Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 8
,Ég saknaði fjallanna íslenzku' VibtaL við Peter HaUberg Fyrsti maðurinn, sem gaf mér gott sœnskt kaffi, þegar ég kom til Svíþjóðar í fyrradag, var Peter Hallberg háskóla- kennari, sem að undanförnu hefir verið sendikennari við Háskóla íslands. Þótt Hallberg sé horfinn heim, hefir hann ekki gleymt islenzkunni, enda kennir hann nú islenzku Akranesverksm'Lðjan í fuLLum gangi Síldarverksmiðjan á Akranesi bræffiir nú síld nótt og dág, en þrátt fyrir þaffi vex stöffiugt síldarkösin í kringum verksmiSjuna. AUar þrær og plön eru nú full af síld. Slegið hefir verið upp nýjum skjólborðum kringum plönin, svo að þau taki meira af síld. — Myndin er tekin eftir hádegi í gær. — (Ljósm.: Guðni Þórffiars.) Milllþinganefnd S. Þ.: Er ekki sett tii höfuðs Öryggisráðinu Ákveðnr sjálf, Iivaða mál hún lætnr til sín taka í Washington hafa verið birtar frekari upplýs- ingar um starfsvið milliþinganefndar þeirrar, sem samþykkt hefir verið af allsherjarþingi Sameinuðu- þjóðanna, að starfa skuli ásamt Öryggisráðinu á milli reglulegra þinga. við háskólann í Gautaborg. — Ég saknaði f jallanna ís- lenzku, fyrst eftir að ég kom hingað, sagði Hallberg. En ís- lenzkukennslan er mér dálítil uppbót. — Ert þú nú alfarinn frá íslandi? — Ekki býst ég við því. Mér væri ljúft að verða sendikenn- ari í Reykjavík á ný. — Hversu marga nemendur hefir þú? — í norrænu eru tuttugu og Peter Hallberg. tveir, og 1 nútíma íslenzku átta. — Það er ánægjulegt að heyra. Þú kennir sennilega fleiri nemendum íslenzk fræði en nokkur annar maður á meginlandi Norðurálfunar. — Ég þori ekki að segja, hvort sú tilgáta er rétt hjá þér. En hins vegar get ég sagt, að norrænunemarnir í Gauta- borg hafa mikinn áhuga á náminu. Of dýrt að ferðast á íslandi. i norrænudeildinni lesum við nú Gunnlaugssögu, en í sambandi við hana segi ég sitt af hverju um siði og venjur á íslandi. Þessir 22 norrænu- nemar ætla flestir að taka magisterpróf í norrænu, og eins og þú getur skilið, dreym- ir þá um að heimsækja ís- land. Það væri gaman að fara til Fróns með slíkan hóp, en eins og stendur er allt svo dýrt á íslandi, að erfitt yrði fyrir sænska nemendur að standast ferðakostnaðinn. Þar að auki er oft mjög erfitt að fá far til íslands. Norrœnuprófessorinn einn af nemendunum. Á síðastliðnu sumri var fyr- irhugað norrænunámskeið við háskólann í Reykjavík, en það fórst fyrir sökum ónógrar þátttöku. Ég held, að sænsk- um stúdentum hafi þótt aug- lýsingin um námskeiðið berast hingað of seint. Að minnsta kosti sagði Johannisson, pró- fessor í norrænu við Gauta- borgarháskóla, mér, að nor- rænunemar hér hefðu ekki vitað um námskeiðið fyrr en búið var að úthluta flestum ferðastyrkjum i Gautaborg. — Johannisson prófessor er reyndar einn af nemendum mínum í íslenzku, og ætlar til íslands að sumri. Gremja, sem var á mis- skilningi byggð. — Finnst þér, að Svíar hafi áhuga á íslandsmálum? — Já, allir spyrja mig um ísland, og þá ekki hvað sizt um Heklu. — Sumir Sviar voru um tíma gramir íslendingum sök- um sambandsslitanna við Dani? — Já, það mun vera rétt, en sú gremja, sem kom fram í nokkrum blöðum, mun hafa stafað af ónógri þekkingu á málinu. Sá misskilningur gerði vart við sig, að íslend- ingar væru að kveðja Norður- lönd og sigla hraðbyri í vest- ur. Nú minnist enginn á þetta framar og öllum finnst, að sambandsslitin hafi verið sjálfsögð. Að undanförnu hefir Peter Hallberg unnið að þýoingum á nýjustu bókum Halldórs Kilj- an Laxness, og er nú verið að prenta íslandsklukkuna. Þótt Hallberg minnist ekki á það einu orði, kæmi mér ekki á óvart, þótt áhugi norrænu- nema í Gautaborg á íslenzk- unni væri ekki hvað sízt hon- um að þakka, Hann er alls staðar góður stuðningsmaður íslenzkra málefna, og talar málið svo vel, að hann verður að segja íslendingum, sem ekki þekkja hann, að hann sé Svii, til þess að villa ekki á sér heimildir. Ó. — Veiting ríkisborgararéttar Lagt hefir verið fram á alþingi frumvarp til laga um ríkisborgararétt til handa þremur konum, sem allar eru fæddar á íslandi. Eru það frú Guðlaug A. Benedikts- dóttir Jensen, frú Salome Þorleifsdóttir Nagpl og Þór- dís Einarsdóttir Strand. Þessar konur eru allar bú- settar í Reykjavík. Vill vera í fyrsta sæti Harold E. Stassen hefir lýst því yfir í viðtali við blaðamenn, að hann 'myndi ekki gefa kost á sér, sem varaforseta við næstu kosn- ingar í Bandaríkjunum, hvorki með MacArthur, Eis- enhower né nokkrum öðrum. Hann segist vera ákveðinn í að taka „fyrsta sætið,“ og undirbúningur að forseta- framboði sínu gangi að öllu leyti að óskum. í Washington hafa verið birtar frekari upplýsingar um starfssvið milliþinganefndar þeirrar, sem samþykkt hefir verið af allsherjarþingi sam- einuðu þjóðanna, að starfa skuli ásamt öryggisráðinu á milli reglulegra þinga. Starfar til næsta AIls- herjarþings. Milliþinganefndin, eða „Litla allsherjarþingið, eins og nefndin hefir verið kölluð í umræðum og blöðum, skal að þessu sinni' taka til starfa strax og núverandi allsherjf arþing hefir lokið störfum og vera starfandi þar til næsta allsherjarþing kemur saman. Fulltrúa í nefndinni skulu allar þær þjóðir eiga, sem eru meðlimir S.Þ. Hlutverk nefndarinnar skal vera að aðstoða allsherjar- þingið með upplýsingum og rannsóknum við að ráða fram úr vandamálum á hverjum tíma, og skal nefndin gefa allsherjarþinginu skýrslu um öll þau mál, er nefndinni hefir verið falið að vinna að í byrjun næsta allsherjar- þings. Það er sérstaklega tekið fram, aö þótt skipun þessarar milliþinganefndar sé talin nauðsynleg, þá sé tilgangurinn engan veginn sá að sniðganga öryggisráðið né rýra vald þess. Rannsaki ágreining mála. Nefndin skal ennfremur gefa skýrslu til allsherjar- þingsins, um hvers konar ó- samkomulag og ástæður fyrir því, þjóða í milli, er kemur í ljós á allsherjarþinginu. Jafnframt um sérstök mál, er lögð eru fyrir þingið af ein- stökum fulltrúum eða ör- yggisráðinu. Nefndin sjálf ákveður með meirihluta at- kvæða, hvort viðkomandi málefni sé svo mikilvægt, að nauðsynlegt sé að nefndin láti það til sín taka. Þarf tvo þriðju hluta greiddra at- kvæða í nefndinni til að ákveða hvort nefndin skuli láta eitthvert sérstakt mál til sín taka. Þetta gildir þó ekki um þau mál, sem öryggisráð- ið hefir óskað eftir rannsókn á. í því tilfelli gildir einfald- ur meirihluti atkvæða. Lýtur stjórn Allsherjar- þingsins. Allsherjarþingið er æðsta vald yfir milliþinganefndinni eins og öðrum slíkum stofn- unum, er það kann að setja til starfa til að tryggja frið- samlega samvinnu milli þjóða og stjórnmálalegt ör- yggi. Nefndin skal að öðru leyti gefa skýrslu til næsta allsherjarþings um hvort nauðsynlegt verður talið að hafa slika milliþinganefnd starfandi við hlið öryggis- ráðsins í framtíðinni. Nefnd- in skal koma saman til fund- ar hvenær, sem slíkt er talið' nauðsynlegt, en nefndin skal ekki hafa vald til að fyrir- skipa neins konar rannsókn utan aðalstöðva S. Þ. án þess að iullkomið samþykki þess ríkis eða ríkja, er rannsóknin á að fara fram í, liggi fyrir. Ritari S. Þ. skal vera nefnd- inni til aðstoðar eftir þörf- um og sjá henni fyrir nægu starfsliði. Sumarauki: Blóm springa út í görðum Síðastliðið sumar var veðr- áttufar hið leiðinlegasta, er komið hefir á Suðurlandi í meira en þrjátíu ár. En við höfum fengið sumarauka í haust. Veðráttan hefir verið óvenjulega mild á þessum tíma árs. Jafnvel þótt norð- anátt sé, er veður tiltölulega hlýtt og milt. Það er líka eins og gróður- inn geti ekki að sér gert, nema að smábrosa framan I tilveruna. Þegar-einn af bæj- arbúum kom á fætur á sunnu- dagsmorguninn og reikaði út í garðinn sinn, veitti hann því athygli, að þar voru mörg ný- útsprungin blóm. Þegar haim aðgætti betur, sá hann, að morgunfrúr, bellisur og stjúp- mæður höfðu sprungið út um morguninn. Sjálfsagt hafa fleiri sömu sögu að segja. Vesturveldin af- henda Austurríki 26 miljónir í gulii Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa komið sér saman um að afhenda Aust- urríki gullforða, er Þjóðverj- ar tóku af ýmsum þjóðum, er þeir hernámu á stríðsárun- um. Gullforði þessi er Áætl- aður um 26 miljón dollara virði. Samningur um þetta milli stórve^’anna þriggja og Austurríkis var nýlega und- irritaður, en ákvörðun mun hafa verið tekin um þetta mál á Parísarráðsiefnunni. Fundur fulltrúa utanríkisráðherr- anna i Utanríkisráðherrar stór- veldanna koma saman til fundar í London seint í þessum mánuði til að ræða um friðarsamningana, varðandi þær þjóðir, sem enn er eftir að taka á- kvarðanir um. Fulltrúar utanríkisráð- herranna hafa setið á fundi í London að undanförnu og undirbúið fund sjálfra ráð- herranna. JJikill ágreining- ur hefir komið í ljós á fund- inum milli fulltrúanna um það, hvaða þjóðir ættu að taka þátt í friðarsamningun- um, og hefir fulltrúi Banda- ríkjanna látið það álit í ljós, að komið hafi fram í þess- um viðræðum fulltrúanna mun meiri ágreiningur milli Rú.ssa og vesturveldanna en á síðasta fundi utanríkisráð- herranna í Moskvu. Þeir Eevin og Bidault hafa báðir látið í ljós þá .skoðun, að þessi fundur utanríkisráðherranna sé eitt síðasta tækifærið til að finna viðunandi lausn þessara mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.