Tíminn - 08.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1947, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 8. nóv. 1947 204. blaff GAMLA BIO Við fpeisíiiBgn gaet . þín Framúrskarandi vel leikin kvik- mynd. Leikin af: ' Beríhe Quistgaaga og Joliannes Meyer. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang'. t víkillg Sýnd kl. 3 og 5. NYJA BIO TRIPOLI-BIO Mymllii af líoriaia Gray (Thé picture of Dorian Gray) Amerísk störmynd gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu eft- ir OSCAR WILDE. Aðalhlutverkin leika: George Sanders Hurd Ilatfield Donna Reed Angelia Lansbury. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182. Clagidia og Dayíð .Skemmtílég 'og vel' 'leikin imynd, eftir þýzka leikstjórann Walter Lang. Aðalhlutverk: Robert Young, Dorothy McGurie. Mary Astor. Aaukamynd: Kennarar í verkfalii. — (March of Time). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nótí í Paradís Hin íburðarmikla ævintýramynd í eðlilegum litum, með: Merle Oberon og Thuram Bcy. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBIO Ðanðinii og stúlkan Woman to Woman) Áhrifamikil ensk stórmynd Douglass Montgomery Joyce Howard Adele Dixon. Balletmúsík eftir Schubert, Choþin, Moussorosky. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst. kl. 11. „Ég heíi ætíð elskað þig“ Fögur og hrífandi litmynd Sýnd kl. 9. Rósin . frá Texas. Aðalhlutverk: Roy Rogérs, konungur kúrekanna og undrahesturinn Trigger. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Aðgöngumiðasala byrjar kl. 11 f. h. Tíminn | fæst í lausasölu í Reykjavíkj á þessum stöðum: | Fjólu, Vesturgötu Sælgætisbúinni, Vesturgötu | 1G \ Bókabúð Eimreiðarinnar, | Aðalstræti Tóbaksbúðinni, Kolasundi I Söluturninum Bókabúð Kron, Alþýffuhús-1 inu. Sælgætisgerffinni, Laugaveg j) 45 ( Bókabúðinni Laugaveg 10 j Erlent yfirlit Framh. af bls. 5. blómagarðinum. Ég hefi engan mann þekkt, sem hefir meiri ást á blómum og yfirleitt öllum jarðargróðri en Eden. Oft hvíld- um við okkur frá störfum með því að hreinsa burtu illgresi. Við lögð- um frá okkur skjalamöppurnar og byrjunum sinn á hvorum endanum á sama beðinu. Þegar við höfðum mæzt eftir að vera búnir að hreinsa allt beðið, tókum við að rýna í skjölin aftur, skrifuðum niður nokki-ar athuganir og byrj- uðum svo aftur að sækja okkur hvíld óg styrk til hins síunga gróð- ur jaröarinnar. „Látlaus, réttsýnn hugprúður.“ Það er ekki ofsagt, að Anthony Eden varð. mér sérstaklega hug- leikinn. Hann var látlaus, réttsýnn og hugprúður. Skoðanir okkar voru hinar sömu. Hann var ákveð- inn í því að binda land sitt aldrei með leynilegum samningum og lofa aldrei því, sem ekki var lík- legt að hægt væri að efna. Utan- ríkisstefna hans var grundvöllluð á því, að framar öllu öðru bæri að viðurkenna hið siðferðilega rétt- Iæti. — Þannig segist Vinant frá. Yfir- leitt virðist það sameiginlegm- dómur jafnt pólitískra andstæð- inga sem meðhaldsmanna Edens, að hann sé mannkostamaður. En eigi er samt yíst, að það nægi hon- um til að komast í æðsta stjórnar- sæti Bretlands. Jafnaðarmenn hafa líka á að skipa mörgum við- urkenndum hæfileikmönnum, eins og Bevin, Cripps, Morrison og Dalton, og trúleiki og samvizku- semi Attlees nýtur viðurkenningar, þótt skörungsskapur hans sé dreg- inn í efa. Verði Bretar farnir að rétta úr kreppunni, þegar næst verður kosið, hafa jafnaðarmenn óneitanlega sterka kosningaað- stöðu. Merkileg skáldsaga Framh. af hls. 3. Konráff Vilhjálmsson er í framíör sem þýffandi. — Mál hans verffur jafnan látlans- ara og alþýðlegra, svo aff nú má heita að ekki gæti lengur aðfenginna orffa úr fornu máli eða útlendu. En ekki er þetta þó góð setning: „Hann sezt ofurlítið niffur eftir aff hafa baðað sig og horfir á sígandi sólarlagiö“. En skýzt þótt skýrir séu. Og þetta er undantekning. Þessi saga hefir selzt af- burða vel annars staðar á Norðurlöndum og verffskuld- ar aff hljóta sömu viðtökur hér. Þó að þetta sé sveitalífs- saga, er hún þó fyrst og fremst saga af lifandi fólki með mannlegar tilfinningar og kenndir, hugsjónir og veikleika, í baráttu fyrir lífi sínu. Og þar gilda sömu lög í Svíþjóff og á íslandi. H. Kr. A. J. Cronin.: un.gu.r eg yar „Nú veiztu, hVernig allt er 'í pottinn búið,“ sagði hún lágum rómi við ömmu mína. Amma laut höfffi og gaut til mín augunum. „Viltu ekki hlaupa út og leika þér, Róbert minn,“ sagði hún. „Við Tibbie þurfum að spjalla dálítið saman.“ Ég þakka Tibbie kurteislega fyrir góðgerðirnar og rangl- affi svo út. Ég staðnæmdist við vatnstunnuna fyrir framan smiðjuna, þar stóð ég hugsi í sömu sporum, unz amma hafði lokið spjalli sínu við vinkonu sína. Gamla konan var und- arlega fámælt á heimleiðinni, en hún hélt fast um hönd- ina á mér, eins og hún vildi vernda mig gegn einhverri yfirvofandi hættu. Og þegar heim kom fór hún með mig beina leið upp í herbergi sitt, lokaði hurðinni tryggilega og fór úr kápunni, áður en hún hæfist handa um frekari aðgerðir. „Róbert!“ sagöi hún svo. „Viltu biðjast fyrir með mér?“ „Já, amma,“ svaraði ég af óeðlilegri ákefð. Hún tók í hönd mér, eins varlega og hún héldi á blæðandi hjarta mínu í lófa sér, og gaf mér til kynna, að ég skyldi krjúpa. Sjálf lagðist hún þyngslalega á hnén við hlið mér og hóf bænina. Það var tekið að skyggja í herberginu. Bænin, sem var þrungin trúnaðartrausti á handleiðslu guðs, snerist um sálarheill mína. Mér var orðið ákaflega órótt innan brjósts, og það fóru krampakippir um andlitið, en samt sem áður var eins og mér hlýnaöi um hjartaræturnar við að hlusta á hin hógværu bænarorð gömlu konunnar. Og augu mín fylltust tárum, þegar hún fól mig á hendur himna- kónginum, eftir að hafa beðið hann að fyrirgefa mér for- heröingu mína og syndir, en gæða sig þolinmæði, sem aldrei brygðist. Þegar bæninni var lokið, reis hún brosandi á fætur, dró niður gluggatjöldin og kveikti gasljósin. „Þessi föt, sem þú ert í Róbert — þú getur bókstaflega ekki verið þekktur fyrir að ganga í þeim. Ég veit ekki, hvað haldið yrði um þig í skólanum.“ Hún sagði mér að koma nær sér og þreifaði með fyrirlitningarsvip á þunnu efninu i fötum mínum. „Ég sauma handa þér ný föt á morgun — sauma þau í saumavélinni minni,“ hélt hún áfram. „Réttu mér kvarðann minn — hann er þarna í skúffunni.“ Hún mældi mig allan frá hvirfli til ilja og krássaði ósköpin öll af tölum á mórauðan umbúðapappír, sem hún fann innan í gömlu kvennablaði. Svo opnaði hún skápinn. „Ég á að eiga einhvers staðar gott millipils," tautaði hún við sjálfa sig. „Það verður ágætt á hann.“ Hún var enn aö rísla í skápnum, þegar barið var óþyrmi- lega að dyrum. „Robbi!“ Rödd afa hljómaði framan af ganginum. „Þú átt að fara að hátta!“ Amma var ótrúlega fljót út úr skápnum. „Ég skal sjá um, að Róbert hátti,“ sagði hún. „En hann sefur hjá mér.“ „Nei — hann sefur hjá mér.“ Það varð andartaksþögn. Svo heyrðum við aftur rödd afa fyrir framan hurðina. „Náttskyrtan hans er inni hjá mér.“ „Ég skal sjá honum fyrir náttskyrtu.“ Aftur þögn — hin óhugnanlega þögn sigraðs manns. Svo heyrði ég fótatak afa fjarlægjast dyrnar. Nú varð ég fyrst alvarlega óttasleginn, og það hlýtur amma að hafa lesið út úr náfölu andliti mínu, því að umhyggjusvipurinn á henni jókst um allan helming. Hún háttaði mig, hellti vatni í þvottaskálina og lét mig þvo mér. Að því búnu spennti hún utan um mig flónelslífstykki af sér og hjálpaöi mér upp í íúmið. Sjálf hlammaði hún sér þungt á rúmstokkinn, eins og einhver ósýnileg byrði hvíldi á henni. „Vesalings drengurinn minn,“ sagði hún andvarpandi. „Þú skalt ekki láta þér bregða, þegar þú heyrir það, sem ég a'tla að segja þér .... Afi þinn hefir aldrei á neinn vígvöll komið. Hann hefir aldrei á ævi sinni farið lengra en tíu mílur út fyrir takmörk Wintonamtsins.“ Hvað var þetta, sem hún sagði? Ég glennti upp augun og starði á hana, fullur af tortryggni. „Mér er ekki lagið að tala illa um aðra,“ hélt hún áfram. „En það er ófrávíkjanleg skylda mín að segja þér sannleik- ann, því að framtíð þín kann aö vera i veði .... “ Hún talaði og talaði — ég reyndi ekki einu sinni að hlusta á orð hennar. En samt sem áður var eins og einstaka setning negldist miskunnarlaust í huga minn. „.... Honum varð aldrei neitt fast við hendi .... hann hefir verið rekinn frá öllum störf- um, sem honum hafa verið falin .... Hann var hjá toll- stjórninni .... hann hraktist á vergang að kalla .... Vesalings konan veslaðist upp af sorg og gremju .... og svo þessi dæmalausi drykkjuskapur .... andlitiö á honum ber nú vitni um það .... að minnsta kosti nefið .... og hvers Fjárskiptin Framh. af bls. 4. með því, _m. a„ að skírskota til félag^þroaka m^hna og réttlætiakenrfdar. Þeir játuðu aö vísu, tveir a. m. k„ að hér væri um hreina uppreisn gegn ríkisvaldinu að ræða, enda þótt sr. Gunnar sé horf- inn frá þeirri játningu viku síðar, sbr. grein hans í Tím- anum. En þeir kváðust ekki öðru trúa, en að ráðherra mundi guggna fyrir uppreins- armönnum og fyrirskipa alls- herjar fjárförgun milli Hér- aðvatna og Blöndu, ef vel og fast væri á máli haldið. — Þessi var hugsunin, þótt orðalagið væri annaö. Og í trausti þess, að ráðherrann guggnaði og hreyktist á áður gefinni opinberri yfirlýsingu, vildu þeir félagar þegar láta til skara skríða um almenna fjárförgun. En mörgum þótti trú þeirra félaga vera veigalítil rök, og hvergi nærri hrökkva til að réttlæta „uppreisn“. — Mér skilst, að landbúnaðarráð- herra eigi óhægt um vik með að ganga í gegn tillögum sauðf j ársj úkdómanef ndar, hafi hún ekki gerzt sek um afglöp í starfi. Menn geta verið óánægðir með ýmsar á- kvarðanir nefndarinnar og skammað hana og átaliö af innsta hjartans grunni. Enda he'fir það ekki verið sparað. En — þetta er nú einu sinni opinber stofnun, skipuð af ráðherra til þriggja ára, sam- kvæmt lögum frá 9. maí 1947, eftir tillögum íándbúnaðar- nefndar Alþiingis. Vitaskuld verða þeir menn einir fyrir vali, er trúnaðar njóta og trausts hjá þeim fulltrúúm þjóðarinnar, er sæti eiga í landbúnaðanefndum þings- ins. Þar með er auðvitað ekki sagt, að þeim mönnum, er sæti taka í sauðfjársjúk- dómanefnd, geti ekki skjöpl- ast, og þaðan af síður, að ekki megi um ýmsar ákvarð- anir deila, þær er nefndin tekur. Hvenær og með hverj- um hætti mundi sú nefnd verða skipuð, að allir gætu orðið á eitt sáttir um að- gerðir hennar? Hitt ætti svo ekki að þurfa að valda deilum, að nauð- syn ber til að í landinu sé ábyrgð stofnun, er hafi með höndum yfirstjórn og um- sjón þessara mála. Ella mundi að sjálfsögðu allt lenda í óleysanlegri flækju og hinni mestu ringuh'eið.’ Þarf slikt eigi frekari skýr- inga við. Þá ætti hverjum manni að liggja í augum uppi hversu fráleitt það væri, ef hópur manna, þótt álitlegir kynni að vera, gæti, hvenær sem honum réði svo við að horfa, geta gert „uppreisn“ gegn ákvörðunum þessarar stofnunar og haft þær að engu. — Ég er andvígur fjár- skiptum yfirleitt. Og ég er ákaflega andvígur bví, að framkvæmd séu fjárskipti vestan Héraðsvatna, meðan garnaveiki . leikur lausum hala austan þeirra. Slíkt mundi ég telja óráð hið mesta. Ég mun þó að sjálf- sögðu beygja mig fyrir þeim ákvörðunum, sem teknar kunna að verða í þessum mál- um lögum samkvæmt, en ekki freista þess að skera upp herör og fylkja liði til „upp- reisnar“, enda þótt væntan- legar ákvarðanir kunni að brjóta í bág við það, sem ég — og margir aðrir — mundi telja bezt henta. — Gísli Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.