Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 21. nóv. 1947 214. blað GAMLA BIÓ v : 'I ■!. >. "4 <' é . NÝJA BÍÓ I’ Iv ,*'< *i<! V. IlulsSa augalS • 4 ‘-I. Y Y ,< . ••• * .• V V . S * •44 <4 ♦ « < 4 * * * Vesalingarnir ^pennandi og dularfull amerísk sakamálamynd. Franska stórmynd i ii. sýnd í kvöld kl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. v>- Síðasta sinn. 1 TRIPOU-BIÓ TJARNARBÍÓ Dávaldurinn Einn á flótta , . . (The Chimax) (Odd man out) ■Amerísk söngvamynd 1 eðlileg- ’um litum með: Susanna Foster Turham Bey Boris Kartoff. Spennandi ensk sakamálamynd með: James Mason Bobert Newton Kathleen Ryan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5 og 9. Sími 1182. Bönnuð börnum innan 16 ára. "Engin sýning kl. 9 vegna hljóm- Teika Einars Kristjánssonar. Mð viljum giftast Amerísk gamanmynd. s Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1384. A. J. Cronin. ungur eg var Nú er gott að gerast kaupandi Tímans Áskriftasími 2323 Landhöfn í Þórshöfn «> (Framhald af 3. síðu) gáetu stórir vélbátar stundað þSðan haust og vetrarveiði rþéð góðum árangri. Mikil síldveiði er við Langanes á sumrum, eins og gleggst hefir komið í ljós nokkur undan- farin ár. JEnn skortir mikið á, að Þorshafnarbúar geti notað sér hin góöu fiskimið, og veldur því mest öryggisleysi hafnarinnar í veðrum og takmarkað rúm við bryggju. Ef úr þessu yrði bætt, mundi héimaútgerðin vafalaust táka skjótum framförum, stlerri bátar koma í notkun og. aðkomubátar leita þangað. Hafa og ýmsar raddir komið fram um nauðsyn viðlegu- háfnar á Norðausturlandi. Þess má geta, að nú er í ráði að koma upp nýju og full- komnara hraðfrystihúsi í Þórshöfn, í stað þess, sem nú er. Auk nálægðar við góð fiski- mið hefir Þórshöfn það til síns ágætis, að ræktunarskil- yfði eru þar betri en hjá flestum ef ekki öllum öðrum sjoþorpum hér á landi, en víðlendar tandkostasveitir Jiggja að kauptúninu. Vatns- afl til virkjunar er fyrir hendi og hefir verið athugað. Eru því góð skilyrði til þess, bæði á sjó og Iandi, að þarna geti risið fjölmenn og blómleg byggð, með álitlegum af- komumöguleikum, ef höfnin verður gerð örugg. Verður það að teljast hagkvæmt fyr- ir þjóðarheildina, að ríkis- vgilcjið beiíni fjármagni til slíkra staða og stuðli þanng að þvi, að menn geti haft uppeldi sitt af nytjastörfum við framleiðslu, í stað þess að flytjast til Reykjavíkur í von um óvissa atvinnu, ef til vill miður nauðsynlega. Telja má víst, að slík framlög borgi síg beinlínis, auk þess sem þau ættu að hafa í för með sér óbeinan sparnað, er stundir líða.“ Mnarminning (Framhald af 3. síðu) Gunnar vildi hverfa frá fóst- urjarðarströndum. Ævisaga hans, sem sýnir trúfesti við sveitina og býlið, er að því leyti eins konar árétting á orðum Skarphéðins. til yngri samferðamanna: Eftir er enn yðvarr hluti. En nú er brotið blað í sögu þessa manns. Hin hnittnu til- svör Jóns Þorsteinssonar mæta ekki sveitungum hans lengur. — En þeir minnast samvist- anna við hann með þakklát- um huga. P. Þ. rétti hann okkur handfylli af sætum brauðaldinum. Við muðluðum brauðaldinin okkar á heimleiðinni, og ég vakti máls á því við Gavin, hversu dásamlegt það hlyti að vera að eiga slíkan föður. Hann roðnaði af gleði — ég hefði ekki getað sagt neitt, er fallið hefði í betri jarðveg en þessi aðdáunarorð um föður hans. Hann fylgdi mér alla leið heim að hliðinu á Sjónarhóli. Þar stöldruðum við dá- litið við. Hann varð hálf-vandræðaíegur á svipinn, leit niður fyrir sig og danglaði með tánni á skónum sínum í rennusteinana. „Þegar vorið kemur, fer ég upp í Wintonhæðirnar að leitá að eggjum — mig langar til að finna lóuegg," sagði hann. „Kannske vilt þú koma með mér?“ Það munaði ekki um það! Gavin valdi mig sig sér til fylgdar upp í Wintonhæðir. Ég átti að fá að leita að lóu- eggjum með honum. Mér kom varla dúr auga nóttina eftir, því að hugurinn snerist allur um hinar glæsilegu fram- tíðarhorfur mínar ... En látum það bíða að sinni. Ég tel mér skylt að segja frá fyrstu kynnum mínum af þeim afspring Leckieættarinnar, er ég átti enn eftir að sjá, áður en ég lýsi þeim ævintýrum. Það var að kvöldlagi í byrjun janúarmánaðar. Mamma hafði að venju skroppið fram í fordyrið til þess að gá í póstkassann. Allt í einu rak hún upp fagnaðaróp, rétt eins og hún hefði móttekið einhvern dýrðarboðskap frá sjálf- um erkienglunum. „Ó, það er frá Adam!“ Hún flýtti sér inn í eldhúsið, þar sem við sátum að tedrykkju. Hún hélt á bréfi í hendinni. „Hann ætlar að koma klukkan eitt á laugardaginn. Líta rétt sem snöggvast inn til okkar. Hann þarf að sinna hér einhverjum peningamálum.“ Pabbi seildist óþolinmóðlega eftir bréfinu, og mamma sleppti því, þó sýnilega nauðug. Síðan gekk það frá manni til manns. Það voru aðeins afi og Kata, sem létu sér fátt um finnást. Hún hleýpti í brúnirnar, önug í bragði, en afi lét eins og hann vissi ekki, hverjum von var á. Ég beið þess með vaxandi óþreyju að sjá Adam, því að nú hóf mamma að segja af honum frægðarsögur. Hann hafði verið allra drengja duglegastur í skóla, og hann var bygginn og forsjáll. Hann hafði ekki einu sinni verið orð- inn þrettán ára, þegar hann keypti reiðhjól og seldi það aftur með tíu skildinga gróða, og ári seinna hafði honum1 heppnazt að fá starf í skrifstofu McKellars, enda þótt hann hefði engin meðmæli. Og hann hafði ekki verið iðju- laus, þegar hann kom úr skrifstofunni á kvöldin, því að þá hafði hann farið niður um allan bæ og innheimt fyrir tryggingarfélagið Klett. Já — hann hafði alltaf verið ötull og haldið vel utan að aurunum sínum, enda byrjaði hann sjálfur tryggingastarfsemi, þegar hann var tuttugu og sjö ára gamall. Þá kom hann sér upp skrifstofu í stórbyggingu i Winton, fékk umboð fyrir bæði Kaledóniufélagið og trygg- ingarfélagið Klett og græddi að minnsta kosti fjögur hundruð sterlingspund á ári — hann hafði með öðrum orðum meiri tekjur en pabbi, sjálfur embættismaðurinn. Mamma var hreykin á svip, þegar hún sýndi mér gjöf, sem sonur hennar hafði sent henni. Það var logagyllt næla, sem áreiðanlega hafði kostað sitt — það hafði Adam sagt sjálfur. Klukkuna vantaði fáeinar mínútur í eitt næsta laugar- dag, er bifreið nam staðar við hliðið. En ég vil ekki vekja r.einar falsvonir hjá lesendunum — Adam átti ekki þessa bifreið sjálfur... En var þarna komin bifreið! Þetta var Argyll-bifreið, sem þá taldist til nýjunga, hárauð á litinn og opin. Dyrnar voru aftan á henni og aftursætin meðfram hliðunum. Adam skálmaði beina leið inn í húsið, öruggur í fasi og broshýr. Hann var í þykkum yfirfrakka með brúnan loð- kraga. Hann breiddi faðminn á móti á mömmu, sem farið hafði á fætur fyrir allar aldir til þess að undirbúa mót- tökurnar og beið hans nú í dyrunum, tók þétt í höndina á pabba og varpaði kveðju á okkur hin. Hann var meðal- maður á hæð, dökkur á hár og tekinn að gildna. Á nýrak- aða vanga hans brá mjúkum roða eftir hressandi ökuferð á svölum vetrardegi. Þegar hann var setztur við borðið og farinn að gæða sér á matnum — steik, blómkáli og kart- öflum, — sem mamma framreiddi af óvenjulegum íburði, skýrði hann okkur frá því, að einn af eigendum hinnar nýju Argyll-bifreiðasmiðju, herra Kay, sem 'væri á leið til Alexandríu, hefði boðið honum að verða samferða frá Winton. Þeir hefðu ekið fimm mílur á tæpum tveimur klukkustundum. Brííin á SSlimdu v.4'\ * 4 '£ ‘ (■ýrá’rii/fiald Jz/ 4\síðu) <K^ ' en< végur 'eí' ■ kominrí-'-f um Reykjabraut.“ Þetta er mis- skilningur, sem þegar er bent til og kemur þó fleira til. Hin síðustu ár hafa sannað okkur tilfinnanlega, hve margt af brúm eru mikils til of mjóar til að fullnægja að fullu flutningaþörf dagsins í dag. Þess eru allmörg dæmi, að brýrnar fleýta ekki þeim vinnutækjum, sem nú er farið að nýta til ýmissa starfa. Nú skjddu menn vera þess minnugir, að engar líkur eru til að við höfum enn náð því hámarki er náð verður um stærð slíkra tækja. Er þetta í reyndinni játað af þeim er nú ráða vegagerðum hér á landi, svo algengt sem það virðist, að brýr séu breikkaðar. Sér þess mörg merki, t. d. á leiðimii milli Akureyrar og Reykjavíkur. Nú er það svo, að á þeirri leið munu vera tvær brýr, sem ekki er unnt að byggja upp á þennan hátt þ. e. s. þær verða ekki breikkaðar nema með því móti að ríf a þær til grunna. Þessar brýr eru á Blöndu við Blönduós og á I-Iúseyjarkvísl. Brúin á Blöndu er gersemissmíði hin mesta og virðast engar líkur til að hún hafi ekki þol né styrk til að bera þá umferð er hún þarf að bera sem bif- reiðabrú enn pm allangt skeið. Það má þó ætla að hún verði Þrándur í Götu hinna stærri tækja, þó henni bregðist ekki burðarþol. Hin væntanlega nýja brú á Blöndu mundi leysa hina eldri af hólmi í þessu efni og mundi það ærinn fengur, því trúlegt. er, að annað verði þarfara með þau handtök að gera, sem unnt verður að leggja til vegamála á næst- unni en það að leggja slíkan ►grip að velli sem Blöndubrúin er, enda þótt vonir standi til að hún yrði endurreist ann- ars staðar. 4. Ekki skal hér freistað að ríra gildi þeirrar fram- kvæmdar, að byggður verði vegur um Reykjabraut. Hver km. er þjóðvegir styttast með viðráðanlegúm kostnaði er fundið fé. Hér er því um það eitt að ræða að bjarga í bili. þjóðleiðinni eftir föng- um af vetrum með vegi, sem brýn héraðsnauðsyn er að fá endurbættan. Og brúin gerir sitt til að bjarga þeim þætti, og það að drjúgum hluta þó ekkert væri gert fyrir Svín- vetningabraut. Þá er opin fyrir sú lausn að þjóðleiðin milli Akureyrar og Reykja- víkur verði lögð um Reykja- braut. Sú lausn er tvímæla- laust lausn framtíðarinnar. Leiðin styttist á annan tug km. og er það feikna fé. sem á þanri hátt vinnst, svo sem áður er bent til. Auk þessa er þess að geta, að sé það vegarstæði valið af viti, mun sú leið svo örugg sem noklcur leið um Húnavatnsþing getur orðið. Bygging brúarinnar á Blöndu er því eitt af þýðing- armestu stórmálunum í sam- göngumálum þj óðarinnar. Þar sameinast héraðsþörf við alþjóðarhag. Þessi brúar- bygging má því ekki bíða lengur en orðið er. Guðm. Jósafatsson frá BrandsstöSum. Viirnið ötullega að litbreiðslu Tírnaus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.