Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 1
f Ritstjóri: 41 Þórarinn Þórarinsson ' Fréttaritstjóri: jfí Jón Helgason Útgefandi ■ Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Eddvhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinya- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. nóv. 1947 214. blað Allir mjólkurflutn- ingar til Húsavíkur stöðvast „Við ei’MiM sv« a® segja á kafi í í Húsavík og i Þingeyjar- sýslu er nú mikil fannkynngi eins og annars staðar á Norð- austurlandi um þessar mund- ir. — Við erum svo að segja á kafi í snjó, sagði fréttaritari Tímans á Húsavík, er blaðið átti tal við hann í morgun. Allar bifreiðaferðir um sýsl- una hafa teppzt í bili og þar með allir mjólkurfiutningar til mjólkursamiagsins í Húsavík. Samlagið tók til starfa i haust eins og kunn- ugt er, og hefir vinnsla mjólk- urinnar gengið mjög vel. Meiri mjólk hefir borizt til sam- lagsins en búizt var viö í fyrstu. í Húsavík hefir verið nokk- ur þorskafli þegar gefið hefir á sjó. — Ekkert tjó.n svo talizt geti varð í Þingeyjarsýslu í stór- hríðinni á dögunum. Veður er nú batnandi fyrir norðan, þó nokkur stormur en hríðar- laust og frostlitið. Byggðahverfin I fæðingu: Húsbruni í Sand- gerði Á miðvikudaginn var brann íbúðarhúsið á Plankastöðum í Sandgerði til kaldra kola ásamt heyhlöðu og geymslu. Vindur var allhvass, og varð íbúðarhúsið alelda á skammri stundu. Nokkru var bjargað af innanstokksmun- um á neðri hæð, en allt brann inni á efri hæðinni og var innbú þar óvátryggt. Slökkvi- liðið af Keflavikurflugvelli kom þarna að, en ekki fyrr en um seinan. Kornrækt hafin í stórum stíl á Hvolsvelli að vori Efi vel tekst, á kenayrkjaM aS§ verða fiastasr MSasr í forrækt landsiíis í byggðahverf- Biiiisnt laýjii Nú virðist hinn gamli draumuf um skipuleg byggðar- hverfi á beim stöðum, er bezt henta til nútímabúskapar, icra í þann veginn að rætast. í haust var hafinn undir- búningur að byggðahverfi í Ölfusi, og á vori komanda er í ráðum að byrja forræktun lands á Hvolsvelli í Rangár- vallasýslu handa öðru byggðahverfi. Á bar að taka upp þá nýbreytni að undirbúa grasræktina með kornrækt og fá með því úr því skorið, livort ekki er unnt aö rækta hér á arðbæran hátt korn í stórum stíl með nútímavéltækni. Síldveiði undan Kjalarnesi í dag Síoeiaiur í IfvalfirlSi í gær fóru flestir síldarbát- arnir aftur á veiðar, þeir sem beðið höfðu í höfn, meðan hvassviðrið stóð. Flestir bát- anna ætluðu beina leið inn í Hvalfjörð, en þegar þángað kom, var þar talsverður stormur og ekki fært veiðiveð- ur, þrátt fyrir að logn og kyrrt veður var í Reykjavík. Urðu bátarnir því að snúa aftur úr Hvalfirði, þó að þeir yrðu var- ir við mikla síld, sem þeir fundu með bergmálsdýptar- mælum. Akranesbátarnir fóru heim aftur, en Reykjavíkurbátarn- ir urðu varir við síld á heim- leiðinni undan Kjalarnesi, og þar fengu þeir nokkrir allgóða veiði í gærdag. í morgun voru um 15 skip að veiðum út af Kjalarnesi, og virtust hafa komizt þar í tals- verða síld. Nú fyrir nokkru skrifaði Bjarni Ásgeirsson landbúnað- arráðherra Pálma Einarssyni landnámsstjóra og óskaði þess, að hann geröi áætlun um kornrækt í stórum stíl á Hvolsvelli eða öðrum stað í Rangárvallasýslu, þar sem land þarfnaðist ekki fram- ræslu, áður en ræktun hæfist. Brást landnámsstjóri fljött við og samdi slíka áætlun. Aö henni fenginni skrifaði land- búnaðarráðherra riýbýla- stjórn og óskaði þess, að hún beitti sér fyrir því, að fengnir yrðu tvö hundruð hektarar lands til byggðahverfis á Hvolsvelli og byrjuð þar þeg- ar næsta vor kornrækt á fimmtíu hekturum lands sem forrækt að framtíðarrækt- un. Eiga þarna að rísa upp fimm býli. Upphaf þess, að íslend- ingar framleiði sjálfir fóðurkorn sitt. Tíðindamaður Timans sneri sér í gær til Bj arna Ásgeirs- sonar landbúnaðarráðherra og spurði hann um þessa fyr- irhuguðu kornrækt. Lét hann meðal annars svo ummælt: — Þessi tilraun er hugsuð sem upphaf þess, að íslend- ingar hefji sjálfir framleiðslu þess fóðurkorns, sem þeir þarfnast, og jafnvel einnig ikorns til manneldis aö ein- jhverju leyti, og geri þannig |búskapinn fjölbreyttari og þjóðina meira sjálfbjarga en verið hefir um öflun matvæla. Á næstu árum munjrýbýla- stjórn hefja stórfelldár rækt- unarframkvæmdir í Ölfusi og víðar, og gefist þessi korn- ræktartilraun vel, ætlast ég til, að byrjuð verði forrækt á þeim stöðum með kornyrkju, þegar landið hefir verið ræst fram. Nýtízku vélar verða notaðar. Við þessa kornyrkju á að nota afkastamiklar kornslátt- ar- og þreskivélar, er þreskja kornið jafnóðum og það er slegið. Festi Jóhannes Bjarna- son vélaverkfræðingur kaup á einni slíkri vél vestan hafs fyrir nokkrum árum, og hefir ; Klemens Kristj ánsson á Sámsstööum notað hana á ökrunum þar með góðum ár- angri. Er ráðgert að nota þessa vél einnig á hinum nýju ökrum á Hvolsvelli, ásamt öðrum vélakosti, sem þörf er á. Kornþurrkunarstöð í Hveragerði. Með tilliti til tíðarfars á Suðurlandi verður nauðsyn- legt að koma upp kornþurrk- unarstöð á hentugum stað, svo fremi sem framhald verð- ur á kornyrkjunni. Verður þá álitlegast að nota jarðhitann til þess að þurrka kornið. Yrði kornþurrkunarstöðin senni- lega bezt sett í Hveragerði, og þangað yrði kornið þá flutt, jafnóðum og það er þreskt. Framleiðsluverð íslenzks korns lægra en kaupverð erlends. Áætlun landnámsstjóra um kornræktina á Hvolsvelii var miðuð við það, að teknir væru fyrst til kornræktar fimmtíu hektarar lands, og yrði rækt- að korn í landinu í tvö ár, áð- ur en grasrækt hæfist. Telur hann, að stofnkostnaðurinn yrði 205.250 krónur, miðað við núgildandi verðlag. Eru þar meðtaldar kornyrkjuvélar, er kaupa þyrfti fyrir um 75 þús- und krónur. En ekki þyrfti þó að verj a til þeirra kaupa nema um 50 þúsund krónum í er- lendum gjaldeyri. Árlegan kostnað \ið þessa ræktun á- lítur hann myndi verða um 110 þúsund krónur, en af þeim kostnaöi þykir sanngjarnt, að nokkur hluti leggist á fram- tíðarræktun landsins, sem njóta mun góðs af forrækt- irini, Er henni ætlað að bera fimmtán þúsund krónur, samkvæmt áætluninni, — með öðrum orðum helming kostnaðar við aö brjóta land- ið. — Árstekjurnar af kornrækt- inni þyrftu því að vera 95 þús. krónur eða 1300 krónur á jhektara. Yrði þá framleiöslu- j verö ■ hverrar tunnu korns, ! byggs og hafra, 86 krónur. En BJARNI ASGEIRSSON landbúnaðarráöherra. PALMI EINARSSON landnámsstjóri. erlent korn, sömu tegundar, er nú að minnsta kosti 100 —110 krónur tunnan, og mun meira, þeggr það er komið til bænda austan fjalls. Hér er þess þó enn að gæta, að frum- rækt lands er allt að því helm- KLEMENZ KRISXJÁNSSON, brautryðjandi í kornrækt á Islandi. ingi dýrari en ræktun lands, sem urið hefir veriö árum saman. Fóðurkorn handa 2—3 sýslum. Pálmi Einarsson landnáms- stjöri lét svo ummælt í viðtali við tíðindamann Tímans, að úr tvö hundruð hekturum lands myndi fást nægt fóður- korn handa tveimur til þrem- ur sýslum, miðaö við núver- andi notkun, svo fremi sem kornyrkjan heppnast. Myndi það verða mjög mikils vert, ekki aðeins vegna þess gjald- eyrissparnaðar ,er það hefði í för með sér, heldur og vegna þeirra erfiðleika, sem nú eru á öflun fóðurkorns og munu verða fyrst um sinn, eí aö lík um lætur. Fari hins vegar svo, að til (Framliald á 7. síðuj Brúðkaup Elísabciar Aðeins 250(1 slösuðust jLögreglan þakkar stlllál«g'a tVamkoiam Brúðkaup Elísabetar Eng- landsprinsessu og Mount- battens hertoga fór fram með geysilegri viðhöfn í gær. Hrifning Lundúnabúa var takmarkalaus. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Geoffrey Fisher, gaf brúðnjónin saman í Westminster Abbey. Athöfnin var öll kvik- mynduð og henni útvarpað og endurvarpað víða um heim. Eftir vigsluna héldu brúðlijónin til Buckingham- hallar og þar voru brúðhjón- in ausin rósablöðum að göml- um, enskum sið. Siðar í gær lögðu brúð- hjónin af stað í brúðkaups- íör sína frá Waterloostöðinni. Var förinni heitið til Winch- ester og Romsey í Suður- Englandi, en þar munu þau dvelja hjá Mountbatten lá- varði, landstjóra Indlands nokkra hveitibrauðsdaga. Hann er náfrændi brúðgum- ans. Brúöhjóiialestin var öll blómum .skreytt. Talið er, að allt að tveim milj. manna hafi verið saman komið framan yið konungshöllina og dómkirkjuna, þegar flest var. Margir höfðu meira að segja unnið það til aö standa þar alla nóttina til þess að vera vissir um að missa ekki af neinu. Ifjósmyndarar og kvikmyndatökumenn voru bar á sífelldum þönum og næstu daga og vikur munu myndir af brúökaupinu sjást í flestum blöðum og kvik- myndahúsum heimsins. Lundúnalögreglan hefir fært Lundúnabúum þakkir sínar fyrir prúðmannlega og stillilega framkomu við brúðkaupið. Aðeins um það bil 2500 manns meiddust í troðningunum og er það tal- ið mjög lítið. Flest slysatil- fellin voru yfirlið. Mann- fjöldinn kallaði brúðhjónin fjórum sinnum fram á svalir konungshallarinnar eftir heimkomuna úr kirkjunni. Skósmiði vantar leður Leðurleysi er nú oröið svo tilfinnanlegt hjá skósmiðum bæjarins, að flestir þeirra hafa oröið að hætta störfum af þessum sökum. Bæjarbúar verða líka varir við leðurleys- ið, því aö þeir geta ekki feng- ið skó sína sólaða. ‘ Skósmiðir hafa nú haldið mótmælafund og samþykkt á- skorun til viðskiptanefndar um að veita þeim margum- beðin leyfi til kaupa á sóla- leðri, sem liggja mun hér á hafnarbakkanum i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.