Tíminn - 25.11.1947, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1947, Blaðsíða 7
217. blað TÍMINN, þriðjudaginn 25. nóv. 1947 1 uuuituuuuuiuiuiiuuuuuuuuiutuuiuiuuuuuuuiuiuuuuuuutuuuuuiuuuuuuuuuuuuuuuiuuuuuuuuuuuuuiuuuuuiuuuuuuuutuuuiuuuuuuiuuuuutuuutiuuuuuuuutut 11 g J ó l a h æ ku r n a r} e r w ko mnar HERSHÖFÐINOINN HENNAR H :: :: :: ♦♦ ♦ ♦ :: ♦♦ 1 :: :: ♦♦ :: ♦•> :: H Drottning Englands. Saga Onnu Boleyn, limafögru, léttlyndu stúlk- unnar, sem varð drottning Englands, er eitt áhrifa- rnesta drama veraldarsögunnar fyrr og síðar. Sigur hennar og upphefð, niðurlæging og fall, er ævintýri líkara en veruleika. Bók ítalska sagnfræðingsins og rithöfundarins, E. Momigliano, um Önnu Boleyn og rituð af vísindalegri nákvæmni og strangleika, en jalníramt svo spennandi, að engin skáldsaga jaín- ast á við hana. Bók þessi átti upphaflega að koma út fyrir síð- ustu jól, og var þá mikið um hana spurt, en annríki ■ bókbandsvinnustofunnar, sem tók að sér að binda bökina, olli því, að svo varð ekki. Sr. Sigurður Einarsson hefir íslenzkað bókina. Hún er prýdd mörgum heilsíðumyndum og allur frágangur hennar hinn glæsilegasti. — Verð kr. 35,00 heft, 52,00 í fallegu rexínbandi og 68,00 í vönduðu skinnbandi. Eftir Daphne du Maurier. Efnið í þessa mikilfenglegu og ógleymanlegu skáldsögu er sótt í sögu Englands á 17. öld, þegar blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu. Pögur og glæsileg aðalskona, Honor Harris, verður eins konar miðdepill þeirra örlagaríku og stór- brotnu viðburða, er sagan hermir frá. Mikilhæfasti hershöfðingi konungs hefir unnið ást hennar, og er frásögnin af hinum hugljúfu ástum þeirra „rauði þráður" sögunnar. Daphnc tlu Maurier varð kunn svo að segja hverju mannsbarni á íslandi, þegar skáldsaga hennar Rebekka kom út í íslenzkri þýðingu. Seldist sú bók upp á skömmum tíma og öðlaðist frábærar vinsældir. Mun þessi nýja bók þó auka stórum við aðdáendahóp þessarar mikilhæfu skáldkonu. HERSHÖFÐINFINN HENNAR er nálega 500 bls. í stóru broti og útgáfan hin vandaðasta. Bókin kostar þó aðeins kr. 45,00 í góðu bandi og kr. 32,00 heft. Mun erfitt að benda á aöra hliðstæða bók jafn ódýra. :: n. « :: H líinn víðfrægi ameríski róman :: Líf cftir Frank G. Slaugther er kominn út í íslenzkri þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Lif i læknis liendi gerist aðallega í sjúkrahúsum og lækninga stofum og gefur óvenjulega innsýn að tjaldabaki á þessum stöðum. Höfundur er þaulkunnugur á þessum slóðum, enda er hann sjálfur læknir, og lýsir af mikilli nærfærni og raunsæi öllum viðurhlutamestu aðgerðum skurðlæknanna. Lesandinn ver ður innlífaður því andrúmslofti, er þarna ríkir, og finnst hann nauðþekkja þetta umhverfi að lestri loknum. — Inn í aðalefni sögunnar er haglega fléttuð fögur og hugljúf ástarsaga, er seint mun lesandanum úr minni liða. Líf í læknishendi er með stærstu skáldsögum, sem hér haf a komið út. Kostar kr. 50.00 heft, 68,00 í mjög fallegu rexínbandi og 85,00 í vönduðu skinnbandi. :: Skautadrottningin SONJA HETVIE Fáir íþróttaiðkendur eiga sér •glæsilegri sigurferil en norska skauta- drottningin Sonja Henie. Hún hefir borizt á vængjum skautanna svo að segja allt sitt líf. Hún var barn að aldri, er hún vann fyrsta stórsigur sinn á sviði .skautaíþróttarinnar, en síðan rak hver sigurinn annan heima i Noregi, öllum helztu höfuöborgum Evrópu og um þvera og endilanga Ameríku. Síðan lagði Sonja leið sína inn' í heim kvikmyndanna með einstæðum glæsibrag. Skautadrottningin er saga þessa viðburðaríka frægðarferils rituð af Sonju sjálfri. Þar rekur hver keppnin aðra — landskeppnir, Evrópu- keppnir, alheimskeppnir og •Olympíuleikar — og allur heimurinn stóð á •öndinni af eftirvæntingu. Og að síðustu er sagt frá lífi Sonju í heimi kvikmyndanna og giftingu hennar. Skautadrottningin — saga Sonju —er eitt giæsilegasta og áhrifamesta frægðarævintýri ungrar nútímastúlku, sem um getur, og hlýtur að hrifa alla þá. sem dá fegurð og fræknleik, ekki sízt ungar stúlkur, sem !'iðka hina hoilu og fögru íþrótt Sonju Henie. Bókin er mjög smekkleg og vönduð að öllum frágangi og prýdd fjölda glæsilegra mynda. — Andrés Kristjánsson íslenzkaði. Skauta.drottningin er sannköliuð óskagjöf handa ungurn stúlkum. Jólabók unglinganna: Drenglrnir i SVSafeking Eftir S. N. Holck. •* — a* ,'fl "'ÉBíþþessarar sögu er sótt í Búastríðið svonefnda, og fjallar hún um vörn borgarinnar Mafeking, sem Búar höfðu setzt um og einangrað með öllu frá umheiminum. Yfirmaður setuliðs borgarinnar var brezki höfuðsmaðurinn Baden-Powell, skáta- foringinn heimskunni. En þegar þetta gerðist, var Baden-Powell ungur maður og skátahreyfingin enn ekki til. Hins vegar stofnaði höfuðsmaðurinn ungi svelt dréngja í Mafeking, sem á margvís- legan hátt aðstoðaði við hina frækilegu vörn borgarinnar og drengjunum fékk hann kjörorðin „Vertu viðbúinn" og „Aldrei að gefast upp.“ Þetta er hið sögulega baksvið bókarinnar sem aö öðru leyti er skáldsaga. Drengirnir og foringi þeirra, hinn hugrakki og úrræðagóði Goðvin, komast í margvísleg ævintýri og mannraunir, en vaxa með hverri raun og reynast í hvívetna hinir hlutgengustu við vörn borgarinnar. Sagan er spennandi og skemmtileg aflestrar, sem bezt má verða en cr jafnframt svo hollt og heilbrigt lestrarefni, að á betra verður ekki kosiö unglingum til handa. — Andrés Kristjánsson íslenzkaði bókina. Verð: Kr. 28,00 i góðu bandi. SAGNAÞÆTTIR ÞJÓOÓLFS Þættir þe.ssir eru mjög fjölbreyttir af efni og hinir skemmtilegustu. Þar eru fróðlegar frásagnir um ýmsa þjóðkunna íslendingá, svo sem Jón biskup Vídalín, Magnús Stephensen, konferenzráð. Eggert Hannesson, hirðstjóra, Magnús amtmann Gíslason o. fl. Þá eru þættir af afreks- mönnum og kunnum söguhetjum úr heimi þjóðsagna og þjóðtrúar, sv’o sem Pétri sterka á Kálfaströnd, Áfna í Höfn og Hafnarbræðrum, sonúm hans, Bjarna presti í Möðrudal, Hljöða-Bjarna, Kristínu Pálsdóttur o. fl. Þarna er ennfremur ein kynngi mágnaSasta draugasaga íslenzk, frásögn um hinn fræga Hjaltastaðafjapda, ýtarlegri og sannfróðari en annars staðar, enda birt eftir eigirihandárrifi sérá Jón,s Oddssonar, er þá hélT ' Hjaltastað, og „uppáskrifuð“ og vottfest af .sýslumanni héraðsins. Margra fleiri grasa kennir í safni þessu, þótt ekki verði frekar rakið hér að sinni. Gils Guðmuhdsson rithöfundur bjó þaíttihS til prentunar og er útgáfaá* hin smekklegasta og vandaðasta. — Vérð: Ki', 40.00 heft, 55.00 í ágæfeú^ rexínbandi og 70.00 í vönduðu skinnban-dT. • ' ■ Sagnaþættir Þjóðólfs er fyrsta ritið í bókaflokki, ,sem ber nafnið Sögn og saga. Næsta rit i þeim liokki .er Str^ndamanna saga Gísla Konráðs- sonar, sem Sr. Jón Guðnason gefur út af sinni alkunnu vandvirkni. Kemur sú bók út fyrir jól. Á næstu misserum er svo von ýmissa fleiri gagnmerkra rita í þessum flokkijÆttu bókámenn ekki að draga lengi að eignast þessar bækur, þvi að þær munu selja.st upp fyrr en varir. Þannig eru t. d. Sagnaþættir ÞjóðólfS'langt til upp.seldir hjá forlaginu. Bókasafn barnanna í hinum vinsæla bókaflokki, Bókasafn barnanna, eru nú komnar út þrjár bækur: Systkinin í Giaumbæ, hin klassiska. ungiingabók ensku skáldkonunnar, Ethel S. Turner. Er einkum ætluð 12—16 ára telpum, en bæði drengir og fullorðið íólk les þessa frábæru bók ekkert síður sér til ánægju. — Verð: Kr. 20.00 ib. Leyndardómar fjallanna. Þessi ágæta drengjasaga .íóns Björnssonar kom fyrst út á dönsku og hlaut þá mikið lof leiðandi manna í uppeldis- og skólamálum, auk þess sem allir strálíar voru vitlausir í hana vegna þess, hve skemmtileg hún er. — Verð: Kr. 18.00 ib. Pétur Pan og Vanda. Þetta er bók handa 6—li ára gömlum börnum, eftir J. M. Barrie, frægt brezkt skáld. Til marks um óvenjulegar vinsældir þessarar sögu má geta þess, að Pétri Pan hefir fyrir löngu verið reist veglegt minnismerki i Kensington skemmtigarð- inum í London. — Verð: Kr. 22.00 ib. tt. xm H? ♦ ♦ 5 :: ••*. Þetfa eru bækurnar, sem vinir yöar, yngri og e!dri kjósa helzf. t la já Srék.s«IíEE»a ■ esssb laaad allÉ aííg'efaaida. u Draupnisútgáfan — Iðunnarútgáfan Fwstlsélf 561 —— Heykjsívík —— TSími 2923 »«♦♦♦<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.