Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, mánudaginn 1. des. 1947 221. blað' rct decj,i tií dc CiCjá Í dag- er 1. desember, þá varð ísland sjálfstætt ríki 1918. Sólin kom upp Ú. 9.47. Sólarlag kl. 14.47. Árdegis- flóð kl. 7.25. Síðdegisflóð kl. 19.55. í nótt annast næturakstur bifreiðastöð- in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir ér í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum, simi 5030. Nætur- vörður er í Laugavegs apóteki, simi 1660. Útvarpið í dag, 1. desember. Kl. 8.30 Morgunútvarp. 9.10 Veð- urfregnir. 12.10—13.15 Hádegisút- útvarp. 14.00 Hátíð háskólastúd- enta: 1) Ræða á svölum Alþingis- hússins: Ásmundur Guðmundsson nrófessor. Lúðrasveit leikur. 2) u-- Messa í Dómkirkjunni. — Prédik- un: Séra Jóhann Hannesson. — Éyrir ’ altari: Séra Magnús Run- ólfsson. 15.30 3) Samkoma í há- tíðarsal háskólans: a) Ávarp: Por- maður stúdentaráðs, Tómas Tóm- ásson stud. jur. b) Ræða: Sigurður Nordai prófessor. c) Söngur: Gunn- dr Kristinsson. d) Ræða: Guð- íftundur Thoroddsen prófessor. e) Éinleikur á píanó: Frú Jórunn Viðar. 18.25 Veðurfregnir. 1925 Tónleikar: íslenzk lög (plötur). Í6.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 2Ó.25 Útvarpshljómsveitin: Stúd- entalög. 20.45 Dagskrá Súdentafé- lags Reykjavíkur: a) Ávarp: For- maður félagsins, Páll S. Pálsson lögfræðingur. b) Ræða um stjórn- arskrármálið: Gylfi Þ. Gíslason alþm. c) Einsöngur: Þorsteinn Hannesson söngvari. 21.35 Frá há- tíð háskólastúdenta: Ræða, flutt í hófi að Hótel Borg: dr. Sigurður Þórarinsson. Tónleikar. 22.00 Frétt- ir. 22.05 Danslög. 00.30 Dagskrárlok. Skipafréttir. Brúarfoss er á Húsavík. Lagar- foss fór frá Kaupmannahöfn 29. nóv. til Gautaborgar. Selfoss er í Reykjavík. Fjallfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Reykjavík 29. nóv. vestur- og norður. Salmon Knot fór frá Reykjavík 20. nóv. til New York. True Knot er í Reykjavík. Knob Knot lestar í New York í byrjun desember. Linda lestar í Halifax í byrjun desember. Lyngaa fór frá Kaupmannahöfn 24. nóv. til Siglufjarðar. Horsa kom til Hull 27. nóv. frá Antwerpen. Parö lestar í Rotterdam, Antwerp- en og Leith í byrjun desember. Verkstæði fyrir herpinætur og síldarnet. Fiskiþingið samþykkti eftirfar- andi tillögu um nauðsyn þess að koma upp verkstæði fyrir iðnað: Fiskiþingið telur nauðsynlegt að komið verði upp hér á landi verk- stæðum sem fyrst, til þess að sþiriria síldarnetagarn og hnýta hérþinætur og síldarnet. Skorgí Fiskiþingið á fjárhagsráð, við- skiptanefnd og lánsstofnanir, að veita slíkum fyrirtækjum fyllstu fyrjrgreiðslu. A"ð sjálfsögðu verði ekki lagðar hömlur á innflutning á síldarnótum eða síldarnetum eða netaefni til útgerðarmanna þótt stöðvar þessar verði reistar. Vilja veðurfregnir af djúpmiðunum. Á fiskiþinginu var samþykkt eft- irfarandi tillaga um nauðsyn þess, að veðurstofan afli veðurfregna frá skipum af .djúpmiðunum: Fiski- þingið skorar á veðurstofuna, að veðurs á djúpmiðum umhverfis landið sé jafnan getið í veður- fregnum, þegar kostur er ábyggi- legra veðurfregna. Bendir Fiski- þingiö á, að slíkar veðurfregnir megi oftast fá með sambandi við islerizka og erlenda togara, sem véiðar stunda hér við land. Embætti bæjarfógetans í Neskaupstað hefir verið auglýst laust til um- sóknar. Hefir Gunnar A. Pálsson, sem gegnt hefir því starfi að und- anförnu, sagt því lausu. Umsókn- arfresturinn rennur út í dag. . Aðalfundur Flugfélags íslands . var haldinn fyrir helgina. Fé- lagið á nú niu flugvélar, sem sam- tals geta flutt 130 farþega í einu. Á seinasta ári fluttu vélar félags- ins samtals rúmlega tólf þúsund farþega, en árið áður fluttu vélar félagsins ekki nema rúmlega sjö þúsund farþega. Stjórn félagsins skipa nú: Guðmundur Vilhjálms- son formaður, Bergur Gíslason varaformaður, og meðstjórnendur: Jakob Frímannsson, Richard Thors og Friðþjófur Johnsen. Varamenn í stjórn eru Svanbjörn Frímanns- son og Jón Árnason. .vr- Knattspyrnufélagið Víkingur hélt aðalfund sinn nýlega. Var ákveðið á fundinum, að Knatt- spyrnufélagið Fram og Víkingur hefðu samvinnu um að bjóða hing- að dönskum knattspyrnuflokki á þessu ári í tilefni af fjörutiu ára afmæli beggja félaga. En þau eru jafn gömul. Félagið hefir fengið úthlutað félagssvæði fyrir starf- semi sína skammt frá Tívolí. Er ætlunin að koma þar upp í fram- tíðinni félagsheimili og æfinga- svæðum. í stjórn félagsins voru kosnir Ingvar Jónsson formaður, Þorlákur Þórðarson, Guðmundur Kristjánsson, Gunnlaugur Lárus- son og Jóhann Gíslason, með- stjórnendur. Kristilegt stúdentafélag. sér um guðsþjónustuna á vegum stúdentaráðs í dag. Prédika þar séra Jóhann Hannesson, en séra Magnús Runólfsson þjónar fyrir altarí. Félagið gengst auk þess fyrir samkomu í húsi K.F.U.M. í kvöld, þar sem nokkrir stúdentar taka til máls. Þá koma í dag út á vegum félagsins Kristilegt stúdentablað. í því eru greinar eftir Magnús Runólfsson, Jóhann Hannesson og fleiri. Metafli hjá Vestmannaeyjatogara. Eiliðaey, togari Vestmannaeyinga, kom til Vestmannaeyja á laugar- daginn, með metafla. Fékk hann 327 tunnur lifrar og 5000 kit af fiski. Aflinn veiddist allur á Halan- um. Bazar Kvenfélags Hallgrímskrikju. Þær konur, sem ætla að gefa muni á bazar Kvenfélags Hallgríms- kirkju, eru beðnar að koma mun- unum til frú Þóru Einarsdóttur, Leifsgötu 16, frú Ólafar Jakobs- dóttur, Grettisgötu 40, frú Jóninu Guðmundsdóttur, Barónsstíg 80, frú Sínu Ingimundardóttur, Njáls- götu 108, frú Margrétar Halldórs- dóttur, Bókhlöðustíg 9, frú Jóhönnu Einarsdóttur, Laugaveg 89, frú Val- Heyrtoaséb Ég fann gamlan kunningja minn á götunni í gær og talið barst strax að síldinni og Hvalfirði. Varð þessum kunningja mínum að orði eitthvað á þessa leið: „Þú manst að hann Hvalfjörður áleit- inn er, þótt ást. okkar geti hann ei slitið," sagði Þorsteinn Erlings- son forðum til Fljótshlíðarinnar sinnar. En það.i^nist vera að Hval- fjörður sé nú að slítá ykkur Fram- sóknarmennina frá landbúnaðin- um, ef dæma má eftir Tímanum siðustu dagana. Þó að mér þyki nú alltaf vænt um sveitina síðan ég ólst þar upp, þá fagna ég því að sem flestir skilji hve óhemju auðæfum má ausa upp úr sjónum við strendur landsins — öllum til hagsældar, hvort þeir búa inn til dala eða fram til stranda. Annars held ég að kostnaðurinn sé nú svo mikill við þessar síldveiðar, að flestir geri sér miklu meiri vonir um nettó gjaldeyristekjur við þær, heldur en þær verða raunverulega. Ætli það verði ekki svipað með þær eins og fiskinn úr nýju togur- unum okkar, sem selja fyrir þetta 10—12 þúsund sterlingspund í Eng- landi, en geta svo sáralitlum gjald- eyri skilað hingað heim, því mest fari í kostnað þarna ytra? Það er svo hætt við að tíminn verði stuttur, sem síldin veiðist, en útbúnaður til veiðanna er svo geysi dýr. Hvalfjörður virðist reyndar vera fullur af síld og þótti mér gaman að sjá myndina af síldartorfunum niðri í djúpinu, sem Tíminn flutti. Slíkar myndir eru alveg einstakar og dásamlegar. Það vantar að geta girt fyrir Hvalfjörð meðan síldin er þar mest og loka hana inni í firðinum! Þá gætum við mokveitt í allan vetur, þegar fært væri veöur. Og þá yrð- um við ríkir aftur, íslendingarnir. Líklega kemur síldin oft í Hval- fjörð, það benda örnefnin á, sem Jón Helgason skrifaði um fyrir nokkru. Þegar Englendingarnir voru að leita að kafbátum í firð- inum urðu þeir oft smeykir, þegar bergmálsdýptarmælirinn rakst hvað eftir annað á eitthvað miðja vegu niðri í sjónum. Hvað var það? Voru það ekki síldartorfur, svipaðar og myndin í Tímanum sýnir? Mikið lengra varð svo ekki talið milli okkar kunningjanna. En ég fékk ný umhugsunarefni, sem ég er ekki ennþá búinn að leysa eftir hálfgerða andvökunótt. Kári. dísar Jónsdóttur, Grettisgötu 55, frú Stefaníu Gísladóttur, Hverfis- götu 39, fyrir þriðjudagskvöld 2. des. Á förnum vegi Það var kappsamlega unnið í Reykjavíkurhöfn í gær, þótt sunnu- dagur væri. Sunnudagarnir eru ekki neinir hvíldardagar, þegar síldin er annars vegar. Fjölda- margir drekkhlaðnir bátar lágu í röðum, hlið við hlið, með hvít- Botninn opnast sjálfkrafa, ef kippt er í spotta og lokast síðan aftur á sama hátt. Þannig er unn- ið á ýmsum stöðum við höfnina. Vörubílarnir flytja síldina síðan að True Knot, sem nú er verið að ferma síld til norðurflutnings. Þar glitrandi síldjna borðstokka á milli. 1 er henni hellt af bilunum í tvo Og nú er um að gera að losa þá kassa, sem látnir eru hlið við hlið. sem fyrst. Þarna niðri við höfnina hitti ég mann, sem vinnur við síldarum- hleðslu, og þá varð mér hugsað til lesenda Tímans. Ég bað hann að segja mér í fáum orðum, hvernig umhleðslan færi fram. — Sjáðu til, sagði hann, þaö er nú dálítið misjafnt, hvernig síldin er flutt milli skipa. Við skulum taka Fagraklett og Fiskaklett til dæmis. Þeir liggja báðir við bryggjuna hérna norðan við kola- kranann, og einmitt verið að taka úr Fagraklett núna. Uppi á svona gengur það dag eftir dag. bryggjunni er uppskipunargálgi, og Þetta mætti . óneitanlega ganga er stór háfur látinn síga niður í greiðar, en við erum einu sinni sldpið. Þar eru fyrir tíu eða ellefu ekki undir það búnir að taka móti menn, er moka síldinni í hann í allri þessari síld hér í Reykjavík, skyndi með skóflum og göfflum. svo að ekki er annars úrkostar en Þegar hæfilega mikið er komið í sætta sig við það og gera sitt bezta hann, sveiflar gálginn honum upp með þeim úrræðum, sem tiltæk og er hleypt úr honum á vörubíla. eru. J. H. Síðan er einum og einum kassa sveiflað með krönum upp í skipið og hellt úr þeim í lestarnar. Er þetta allt kvotl mikið eins og menn geta skilið, og næsta seinlegt og fyrirhafnarsamt að flytja þannig tugþúsundir mála af síld milii skipa. Þegar um minni skip er að ræða er önnur aðferð viðhöfð. Þú sérð Eldborgina, sejn verið hefir í sild- arflutningum. Nú er Hvítáin að koma og leggst utan á hana. Síld- inhi verður mokaö í háf eða mál og hellt beint yfir í Eldborgina. Og Borðstofuhusgögn eða aðeins „buffet" óskast til kaups. Uppl. í síma 3793. Ritvél óskast til kaups. Upplýsingar í síma 6043. Auglýsingasími Tímans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. Ódýrar auglýsingar Fjallagrös. Er kaupandi að hreinum og vel tíndum fjallagrösum. V O N, Reykjavik, sími 4448. Bókabúðin á Lauga- veg 10 selur ykkur bækurnar. Höfum ennfremur ýmsa íslenzka list- muni. Því fleiri sem við cruin, því meira getum við. Lcggjiun öll lit? okkar til starfs samvinaiufélagánna og hætusn þannig kjör almennings í landinu. Samband ísl. samvinnuféiaga Eitt fegursta ævintýri, sem til er: HAFMEYJAN LITLA efiir ff. C. Ændersen me& fögrum teikninyum eftir hinn tígtetu leikn- ara FALKE BAWG. Indæl jólagjöf. Verð 15. kr. TÍMARITIÐ „SYRPA" FJALAKOTTIRIM sýnir gamanleikinn \ á þriðjudagskvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag. ÚTBREÍÐiÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.