Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 7
211. blað TÍMINN, þriðjudaginn 18. nóv. 1947 7 fiefir nú byrjað kennslu ♦ ♦ ♦ i 0 . sigunga Aðras’ fflámsgrciiiar cni: Enska ísl&nzh réttritun Ileihnintfiir . Méhfaersla Múreihnintfar Shipulatf otf starfshættir scmininnufélazsa Fundarstjjóm m§ fundárreglur SkólÍMM starfffia* allt áa*52l. Veitiiœi £ásleí|a allar iipplýsmgár. i S. /. S. Reykjavík «>»♦»«>' IlvaSíjaróarsílciiai (Framhald af 1. slðu) að sjá. Síldin var nokkuð djúpt undir yfirborðinu og erfitt að ná henni í grunnar nætur, sem flestir bátanna hafa .Margir bátar fengu þó feikilega stór köst og náðu mikilli sild, en aðrir sprengdu næturnar í síldarmergðinni. Um 100 skip munu nú stunda herpinótaveiðarnar í Hvalfirði og bætast daglega við ný skip í veiðiflotann þar. Allir Akranesbátarnir komu inn í gærkvöldi og nótt og búið að landa þar í morgun um 5 þúsund málum. Er þar með allt orðið þar yfirfullt af síld aftur og ekki hægt að taka á móti meira fyrst um sinn. Mestan afla af Akranes- bátunum hafði Farsæll 970 mál, Vaiur var með 871 mál og Aðalbjörg með 787. Öll þessi skip voru með fullfermi. Þrír Akranesbáta?: komu aft- ur í gær með sprengdar næt- ur. Enginn bátanna var far- inn aftur út um hádegi í dag vegna storms, sem hamlar veiðum. Til Reykjavíkur komu þó ekki nema þrjú skip í gær, en þau voru öll með full- fermi. .Voru það Narfi með 900 mál, Björn Jónvson með 800 mál og Freyja með 700 mál. Mörg skip, sem fengu síld í gær, eru ennþá inn á Hvalfirði, og koma ekki til hafnar fyrr en þau eru búin að fá fullfermi, eryia bíða nú fyrir um 20 .skip losunar í Reykjavíkurhöfn. FlmiMtMgni*: Einn af kunnustu bændum í Ár- nessýslu, Lýður Guðmundsson, hreppstjóri í Sandvík í Flóa, er fimmtugur í dag. SK1PAUTG6KD RIKISINS „Skaftf ellingur” til Vestmannaeyja í dag. Vörumóttaka fram til há- degis. Tekið á móti flutningi til Hornaíjarðar, Djúpavogs,' Breiðdalsvíkur og Stöðvar- fjarðar í dag. ; „ESJA” Hraðferð vestur um land til Akureyrar undir helgina. Tekið á móti vörum til Pat- reksfjarðar, Bíldudals, ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar í dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun. Sökum þess að Súðin fer í, síldarflutninga fellur áður: auglýst strandferð hennar, niður. Esja verður látin taka í Súðarvörurnar á þær hafnir,! sem hún hefir viðkomu á.! Vörur þær, sem áttu að send- j ast með Súðinni til Súganda- : fjarðar, Bolungarvíkur og j Tálknafjarðar verða sendar meö m/b. „Finnbjörn“ í dag, og er því vörusendendum bent á að vátryggja vörurn- ar með því skipi. Aðrar vörur, sem sendast áttu með Súðinni verða sendar með öðrum skipum eins fljótt og ástæður leyfa. Bókmennfavidburður: ivisaga n er komin út á vegum Prentsmiðju Austurlands h.f. Seyðisfirð,i, í þýð- ingu Guðmundar sál. Hannessonar prófessors o g Sigurjóns Jónssonar fyrrv. héraðslæknis, sem einnig ritar kafla um síðari hluta ævi Franklíns, eftir að sjálfævisögunni sleppir. í formála fyrir bókinni segir Sigur- jón Jónsson: „Ekki mun vera um það deilt, að Benjamín Franklin var einn af mikil- hæfustu mönnum, er uppi voru á 18. öld, og einn hinna fjöihæfustu manna, sem nokkur tíma hafa uppi verið. 'Hann hófst úr fátækt og um- komuleysi til æðstu mannvirðinga og komst i góð efni og átti allt sitt gengi einvörðungu að þakka atorku sinni og sparsemi, ósérplægni og áhuga á aimenningsheill. Hann var vandaður maður og vammlaus í dagfari sínu og einkalífi, á borð við þá, sem þar eru í fremstu röð, en í hinu bar hann af flestum fyrr og síðar, að hann var það líka í allri opinberri framkomu sinni. Þar „vann hann það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans“, og aldrei gerði hann stjórnmála- starfsemi sína sér að féþúfu. Fer tœpast hjá þvi, að íslendingur, sevi kynnir sér sögu Franklíns og œvistarf, minnist Jóns Sigurssonar, þvi að um svo margt svipar þeim saman. Sami er óþreytandi áhuginn á því að efla almenningsheill á sem flestum sviðum, sama er vammleysið, jafnt í stjórnmálaþátttöku sem einkalífi, og að öðrum þræði eru báðir sístarfaiidi að fræðaiðkunum og vís- inda, hvenær sem tóm gefst til. Og það er tœpast lilviljun að Jón Sigurðsson varð fyrstur til að snúa œvisögu Franklins á íslenzku. Hann hefir fundið and- legan skyldleika meö sér og Franklín, enda sjálfsagt snemma tekið hann sér til fyrirmyndar. Ævisögu þessari sneri Jón úr dönsku; gaf Bókmenntafélagið hana út 1839 ásamt ævisögu Óberlíns prests, og hét bókin „Tvær ævisögur útlendra merkismanna", var ævisaga Fraklíns meginhiuti bókarinnar. Þessi þýðing Jóns var gefin út i annað sinn 1910 á vegum Þjóðvinafélagsins. For- seti þess þá, Tryggvi Gunnarsson, er l essu mun liafa ráðið, og ritaði formála fyrir þeirri útgáfu, var maður, sem um áhuga og ósérplœgni var likt farið og Franklín og hafði, eins og hann, hafist til mannvirðinga úr alþýöustétt. — Báðar þessar útgáfur munu nú ófáanlegar. Þriðji maður, sem tekið liefir sér fyrir hendur að kynna Benjamín Frank- lín islenzkum lesendum, er Guðmundur Hannesson prófessor'. Mun þeim er honum voru kunnugir, ekki blandast liugur um, að hann hafi líka um margt fundið andlegan skyldleika við Franklin. Einkanlega var það fjölhæfn in, sem þeim svipaði í, og fjöldi áhugamálasviSanna, og hefðu báðir getað sagt það með sanni að þeir teldu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Og hefðu ekkert mannlegt óviðkomandi. Og hjá báðum var sú spurning efst á baugi um hvað eina, sem fyrir augun bar eða í hugann kom, hversu það mætti nota í þágu almennings“. Sjálféævisaga Benjamíns Franklíns hefir veriö talin til merkustu öóka, sem ritaðar hafa verið. Munu flesíir líta svipaö á hana og sænski rithöfund- urinn Stellan Arvidson, en hann ritar um hana á þessa leið: „Þessi sjáifœvisaga á ekki sinn líka í heimsöókmenntunum. Það verður tæp- ast sagt, að Fraknklín hafi átt þar nokkurn fyrirrennara. Ágústínus hafði ritað um afturhvarf sitt, Benvenuto Cellini um glæfraleg listamannsævintýri sín og frakkneskt hirðfólk um styrjaldir og ástarævintýri. Hinar ástríðu- þrungnu og volgurlegu „Játningar“ Rousseaus voru ekki komnar út, þegar Franklín byrjaði á sjálfsævisögu sinni, og Casanova var þá ekki enn farinn að rita ástabrallssögur sínar. Franklín ólst upp og lærði iðnað á tímum, sem heilbrigð skynsemi setti mót á, og hann ritaði fyrir meöalstéttina, en við hana hafði alit til þessa verið lögð lítil rækt í bókmenntunum. Sjálfsævisaga hans er afrek sjálsmmenntaðs manns. Ilún er rituð á hversdagslegu máli og segir frá hversdaglegum atburðum. Ilún lýsir því, hvernig iðjusemi og sparsemi leiðir til þrifnaðar og þroska. Þaö er „þriðja stéttin" — borgarastéttin. — sem hér fer að láta til sín taka í bókmenntunum, — og ekki laust við ,aö kenni nokkurs sjálfsþótta. Það er hinn ungi Vesturheimur, þar sem farið er að bóla á fyrstu frjóöngum auðvaldsins, þótt hugsunarhátturinn sé enn nokkuð smáborgaralegur, „veruleikans álfa“, jarobundin og hugsjónaauðug í senn“. Sá á enga kvöl, sem þarf að velja bók til að gefa vinum sínum, ungum eða gömlum. Fæst hjá öllum bóksöium

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.