Tíminn - 19.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 19. nóv. 1947 212. blað clegi íi táci fó Tilkomnmiki! gretósla í dag: Sólin kom upp kl. 9.10. Sólarlag kl. 15.15. Árdegisflóð kl. 9.25. Síö- degisflóð kl. 21.50. í nótt: : Næturakstur fellur niður vegna Benzínskömmtunar. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austur- Kæjarskólanum, sími 5030. Nætur- vörður er í lyfjabúðinni Iðunni, við Laugaveg, sími 1911. Veðrið: Norðan, eða norðaustan stormur í dag, en heldur lygnara í nótt. Dáiítil snjókoma, frostlítið meö kvöldinu. Útvarpið í kvöld: 1 Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guð- fnundsson tollvörður: Vor í Kana- flaskógum. — Erindi. b) Úr rninn- íhgum _ Guðrúnar Borgfjörð. c) Kvæðalög: Indriði Þórðarson bóndi í Munaðarnesi á Ströndum. d) Oscar ■ Clausen rithöfundur: Úr sögum Ásu á Svalbarði. 22.00 Frétt- fr. 22.05 Óskalög. 23.00 Dagskrárlög. Skipafréttir: - „Brúarfoss" fer frá Reykjavík Í8./11. til Norðurlandsins, lestar frosinn fisk. „Lagarfoss" fór frá Antwerpen 16./11. til Kaupmanna- Jjafnar. „Selfoss" kom til Reykja- yíkur 17./11. frá Immingham. „Fjallfoss" er á Siglufirði. „Reykja- foss“ íór frá Leith 14./11. „Salmon Knot“ kom til Reykjavíkur 13./11. frá New York. „True Knot“ fór frá Halifax 12./11. til Reykjavíkur. ..Lyngaa" er í Helsingfors. „Horsa“ fór frá Vestmannaeyjum 16./11. til Leith. Handknattleiksmótið. Meistaramót Reykjavíkur í hand knattleik hófst í íþróttahúsinu á Hálogalandi síöastliðinn laugar- dag og hefir haldið áfram á hverju kvöldi síðan. Úrslit á laguardag urðu þessi: Ármann og KR gerðu jafntefli í meistraflokki kvenna, 1:1. í meist- araflokki karla vann Ármann Val með 9:7. KR Víking með 8:7 og ÍR Fram með 5:2. í III. flokki karla vann Ármann Val og KR ÍR. Á sunnudag vann ÍR Fram í meistaraflokki kvenna með 4:2. í meis'taraflokki karla vann Valur KR með 6:4. Ármann ÍR með 9:3 ,Qg...,Fram Víking með 12:4. — í I. flokkí' karla v^nn Ármann Fram meö 8:5. — í II. fl. karla vann ÍR Fram með 6:4, en KR og Ármann gerðu jafntefli, 3:3, og Víkingur og Valur 4:4. — í III. flokki karla vann KR Ármann með 4:3 og ÍR Val með 4:2. Á mánudag fóru leikar þannig, áð Fram vann KR í meistara- flbkki kvenna með 1:0, Ármann Váiin ÍR í III. flokki karla með 7:4 og í II. flokki karla vann KR Fram með 7:6. Víkingur ÍR með 4:3 og Valur Ármann með 4:3. Keppni í bowling fór hér fram síðastliðinn sunnu- dag. Er það í fyrsta sinn, sem keppt er í því spili hér á landi. ICeppnin fór fram í skála, sem herinn notaði til slíkra leikja í Xamp Knox. Úrslit urðu þau, að amerískur maður, starfandi við amerísku sendisveitina hér, Frank- enhauser að nafni, bar sigur úr býtum. Hlaut hann 5656 stig. Ann- af varð Sigurjón Hallbjörnsson og hlaút 517 sfjfe,' þriðji varð Svein- björn Dagfinnsson með 511 stig. Bílstjórar fá aukinn benzínskammt. Viðskiptanefndin hefir nú orðiö við eindregnum tilmælum ■atvinnubílstjóra um aukinn ben- zínskammt. Verður skammturinn • t il þeirra aukinn um 50% á næsta ■ skömmtunartímabili, sem hefst eft ir nýárið. Benzínskammtur einka- bifreiða verður hins vegar ekkert .áukinn frá því, sem er. Ennheimta útsvaranna gengur illa. , . Innheimta útsvara til bæjarsjóðs Reyjcjavíkur hefir gengið mun verr á þessu ári en næstu árin á und- an. Er nú ekki búið að innheimta nema 67% af áætlun. Á sama tíma í fyrrá var búið að innheimta 70%. Árið þar áður 75% og árið 1944 79%.' Heíir stöðugt gengið erfiðlegar og erfiðlegar að inn- heimta útsvörin hin síðustu ár. Telja þeir, sem um þessi mál fjalla hjá bænum, að fylgja verði innheimtunnl eftir með töluvert meiri harðneskju nú en verið hefir áður, ef heildarárangur ársins á ekki að verða mun lakari. Stofnfundur fulltrúaráðs iðnnemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn s.l. sunnudag í fundarsal Landssmiðjunnar 1 Reykjavík. For- maður Iðnnemasambandsins Sig- urður Guðgeirsson bauð fulltrúa velkomna og setti fundinn með ræðu. í fulltrúaráðinu eiga sæti 35 íulltrúar. í stjórn ráðsins voru kjörin: Hulda Guðmundsdóttir, hárgreiðslunemi, Tryggvi Bene- diktsson, járniðnaðarnemi og Finn- bogi Júlíusson, blikksmíðanemi. Á fundinum voru rædd ýms hags- munamál iðnnema og m. a. sam- þykkt svolátandi ályktun varðandi byggingu hins nýja iðnskólahúss: „Stofnfundur fulltrúaráðs iðn- nemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði vítir harðlega þá á- kvörðun Fjárhagsráðs, að stöðva byggingu hins nýja iðnskólahúss í Reykja.vík, þar, sem öllum er vitanlegt að núverandi húsakynni skólans eru svo þröng og ófull- komin, sem frekast má verða og því brýn þörf skjótra úrbóta. Það eru því eindregin tilmæli fulltrúa- ráðsins, að . fjárhagsráð endur- skoði þessa ákvörðun sína og veiti umbeðið fjárfestingarleyfi nú þeg- ar svo að hægt sé að halda bygg- ingu skólans áfram." Ódýrar aaglýsingar Hér. á þessum stað eru birta'r smáaugíýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Tímans til þœginda og er vonast eftir að þeir noti sér þau. Líklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blað landsins. E®elsar „Indian lamb“ o. fl. tegundir nýkomnir. Seldir án skömmt- unarmiða. ■NONNI Vesturgötu 12, sími 3570 Merlíergl. Rúmgott herbergi, með inn- byggöum skáp, til leigu. Upp- lýsingar í síma 3652 milli kl. 12 og 1 á daginn. VII katBpa góð þókbandstæki, upplýsingar í sima 5990 kl. 6 til 8 á kvöldin. Borðstofnhúsgögn eða aðeins „buffet“ óskast til kaups. Uppl. í síma 3793. 4aglýsmgasími Tímans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. Ostsýiatiag Jóns Þorleifssonar og Kolbrún- ar Jónsdóttur í Sýningarskála myndlistarmanna er opin dag- lega frá kl. li—23. ©a*ðalí®It Vil kaupa íslenzka-enska orða- bók. — Sími 4373. LEIKFÉLAG KEYKJAVÍKUK Danskar hárgreiðslukonur héldu í haust landsmót að Óðinsvéum á Fjóni. Var í sambandi við lands- mót þetta haldin sýning, þar sem almenningur gat séð svart á hvítu, hvernig dönsku hárgreiðslukon- urnar eru verki farnar. Og þær þurftu sannarlega ekki að skamm- ast sin fyrir handaverk sín. Þau lofuöu meistarann og báru ó- hrekjanleg vitni um leikni og hug- kvæmni. Það er víst ekki of sterkt að orði kveðið, þótt sagt sé, að þar (Framhald á 7. síðu) Á förnum vegi Olfrumvarp þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Steingríms Stein- þórssonar og Sigurðar Hlíðar ber | oft á góba um þessar mundir, og eru skoðanir manna harla skiptar. í skrifum margra, sem látið hafa ! til sín heyra um þetta mál, gætir vægast sagt ekki lítillar óbilgirni, og ég held, að þar eigi mótmæl- endur og meðmælendur óskipt mál. Samkvæmt frumvarpinu á að leyfa' hér bruggun áfengs öls, en skattgjaldi af ölinu á að verja til sjúkrahýsa. vtan Reykjavíkur. Núna. á dögunum lagði ég þessa | spurningu, fyrir nokkra reykvíska borgara: Ert þú með eða móti öl- frumvarpinu, og hvaða rök færir þú fyrir afstööu þinni? Ég birti hér tvö svör, frá húsmóður og stúdent. Húsmóðirin, Anna Erlendsdótt- ir, Hverfisgötu 117, segir: | „Hver. kona og móðir hlýtur | undantekningarlaust að vera mót- fallin því að „bæta“ ölið meir með alkóhóli en veriö hefir. Það er nóg af eitri, sem stendur æskufólkinu til boða í búðarhillunum, þótt ekki bætist þar við sterkara öl. Hver unglingur hefir leyfi til að kaupa tóbak og áfenga drykki, án nokk- urs eftirlits. Peningaráð unga fólksins nú á dögum eru oft það mikil, að ekkert er sparað í kaup- um á öli og sælgæti. Við sjáum t. d„ hvernig skólafólkið þýrpist saman í „sjoppunum" í fríminút- unurn, þambar þar gosdrykki og öl til hressingar, oft af lítilli þörf. Skyldi hið „bætta“ öl ekki veröa þar til sölu? Margur unglingurinn myndi ef- laust helzt kjósa þann drykkinn, sem honum fyndist kröftugust hressing í. Líklegt er, að „bætta“ ölið myndi vekja löngun hans í enn sterkari drykki, og er þá ekki langt í vinútsölurnar. Þá hættu, sem af því getur stafað, þekkjum við því miður of vel til þess, að nokkur móðir vilji, að barn henn- ar fari þá leið.- Á kvöldin hér í Reykjavík streymir unga fólkið inn í þessa1 nýtízku „bari“. Þar situr það allt kvöldið yfir ölflöskum, í reykjar- svælu undir glymjandi „jassi,“ og eru þá miklar líkur fyrir, að „bætta“ öliö yrði óspart drukkið, en ekki hugsað um nein leynd á- hrif, sem það getur vakið. Við mæður hinnar íslenzku æsku von- um því, að þetta ölfrumvarp nái ei fram að ganga, heldur treystum fulltrúum okkar á Alþingi að setja lög um takmörkun á sölu á áfengum drykkjum." Stúdentinn, Þórarinn Þór, stud. theol., segir: „Ef ég væri alþingismaður, og komið væri að atkvæðagreiðslu um þetta mál mundi ég sitja hjá. Ég get sem sagt ekki gert upp á milli þeirra raka með og móti, sem komiö hafa fram í málinu. Ég er á þeirri skoðun, að áfengt öl, ef framleitt væri og selt hér, mundi ekkert draga úr drykkjuskap með þjóðinni. Hins vegar hygg ég, að það mundi ekki auka hann. Meðal menningarþjóöa, sem við viljum hafa mest mök við, virðum og metum, heíir bruggun áfengs öls tíðkast um langan aldur, og er talinn sjálfsagður hlutur. Ég trúi því ekki að óreyndu, að ísleriding- ar séu þaö siöferöislega veikari en þessar þjóðir, að þeir ekki geti umgengist áfengt öl, án þess að bíða af því tjón. Hins vegar vildi ég ekki hafa það á samvizkunni, að æskumenn og konur geröust drylckjumenn af þess völdum. Ég er ekki trúaður á það, en reynsl- una vantar hér hjá okkur, og ég' get ekki annað en tekið fullt tíl- lit til þess ótta, sem gripið hefir um sig meðal mæðra og annarra við þetta frumvarp, svo og þeirra fjölmörgu radda, sem berjast gegn því með oddi og egg. Ég er þess fullviss, að með fram- leiðslu ölsins myndu skapast tekjur handa ríkissjóði og erlendur gjald- eyrir, en ef það á að kosta éyði- leggingu svo og svo margra borg- ara þjóðfélagsins, þá væri betur heima setið. Ég þvæ því hendur mínar. Ég er hlutlaus í málinu." sögulegur sjónleikur eftir ©BstfMiBBit*! K.aml5ssa SýiaiMg á £®stmlsí||skvöfd M. 8 Aðgöngumiðasala á morgun kl. 3—7, sími 3191. ATH.: Engir miðar teknir frá vegna áskrifenda. \ ! ! FJALAKOTTUKINN sýnir gamanleikinn fimmtudagskvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Fé!ag Framsóknarkvenna í Reykjavik heldur fund fimmtudaginn 20. þ. m. í Tjarnarkaffi, uppi, kl. 8,30 e. h. FUNDAREFNI: Kosning fulltrúa á aðalfund Bandalags kvenna. Félagsmál. — TJvplestur. — Kvikmynd. STJÓRNIN. . .VAUXHALL 14, nýlegan eða nýjan, við góðu verði. Tilboð leggist inn til afgreiðslu Tímans, merkt: „Góður bíll.“ Unglinga vantar tii að bera út Tímann, bæði í véstur- cg austurbænum. Talið við afgreiðsluna sem fyrst, sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.