Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 20. nóvember 1947 213. blaðs Elísabet prinsessa og Mountbatten Reykvíkinga vantar meíra raf- magn og heitt vatn ISæjaryfirvöldin verða að leiðSieisia fólkl. bvernig forðast má skemmdir-á raf- kiuiðmii tækjum Reykvikingar hafa margir hverjir fengið að kenna á kuldanum seinustu dagana. Hvorki rafmagnið nf; hitaveitan hafa undanfarna kuldadaga komið bœjarbúum nema að hálfv.m notum, sakir of mikils álags. í verksmiðjum hefir orðið að hætta vinnu þann hluta dagsins, sehi' rafmagnið er minnst. 1 Fyrir hádegi í dag fór vígsla Elísabetar Englandsprinsessu og Philips Mouníbattens hertoga fram í Westminster Abbey. Erkibiskupinn af Kantaraborg framkvæmdi hjónavígsluna. Fólk fór að þyrpast að síðdegis í gær og beið í alla nótt í Jieirri von að geta séð brúðhjónin, er þau óku að og frá kirkjunni í glervagni sínum. Sjónvarpstækjum og kvik- myndatækjum var komið fyrir í kirkjunni og við leiðina, sem brúðhjónin óku. Hafin hygging tveggja nýrra fiugstefnnvita Verðw varisflugvöllnr mlllilandaflugvéla á kópaskeri? Á fundi sameinaðs þings í gær, gaf Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra ýmsar merkilegar upplýsingar um nýjar framkvæmdir, sem hafa verið unnar á sviði flugmál- anna á þessu ári eða hafinn er undirbúningur að. Tveir flugstefnuvitar. Að' dómi íslenzkra flug- manna hefir engin fram- kvæmd í þágu flugmálanna verið talin jafn brýn og bygg- ing flugstefnuyita á Skaga. Því yar hafizt handa um það í sumar að koma þessum vitá upp og er þeirri fram- kvæmd nú langt komið. Fé var ekki veitt til þessara framkvæmda á fjárlögunum, en samþykki fjármálaráð- herra fékkst fyrir sérstöku framiagi í þessu skyni. Á seinasta þingi var veitt nokkurt framlag til að koma upp flugskýli á Austurlandi. Að dómi flugráðs er hins veg- ar talið enn nauðsynlegra að koma upp flugstefnuvita á Fljótsdalshéraði, og var sú ákvörðun því tekin að fresta byggingu flugskýlisins og nota þétta fé jfí að koma upp fhigstefnuvitanum. Ýmsar framkvæmdir. Þá hefir verið unnið að ýnieum framkvæmdum í þágu flugmálanna víða um land. M. a. er búið að greiða ftámlög á árinu til flugfram- kvæmda á eftirtöldum stöð- um sem hér segir: Akureyri (til að bæta að- stöðú sjóflugvéla) 7000 kr., Hólmavík 6000 kr., Horna- fjöruður 14100 kr., Vest- mannaeyjar 51.200 kr., ísa- firði- (flugskýli) 65.200 kr., Fagurhólsmýri 19.900 kr., Mel gerðiseyri 33.000, kr., Gufu- skála hjá Hellisheiði (nýr völlur) 22.700 kr. Alls er þetta um 221 þús. kr. i Þá er nú verið að vinna að ýmsum endurbótum á Vest- mannaeyjavellinum og er kostnaðurinn áætlaður um 200 þús. kr. Einnig er verið að vinna að dráttarbraut og flugskýli á ísafirð iog er tal- ið, að það muni kosta um 20 þús. kr. Alls er gert ráð fyrir, að um 1.1 milj. kr. verði varið á þessu ári til flugvalla, flugstefn'uvita og flugskýla utan Reykjavíkur og Gull- bringusýslu. Verður Kópavíkurvöll- urinn varavöllur fyrir millilandaf lug ? Þá hefir flugráði verið falið að athuga, hvar sé meest þörf fyrir endurbætur, sem ekki krefjast mikils kostnaö- ar, á flugvölium úti á landi. M. a. hefir komið til athug- unar, að flugvöllurinn á Kópaskeri verði gerður vara- flugvöllur fyrir millilanda- flug, en það myndi sennilega verða hægt, ' án verulegs kostnaðar. Á 20. grein fjárlágafrv., sem nú liggur fyrir þínginu, er ráðgert að verja 1.550 þús. til nýrra framkvæmda í þágu flugmálanna á þéssu ári. Er það vitanlega á valdi Alþing- is að ákveða, hvort það vill verja þessu framlagi til ákveðinna framkvæmda eða hvort það lætur flugmála- stjórninni eftir að ákveða þær. Hiiavéítan nœgir ekki alls staðar. Sum hús, sem hituð eru upp með heita vatninu frá hitaveitunni, hafa að undan- förnu misst hitann marga tíma á dag, að minnsta kosti er það svo í þeim hverfum bæjarins, þar sem ástandið er verst. en það eru einkum þau, sem standa hátt. Geym- arnir tæmast fljótt á kvöldin, vegna þess að vatn nær alörei að safnazt fyrir í þeim að ráði. Við þetta bætist svo það, að vegna rafmagns- skortsins er ekki hægt að dæla heita vatninu af full- um krafti. Steinar í pípunum. Síðustu dagana hafa kom- ið i ljós gallar á lagningu leiðslnanna í miðbænum. Hafa pípurnar stíflazt í Lækjargötu .Kom í ljós, að steinar hafa lent í þeim, þegar verið var að leggja þær. Hefir ekki nægileg aðgæzla verið viðhöfð. Er óttast að Snjóskriða fellur á Gunnsteinsstaði í Langadal Norðurfarþcgarnir teppíir á Hlwnduósi Fólkið, sem var á leið norö- ur til Akureyrar með áætlun- arbifreiðunum, sem tepptust a Blönduósi í fyrradag, situr þar enn, en mun reyna að komast áleiðis þegar, er veður leyíir. Ekki var fullkomlega ráðið, hvort bifreiðarnar mundu reyna að brjótast aústur í dag, en snjóýtur eru til staðar og munu hefja ruðning í dag, ef snjókomu linnir, en veður er nú batnandi. — í Langadal er nú mikil fannkyngi, en ekki hefir orðið þar meira tjón af völdum snjóflóða, en þaö sem varð á Gunnsteinsstöðum i gær. Skemmdist þar íbúðar- hús allmikið og einnig pen- ingshús. Fór mikill snjór inn í bæinn og var ekki lokiö við að hreinsa hann fyrr en seint í gærkveldi. Nokkur hross urðu og íyrir snjóflóðinu, en flestum þeirra tókst að ná lifandi. slíkar stíflanir ..kunni að koma í ljós á fleiri stöðum í bænum. Siensk flugvél ferst í gær hrapaði sænsk far- þegaflugvél til jarðar á Ítalíu. Var flugvélin á leiðinni frá Abessiniu, er slysið vildi til. Fórust um 20 sænskir flug- menn og margir fleiri særð- ust. Rafmagnið ofnotað. Rafmagnsskorturinn stafar að verulegu leyti af því, að hitaveitan annar ekki hlut- verki sínu. Þar sem hitaveit- an er, en kemur ekki að fullum notum, grípur fólk til þess að hita heldur upp hús- in með rafmagnsofnum, en að hírast í kuldanum. En þá er raforkan ekki næg heldur. Rafmagnslausar . verksmiðjur. Rafmagnsleysið hefir kom- ið harðast niður á ýmsum verksmiðjum, sem þurfa raf- magn til reksturs síns, og svo húsmæðrum, sem hafa átt í erfiöleikum með að sjóða matinn vegna raímagns- skorts. Minnst hefir raf- magnið verið fyrir hádegið, þegar alls staðar er verið aÁ matreiða, og þá hafa fjölda margar verksmiðjur orðið að hætta vinnu. Má viða sjá verksmiðjufólkið spila á spil í verksmiðjunum sér til dægrastyttingar, meðan þess er beðið, að hádegisverður bæjarbúa soðni. Raftæki og ýmsar heimilis- vélar liggja undir skemmdum. Það er þó ekki aðeins, að af rafmagnsskortinum stafi vinnutap, tafir og óþægindi. Rafmagnsskorturinn getur valdið miklum skemmdum á vélum, ef rafstraumur er hafður á þeim, þegar spenna er óeðlilega lág. Margir bera ekki það skyn á rafmagn, að þeir viti þetta, og hafa eigi aðstöðu til þess að fylgjast svo vel með spennunni ,að þeir geti verið á varðbergi um raftækin. Munu þess líka dæmi, að fóík hafi skemmt eða eyðilagt ýmsar heimilis- vélar ,svo sem þvottavélar, kæliskápa, hrærivélar o. fl., af þessum sökum. Verður að krefjast þess, að bæjaryfirvöldin láti daglega tilkynna hlutaðeigendum, hvenær óhætt er að nota raf- l/ækrj, er skemmst geta á þennan hátt, þannig að þeim sé ekki hætta búin. Óvíst, hvenær úr rœtist. Óvíst er, hve lengi þetta ástand helzt. Ekki er hægt að grípa til neinna bráðabirgða- ráðstafana. Líkur eru þó til að úr rætist dálítið, þegar hlýnar aftur. En full bót fæst ekki á þessu, fyrr en eim- túrbínustöðin getur tekið til starfa. En það dregst aftur vegna verkfalls járniðnaðar- manna. Batnandi veður Veður var fremur batnandi um allt land í morgun. Á Aust- urlandi, Dalatanga, var vind- ur austlægur, 7 vindstig og éljagangur en frostlaust, hiti tvö stig. Á Grímsstöðum á Fjöllum var þó 4 stiga frost og nokkur snjókoma. Á Akureyri og víðast hvar annars staöar norðan lands var vindur norð- austlægur allhvass, eða 5—7 vindstig með allmikilli snjó- komu og 2 stiga frosti. Á Vest- fjörðum var víðast nokkur stormur og éljagangur en frostlítið. í Breiðafirði og Borgarfiröi var engin snjókoma. Sunnan- lands var víðast léttskýjað en vindur norðlægur og nokkurt frost. Síldarbátarnir fóru út í morgun Síldarskipin við Faxaflóa hafa legið í höfn undanfarna daga vegna veðurs. En í morg- un var kyrrara og lögðu þá flestir af stað á veiðar. Lögðu þeir leið sína inn í Hvalfjörð, en ekki er vitað um aflahorf- ur nú eftir garðinn. Eiga að endurbæta stjórnarskrána Samkvæmt þingsályktun frá 24. maí 1947 hefir verið skipuð sjö manna nefnd til þess að endurskoða stjórnar- skrá íslenzka lýðveldisins. í nefndinni eiga sæti þeir Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, formaður, Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, og Ólafur Jóhannes- son, prófessor, skipaðir af ríkisstjórninni án tilnefning- ar, Gylfi Þ. Gíslason, prófess- or, skipaður samkvæmt til- nefningu Alþýðuflokksins, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, skipaður sam- kvæmt tilnefningu Fram- (Framhald á 7. síðu) Ramadier segir af sér Verkfföll foreiSast ört út í Frakklaifidi Stjórn Ramadiers sagði af sér í gærkvöldi og hafa verk- föll breiðzt svo ört út, að nú eru 600 þú(3. verkamenn í verkfalli. Margir álíta, að forseti muni reyna að fá Leon Blum til þess að mynda stjórn. Álítið er, að það hafi verið fylgismenn de Gaulles í Lýð- veldisflokknum, sem þröngv- uðu Ramadier til að biðjast lausnar. Talið er, að verkföll muni nú enn breiðast út í Frakklandi við brottför stjórnarinnar, og er ástandið í landinu mjög alvarlegt, ef ekki tekst að mynda stjórn mjög bráðlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.