Tíminn - 15.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1947, Blaðsíða 5
209. blað TÍMINN, laugardaginn 15. nóv. 1947 5 Lmigard. 15. nóv. Kaupmáttur launanna „Ekkert er léttara en að knýja frarn hækkun kaup- gjaldsins — tvöföldun þess eða jafnvel þreföldun. En dettur nokkrum í hug, að það myndi bæta kjör verkalýðsins? Nei, vinir mínir. Yrði sú leið farin, myndu kjör verkalýðsins versna, en ekki batna. Það er ekki kaupupphæðin, sem kjör verkalýðsins velta nú á, heldur það vörumagn, sem fæst fyrir kaupið.“ Margir munu álíta, að þau ummæli, sem eru tilgreind hér að framan, séu tekin úr einhverri hinna mörgu greina, sem Tíminn hefir birt um dýrtíðarmálið á undanförnum árum. Þar er túlkuð svo fullkomlega sú skoðun, sem Tíminn hefir haldið fram. En þessu er þó ekki þannig varið. Hin til- greindu ummæli eru tekin úr ræöu, sem forseti Alþýðu- samtaandsins í Tekkósiovakíu hélt nýlega, en hann fylgir flokki kommúnista að mál- um. Þau voru tairt í Alþýðu- bláðinu 12. þ. m. Sú skoðun, sem er túlkuð í þessum ummælum, hefir gruhdvallað stefnu og starfs- hætti verkalýðssamtakanna í þeim löndum, þar sem end- urreisnin hefir gengið bezt eftir styrjöldina og verka- lýðnum verið tryggð taezt af- koma og framtíðaröryggi. í þessum löndum stendur framleiðslan yfirleitt á traust um grunni og verkamenn þurfa ekki að óttast þar stöðvun og atvinnuleysi. Framtíðarhorfurnar myndu einnig vera bjartar hjá ís- lenzkum verkamönnum, ef þessari stefnu hefði verið fylgt hér. Þá væri atvinnu- leysið ekki búið að halda inn- reið sína, og horfurnar vera enn geigvænlegri framundan. Þvert á móti myndi þá blasa við framundan tími mikilla framkvæmda og afkomuör- yggis verkalýönum til handa. En þeim ráðum, sem Fram- sóknarmenn beittu sér fyrir og átayrgir verkalýðsforingjar hafa beitt sér fyrir hvarvetna annars staðar, var ekki fylgt hér. í stað þess var ráöist hatramlega gegn Framsókn- arflokknum af blöðum allra hinna stjórnmálaflokkanna. Framsóknarmenn voru kallaö ir afturhaldsmenn, kaupkúg- unarmenn, fjandmenn verka- lýðsins og öðrum slíkum nöfnum vegna þess, að þeir börðust fyrir þessari stefnu. Sömu aðilar reyndu jafn- framt að telja verkamönnum trú um, að dýrtíðin væri þeim til blessunar, því að hún dreifði stríðsgróðanum. Illu heilli létu verkamenn glepj- ast af þessum áróðri. Erfiðleikarnir, sem nú fylgja því að komast niður dýrtíðarstigann aftur, stafa ekki sízt af þessum áróðri um blessun dýrtíðarinnar. Þeir menn, sem hafa rekið þennan áróður á undanförnum árum og hamast mest gegn Fram- ERLENT YFIRLIT: Sögulegt brúðkaup Elísalseí JsB'ÓÉiprSissesssa Bs*eta og Momiií- Isattesa síóiifSsformgi veríla gefiss saisiass á 'fiisimtiadapllisis kessissr Á fimmtudaginn kemur verður mikið um dýrðir í London. Þá fer fram brúðkaup þeirra Elísabetar krónprinsessu og Mountbatten sjó- liðsforingja. Athöfn sú mun jafn- vel fara fram með enn mejji glæsi- brag en áður eru dæmi til í Bret- landi og er þá mikið sagt. Bretar munu sýna það yið þetta tækifæri, eins og oftar fyrri, að þeir halda fast í fornar venjur, þótt þær séu af flestum öðrum taldar úreltar og sérvizkulegar. En Bretar vita hvað þeir eru að gera, Pastheldni þeirra í gamlar venjur tengir nútíð þeirra við sögu þeirra og rifjar upp forna frægðartíma.- Það getur haft meiri þýðingu fyrir metnað þjóðarinnar og trú á sjálfa sig en margan grunar. í erlendum blöðum hefir undan- farið verið sagt ítarlega frá undir- búningi brúðkaupsins. Verður hér sagt frá ýmsu. því, sem þar hefir komið fram. Tvö þúsimd boðsgestir. Eitt af því fyrsta, sem gert var eftir að brúðkaupsdagurinn var á- kveðinn, var að bjóða í brúðkaup- ið. Þar koma ■ vitanlega ekki aðrir til greina en þjöðhöfðingjar, æðstu embættismenn og fólk af konung- legum ættum. Meðal þeirra þjóð- höfðingja, sem..hafa þegið boðið, eru Hákon Noregskonungur, dönsku konungshjónin, Mikael Rúmeníu- konungur og -Helena drottning, móðir hans. Þáö vakti mikla at- hygli, að Mikael skyldi telja sér fært að þiggja-boðið. Þá hefir Pét- ur Jugóslavíukoöungur þegið boð- ið, ásamt Al’éSröndru drottningu sinni, en þau eru nú landflótta. Þá koma sænsku krónprinshjónin, Juliana krónpfinsessa Hollands og maður hennar,’ ög fjöldi af prins- um og prinsessum víðsvegar að. Loks er svo rríárgt annarra stór- menna, sem ckki eru af konungleg- um ættum. XTm' skeið var búizt við, að Molotoff ■ myndi verða full- trúi Rússa, en nú hefir verið á- kveðið, að sendiherra. þeirra i London mæti fyrir þeirra hönd. Heríogafrú Windsor ekki boðið. Kunnugt er um tvo menn, sem hafa tilkynnt, að þeir geti ekki þegiö boðið. Ánnar er borgarstjóri á Korfu, en þar er Mountbatten sjóliðsforingi fæddur. Hann bar við annríki. Hinn er hertoginn af Windsor, sem áður var Játvarður VIII. Bretakonungur. Hann mun ekki hafa látið uppi sérstaka á- stæðu, en talið er, að hún sé sú, að konu hans var ekki boðið. Eins og minnisstætt er, vann hertoginn það til hennar að afsala sér kon- ungstitlinum. Enska konungsfjöl- skyldan hefir aldrei viljað heyra hana né sjá og því var henni ekki boðið. Brúðarkjóllinn. Annað, sem strax var byrjað að undirbúa, þegar brúðkaupið hafði verið ákveðið, var klæðnaður brúð- arinnar. Einum frægasta kjóla- sérfræðingi Breta, Norman Hart- nell, var falið að gera uppdrátt að honum og sjá síðan um sauma- skapinn. Síðan uppdrátturinn að klæðnaði brúðarinnar og brúðar- meyjanna var samþykktur, hafa hundruð manna unnið að saumi þeirra. Margs konar getgátur hafa gengið um það, hvernig brúðar- kjóllinn sé og hvernig hann sé lit- ur. í tízkudálkum blaðanna hefir fátt verið meira rætt að undan- förnu og hefir þar kennt harla ólíkra getgátna. En fyrir kjóla- verzlanirnar skiptir þetta eljki svo litlu máli, þar sem vist þykir, að kjólatízkan og tízkulitirnir í Bret- landi í náinni framtíð muni fara mjög mikið eftir því, hvernig brúð- arkjóllinn verður. Pyrir nokkru síðan var helztu tízkusérfræðingum blaðanna gef- inn kostur á að sjá kjólinn. En þeir voru bundnir þagnarheiti um að segja ekki frá útliti hans, og fór athöfnin fram líkast því og verið væri að sýna eða segja frá stórvægilegu hernaðarleyndarmáli. Öllum kom þeim saman um, að kjóllinn væri óvenjulega fallegur, og það sama mætti raunar segja um allt brúðarskartið. Komið hefir til orða, að kjóllinn verði sýndur í ýmsum stórborgum Bandarikjanna eftir brúðkaupið. Ástraíska þingið deildi um brúðargjofina. Jafnskjótt og kunnugt var um brúðkaupið, hófu stjórnarvöld Bret lands og samveldislandanna at- hugun á því, hverjar brúðargjaf- irnar ættu að vera. Sama gerðu og ýmsar stofnanir og einkafyrir- tæki í þessuni löndum. Frá mörg- um löndum utan brezka samveld- isins munu einnig berast miklar gjafir. M. a. verða sendir frá Bandaríkjunum 50 þús. gjafa- pakkar til fátækra fjölskyldna í Bretlandi í tilefni af brúðkaupinu. Hver pakki verður 10 dollara virði og mun hafa að geyma þær vör- ur, sem er mestur hörgull á í Bretlandi. Ákveðið hefir verið, að þær gjafir, sem eru þannig vaxnar, að sóknarflokknmn, reka sig nú á það, að þeir hafa bæði unn- ið landi sínu og sjálfum sér óþarft verk. Málum er hins vegar svo komið, að nú dugir ekki leng- ur að fást um það, sem liðið er. Hins vegar er gott að læra af reynslunni og holt fyrir verkamenn og aðra launþega að sj á það, að Framsóknar- flokkurinn hefir ekki verið að berjast gegn þeim á und- anförnum árum, heldur hefir hann verið að berjast fyrir því, sem hefði orðið þeim giftudrýgst. Og nú þarf að læra af reynslunni og starfs- háttum ábyrgra verkalýðs- leiðtoga annars staðar. Það verður að skapa atvinnuveg- unum starfshæfan grundvöll, svo að atvinnuleysinu verði bægt frá dyrum verkalýðsins. Og sjónarmiðið, sem verka- mönnum ber fyrst og fremst að hafa þar í huga, er kaup- máttur launanna, en ekki krónutala þeirra. Þau um- mæli hins tékkneska verka- lýðsleiðtoga eru studd af óbrigðulli reynslu, að það „er ekki kaupupphæðin, sem kjör verkalýösins velta á, heldur það vörumagn, sem fæst fyrir kaupið“. Mynd þessi er af fyrstu brúðkaups- kökunni, sem barst til Bucking- hamhallar. Hún er gjöf frá fyrir- tæki einu í Birmingham. hægt sé að hafa þær til sýnis, verði settar á sérstaka sýningu, er sé opin almenningi, strax eftir brúðkaupið. ) í ástralskra þinginu urðu miklar ! deilur um brúðargjafirnar, því að stjórnarandstæðingar töldu gjaf- irnar, sem stjórnin hafði ákveðið, alltof lítilfjörlegar. En þær verða tveir ávaxtadiskar og ein ávaxta- skál úr silfri. Shaw tekur kommún- ista til bænar. í brezka þinginu hefir einnig verið deilt um þessi mál. Kommún- istinn Gallacher réðst á stjórnina fyrir allt of mikla eyðslusemi í sambandi við brúðkaupið. Honum var einkum svarað af þeim þing- manni verkamannaflokksins, sem talinn er aðalleiðtogi vinstra arms þingflokksins, John Mc Govern. Hann sagði m. a.: Því meira, sem ég frétti af rauðu konungsfjöl- skyldunni í Kreml, því betur sann- færist ég um, að brezlca konungs- fjölskyldan verðskuldar ást og virð- ingu þjóðar sinnar. Skelleggasta svarið kom frá hin- um fjörgamla skáldjöfri, Bernard Shaw, þegar hann frétti um þessar umræður. Hann sagði m. a.: Pólk, sem skammast yfir þessum útgjöld- um, ætti að missa borgaraleg rétt- indi og vera sett á uppeldishæli. Rétta svarið væri að tvöfalda eða þrefalda útgjöldin. Svar þetta þótti kommúnistum hálfu verra vegna þess, að Shaw hefir verið talinn þeim hliðhollur. Enska þingið hefir enn ekki ákveðið laun Elisabetar krónprins- essu eftir giftinguna. Árslaun hennar hafa verið 400 þús. kr., en hækka vitanlega, þar sem hún þarf nú að fara að halda heimili. Allir vilja sjá brúðar- förina og brúðkaupið. Eins og gefur að skilja, mun verða mikil þröng á þeim götum Lundúnaborgar, sem brúðhjónin aka eftir, ásamt boðsgestunum, er þau fara frá Buckingham Palace til Westminsterkirkjunnar, þar sem hjónavígslan fer fram. Af hálfu lögreglunnar hafa þegar verið gerðar margháttaðar ráðstafanir til þess, að allt fari vel og viröu- lega fram. Þennan áhuga manna má nokk- uð marka á því, að sárafátt flokks- bræða Attlees forsætisráðherra var viðstatt, þegar hann flutti fyrstu ræðu sína eftir að þingið kom sam- an í haust. Ástæðan var sú, að ein- mitt á þeim tíma voru þingmenn Verkamamiaflokksins að draga um sætin í Westminsterkirkjunni, þegar hjónavígslan fer fram. í aðalatriðum er nú ákveðið, hvernig tilhögunin verður, þegar Fyrirrayndarbú Reykjavíkurbæjar Eins og kunnugt er, keypti Reykjavíkurbær Korpúlfs- staðabúið fyrir nokkrum ár- um, og lét þáv. borgarstjóri svo ummælt, að það væri draumur sinn og bæjar- stjórnarmeiriMutans að reka þar fyrírmyndarbú í stórum stíl, líkt og hefði verið mark- mið Thor Jensens, þegar hann stofnaði búið. Síðan er nú liðinn það langur tími, að sæmileg reynsla ætti að vera fengin fyrir því, hvernig Reykjavík- urbæ gengur að reka fyrir- myndarbú. Sú reynsla lætur líka til sín heyra í bæjarreikningun- um fyrir árin 1945 og 1946, og hljóðar hún á þessa leið: Árið 1945 var rekstrarhalli á Korpúlfsst.búinu kr. 48.573, Mjólkursalan, sem er bók- færð, gefur til kynna, að þar hafi þá verið um 20 mjólk- andi kýr. Hallinn hefir því verið unv 1500—1800 á hverja mjólkandi kú. Árið 1946 er rekstrarhall- inn á Korpúlfsstaðabúinu bókfærður 35.770 kr. Mjólk- ursalan, sem er bókfærð á reikningunum, gefur til kynna, að þar hafi þá verið um 30 mjólkandi kýr. Hall- inn hefir því verið rúmar 1000 kr. á hverja kú. Þess skal getið, að í út- gjaldabáik rekstrarreiknings búsins á þessum árum eru eklti færð nein framlög vegna jarðabóta eða áhaldakaupa. Árið 1945 virðist eitthvað hafa verið keypt af áhöldum til búsins, en kostnaðurinn við þau taup er færður á bæjarsjóð Reykjavíkur. Þetta dæmi sýnir býsna vel, hvernig bæjarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík tekst að stjórna búrekstri og er því ekki að undra, þótt Reykvíkingar væru lítið hrifnir 'yfir því, þegar til stóð að bærinn bætti við sig Bú- kollubúinu. En hvert myndi annars mjólkurverðið til neytenda verða, þegar farið væri að miða, það við slíkan fyrirmyndar búrekstur, en þá kröfu gerðu kommúnistar að einu helzta stefnumáli flokks síns á nýloknu þingi sínu? X+Y. brúðhjónin aka í kirkjuna, ásamt fylgdarliöi sínu. Til þess að gera þessa skrúðför enn viðhafnarmeiri verður henni skipt í þrjár fylkingar eða riðla. í fyrstu fylkingunni verða Elizabet drottning og Marg- aret prinsessa í fararbroddi. í þeirri fylkingunni verða m. a. Hákon Noregskonungur, dönsku konungshjónin og Grikklands- drottning. í fararbroddi annarar fylkingarinnar verður Georg kon- ungur, ásamt brúðl^ýónunum. Munu þau aka í forkunnarfögrum vagni, sem Viktoria Englands- drottning notaði við ýms hátíðleg tækifæri. f fararbroddi þriðju fylkingarinnar verður Mary ekkju- drottning. í þeirri fylkingu verður m. a. sænski krónprinsihn og hol- lenzka krónprinsessan. Skrúðför þessi mun verða einhver sú glæsi- legasta og viðhafnarmesta, sem dæmi eru til um í London. Hvorki í skrúðförinni né við veizluhöldin á eftir verður boðs- gestum raðað eftir mannvirðingum heldur eftir aldri. Hefir það þótt heppi'^sast til þess að komast hjá metingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.