Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 7
205. TÍMINN, mánudagínn 10. nóv. 1047 m ix in memortam Fregnin um andlát Jóns Blöndals hitti mig óviðbúinn, eins og sjálfsagt marga fleiri. Hann var nýlega heim kom- inn eftir alllanga dvöl er- lendis sér til ■ hvíldar og hressingar. Ég hitti hann svipsinnis á götu tvisvar eða þrisvar sinnum eftir heim- komuna og virtist hann hinn hraustasti, glaður og reifur að vanda. Eftir fáa daga er hann andaður. Maður þarf ekki að lifa hálfa öld til þess að komast að raun um það, að lífið er hverfult, sú reynsla er skjótfengin. Fyrir um 14 árum siðan hefði þessi tíðindi orðið mér eigi síður viðkvæm, en að vísu ekki eins óvænt. Þó ætla ég, að fleirum, sem kynntust Jóni Blöndal, hafi farið líkt og mér og átt bágt með að hugsa sér annað en að rakna myndi með einhverjum hætti fram úr þeirri baráttu, sem hann háði svo lengi við þungan heilsubrest. Svo erf- itt var að hugsa um dauðann í sambandi við hann. Manni gleymdist alveg, að líkaminn var vanheill, svo var kjark- urinn mikill og óbældur, á- huginn á viðfangsefnunum sterkur og brennandi, hugs- unin skörp. og heilbrigð. Þar var ekkert sjúkt né hrörn- andi, þvert á móti. Hinn and- legi styrkur var svo mikill, að manni gleymdist, að þessi maður átti i sífelldu návígi við þrálátan heilsubrest þótt enginn vissi betur en sjálfur hann, hversu tæpt sú viður- eign stóð löngum. Ég kynntist Jóni Blöndal fyrst að ráði í Kaupmanna- höfn haustið 1930 og svo aft- ur veturinn 1931—32. Hann var talsvert miklu • yngri maður og skoðanir okkar að mörgu ólíkar, enn áhugaefni áttum við mörg saman. Þó voru það mannkostir hans og maðurinn sjálfur, sem laðaði mig fastast að honum frem- ur öðrum mönnum í þeim fjölmenna hóp efnilegra og ágætra ungra manna, er um þessar mundir dvöldu við nám í Kaupmannahöfn. Og þannig fór fleirum, enda ætla ég ekki ofmælt, að Jón Blöndál nyti meira trausts og álits í þeim hópi en nokkur maður annar, þótt skoðanir væru skiptar og einarðlega barizt, hvenær sem gott færi gafst. Hann var óvenjulega skýr í hugsun og rökfastur, athug- ull og rýninn, hugsaði vel hvert það mál, er hann tók fyrir hendur að rannsaka. En hélt líka fast.á skoðunum sín- um, er hann hafði með þess- um hætti myndað sér. Ekkert var fjær honum en gleypi- girni og yfirborðsvaðall, sem margan hendir. Námsefni hans, hagfræðin, var til þess fallin að beina hug hans að vandamálum í félagslífi. Hann var róttækur. í skoðun- um sínum og eindreginn jafnaðarmaður, mikill mann- vinur, stórhuga umbótamað- ur. En h.ér að auki var hann gæddur næmri listgáfu eins og margir frændur hans; ó- venjulega viðlesinn og fjöl- fróður um efni, sem lágu allfjarri daglegum viðfangs- efnum. í framgöngu var hann látlaus og prúður og jafnan vel stilltur, en þó ætla ég, að skapið væri í heitara lagi, jafnvel óvenju ríkt, en tamið svo vel, að ég ætla, að sjald- an hafi þar brugðizt taum- 'haMifi.;. f'V I *■ •<6fcn*ffitimí< * 'Bröridals Var ekki langur. ííann lauk prófi við háskólann í Kaup- mannahöfn 1936 með mikilli prýði, þrátt fyrir langa frá- töf vegna sjúkleika og veikrar heilsu jafnan. Nú þegar litið er yfir þetta stutta árabil, sem honum var léð til starfa fyrir þjóð sína, má furðulegt kalla, hversu miklu hann fékk áorkað. Ber þar af verk það, sem hann vann til þess að koma tryggingarmálun- um á fastan fót. Enginn maður átti stærra hlut að því en hann, og ef allt fer með felldu, mun tryggingarstofn- un ríkisins verða allri al- þýðu þessa lands til ómetan- legrar hjálpar og blessunar á ókomnum árum. Hugsjón sú, sem hér liggur til grund- vallar, var lýsandi eldstólpi, sem leiddi forvígismann hennar, Jón Blöndal, gegnum þrautir og þrengingar þess- ara ára, vanheilsu og þjökun sleitulausrar vinnu, sem hin- um hraustastá manni myndi hafa þótt við of. Það er eins og hann setti metnað sinn í að skorast aldrei undan neinu erfiði og hlífa sér hvergi, því líkt sem hann fyndi á sér, að starfstíminn væri stuttur og skammt eftir. Jón Blöndal var gæfumað- ur, þrátt fyrir allt. Honum auðnaðist þrátt fyrir stutt- an starfsaldur að vinna mik- ið starf fyrir þjóð sína og sjá hugsjónir sínar komast í framkvæmd. Hann eignaðist trygga og elskulega eigin- konu, Viktoríu Guðmunds- dóttur, er átti eflaust sinn þátt í því, hversu starfsárin urðu honum árangursrík. Og hann eignaðist vini, sem geyma minningu hans í þakklátu hjarta meðan ævin endist. fvri S Þorkell Jóhannesson. Ungir aflamenn Framh. af 2. síðu. heilagi réttur að vera það, því að þeir hafa helgað sér hann með starfi sínu og áhuga. Við þurfum ekki heldur að efa, aö þessir drengir verða góðir sjó- menn, ef það veröur hlutskipti þeirra í lffinu, þótt færafiski sé úr sögunni og aðrar veiðiaðferðir komnar i staðinn. Og gaman er _að þessum snáð- um. Lesendur Tímans muna ef til vill eftir drengjunum tveimur, sem voru að selja síldina i Kleppsholt- inu í fyrravetur. Vegfarandi vék sér að þeim og spurði þá, hvar þeir hefðu fengið þessa síld. „Við veiddum hana sjálfir," svör- uðu þeir með hressibrag, sem fólk getur leyft sér, þegar það er í sín- um fulla rétti. Maðurinn innti þá þessa ungu síldarútvegsmenn eftir því, hversu mikið þeir hefðu aflað. „Pjórar tunnur í gær, þrjár 1 dag,“ svöruðu þeir skýrt og skor- inort. Og það er alls ekki svo lítill afii ,þegar útgerðarmennirnir cru langt innan við fermingu og liafa hvorki hásetum né ýkja- merkilegum veiðitækjum fyrir sig að beita. En nóg um þaö að þessu sinni. Góða veiði, strákar mínir! H.s. ironlsii Alexandrine Næstu tvær ferðir frá Kaupmannahöfn verða sem hér .segir: 18. nóvember og 6. desember. Flutningur til- kynnist til skrifstofu Sam- einaða gufuskipafélagsins í Kaupmannahöfn. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pétursson. SíMin Framh. af 1. síöu. á Hálsi í Kjós. Sögðu þeir, að færri skip væru að veiðum í firðinum í dag en áður, og stafar það bæði af því, að mörg skip liggja fullfermd í höfnum og bíða losunar og eins af hinu, að stormur er í dag og vont veiðiveður. í gær og í dag eru skipin ann- ars aðallega að norðanverðu í firðinum og dréifast nokkuð á allt svæðið frá Innra-Hólmi og inn að Katanesi. Á Galta- víkurdjúpinu og undan Gröf í Skilmannahreppi er mesta veiðisvæðið. Á kvöldin og næturnar er hægt að sjá stórfenglega sjón á Hvalfirði, þegar ljósamergð skipanna tindrar í kvöld- kyrrðinni. Þá er flotinn til að sjá eins og ljósadýrð borg- ar, sem færist til öðru hverju. Þegar tunglsljós er glitrar á skipin á firðinum, Margar bifreiðir fóru í gær fullhlaðnar fólki frá Akra- nesi inn með firði. Fór fólk þetta til að horfa á veiðiflot- ann, þegar annríkið var sem mest. Skipin voru flest mjög nærri landi, sum alveg upp í landsteinum að heita mátti og var greinilega hægt aö fylgj ast með vinnubrögðun- um um borð. Ferðaskrifstofan gaf líka fólki úr Reykjavík kost á að fara sjóleiðis inn í Hvalfjörð til þess aö sjá veiöibrögöin. Prjónavél Nr. 5 eða 6 óskast til kaups. Upplýsingar í síma 4950, — Reykjavík. skrif endur Tíminn fram að áramótum kostar til áskrifenda aðeins 10 krónur. Meðal annars fylgir í því verði fjöl- breytt jólablað. Gerist áskrifendur og pantið blaðið í síma 2323. í 'ií!f Nýátköitiinii er LEIÐARVÍSIR UM MEÐFERÐ FARMALL DRÁTTARVÉLA í þýðingu Þórðar Runólfssonar vélfræðings. Þessi ýtarlegi bæklingur er ómissandi hverjum Farmalleiganda. Fæst hjá öllum kaupfélögum. Verð kr. 15.00. Samband ísl. samvLrmufélaga TILKYNNING * ■“ ? í ’ írá Vatnsveitu Reykjavíkur i Leyfi til að tengja hús við Vatnsveitu Reykjavíkur I verða framvegls ekki veitt nema þeir löggiltu pípu- lagningameistarar, sem framkvæma verkið, sendi um- sókn um það, á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást í skrifstofu Vatnsveitmmar, Austurstræti 10. Reykjavík, 6. nóvember 1947. | Vaíns- og Ilifaveita Rcykjavíknr. j I , j »3»■>•—O— „—.o—O 1 «>•«— 0—0— <>— uœÉi ort til Nínu Sæmundsson af Bjarna M. Brekkmann cru komin í allar bókabúðir. — Kostar 2 kr. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.