Tíminn - 08.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1947, Blaðsíða 3
204. blað TÍMINN, laugardaginn 8. nóv. 1947 Merkileg skáldsaga ,• V*-S.vepdv *.' 'Edvin.-, -..Saije. Riki mannanna. Konráð Vilhjálmsson íslenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. — Stærð: 390 bls. 15x22 sm. Verð: Kr. 32.00 ób. 48.00 innb. Þessi saga er framhald af Katli í Engihlíð og segir frá sama fólki og þar kom við sögu. Sagan hefir sama yfirbragð og heildarsvip og fyrri hlut- inn hafði. Þetta er lýsing á lífsbaráttu í sænskri sveit, þar sem viðhorfin eru svo lík því, sem gerizt í öðrum sveitum annars staðar á Norðurlöndum, að við, sem þekkjum til einhvers staðar í sveitum fslands skiljum mætavel fólk og atburði. „Blöðin kenndu, að allan smábúskap . ætti að leggja niður. Hann svaraði ekki kostnaði. Hundruð smá- bænda áttu að leggja frá sér annboðin og annað hvort gerast verkamenn á stórbú- unum eða þá gefa sig að iðn- aði. — Eru það þá þessir smábændur, er hafa komið sér sáman um og krafizt þess hárri raustu að afnema sína eigin stétt? Nei, Oddvit- ar þeirrar stefnu eru herrar með fannhvítar hendur. — Sænski bóndinn vill fá að lifa sem áður í landi sínu, og hann er enn í dag hraust- ur og röskur og hlaðinn lífs- þrótti Engin fræðikenning, hversu heyrileg sem hún er, megnar að bæla niður þrá bóndans til að yrkja jörðina og umbæta. Það svarar ekki kostnaði, segir skrifstofu- maðurinn, sem kemur til þess að athuga grjótnámið og akuryinnsluna. Nei, það borgar sig ekki, segir bónd- inn og iæsir höndunum aft- ur utan um járnkarlinn, — en ég vildi gjarna losna við þetta grjót. Það væri umbót á akrinum. Umbótalöngunin og framþróunin eru ein- hverjar djúptækustu eðlis- hneigðir mannsins. Og bónd- inn getur ekki öðlast neina einlægari gleði en að sjá jörðina opna faðm sinn og bera honum ávöxt“. „Ýmisleg samvinhufyrir- tæki éru nú að ryðja sér til rúms: mjólkurbú, sláturhús og margs konar búnaðarsam- tök, sem bændur eiga aðgang að. Vissulega gæti félags- skapur . um. dráttarvélar og jarðyrkjutæki fullvel komið til málá“. „Það er eins og þessir post- ular haldi, að þegar bændur vilja yrkja og bæta jarðir sínar, þá sé það aðeins tjón fyrir þjóðfélagið. Og kven- fólkið flýr og hverfur til borganna, flýr _myrkrið . í sveitunum og fjóslyktina o’g taðlyktina. . . Hann veit, að ánægjan er bezt tryggð með tómstundunum — og pen- ingunum. Vinnan hefir ævin- lega verið áþján og plága. Sólskinið, döggin, ilmandi blómin og athafnalífiö hefir enga hamingju í för með' sér. Þegar um embaétti er að ræða eða atvinnuvonir, þá er allt- af gengizt fyrir - aurunum og tómstundunum, en ekki starfinu og vinnugleðinni. — Dægrastytting er orð, sem lætur vel í eyrum. En er lífið ekki nógu fljótt að líða? Er nokkur þörf á þessu; . sem nefnt er dægrastytting?“ Ég hygg, að þetta sé ekki annað en þáð, sem sérhver íslerizkur SVeitámaður þékk1-' ir 'frá -sinrii 'sveit ög síriú starfi. Og það er sannarlega gaman að fá I hendur bók, sem skýrir frá því, hvernig nú er unnið, hugsað og fund- ið til í sveitum frændþjóð- anna. Ríki mannanna er meiri og betri skáldsaga en Ketill í Engihlíð. Höfundinum hafa aukizt kraftar og hann nær betri tökum á efriinu. Honum tekst vel að lýsa hinni and- legu uppdráttarsýki, sem Ar- on gengur með. Hann hefir haft sitt fram og honum græðist fé. En hann veit sig hafa gert rangt. Sjálfsvirð- ing hans er brostin, þó að hann reyni í lengstu lög að blekkja sjálfan sig. Hann veit sig hafa komið illa fram við Ketil, óttast hefnd hans og finnst nauðsyn knýja sig til að beygja hann enn og auð- mýkja. Og þó liggur við að hann öfundi Ketil og óttast hann jafnvel í hjónabandi sínu. Til að sefa þessar nag- andi áhyggjur og gleyma þeim, reynir hann svo að drekka, en það magnar að- eins eitrið í.sál hans og fyllir hann stöðugt meiri og meiri beizkju. Konur þeirra bræðra reyn- ast báðar vel, enda eru þær úr hópi þeirra kvenna, sem koma fram til góðs og lægja metnað manna sinna, en kynda ekki undir ófriði og andúð, eins og löngum hefir hent ýmsar konur, með því að ala á hégómaskap, of- metnaði og hroka þeirra manna, sem þær elska og dá. Framh. á bls. 7. 'x'.iA': > t J ALTAV ELAR L'JW.lrtií "%?'SUU CÖC« v PERF ECTION RITE-WAY Mjaltavélar með benzín- og rafmótorum til eins og stendur. Einnig alhliða birgðir af varahlutum. — / Bandaríkjunum er Perfection mest notuð allra tegunda, sem eru á markaðnum og í Kanada Rite-Way. — Útbreiðslan er góð sönnun fyrir gæðum. SIMI illfBtA? 7.50 ! Ibúðarhús aff Reykjalundi. 4 Orðsending frá S. í. B. S. Það fólk er eigi allfátt, sem fyrir sjúkdóms sakir og neyðar, á sér engan aðrar vonir en þær, er tengdar eru ófullgerðum vistarverum að Reykjalundi. Það fylgist af eftirvæntingu með framgangi byggingaverksins og gleðst þegar áfram miðar. Til bílahappdrættis S. í. B. S. er stofnað meö það fyrir augum, að bið þessa hrjáða fólks megi veröa styttri en ella og firra það þannig vonbrigðum. Bílahappdrætti S. í. B. S. er mikilfenglegt fyrirtæki og gefur meiri von um hagnað í hlut viðskiptamanna sinna, en tíðkast, enda er tengt miklu menningar- og mannúðarmáli og sæmir því vel. Maimiíð ©í»’ hagsýni viima saman að Rcykjalimdi. Síyrkið starfscmi S„ f. B. S. Kaupið happdrættismiða frá S. í. B. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.