Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, mánudaginn 10. nóv. 1947 205. blað Rekstrarkostnaður ríkis ins verður að lækka l Svii3‘S)si';ikða Melga Jonassonar við 1. tini- ræðu fjárlagaima í fjárlagafrv. eru framlög til verklegra framkvæmda, svo sem vega, brúa, hafnar- gerða og skólahúsbygginga allverulega lækkuð frá fjár- lögum þessa árs. Það má vel vera, að nauðsynlegt reynist að draga eitthvað úr verk- legum framkvæmdum í bili, meðan þjóðin á í þeim fjár- hagslegu erfiðleikum, sem nú steðja að, en það verður ó- frávíkjanleg krafa almenn- ings í landinu, ef nauðsyn- legt reynist að skerða fram- lög til nauðsynlegustu fram- kvæmda, að þá um leið verði athugaður og færður niður hinn gífurlegi kostnaður, sem nú er orðinn við alla starf- rækslu ríkisins og stofnana þess. Kostnaður við þessa starfrækslu hefir farið svo ört. vaxandi hin síðustu ár, að við slíkt verður ekki un- að, og það er augljóst mál, að með þeim öra vexti og út- þenslu, sem í allan þann rekstur er hlaupinn, stefnir beint að því, og það áður en langt um líður, að tekjur rík- isins gera ekki betur en standa undir beinum rekstri ríkisbáknsins og ekkert fé verður handbært til verk- legra framkvæmda eða í aðrar þarfir hins opinbera. Starfsmannaskrá er naudsynleg. Árið 1938 var sá háttur upptekinn af þáverandi fjár- málaráðherra, Eysteini Jóns- syni, að láta prentaða starfs- mannaskrá fylgja með fjár- laga frumv., þar sem fram var tekið um tölu starfs- manna í hverri stjórnardeild og ríkisstofnun. Þetta var ágæt ráðstöfun og skapaði víst aðhald gegn starfsmanna fjölgun, og fjárveitinganefnd og Alþingi gat á auðveldan hátt, með því að bera sgjsan skrárnar frá ári til árs glöggvað - sig á þeim breyt- ingum, sem á yrðu. En þess- ari reglu var aðeins fylgt í 3 ar, frá 1938—’'40 og féll niður er' Eysteinn Jónsson lét af embættí fjármálaráðh. Síðan hefir það oftast gengið mjög erfiðlega fyrir Alþingi að fá haldgóðar upp- lýsingar um starfsmannahald og íleira viðvíkjandi hinum einstöku stjórnardeildum og stofnunum. Að vísu gaf utan- þingstjórnin út vélritaða bók með starfsmannaskrá og fleiri upplýsingum við- víkjandi rekstri ríkisins og og var það góðra gjalda vert. Athugun á rekstrar- gjöldum ríkisins 1945. En síðan 1944 hafa allar slíkar upplýsingar verið mjög í molum og af skornum skammti, enda hefir hækk- unin á rekstrinum aldrei verið eins ör og síðan. Þetta var fjárveitinganefnd strax ljóst og á vetrar-þinginu 1945 bar nefndin fram tillögu til þingsályktunar um athugun á starfskerfi og rekstrarút- gjöldum ríkisins. Tillaga þessi var samþykkt á fundi Alþingis 3. marz 1945 af öllum viðstöddum alþing- ísmönnum. Tillögunni fylgdi ýtarleg greinargerð og fylgi- skjöl, þar sem meðal annars var sýnt fram á, að bein rekstrarútgjöld ríkisins voru á fjárlögunum 1945 rúmar 46 milj. kr. og hliðstæð út- gjöld ríkisstofnana 27 milj. og 300 þús. kr. Samtals bein útgjöld ríkisins og stofnana sem koma fram í fjárlögum voru því 73 milj. og 300 þús. krónur. En séu öll rekstrar- útgjöld talin hjá ríkisstofn- unum, — einnig sá hluti þeiilra, sem ekki kemu'r á niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi en er greiddur af tekjum frá stofnunum sjálf- um, nema öll rekstrarút- gjöld ríkis og ríkisstofnana 127y2 milj. króna. Fer þá meira en helmingur eða 58% af útgjöldum á rekstrar- reikningi fjárlaga fyrir árið 1945 til beinna rekstrarút- gjalda ríkisins og stofnanna þess, er hér koma til greina. Fullvíst er, að síðan hafa rekstrarútgjöldin stórhækkað og hlutfallið enn óhagstæð- ara en 1945. Ennfremur gerði nefndin samanburð á rekstrarkostn- aði áranna 1939, sem var síðasta árið fyrir stríð og árinu 1945, og sýndi sá sam- anburður að rekstrarútgjöld- in á fjárlögum 1945 voru 598% hærri en á fjárlögum 1939. Síöan hefir sú hlut- fallstala stórhækkað og bilið orðið miklu meira en þá var og skal ég nefna nokkur dæmi því til sönnunar. Rekstrarútgjöldin hafa stóraukist síðan 1945. Ég skal þá fyrst taka kostnaðinn við: 1. Dómgæzlu og lögreglu- stjórn. Fjárlög 1939 1. milj. 190 þús. kr. 1945: 7 milj. kr. Frumvarp 1948: 10 milj. 600 þúsund krónur. 2. Kostnaður við opinbert eftirlit. Fjárlög 1939: 129.750. 1945: 607 þús. Frumvarp 1948: 1 milj. 129.688 kr. Hækkunin á þessum litla lið nemur 1 milj. kr. og hefir tífaldast. 3. Kostnaðurinn við inn- heimtu tolla og skatta. Fjár- lög 1939: 425.400 kr. 1945: 2 milj. 756 þús. kr. Frumvarp 1948: 4 milj. 785 þús. eða hækkun síðan 1939 4. milj. og 300 þús. kr. Ég hirði ekki að nefna fleiri dæmi. Þetta er aðeins lítið sýnishorn úr einni grein fjár- laganna, en það á að vera nóg til þess að sýna hvert straumurinn liggur í þessu efni og ber það með sér að hækkunin á rekstrinum er miklu meiri en að það verði skýrt með launa og vísitölu- hækkun einni saman. Hér hlýtur einnig að koma til greina óeðlilegur ofvöxtur og útþensla í ótal myndum og svipuð þessu er útkoman hvar sem gripið er niöur í rekstrarútgjöld fjárlaganna hin síðari ár. Reglugerðin frá 11. marz 1946. Eins og vænta mátti gerði fyrrv'erandi ríkisstjórn ekkert af því sem Alþingi fól henni Helgi Jónasson, 1. þm. Rangæinga, talaði af hálfu Framsóknarflokksins við X. umræðu fjárlaganna. í upp- hafi ræðu sinnar rakti hann ýms atriði fjárlaganna, én sneri sér síðan að ríkis- rekstrinum almennt og fjallaði meginhluti ræðu hans um þau mál. Fer hann hcr á eftir. að gera með þingályktuninni frá 3. marz 1945. Þess var heldur ekki að vænta, að hún sinnti slíkum málum. Hún starfaði á allt öðrum nótum, eins og kunnugt er, en hún gerði annað, — hún gaf sem sé út reglugerð hinn 11 marz 1946 um vinnutíma starfs- manna ríkis og ríkisfyrir- tækja, hið furðulegasta plagg, sem verkaði í þveröfuga átt ■við flest af því, sem Alþingi fól henni að lagfæra 1945. Við umræðurnar um lögin 1945 var því mjög haldið á lofti, aö nauðsynlegt væri að koma á nýjum launalögum. Ósamræmið væri orðið svo mikið og hin lágu laun væru bætt upp með óeðlilegri eftir- og aukavinnu. Nokkuð var til í þessu, en með hinum nýju launalögum átti að gæta meira samræmis í launa- greiðslum fyrir svipaða vinnu hjá hinum ýmsu stjórnardeildum og stofnun- um og komast að mestu hjá eftir- og aukavinnu. Grunn- launin voru stórhækkuð frá því sem áður var og voru miðuð við það, að eftirvinna og aukavinna yrði lögð niður. En með reglugerðinni 1946, er gert ráð fyrir því, að eftir- vinna skuli greidd með yfir- vinnukaupi og á yfirvinnu- kaupið skuli koma 50—100% álag, eftir því í hvaða launa- flokki vinnuþiggjandi er, og svo vísitölu bætt ofan á allt saman. Með þessum hætti gátu ýmsir starfsmenn krækt sér í 4 tíma eftirvinnu á dag fyrir 20—30 krónur um tím- ann, eftir því hvað grunn- launin voru há, og er það náttúrlega dálaglegur skild- ingur ofan á há laun. Þessi reglugerð hækkaði útgjöld sumra stofnana svo skipti hundruðum þúsunda króna, t. d., landssímans, og hefir síðan reynzt mjög erfitt að láta þá stofnun bera sig fjárhagslega, þrátt fyrir nefndarskipanir og hækkuð símgjöld. Að vísu sé ég að nú er á frumv. y2 milj. króna rekstrarafgangur, en til þess að hægt væri að sýna rekstr- arafgang hjá þessu mikla fyrirtæki, sem eru áætlaðar tekjur upp á 19 milj., varð að lækka framlagið til not- enda síma í sveitum um y2 miljón króna. Þessa reglugerð þarf tafar- laust að afnema. Kostnaðurinn við utanríkisþjónustuna. Þá hafa utanríkismálin tekið til sín mikið fé undan- farin ár. Á þessu frumv. er gert ráð fyrir að verja til utanríkismála allt að 2 milj. króna. Vitanlega þurfum við á utanríkisþj ónustu . að halda og hafa sendiherra og umboðsmenn í helztu við- skiptalöndum okkar, en við Reykjavíkurbær hefir vcriS sjúkrahúslaus til skaffims tíma, en fyrir eitthvað tveimur árum keypti hann sjúkrahús Hvíta- bandsins og á það. En þetta er ekki stórt sjúkrahús, og hefir að- eins rúm fyrir 40 sjúklinga og er það lítið í jafn stórum bæ. Þriðj- ungur þjóðarinnar á að láta sér lynda þennan sjúkrahúskost, eða svo virðist vera álit bæjaryfirvald- anna. Landsspítalinn er auðvitað fyrst og fremst fyrir utanbæjar- menn, sem koma hingað til að njóta þeirrar sérmenntunar og tækni, sem ekki er til í héruðum þeirra, og sjúkrahús í einkaeign eru bænum ekki neitt sérstaklega vandabundin. Nýlega hefir Gunnar J. Cortes læknir fært rök að því í Lækna- blaðinu, að það sé algengt að sjúk- lingar, sem þurfi skjótrar læknis- aðgerðar við vegna bráðrar lífs- hættu, liggi jafnvel dægrum sam- an í heimahúsum hér í bænum, áður en þeir komist í sjúkrahús. Telur hann að þetta verði árlega nokkrum mönnum að bana, þar sem um bráða botnlangabólgu sé að ræða. Og þegar þess er gætt, að Gunnar hefir unnið við Lands- spítalann í 4 ár og athugað þessi mál sérstaklega, þá dugar ekki að skella í góm yfir þessu eins og ein- hverri markleysu. Þeim, sem Iasnir eru, þykir það harla kvíðvænlegt að þurfa að vitja læknis hér i bæ. Þeir geta nefnilega gert ráð fyrir því, að þurfa að bíða fulla klukkustund í biðstofunni. En það er nú svo með biðstofurnar, að þær eru ekki allar sérstaklega aðlaðandi. Sæti eru þar misjafnlega góð, og sums stað- ar næsta takmörkuð. Það má auð- vitað segja, að fullhraustu fólki sé vorkunnarlaust að bíða þar, — það geti haft með sér bók eða prjóna sér til dægrastyttingar, en það er nú einmitt lasið fólk og veiklað, sem einkum á erindi við blessaða læknana. Það væri ástæða til þess, að bæjarstjórnin og samtök læknanna athuguðu þessi biðstofumál. Hoffinn skrifar mér fagnaðar- bréf. Það er svona: r,Og nú er Víkverji okkar í Mogganum orðinn bindindismaður. Hann segir um daginn, að hvað sem menn leggi til um ölmál og áfengis, gangi þó engum nema gott eitt til. Allir vilji auðvitað draga úr drykkjuskapnum eins og mögu- legt sé. Sá maður, sem vill draga úr drykkjuskap eftir því, sem mögu- legt er, byrjar auðvitað á því að drekka aldrei sjálfur. Annað væri heimska eða hálfvelgja og óheil- indi, og munu fáir væna svo djúp- vitran og siðmenntaðan mann sem Víkverja um slíkt. En þar sem hann hefir nú fram til þessa talið sig dómbæran um ýmsar tegundir brenndra drykkja, innlendra og út- lendra, bæði að því er snertir bragð og hollustuhætti, virðist hér vera um stefnuhvörf að ræða. En þá mun enn sannast hið fornkveðna, um meiri gleði yfir éinum, sem bætir ráð sitt, en 99, sem ekki þurftu þess með.“ Ég þakka fyrir tilskrifið. Svo fær þá „húsvilltur“ orðið, en hans stúfur er því miður ekki neitt fagnaðarbréf, og þess er varla von um aumingjann, sem er á göt- unni og skrifar upp við vegg: „Það er náttúrlega ekki nema gott eitt um það aö segja að allt sé skammtað, nema tóbak og áfengi, sem er ofar lögunum. Við megum náttúrlega þakka fyrir að fá sápu til að þvo okkur á kvöldin og eina skó til vors og svo framvegis, og yrðum sjálfsagt mörg að fara á mis við þessi gæði, ef ekki væri skömmtunin, þó bölvuð sé, því að það er hún auðvitað. Það er betra að fá lítið en ekkert og skömmtun sem tryggir jafnrétti er góð, þó að skammturinn sé smár og fyrirkomulagið stirðbusalegt í fyrstu. En hvers vegna er ekki húsnæðið skammtað. Það viröist þó ekki vera nóg handa öllum með þeirri not- kun og skisþlagningu, sem á þvi er nú. Og það er þó sannarlega selt og leigt á svörtum markaði. Hvað er verra að eiijr fái að nota margra manna sápu og margra manna skó heldur margra manna hús- næði?“ Kannsk’e það vilji einhver svara „húsvilltum" þessum á morgun eða hinn daginn? Pétur landshornasirkill. megum ekki ætla okkur þá dul, aö við getum haft sendi- herra með heilan herskara af skrifstofufólki í öðru hverju landi í Evrópu. Það er fullkomin ofrausn og engin sæmilega vitiborinn íslend- ingur hefir trúað því, að við þurfum að hafa 3 sendiherra á Norðurlöndum með heilan hóp af aðstoðarfólki. Nei, þar nægir sannarlega einn. Nefndakostnaffurinn. Undanfarandi ár hefir starfað hér fjöldi nefnda á vegum ríkisins og ríkisstofn- ana. Hvað rnargar þær eru, veit ég ekki, en 1943 voru þær 59 talsins og kostuðu 3. milj. króna, og ekki fækkaði þeirn éða lækkaði kositnaöul' við þær næstu árin þar á eftir. Vitanlegt er það nauðsyn- legt að láta sérfróða. menn ynna af höndum ýms mikil- væg störf í nefndum og ýms- ar þessar nefndir hafa unnið þjóðnýt og merkileg störf, en áf öllu má of mikið gera, og því verður ekki neitað, að eftir ýmsar nefndir hefir ekki sést neinn árangur og virð- ast þær lítið hafa afrekað, annað en hirða laun sín úr ríkissjóði. Stefnubreyting óhjákvæmileg. Hér verður að koma full- komin stefnubreyting á öllu þessu, frá því nú er. Allt fjár- málalíf síðustu ára var á sandi byggt og hlýtur að hrynja til grunna strax og eitthvað á bjátar, eins og mjölskemman og lýsisgeym- arnir á Siglufirði. Það yerður að tair.a öll þessi mál, er ég hefi rakið hér, til rækilegrar meðferðar og rannsóknar, og bæta úr því ófremdarástandi, sem hefir þróast hér í þessum efnum hin síðustu ár. Það getur vel farið svo, að við verðum að horfast í augu vio þá staöreynd, að draga verði úr nauðsynlegum verk- legum framkvæmdum, með- an við erum að komast úr því feni, sem við erum nú fastir i, en það verður ófrávíkjan- leg krafa allra, að gætt verði meira hófs í rekstri þess op- inbera en veris- hefir og farið sparlegar með al- mannafé. Víma stríðsáranna er liðin hjá, við verðum aftur að horfast í augu við veruleik- ann. Við verðum að minnast þess, að við erum fámenn þjóð í strjálbýlu landi og verkefnin æði hjörg, sem krefjast úrlausnar. Við verð- um því að gæta þess að fara Framh. á 6. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.