Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 5
214. blað TIMINN, föstudaginn 21. nóv. 1947 b . ERLENT YFIRLIT: Áfökin á (talíu Eeyna komimmistar að gera liyltingn áð- isr en Itjálnin berst frá lSaii«laríkjumim? Það fer saman, að þær fregnir berast frá Ítalíu, að seinustu bandarísku bersveitirnar séu að hverfa úr landi og verkföll og hvers konar óeirðir magnist þar í stór- um stíl. Erlendir fréttamenn á Ítalíu hafa lengi látið þann ótta uppi, að kommúnistar myndu gera til- raun til byltingar strax og ameríski herinn væri farinn úr landi. Það virðist .augljóst, að Ítalía og Frakkland eru þau lönd, sem yfirstjórn kommúnista í Moskvu leggur nú mesta áherzlu á að fá til fylgis við kommúnismann. Það sést m. a. á því, að kommúnista- flokkar þessara landa eru einu flokkarnir utan rússnesku áhrifa- svæðisins, sem taka þátt í hinu nýju alþjóðabandalagi kommún- ista. Fleiri vcstrænir kommúnista- flokkar eru ekki teknir með í bandalagið að': sinni, því að næstu mánuðina verður sókn þess ein- beitt að þessum tveimur löndum. Heppilegur jarðvegur fyrir kommúnismann. Það er ekkert undarlegt, þótt sókn kommúnista í Evrópu bein- ist nú einkum að þessum tveimur löndum. Þar eru nú lángverstar | fjárhagsaðstæður i þeim löndum Evrópu, sem ekki eru hernumin. Það sannast hér eins og endranær, • að kommúnistar telja slæma af- komu almennings og fjármála- öngþveiti skapa sér bezt starfs- skilyrði. Þess -vegna er það hvar- vetna fyrsta markmið þeirra að koma á fjárhagsöngþveiti, þar sem það er ekki þegar fyrir hendi. Þeg- ar slíkur grundvöllur er fenginn, byrja þeir fyrst að ganga ógrímu- klæddir til verks. Það sýnir reynsl- an á Ítalíu og í Frakklandi nú mæta vel. Fjárhagserfiðleikar ftalíu eru auðskildir. Landið er fátækt frá náttúrunnar. -hendi. XJm lengra skeið hefir það hvergi nærri getað fullnægt þörfum þjóðarinnar og því hefir verið- stórfeldur útflytj- endastraumur úr landinu. Frá engu Evrópulandi hafa eins margir menn flutt vegtur um haf seinustu áratugina og frá Ítalíu. Á stjórn- arárum Mussplmis var fjármála- stjórnin í versta lagi. Við þetta hefir svo bæst allt tjónið, sem ítalir hafa beðið af völdum styrj- aldarinnar. Stjórnarvöldum Ítalíu hefir því reynst fullkomlega ofvax- ið að hafa nokkurt taumhald á fjármálunum..-;'-- eftir styrjóldina. Dýrtíðin hefir-farið sívaxandi. — Skuldir ríkisins hafa aukizt enn örar. Engin Vön er til þess, að nokkur viðreisn, sem gagn er að, geti átt sér stað, án stórfeldrar erlendrar hjálpar. Og þrátt fyrir slika aðstoð, er engin von til þess, að hægt sé að búa allri þjóðinni sæmileg afkomuskilyrði í heima- landinu. Samkvæmt áætlun París- arfuhdarins, sem haldinn var um Marshallstillögurnar í sumar, er gert ráð fyrir, að ítalskir verka- menn verði fluttir svo hundruðum þúsunda skiptir til þeirra landa Evrópu, er vantar vinnuafl. ítalski kommúnista- flokkurinn. Fjármálaöngþveitið á Ítalíu og hin bága afkoma almennings þar, gefur vitanlega stefnu eins og kommúnismanum byr í báða vængi. Kommúnistaflokkurinn þar er líka fjölmennasti kommúnista- flokkurinn utan Rússlands. Hann hefir miskunnarlaust reynt að not- færa sér hverskonar óánægju til að afla sér fylgis. Hann var t. d. fyrsti flokkurinn, sem reið á vaöið með það að leyfa fyrrverandi fasistum og fylgismönnum Musso- lini, inngöngu. Hinir gömlu liðs- menn Mussolini eru ekki óveru- legur hluti flokksins. En jafnframt því, sem flokkurinn hefir þannig reynt að skapa sér fjöldagrund- völl, eins og það heitir á máli kommúnista, hefir flokksstjórnin kappkostað að haga skipulagi flokksins þannig, -að ekki hefjist þar aðrir til valda en þrautreyndir og trúverðugir kommúnistar. Flest- ir helstu foringjar flokksins eru líka langreyndir í trúnni og hafa hlotið pólitískt uppeldi- sitt með langri dvöl í Moskvu. Meðal þess- ara manna er t. d. aðalforingi flokksins, Togliatti, sem dvaldi í Moskvu fyrir styrjöldina og vann þá á vegum Alþjóðasambands kommúnista. Það hefir styrkt aðstöðu komm- únista á Ítalíu, að jafnaðarmanna- flokkurinn þar hefir tekið upp þá stefnu að kjósa heldur samvinnu við þá en borgaralegu flokkana. Hafa þeir t. d. haft kosningasam- vinnu við þá að undanförnu. Kristilegi demokrata- fiokkurinn. Fyrst eftir að styrjöldinni lauk og ítalir fengu rétt til flokka- myndunar, mynduðust fjölmargir flokkar í landinu. Sumir þessir flokkar uröu talsvert áhrifamiklir á tímabili, en hjöðnuðu svo fljót- lega aftur. Sumir þeirra hafa þeg- ar verið lagðir niður. Auk sam- fylkingar kommúnista og jafnað- armanna, er nú ekki nema einn stór flokkur í landinu, kristilegi demokrataflokkurinn. Formaður hans, Gasperi, hefir haft stjórnar- forustuna síðan haustið 1945, fyrst í samvinnu við kommúnista og jafnaðarmenn, en nú seinast með aðstoð ýmsra smærri miðflokka. Um skeið virtist flokkurinn held- Fösttid. 21. nóv. Endurbætur á trygg Um allt land er nú beðið eftir fréttum af meðferð og afgreiðslu Alþingis á frum- varpinu um breytingar á al- mannatryggingalögunum, því að svo mikið er víst, þó að talað sé með fullri virðingu og skilningi um þá merku löggjöf, að þjóðin hefir fund- ið þörf á breytingum. Við samningu laganna átti að hliðra sér hjá þeim vanda að leggja mat á það, hverj- ir væru þurfandi styrkja og bóta og því ákveðið að láta lögin ná jafnt til allra, þann- ! ig að ríkustu stórgróðamenn fengju t. d. jafna greiðslu með fjórða barni sínu og þeir fátækustu. Að þessu mátti vitanlega færa þau rök, að gegnum skatta og skyldur væri mönnunum mismunað nóg. ____ En það var annar jöfnuður, sem gleymdist. Þeir, sem búa nógu nálægt lækni fá meiri rétt til sjúkrabóta en hinir, sem fjær eru. Og það var alls ékki hirt um að slysatryggja alla menn.. Suma var skylt að slysatryggja, — það var skylda þjóðfélagsins gagn- vart launamönnunum og fjölskyldum þeirra, — en sú skylda var ekki viðurkennd gagnvart heilum stéttum öðrum. Hér sýnist þó ekki neitt jafnrétti í öðru en því, að annað hvort sé slysa- tryggingin almenn eða ekki. Konan, sem vinnur utan heimilis fær hærri fæðingar- styrk, en systir hennar, sem vinnur á heimili sínu. Það er ekki mikils metið, sem konurnar vinnna innan- húss og utan heima við, og mun vera langt um liðið, síð- an íslenzkum húsmæðrum hefir verið gerð önnur sví- virðing jöfn þessari. Oft er það þó, sem reynt er að fá manneskju að, þegar hús- freyjan hindrast frá verkum, þó að misjafnlega gangi. Verður því heimilisfaðirinh stundum að ganga í verk konu sinnar að meira eða minna leyti, enda dæmi til • þess, að eiginmaður hafi gengið úr skiprúmi til að sinna heimili sínu, meðan konan lá á sæng. — En hinu háa Alþingi finnst allt _£,líkt hégómi, ef konan sjálf er ekki á launum utan heimilis- ins. Þá er það ennfremur fjarri því að vera jafnréttarákvæði, skattssgjaldið,. sem lagt er á allan atvinnurekstur,- og mið- ast við fjölda starfsmanna. Og eins og nú er háttað fram- leiðslumálum þjóðarinnar og atvinnumálum virðist meiri þörf á að gera eitthvað, til að laða menn til framleiðslu og reksturs heldur en fæla frá öllu slíku. -En byrðar eins og þær, sem með þessum lagaákvæðum eru lagðar á allan atvinnurekstur eru bæði nokkuö þungar í sum- um tilfellum, auk þess, sem þær ergja menn og skap- rauna, svo að þeir þreytast fremur en -ella á atvinnu sinni og verða fúsari að leita sér annars hlutskiptis. Vitanlega er það dýrt og hlýtur að verða, að halda uppi jafn yíðtæku trygginga- kerfi og hiér hefir verið til stofnað, en það er líka mikið sem vinnst í félagslegu ör- yggi, og margur, sem þarf stuðnings með og er vel að honum kominn, nýtur hans samkvæmt þessari löggjöf. En það verður að taka féð til þessarar starfsemi þar sem það er til, ’en má alls ekki bæta því ofan á annan halla á rekstri nauðsynlegra at- vinnuvega, eins og nú er gert ráð fyrir. Flutningsmenn breytingar- innar leggja til, að innheimt verði fyrir tryggingarsjóðinn 2gjald af skattskyldum tekjum yfir 5000 kr. Mörgum mun finnast það nokkur skattauki, sem þeir vildu gjarnan vera lausir við. En svo er um alla skatta. Og það er tvímælalaust réttlátara og skynsamlegra að taka þetta fé þannig með beinum skatti af raunverulegum tekjum, en að láta kylfu ráða kasti, hvort það er lagt á halla- rekstur og tap. Dc Gasperi ur í afturför, og mun þa'ð hafa stafað af samvinnunni við komm- únista. Síðan þetta samstarf rofn- aði, hefir fylgi hans eflzt aftur, og - vann hann mikinn kosninga- sigur, í bæjai-stjórnarkosningunum i Róm í haust. Eftir þeim úrslitum að dæma, virðist hann álíka fylgis- sterkur og samfylking kommún- ista. Af öðrum flokkum, sem nokk- uð ber á, kveður mest að ýnisum hægri flokkum, en þó töpuðu þeir verulega í bæjarstjórnarkosning- unum í Róm. Kristilegi demokrataflokkurinn er frjálslyndur miðflokkur, sem á margan hátt svipar til katólska lýðveldisflokksins í Frakklandi. Kirkjan er styrkasta stoð hans, og telja ýmsir, að páfastóllinn veiti honum margvíslega aðstoð. Áður en Gasperi var forsætisráðherra, var hann bókavörður í p.Vfaríkinu og mjög handgenginn Píusi páfa. Annars á Gasperi að ýmsu leyti ævintýralegan feril að baki. Hann er 66 ára, fæddur í Austurríki, lauk námi við háskólann í Vín og sat um skeið á austuríska þing- inu. Á heimsstyrjaldarárunum gekk hann í lið með ítölum, enda er hann ítalskur að ætt, og átti sæti á ítalska þinginu eftir styrjöldina. Hann gerðist strax andstæðingur Mussolini og fór af þingi, er Matteotti var myrtur. Síðan var hann dæmdur til fangelsisvistar vegna andstöðu við Mussolini. Að fangelsisvistinrii lokinni, fékk hann stöðu þá í páfaríkinu, er áður seg- ir. Meðan hann dvaldi þar, samdi hann stefnuskrá fyrir kristilegan demokrataflokk og gekkst fyrir stofnun hans eftir styrjöldina. Átökin milli austurs og vesturs. Eftir að átökin hafa harönað milli stjórnar de Gasperi og komm- únista, hefir það stöðugt komið betur og betur í ljós, að þau eru fyrst og fremst átök milli vest- rænna og austrænna stjórnar- hátta, þar sem aðalstórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, koma mjög við sögu. Stjórnin telur sig eiga vísa stoð Bandaríkjanna, ef hún fær starfsfrið áfram og not- ar það sér til framdráttar í áróðr- inum. Kommúnistar lofa hjálp Rússa, og aðgangi að mörkuðum Austur-Evrópu, ef amerískum á- hrifum verði bægt burtu. Báðir aðilar viðurkenna þannig, að er- lend fjárhagsaðstoð þurfi að koma til sögunnar. Það, sem kommúnistar óttast, er að hjálpin frá Bandaríkjunum styrki aðstöðu stjórnarinnar, og þess vegna vilja þeir láta til skar- ar skríða áður en hún berst. Þess vegna hafa þeir sett verkföllin og óeirðirnar af stað í trausti þess, að stjórnin, sem hefir sarna og engum her á að skipa, fái ekki við neitt ráðið og það stjórnleysi skapist, er gefi þeim tækifæri til að gripa völdin í sínar hendur. En spurningin er sú, hvort Bandarík- „Dugnaður” borg- arstjórans Gísli Jónsson, þingmaffur BarSstrendinga, hefir gert einum af flokksbræðrum sín- um mikinn ógreiða, vafalaust óafvitandi. . . Gísli bar nýlega fram í sameinuðu þingi svohljóð- andi fyrirspurn til dóms- málaráðherra: Hvað líður undirbúningi löggjafar um opinbera starfs- menn, sem Alþingi fól rík- isstjórninni með þingsálykt- un 5. október 1944, að fram- kvæma? Fyrirspurninni var svarað í fyrradag í þinginu af Jó- hanni Þ. Jósefssyni fjár- málaráðherra, því að dóms- málaráðherrann var forfall- aður. Svar hans var á þá leið, að 6. jan. 1945 hefði Gunnari Thoroddsen verið falið að semja frumvarp um þetta mál og hefði því átt að vera lokið fyrir haustþingið 1945, en frumvarpið væri enn ó- komið frá Gunnari. Það er raunar ekki nýtt, að dugnaður Gunnars reyn- ist svipaður og í þessu máli. Sumarið 1945 var hann send- ur af þáv. stjórnarskrárnefnd til ýmsra landa og átti hann að kynna sér stjórnarskrár þeirra og gefa nefndinni síð- an skýrslu. Sú skýrsla er ó- samin enn eða a. m. k. hefir hún aldrei komið til nefnd- arinnar. Það er .slíkur dugnaðar- maður, sem íhaldsmeirihlut- inn í bæjarstjórn Reykjavík- ur, hefir gert að borgarstjóra. Munu flestir geta séð af framangreindum dæmum, hvort í sambandi viff þaff borgarstjóraval hefir ráðið það sjónarmið að tryggja bænum dugandi og örugga forustu. Fyrsta reynslan af borgar- stjórn Gunnars varff líka sú, að hann lét nokkra kunn- ingja sína flækja sér f Bú- kollumálið illræmda, og mun bæjarsjóffurinn fá aff kenna á því áður en lýkur. Og Bú- kollumál Gunnars borgar- stjóra eiga. áreiffanlega eftir að verða fleiri. Þetta seinasta . borgar- stjóraval bæjarstjórnar- meirihlutans, mætti vissu- lega verffa bæjarbúum ný sönnun þess, hve gersamlega óhæfur Sjálfstæðisflokkur- inn er til þess aff stjórna bænum. X+Y. in telja sig geta verið hlautlaus, ef kommúnistum heppnast þessar fyrirætlanir og brjóta sér þannig leið til valda. Og geta sameinuðu þjóðirnar látið það afskiptalaust, ef einræðisflokkur kemst til valda með algerlega ólýðræðislegum hætti? Annars gæti sama sagan endurtekiö sig, og þegar gamla Þjóðabandalagið horfði aðgerða- laust eða aðgerðalítiö á ofbeldis- verk Hitlers og Mussolinis. Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesendum Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.