja barrtrén á bersvæði. Það verður að gróður- setja þau í íslenzka kjarrið. Þar eru víða ákjósanleg vaxtarskilyrði. Hér á landi eru eitt hundrað þúsund hektarar lands, sem grónir eru birkikjarri og skógi, og víða þarf ekki annað en friðun til þess að upp vaxi kjarr. Og nú skal ég segja þér eitt: Ef fjórði hluti þessa kjarrlendis væri tekinn til ræktun- ar, mætti fá þar nógan við til þess að fullnægja viðarþörf lands- manna. Þetta er ekki nema 65% af j Pramh. á 7. síðu. Efri myndin er af elzta trjágarði landsins, garðinum í Skriðu í Hörgárdal. Reynitrén, sem sjást hér, voru gróðursett 1826. Þau eru því nú 121 árs. — Neðri myndin cr teldn í gróðrarstöðinni í Múla- koti í Fljótshlíð. Hér féll tíu metra þykkt vikurlag, þegar Hckla byrj- aði að gjósa. Það var óvænt áfall fyrir skógræktina, eins og alla, cr urðu fyrir barðinu á Heklu. En því fer fjarri, að það hafi drepið' kjarkinn úr þeim, er vinna að skógræktarmálum á Islandi. — ís- lendingar, sýnið þvert á móti, að nú skal hert sóknin í skómrækt- armálunum. Leggið nú fram í landgraeðslusjóð þær fjárhæðir, er um munar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.