Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 7. nóvember 1947 203. blaó Ný síldar- og fiskimjoisverk- smiðja í Hafnarfirði Getni* vaentanlega nnnið úr 120 smálestuin hráefnis á sólarhring Um nokkurt skeið hefir verið unnið að byggingu fiski- mjöls- og lifrarbrœðsluverksmiðju í Hafnarfirði. Verksmiðj- an verður jafnframt þannig útbúin, að hún getur brœtt síld og unnið úr henni lýsi og mjöl. Það er hlutafélag, sem stendur að þessum fram- kvæmdum, en meðlimir fé- lagsins eru eigendur hrað- frystihúsanna í Hafnarfirði, bátaeigendur og togaraút- gerð bæjarins. Byrjaði 1945. Þessi verksmiðja tók til starfa í smáum stíl árið 1945, og var þá í Svendborgarhús- inu í Hafnarfirði. Hin nýja bygging, sem verksmiðjan fær nú til afnota, er á Hval- eyrarholti, sunnan Óseyrar Er verksmiðjuhúsið fyrsta stórbyggingin, sem reist er á því svæði, sem fyrirhugað er að verði aðalathafnasvið útgerðarinnar í Hafnarfirði. Stendur til að gera þar mikil hafnarmannvirki, áður en langt um líður, til afnota fyr- ir báta og togara, sem gerðir verða út frá bænum. Ve]nr og afköst. Vélar þær, sem verksmiðj- an hefir haft, verða notaðar í hinni nýju byggingu, en mest af vélakostinum hefir verið flutt inn nýtt og vand- að til hans eftir beztu getu. Hafa sumar af nýju vélunum verið fengnar frá Englandi, en vélar, sem notaðar eru við lifrarbræðsluna eru frá Titan verksmiðjunum í Danmörku. Með þeim vélum, sem verk- smiðjan hefir nú fengið, er áætlað að hún geti unnið úr 50 smálestum af hráefni, fiskúrgangi og lifur á sólar- hring. Jafnframt er þó verið að gera ráðstafanir til þess að fá viðbótar vélakost með það fyrir augum að auka af- köst verksmiðjunnar upp í 120 smálestir af hráefni á sólarhring. Afköst lifrar- bræðsluvélanna eru áætluð 10 til 15 þúsund lítrar af lifur á 10 klukkustundum. Brœðir sild. „Litla allsherjarþingið” samþykkt af S.Þ. Rússar mirnu ekki taka þátt í störfum nefndarinnar f gærkvöldi samþykkti stjórnmálanefnd sameinuðu þjóð- anna með 43 atkvæðum gegn 6, að skipuð verði sérstök milliþinganefnd, sem allar þjóðir, er þátttakendur eru í S. Þ., eigi fulltrúa í. Rússar tilkynntu jafnframt, að þeir myndu ekki skipta sér af störfum þessarar nefndar. Verksmiðjan verður þann- ig útbúin, að hún geti brætt síld. Enn er þó eftir að byggja þrær og annað nauðsynlegan útbúnað, sem þarf sérstak- lega vegna síldarvinnslunnar. Þrær eru hins vegar ekki nauðsynlegar vegna fiski- mjölsvinnslunnar. Með þeim afköstum, sem verksmiðj an kemur til með að hafa, verð- ur hún mikils virði fyrir síld- arvinnsluna hér við Faxa- flóa, ef áframhaldandi veiði verður á sundum og fjörðum hér í nágrenninu. Nýja húsið. Nýia verksmiðjuhúsið er um 600 fermetrar í grunnmál. Það er ein hæð, byggt úr járnbentri steinsteypu. Mun verksmiðjan, þegar hún er endanlega fullbyggð, verða ein hin stærsta þessarar teg- undar. Áður hafa verið reist- ar svipaðar verksmiðjur á Akranesi, Keflavík og í Njarðvíkum. Vinna útgerðar- menn nú markvisst að því, að hagnýta og koma í verð öllum úrgangi, sem tilfellst í sambandi við bátaútveginn. Á síðasta ári vann verk- smiðjan um 200 smálestir af fiskimjöli og 265 smálestir af lýsi. Áætlað er, að til falli í venjulegri vertíð í Hafnar- firði hráefni handa verk- smiðjunni, er nægi til að ■ vinria úr 1000 smálestir af mjöli og samsvarandi af lýsi. Á síðustu vertíð voru gerðir út um 20 bátar frá Hafnar- firði, en fer fjölgandi. Stjórn. Verksmiðjustjórnina skipa: Adolf Björnsson formaður, Jón Gíslason, Ingólfur Fyg- enring, Jón Sigurðsson og Jón Halldórsson. Helgi Jónasson. Helgi Jónasson fyrri þing- maður Rangæinga, er ræðu- maður Framsóknarflokksins í útvarpsumræðunum í dag. Afbragðs afli í reknet innarlega í Hvalfirði Fylkir fékk 270 tnnnur, Þorsteimi 192 Undanfarna daga hefir verið slœmt veiðiveður í Hval- firði. í gœr fóru bátar þeir frá Akranesi, sem veiða í snurpunót, inn fjörð og er líklegt, að þeim gangi heldur betur veiðin í dag, þar sem veður fer batnandi. Fjölsóttur fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur Síðastliðið þriðjudags- kvöld hélt Framsóknarfé- lag Reykjavíkur fund í Breiðfirðingabúð. — Stóð fundurinn frá kl. 8,30 til hálf tvö um nóttina. Var hann mjög fjölsóttur. Fundarefni var: Hvað er að gerast á Alþingi, og hafði Eysteinn Jónsson ráðherra framsögu. Flutti hann langa og ýtarlega ræðu, sem eink- um snerist um þær úrlausnir, sem líklegastar væru í dýr- tíðarmálunum. Umræðurnar á eftir urðu mjög fjörugar og tóku þessir til máls: Ólafur Jóhannes- son prófessos, Hannes Páls- son prófessor, Hannes Páls- Loftsson framkv.stj., Friðgeir Sveinsson fulltrúi, Vigfús Guðmundsson veitingamað- ur, Halldór frá Kirkjubóli og Hallsteinn Hinrikssori fim- leikakennari. Auk þess tal- aði ffummælandi aftur. Fundarstjóri var Stefán Jónsson skrifstofustjóri. Fundinn sótti um 190 manns, og var hann tvímæla- laust með beztu fundum, sem haldnir hafa verið í fé- laginu. Framsóknarmenri í Reykja vík og nágrenni ættu þó að fjölmenna enn meira eftir- leiðis en að undanförnu á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur og taka með sér nýja félagsmenn og gesti. Fulltrúi Breta vítir Rússa. Sir Hartley Shawcross, fulltrúi Stóra Bretlands, lýsti afstöðu sinni til þessar- ar nefndarskipunar i ýtar- legri ræðu, þar sem hann kom meðal annars inn á af- stöðu Rússa og viðhorf þeirra til sameinuðu þjóðanna, en dr. Evatt, L'illtrúi Ástralíu, vítti Rússa fyrir að vilja ekki taka þátt í skipun þessarar nefndar. í ræðu sinni benti fulltrúi Breta á, að hvað eftir annað hefði samkomulagsleiðin ver- ið farin til að reyna að fá Rússa til þess að falla frá einstrengingslegustu kröfum sínum. En Rússar hefðu verið þverir og haldið sínar eigin götur. Þá benti fulltrúinn á, að bæði í Teheran og Yalta hefði verið gerð ákveðin ályktun um samheldni stór- veldanna, en þrátt fyrir þetta hefði eitt álcveðið stórveldi, sem að þessum ráðstefnum stóð, gert ítrekaðar tilraunir til að kúga fulltrúa hinna þjóðanna, er að samþykkt- inni stóðu, undir vilja sinn. Vishinsky byrstir sig. Strax að atkvæðagreiðsl- unni lokinni tilkynnti Vis- hinsky, fulltrúi Rússa, að stjórn hans myndi engin af- skipti hafa af störfum þess- arar nefndar, eða ,,Litla alls- herjarþingsins," eins og nefndin hefir verið kölluð að undanförnu. í ræðu þeirri, er Vishinsky hélt við þetta tækifæri, réðist hann mjög á Bandaríkin og kvað stofnun þessarar nefndar vera vísvit- andi tilraun til að flæma Rússa úr allsherjarsamtök- um þjóðanna um frið. Álit Byrnes: Sérstök ráðstefna um þýzku friðar- samningana James Byrnes, fyrrverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefir látið í ljós það álit sitt, að hann teldi brýna þörf á að kalla saman sér- staka ráðstefnu á næsta ári til að fjalla um þýzku friðar- samningana. Telur ByrneS slíka ráðstefnu nauðsynlega til að flýta fyrir endurreisn Evrópu, enda þött búast megi við því, að Rússar neiti að fara að vilja tveggja þriðju hluta fulltrúa þessarar ráð- stefnu. í fyrrinótt fengu tveir bát- ar frá Akranesi feiknamik- inn afla í reknet í Hvalfirði á móts við Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd. Fylkir frá Akranesi fékk 270 tunnur í 20 net. Er það með einsdæmum mikill afli, sem sjá má af því, að sjó- mönnum þykir ágætisafli, er þeir fá 150—200 tunnur í 36—40 net, og er þó frekar sjaldgæft í Faxaflóa. Valdi- mar Kristmundsson skipstj. á Fylki, segir líka, að engu sé líkara, en síldinni hafi verið hlaðið í netin. Hinn báturinn var Þor- steinn og fékk hann 192 tunnur. 71 maður skráður atvinnulaus Við atvinnuleysisskráningu, sem fram hefir farið í Reykjavík, kom 71 maður til skrásetningar. Voru það 52 verkamenn, 18 vörubifreiða- stjórar og 1 sjómaður. Af þessum mönnum eru 40 kvongaðir og hafa samtals fyrir 86 börnum að sjá. Fáeinum þessara manna hafa ráðningarskrifstofurnar nú útvegað vinnu, en tala atvinnulausra mun þó vera að aukast, þar eð mönnum er daglega sagt upp vinnu við byggingarframkvæmdir í bænum. Kanadastjórn að- varar Rússa Kanadastjórn hefir til- kynnt ráðstjórninni rúss- nesku, að hún muni vísa úr landi þeim starfsmönnum rússnesku sendisveitarinnar í Montreal, sem berir verði að því að misnota aðstöðu sína þar í landi. Ekki er vitað með vissu, af hvaða toga þessi tilkynning er spunnin, en sennilegast er talið, að hún eigi m. a. við einn sendisveitarstarfsmann rússnesku sendisveitarinnar í Kanada, er flutti í sumar ræðu, er talin var til þess fallin að spilla sambúð Rúss- lands og Kanada. Mikil þoka á Englandi Þrjú síðustu dægur hefir mikil þoka verið í Eng- iandi, er tafið hefir sam- göngur og valdið slysum. Enn var i morgun þykkt lokubelti alla leið frá Lanch- ’.ster til Lundúna. Hafa járn- irautarslys orðið á þeirri leið rf völdum þokunnar. í Lund- ánum urðu þrjú járnbraut- arslys síðastliðinn sólarhring. Aðsenctar greinar Jafnframt því, sem Tím- inn færist nú í • nýtt f orm, biður hann lesendur sína fjær og nær að senda sér greinar til birtingar um áhugamál sín. En vegna fyrirkomulags blaðsins er það mikil nauðsyn, að grein- ar séu stuttar, cnda má oft gera efni góð skil í stuttu máli, ef menn eru gagnorðir og ræða efnið skipulega. Þess er enn að gæta, að blaðlesendur lesa misjafn- lega langar grcinar. Minningargreinar vill blaðið gjarnan birta, en á- hjákvæmiiegt cr, að lengd þeirra verði stillt í hóf, enda skemmtilegra að minn- ast fleijj, þó að styttra sé þá um hvern. Mega slíkar grcinar því alís ekki vera lengri en einn dálkur. Aðstandendur Tímans langar til, að hann verði fjölbreytt, skemmtilegt og gott blað, víðlesið og áhrifa- mikið í baráttu fyrir stefnu- málum sínum, og þannig menningarlegur styrkur fyr- ir þjóðlífið. Lescndur Tím- ans og samherjar, þðtt fjarri búi, geta hjálpað föst- um starfsmönnum btaðsins á margan hátt til þess, að svo verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.