Tíminn - 25.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1947, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriffjudagimí 25. nóv. 1947 í!17. blaff INAR ÁRNASON (Framhald af 3. síðu) endum Framsóknarflokksins og atti áreiðanlega mikinn þátt í að móta stefnu hans. Gömlu flokkarnir áttu þá enn einhver ítök í flestum mönnum, þó upplausn þeirra væri byrjuð, og báðir reyndu nu eftir m?=Cti að halda sam- banáí við gamla fiokksbræð- ur í Framsóknarflokknum og að haí'a áhrif á þá. Báðir þessir flokkar reyndu og að íá 'tylgi Framsóknarmanna til stjórnarmyndunar. Hefi ég góðar heimildir fyrir því, að Einar Arnason átti þá hvað drýgstan þáttinn í því, að íJokKurinn gekk hvorugum gömlu flokkanna á hönd, h.eltíur hélt fullkomlega sjálfstæðri stefnu frá upp- háfr Varð það svo úr, að fJokkurinn gekk í samsteypu stjórn með báðum flokkun- um"‘og gafst hún eftir at- vik'úm vel. Eínar átti sæti á Alþingi til haustsins 1942, eða samfellt í 26 ár. Að telja upp þó ekki væri nema nokkurn hiuta af síörfum hans á þessum langa þingferli, yrði of langt mál. Um einn þátt þessara starfa; þaö,- sem hann vann í þágu héraðs okkar á þingi, má ég og" ekki dæma sökum þess, að það er mér of skilt per- sonulega, því að að þeim rnálum unnum við sameigin- legá 'sem einn maijur í nærri 20 ár. Það eitt vil ég því um þetta segja, að betri og elsku- legri samverkamann en Einar gét ég ekki hugsað mér. átarfshættir Einars á þingi voru mjög líkir því, sem verið hd.fði á fundinum í ársbyrj- ua 1910 og ég gat um áðan. Hann gekk ekki fram fyrir skjöldu ótilkvaddur, nema hann, teldi það brýna nauð- syn.-En þegar Einar á Eyrar- Jandi hafði talað, virtist flest um„ það heppilegast, sem hann lagði til mála. Sérstak- Jega kom þetta fram í Fram- soknarrlokknum þegar vanda taar. rtö höndum og þar var 'h iun jafnan manna sœttir. Eins og kunnugt er var Eipar íjármálaráðherra í xaðuneyti Tryggva Þórhalds- sopar irá 1929 til 1931; tók v‘i.ð . jþyi starfi, er Magnújs Kmst,]ánsson andaðist. Ekki ViIclr Einar takast þann vanda :'J héndur, en nokkur ágreip- nitiur var þá í flokknum um hver viö skyldi taka og er Einor sa, að hann gat jafnað þann agreining með því að gangast undir vandann, því aliir gatu sæzt á það, þá gerði háim það umyrða- og æðru- 1 aust. S.u stjórn, sem Einar átti sætr i, er líklega mesta fram- rarastjórn, sem setið hefir að völdum á íslandi; allt þjóð- Jífiö breyttist þá mjög í nú- um-ri. att og framkvæmdir voru geysimiklar, samanborið við það, sem áður hafði ver- ið og auðvitað kostuöu þær mikið' fé. Hlutverk Einars í rikisstjórninni var ekki það, áö' standa fyrir þessum miklu framkvæmdum heldur hitt, að sjá um, að fé væri íyrir hendi til þeirra, og þó svo i hóf stillt, að ekki yrði ríklssjóði um megn. Var þetta auðvitað hið mesta vanda- verk, en það hygg ég að flest- ir menn játi nú, að Einar hafi leyst það af hendi með hinni mestu prýði. Einar var forseti sameinaðs þings árið 1932 og frá 1933 til 1942 var hann forseti efri deildar Alþingis. Þó Einari færist hvert verk vel úr hendi, hygg ég þó, að vegna hæfileika sinna og skapgerð- ar allrar, hafi hann hvergi notið sín betur en við for- setastörfin. Hófsemi hans í orðum og athöfnum, óhlut- drægni hans og velvild áunnu honum traust allra, einnig andstæðinga hans í stjórn- málum. Öil þau ár, sem hann var forseti, varð ég aldrei var neinnar óánægju í hans garö sem forseta og heyrði aldrei neinn úrskurð hans véfengd- an. — Við Eyfirðingar kveðjum nú foringja okkar og héraðs- höfðingja hinnstu kveðju. — Margs er að minnast, margs er að sakna, en í hugum okk- ar allra og annarra þeirra, er þekktu Einar, verður þó ein tilfinning jafnvel söknuðin- um yfirsterkari, og það er þakklœti, þakklæti fyrir líf hans og starf í okkar þágu og fyrir alla viðkynningu við hinn elskulega mann og góða dreng. Eftir að hafa verið sam- verkamaður Einars á Eyrar- landi í stjórn K.E.A. í full 26 ár og á Alþingi í nær 20 ár; eftir að hafa farið með hon- um ótal ferðir og átt fjölda ánægjustunda með honum, eru minningar um hann ó- teljandi og enginn kostur að rekja þær hér. Ég get aðeins sagt: Þökk fyrir allt kæri samherji, samverkamaður og vinur. Margrétu konu Einars, börnum þeirra og öðrum vandamönnum votta ég, með öðrum Eyfirðingum og fjölda annarra manna, innilegustu samhryggð. En það mætti vera okkur öllum nokkur huggun, „að merkið stendur, þó maðurinn falli“. Bernh. Stefánsson. Það er margs að minnast um Einar Árnason á Eyrar- landi: — Stjórnmálamann- inn, flokksbróðurinn, sam- vinnumanninn, bóndann. Þa!ð munu og ýmsSr aðrir gera. Ég mun í þessum fáu kveðjuorðum ekki ræða neitt eitt sérstaklega af hinum margþættu og mörgu störf- um hans. — Það sem einkenndi öll störf Einars Árnasonar var fágæt skapgerð og góðar og alveg sérstaklega farsælar gáfur. Mér kom Einar Árnason þannig fyrir, því betur sem ég þekkti hann, að hann ætti góðvild, svo að af bar, enda var hún ríkjandi þáttur í störfum hans og allri framkomu við menn og mál- leysingja. — Hinar góðu gáf- ur nutu sín einatt vel, því dómgreind hans var ótrufluð af skapsmunum. Skap Einars Árnasonar var að vísu stór- um meira en samstarfsmenn hans á lífsleiðinni flest allir urðu varir við. En þetta skap var svo vel stillt og tamið, að það truflaði aldrei íhugun hans né viðhorf til manna eða málefna. — Ef hann beitti skapsmunum, var það gert að vel hugsuðu máli. — Þessir eiginleikar eru mér einna minnisstæðastir í fari Einars Árnasonar og ég hygg, að þeir hafi átt mestan þátt í- að móta líf hans og störf. — Einar Árnason sótti aldrei eftir neinum trúnaðarstörf- um né völdum. Hitt var fremur, að hann ýtti þeim frá sér. En samferðamenn- irnir vildu eiga sín ráð í höndum þessa gætna og ör- ugga manns. — Hann gerði aldrei mikið að því að halda skoðunum sín- um að öðrum. — En þeir munu hafa verið margir — og það fór vaxandi með ár- unum — sem leituðu eftir áliti hans þegar vanda bar að höndum. Með þesVum nokk- uð sérstaka hætti voru byggð upp trúnaðarstörf, völd og virðing Einars Árnasonar, eftir því, sem árin færðust yfir hann. En þegar Einar Árnason hafði tekið að sér trúnaðar- störf varð það yfirleitt svo að þess var óskað, að hann héldi þeim áfram og þessi störf kölluðu á nýjan trúnað og völd honum til handa — eðli- lega og sjálfkrafa. — Honum voru líka á lífsleiðinni falin fleiri og stærri trúnaðar&törf en flestum öðrum, svo sem kunnugt er og eigi skal hér rakið. Hann fékk því aðstöðu til að hafa mikil áhrif á >ieð- ferð og úrslit ýmsra stórmála. En hann var ekki gjarn á að láta menn kenna á völdum sínum og aldrei trufluðu þau jafnvægi hans eða dóm- greind. — Þess vegna var það, að Einar Árnason gleymdi held- ur ekki þeirri lífsspeki, að bera ráð sín saman við aðra, þótt hann færi oft sínar eigin götur eftir að rök annarra höfðu verið yfirveguð. — — Einar Árnason var sann- kallaður giftujnaðúr. Hann hóf ungur og efnalítill, bú- skap á fremur kostarýrri jörð. — Þar bjó hann alla ævi síðan. í höndum hans og hinnar ágætu eiginkonu, sem var manni sínum samhent, breyttist þetta býli í eitt með betri og myndarlegri jörðum Eyjafjarðar. — Þar sat í ríki sínu á efri árum hinn góð- viljaði og hófsami höfðingi Eyfirðinga. — Maðurinn sem hafði verið trúað fyrir svo miklu og einatt hafði sýnt sig að vera þeirrar tiltrúar verðugur — og naut því hlý- hugar og virðingar samferða- manna. Að slíkum manni er mikil eftirsjá. En það er líka ánægjuleg endurminning og mikil gæfa að hafa átt sam- ferða og samstarfsmann eins og Einar Árnason. Og myndi þjóðin ekki verða gæfusamari, ef hún væri rík- ari af þeim eiginleikum, sem sérstaklega einkenndu Einar á EyrarJandi? Hermann Jónasson. Auglýsendur! Hafið þér athugað' að lesendum Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. Úr Rauðarárholtinu er skrifað: „Hver skyldi bera ábyrgð á því hvernig hús og götur eru merkt í þessum bæ? Það er nú sök sér, þó að merki séu gloppótt og oft gangi seinlega að lesa sig áfram eftir þeim, en þegar þau fara að leiða fólk afvega horfir málið öðru visi við. Hér mætast götur, sem heita Einholt og Stórholt, en eina merk- ið, sem á hornhúsinu er, er spjald, sem á stendur Einholt og er fest Stórholtsmegin á húsið. Það er því næsta algengt að þetta spjald leiði þá afvega, sem ætla á Einholt en koma að þessu horni. Og það er stundum erfitt að fá fróma og hrekklausa vegfarend- ur til að trúa sér, þegar maður segir þeim, að spjaldið sé fullkom- in markleysa.“ Ég tel víst að Reykjavíkurbær eigi þetta umgetna sjald og bæjar- stjórnin beri ábyrgð á því, og væri þá sjálfsagt rétt að spyrja borgar- stjórann nánar eftir þessu öllu. Kristján H. Breiðdal hefir fært okkur tvær stökur, einskonar þing- vísur, þó að sú fyrri eigi við stjórnmálaástandið almennt en hin sé um ölfrumvarpið eitt sér. Þingmenn róa þungan sjó, þrátt af ieiöum hrekur, meðan strengja stag og kló, stöðugt undan rekur. Allra leiða ófær sjór, eftir kenningunni. Vantar aðeins betri bjór, að bjarga menningunni. Rímnafélagið var formlega stofn- að á sunnudaginn. Tilganur þess er, eins og menn hafa nú lesið í blööum, að gefa íslenzkar rímur út í vönduðum útgáfum. Sumum finnst að sjálfsögðu, að það sé ástæðulaust að fara að gefa slíkar bókmenntir út, og ólíkt betra að láta Oppenheim, Saba- tine og Garvice um það að skemmta þjóðinni. En án þess að kasta þungum steini á þá herramenn vildi ég mega segja, að seint munu þeir verða framherjar og útverðir íslenzkrar menningar. Hvað sem segja má um skáld- skapargildi rímnanna, er hitt þó víst, að sá, sem þeim er hand- genginn og kunnugur skilur betur þess vegna menningarsögu þjóð- ar sinnar. Rímurnar eru merkur þáttur úr bókmenntum íslendinga og hafa gegnt merku menningar- hlutverki á liðnum öldum. Þær varðveittu bezt og tryggast ýmsa forna þætti íslenzkrar tungu og íslenzkrar bragfræði og þær áttu mikinn þátt í að vernda og varð- veia sögulega þekkingu og rækt þjóðarinnar. Satt er það að vísu, að söguleg fortíð rímnanna er aúðvitað ekki nóg til þess, að gefa þeim lifandi gildi meðal fólksins í dag. En það liggur enn í þeim mikill auður menntunar um íslenzka braglist, ís- lenzkt mál, íslenzka hugsun og lífsskoðun, íslenzka menningu. Og það er býsna margt fólk, sem vill enn fá að njóta þess að ausa af þeim brunni sér til menningar og andlegs þroska. Og því er stofnun rímnafélagsins lifandi athöfn, sem á fullkominn tilverurétt. Það er þarft og gott fyrirtæki. • Dr. Björn Karel Þórólfsson flutti merkilegt erj^.di á fundi rínma mannanna á sunnudaginn. Ég ætla mér ekki að endursegja það á neinn hátt hér, en ég vildi ekki skilja við þetta mál án þess að óska þess, að það erindi birtist almenningi einhvers staðar á góð- um stað. Pétur Iandshornasirkill. Innilegasta þakklæti til allra er sýnt hafa hluttekn- ingu og samúff viff andlát og jarffarför mannsins míns Sigurbergs Eiuarssouar og heiðrað hafa minningu hans meff nærveru sinni, affstoff og minningargjöfum. Guff blessi ykkur öll. Árný Eiríksdóttir. \H úsráhendur Hreinlæti skapar heilbrigði. Dragið ekki of lengi að panta hreingerningarmenn, svo allt lendi ekki í strand fyrir jólin. RÆSTINGASTÖÐIN Sími 5113. Kristján og Pétur. Frá Rauða Krossi íslands o Námskeið í hjúkrun í heimahúsum hefst í byrjun o næsta mánaðar. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu fé- J * lagsins í Mjólkurfélagshúsinu kl. 1—3, til mánaðamóta. o Sími 4658. ^ 24. nóv. 1947. X Rauði Kross íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.