Tíminn - 24.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.11.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 24. nóvember 1947 216. blað Ógleymanlegur dagur í líti reykvískra stúíkna Kvikmyndaleikannrt frægi T ymne Power heillar reykvíska æsku Hefir évíSSa séð eiass margl ffíillegra stúlkna ©js« viM gprna koma IsIsRgaSS affíasi*. Hinn heimsfrægi kvikmyndaieikari, Tyrone Power, kom hingað til lands í gær cg gisti á Hóte! Bcrg; í nótt. Kom hann hingað á sinni eigin fiugvéí, sem hann stýrði sjálfur. J morgun fór hann áleiðis heim til Bandaríkjaima. Fá- dæma umsvií voru í kvenþjóðinni, þrátt fyrir kuldann í gær, og þyrptust stúlkur hundruð saman umhverfis gisti- húsið, í þeirri von, að þessi dýrlingur kvenþjóðarinnar kæmi einhverntíma út. Fiskisagan flaug. Það var skömmu fyrir klukkan tvö í gærdag, að hirin kunni kvikmyndaleik- ari, Tyrone Power, lenti vél sinni á Reykjavíkurflugvell- inum. Er það tveggja hreyfla Dakótavél, sem hann stjórn- ar sjálfur. Strax þegar flugvélin kom, hafði safnazt saman á flug- vellinum stór hópur fólks, sem einhvern veginn hafði fundið það á sér, að þessa fræga leikara væri von. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa fólks Voru stúlkur, flestar um og undir tvítugu. Lætur nærri, að þær hafi verið um tvö hundruð. Þarna var þó h'ægt að sjá líka fullorðnar koriur, jafnvel pelsklæddar hefðarfrúr, sem einnig komu til að sjá leikarann. Var nsesta furðulegt, hve vitn- eskjan um komu Tyrone hafði flogið víða um bæinn á jáfri skömmum tíma, þar sem Flugfélagið, sem annað- ist'móttökur og fyrirgreiðslu hér, gerði sér ekki far um að útbreiða vitneskju um að hans væri von. Eíginhandaráritun á 100 króna seðla. Tyrone Power var ekki fyrr kqminn út úr flugvélinni sinnf- á Reykjavíkurflugvelli eri kvenþjóðin þyrptist utan Urii hann, svo að hann mátti sig vart hræra. Allar vildu þær komast sem næst eftir- lætisgoði sínu, og helzt fá að snerta hann. Hann tók þess- urri látum vel, enda vanur slíku, hvar sem hann fer. Var hann hinn viðmótsþýð- asti við stúlkurnar og hlotn- aðist nokkrum jafnvel sá heiður að fá að taka í hönd hans. Hefði hrifning þeirra ekki orðið meiri, þó að þær hefðu séð dyr himnaríkis opnazt. Ekki féllu þær þó á kné, en. sumar þeirra bein- línis skulfu af hrifningu. Fjöldamargar gátu komizt í námunda við Tyrone og látið harin skrifa nafn sitt, en hann var óspar á það. Marg- ar létu skrifa á það sem til- tækilégast var, til dæmis á peningaseðla. Skrifaði hann nafn sitt á flestar tegundir íálehzkra seðla, jafnvel á 50 og 100 króna seðla. Líka voru sumar svo fyrirhyggjusamar að hafa með sér rithanda- bók, eða jafnvel stórar af- mælisdagabækur. Þótti kalt í fyrstu. Tyrone Power kom út úr flugvélinni berhöfðaður í grá um rykfrakka og hafði hnýtt beltinu utan um sig. Hann kvartaði yfir kulda, þegar stúlkurnar voru að fá hann til að gefa sér eiginhandar- áritun. — Lofið mér heldur að skrifa inni í húsi, sagði hann, því að ég held ég sé að fá lungnabólgu af kulda. Þetta voru fyrstu kynni ís- lendinga af hinum heims- fræga kvikmyndaleikara. — Tyrone Power var síðan boð- ið inn í afgreiðslu Flugfé- lags íslands á vellinum, og vildu fleiri stúlkur komast undir sama þak en fengu. Eftir að nauðsynlegustu formsatriði, tollskoðun og vegabréfsáritun hafði farið fram, var ekið burt. Dvaldi á Hótel Borg. Ekið var beina leið á Hó- tel Borg, þar sem leikarinn dvaldi í nótt. Drakk hann þar kaffi síðdegis og snæddi kvöldmat með fylgdarmönn- qm sínum, Erni Johnson framkvæmdastjóra Flugfé- lags íslands, og fáeinum öðr- um gestum. Sat e.ngin kona við þorð þeirra, en lögreglu- vörður var stöðugt við dyr gistihússins qg glugga, til þess að múgur fólks ryýddlst eklci inn. Eitt sinn höfðu unglingar klifrað upp í gluggann, þar sem Tyrone sat inni fyrir og komust upp að ef.stu rúðinni, sem var opin, en er í tveggja mannhæða hæð. Þar gat einhver dregið gluggatjaldið til hliðar og lit- ið niður á leikarann. Um tíma, þegar mest gekk á, varð lögreglan að stöðva alla umferð um Pósthús- stræti til þe.ss að geta haldið mannfjöldanum í skefjum. Var mikil þyrping fyrir utan gistihúsið fram undir mið- nætti. Fólkið beið þess stöð- ugt að fá a?5 sjá leikarann birtast, þrátt fyrir storm og kulda. Láílaus og viðfelld- inn maður. Tíðindamaður Tímans átti einkaviðtal við Tyrone Power á, Hótel Borg í gær. Hann er látlaus og viðfelldinn maður og eins og fólk er flest. Hann er grannur, meira en í með- allagi hár og vel vaxinn. Hör- undsliturinn er brúnn, en hárið hrafnsvart, nema í vöngunum, þar sem það er lítið eitt farið að grána. Tyrone er fríður sýnum, en einkum eru það þó augun, sem maður tekur eftir. Þau eru sérkennilega fögur. Aug- liti til auglitis er hann ekki öðru vísi en margir aðrir ungir og myndarlegir menn, en í kvikmyndunum er hann hetja, sem kvenfólkið dáir og elskar. Leizt vel á kvenfólkið. Tyrone Power leizt vel á það af landinu, sem hann sá, og sömuleiðis fólkið. Hann sagðist gjarnan vilja fá tæki- færi til að koma aftur hing- að til lands og stanza þá nokkru lengur. Sérstaklega haf ði Tyrone Power orð á því, hve honum litist vel á íslenzjca kven- fólkið. Sagði hann það ber- um orðum og meinti það, að Tyrone Power kveikir sér í sígar- ettu, þegar hann licraur út úr flug- vélinni. hann hefði varla nokkurn tíma séð svo margt jafn fallegra stúlkna að tiltölu og hér. í langri ferð. Tyrone Power kom hingað frá Shanrion á írlandi. Ann- ars hefir hann að undan- förnu verið í löngu og erfiðu ferðalagi um Suður-Ameríku, Afríku og Evrópu. Hann hefir komið til Aþenu, Rómar, Parísar og Lundúnar. Á ;um- um þessum stöðum hefir hann leikið kafla úr mynd- um. sem hann er að leika í, og stendur ferð hr.ns í sam- bandi við þá starísemi. Eru það atriði myndanna, sem gerast eiga á þessum stöðum. Meðal þeirra mynda, sem hann er nú að leika í, eru .Dark wood“ og „Captain of Costello.“ ITm klukkan sjö í morgun hélt hann aftur af stað héð- an á flugvél sinni áleiðis til Eandaríkjanna. ReykjavíkurstúlkUrnar fagna Tyrone Power á flugvellinum. I hafskipabryggja í smíð um á ísafirði Verðnr ein mesta hafskipabryggja landsins í sumar var unnið að mikilli bryggjugerð á ísafirði. Verður bað ein stærsta hafskipabryggja landsins, og á að verða við hana 6,5 metra dýpi um fjöru. Dýpkunarskipið Grettir hefir jndanfariff unnið að þessum hafnarbótum. Um nokkurt skeið hefir verið aðkallandi nauðsyn að auka hafnarmannvirki á ísa- f irði. Bryggj ukostur hefir verið þar mjög takmarkaður og eiginlega orðið að notast við gömlu hafskipabryggj - una eina, þótt hún sé orðin allsendis ófullnægjandi. Verkinu miffar vel áfram. Fyrir nokkru komst veru- legur skriður á hafnarfram- kvæmdir á ísafirði. Var í fyrra byrjað þar á miklu mannvirki — bryggju, sem verður fullgerð ein mesta hafskipabryggja landsins. Hafskipabryggja þessi verð ur um 200 metra löng full- gerð, og er gerð á sama hátt og Sprengisandsuppfyllingin í Reykjavík með svokölluðu .stálþili. Er þetta fyrsta stál- þilsbryggjan, sem hér er byggð eftir styrjöldina, en áður voru gerðar þannig bryggjur í Reykjavík, og haf- skipabryggjan í Vestmanna- eyjum er af sömu gerð. Vinnubrögð við Fer bryggjubygging þessi fram með þeim hætti, að járnskúffur eru felldar sam- an og komið örugglega fyrir á botninum. Eru mynduð á þennan hátt eins konar mót fyrir uppfyllingu þá, sem bryggjari er síðan gerð ur. Til þess að þessi byggingar- aðferð gefist vel, er áríðandi, að traustlega sé gengið frá undirstöðunni. Á ísafirði hefir verið unn- ið að þessum bryggjufram- kvæmdum sleitulaust í allt sumar, og er þeim nú komið mjög vel á veg, svo að líklegt er talið, að hægt verði að ljúka við þetta mikla mann- virki á næsta sumri, ef ang- ar óvæntar tafir verða. Stærstu hafskip eiga að geta lagzt að. Að undanförnu hefir dýpk- unarskipið Grettir unnið við bryggjugerðina. Hefir verið grafið fyrir bryggjunni og jafnaður botninn. Er því verki nú senn að verða lokið. Hafskipabryggja þessi verður eins og áður er sagt hið mesta mannvirki. Mynd- ast við hana stór uppfylling, og verður þar gott athafna- svæði. Er ætlunin, að þar rísi í framtíðinni myndar- legt fiskiðjuver, en slík stofnun er nú orðin aðkall- andi nauðsyn jafn ’stórum útvegsbæ og ísafirði. Dýpið við hina nýju bryggju veröur 6y2 metri. og er óvíða dýpra við bryggjur hér á landi. í Reykjavik er til dæmis mesta dýpi við bryggjur 5 metrar. Hins veg- ar er nokkru dýpra við bryggjurnar á Akranesi og Keflavík. Nægir þetta dýpi stærstu hafskipum, sem koma hing- að til lands. Grettir fer næst til Eyja. Dýpkunarskipið Grettir hefir reynzt ákaflega vel, að því er vitamálastjóri tjáði blaðinu. Þegar það hefir lok- ið starfi því, sem því var ætl- að á ísafirði. Fer skipið nú sennilega til Vestmannaeyja. Bíða þess mörg verkefr*!, og er ekki unnt að sinna nema náuðsynlegustu beiðnuiri, sem um það berast. í Vestmannaeyjum m.ijii Grettir vinna að dýpkun á innsiglingunni. Er þar mó- hellulag, sem. dæluskip þeirra Vestmanneyinga hefir ekki ráðið við. Að því loknu mun skipið fara til Hafnarfjarðar, en þar þarf að dýpka við bryggjurnar og grafa rauf handa bátunum, sem varla komast upp að bryggjunum vegna aðgrynnis ,sem orðið er þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.