Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 3
t. ' i'.í .jli'iih • 221. blað TÍMINN, mánudaginn 1. des. 1947 BókacLómar bLaðanna Undanfarna mánuði hefir pað að nokkru leyti fallið í minn hlut að geta nýrra bóka í Tímanum. Þetta er í raun- iimi mikið hlutverk. Ég hefi 3e.rgi haft þá skoðun, að öll hín meiri og betri blöð hefðu á því sviði skyldur við les- endurna. Bókaval er næsta þýðingarmikið, og lesendur merkilegra blaðá eiga rétt á leiðbeiningu og tilsögn frá blaði sínu í þeim efnum. Og nú skrifa ég þessi orð til að gera afsökun mína eða frið- mælast við lesendur Tímans. Ekki er hægt að ætlast til þess, að blöðin geti alltaf birt rétta dóma og óskeikula um a,llar bækur. Mannanna verk eru yfirleitt ekki óskeikul og dómar um bókmenntir orka mjög tvímælis. Það er því aldrei hægt að ætlast til þess, að allir séu sammála um allt sem sagt er, enda er sú reynsl- an oft, að menn eru ekki fylli- lega sammála sjálfum sér, nema takmarkaðan tíma. En hins á að krefjast, að bóka- dómar blaða séu byggðir á samvizkusamlegu mati og skoðun, og helzt ætti að vera þannig rætt um bókmenntir, að það gæti orðið til að glæða og þroska bókmenntaskilning lesandans almennt, þó að hann væri á annarri skoðun. Hér er ekki fyrst og fremst um þaö að ræða, að stjórna hugum fólks og ráða yfir vilja þess, heldur að halda uppi umræðum, sem almenningur hefir gott af að fylgjast með. Nú ætla ég ekki að dæma um það, hvernig viö höfurn uppfyllt þessar kröfur í Tim- anum, en hitt megum við þó væntanlega eiga, að við höf- um reynt að gefa nokkrar upplýsingar, sem óumdeilan- lega væru réttar, um hverja bók, sem við getum um. Ef vel ætti að vera, þyrftu blöðin að láta bókamenn sína kynna sér allt, sem út kemur íslenzkra bóka, og geta um allt hið merkara. En reynslan er hins vegar sú, að það er mjög handahófskennt hverra bóka er getið. Sum útgáfufyrirtæki senda blöðunum bækur sínar yfir- leitt til umsagnar. Önnur láta kannske bækur, ef menn koma til þeirra og segjast ætla að skrifa um þær, og rsum láta bækur sínar ef til vill ekki á þann hátt. Hins vegar er engin von til þess, að venju- legir menn kaupi sjálfir meg- inhluta þess, sem út er gefið. Mér finnst það því fyllilega vorkunnarmál, þó að þeir, sem bækur lesa og geta um fyrir blöðin, nefni þar það, sem þeim er sent, en j afnvel miklu merkari bækur geti orðið út- undan og fallið hjá. Og það er ekki þessurn mönnum að kenna. En því miður er ekki sagan öll sögð, þó að skýrt sé frá þessum hantíahófsbrag á því, hvers er getið. Hitt allt, sem sagt er, er jafnrétt fyrir því, og það er auðvitað góðra gjalda vert að heyra álit ákveðins manns. Lesendur læra fljótt að gera sér hugmyndir um bælcur eftir ummælum slíkra manna, enda þótt þeir séu þeim ósammála um margt. En það getur líka haft sína erfið- leika að segja eins og manni finnst, —r- jafnvel um bækur, sem ekkert koma stjórnmál- um við. — Og ætti ég að fara að skrifta, þá finnst mér, að ég hafi meira kynnst freist- ingaröflum á þeim vettvangi en á baráttusviði stjómmál- anna. Útgefendur auglýsa bækur sínar í blöðunum. Auglýsingar eru dýrar. Þær eru tekjur fyr- ir blöðin, og eru því lengstum vel þegnar, enda veitir oft ekki af. Það er svo sjálfsagt ekki nema mannlegt, að út- gefanda, sem fyrst sendir blaði bók til umsagnar og birtir síðan í því dýra auglýs- ingu um hana, þyki lakar gert til sín en hann á skiliö, ef blaðið birtir svo last um fram- leiðslu hans og söluvöru. Hon- um finnst það ef til vill að launa gott með illu einu. En það er ekki víst, aö sá, sem um bókina dæmir, sé alltaf svo heppinn, aö smekkur hans og sahnfæring og hugmyndir hans um skyldur við lesend- ur blaðsins falli saman við auglýsingastarfsemi útgef- andans. Sjálfsagt kemur okkur öll- um saman um það, að ís- lenzk blaðamennska stæði þá skör neðar en nú er, ef blaðamenn mættu ekki ljúka upp frjálsum munni um bók- menntir vegna ofríkis aug- lýsingavaldsins. Ég kvarta ekki undan því, að slík hætta vofi yfir beinlínis, en stund- um hefir mér virzt, að örlaði á einhverju, sem gæti ef til vill verið vísir að vexti í þá átt. En blöðin eiga fyrst og fremst að vera til fyrir les- endurna. En svo er það líka önnur freisting, sem hætt er við að trufli menn. Hún liggur í kunningsskap við höfundana. Höfundarnir hafa oft lagt sál sína i bækur sínar, og þeim er það viðkvæmt mál, hvernig um þær er talað. Það 30 og 45% ostur Frá Akwreyri og Samðár- króki jafnan fyrirliggjaitdi. FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Síiwi 2678. Söngraót rang- æskra kirkjukóra Sunnudaginn 16. f. m. hélt „Kirkjukórasamband Rang- árvallaprófastsdæmis“ söng- niót að Laugalandi í Holtum. Þátttakendur voru þessir 5 kórar: Kirkjukór Fljótshlíðar, — stjórnandi Þórhildur Þor- steinsdóttir frú á Breiðabóls- stað, Kábæjarkirkjukór, — stjórnandi Sigurbjartur Guð- jónsson bóndi í Hávarðarkoti, kirkjukór Krosskirkju, — stjórnandi Björgvin Filippus- son bóndi á Bólstað, Odda- kirkjukór, — stjórnandi Guð- rún Hafliðadóttir frú í Odda, og kirkj ukór Stórólfshvols- sóknar, — stjórnandi Jón Gunnarsson bóndi á Velli. Pröfasturinn, séra Svein- björn Högnason, setti mótið með stuttri, snjallri ræðu. Siðan sungu kórarnir hver af öðrum sín fjögur lögin hver. Síðast sungu þeir þjóð- sönginn allir sameiginlega. Að lokum ávarpaði prófasturinn söngfólk og áheyrendur nokkrum ágætum orðum. Hvern kór skipa tveir til hálfur þriðji tugur karla og kvenna, fólk á ýmsum aldri. Aðallega voru sungin góð og gamalkær sálmalög. Voru söngljóðin flest í samræmi við lögin. — Þó brá í einu tilfelli út af því. Hábæjarkirkjukór söng svokallaðan „Dýrðar- söng“, fagurt lag, en fráleitt ljóð ,er misþyrmdi bæði máli og rími, — sennilega umsnún- ing úr epleiidu máli af mikilli vangetu gerðan. — pó má vera að þetta hafi meir stungið mig en aðra. Flestir gerðu góöan róm að söngnum. Og allmargir klöpp- uðu eftir hverju lagi. Nú er það kannske nýmenning að klappa fyrir sálmasöng, og verður þá að vonum tekið i tízku, jafnt við messu og jarð- arfarir.----En illa féll mér klappið þar á Laugalandi. — Þar sem tilefni gafst, skal ég skjóta þvi hér inn i. Oft finnst mér hið mikla klapp spilla góðum mannamótum. Og oftast mun það meir af hermihætti sprottið en heil- agri hrifningu.---- Fundinn sóttu á fimmta hundrað manns, úr öllum hreppum Rangárþings. Má það einstök aðsókn heita, og hlýtur mikill áhugi að búa þar á bak við. Helgi Hannesson. Kostakjör á bókum Árin fyrir seinustu' styrjöld gaf fég mönnum endrum og eins tækifæri til að fá „mikið lesmál fyrir litínn pening," og fengu menn þannig mikið og fjölbreyt-t- efni til lesturs vetrarmánuðina. Slíkt tækifæri gefst nú | enn. Hér er um rúmlega 2100 bls. að ræða fyrir 50 kt. 4 Meðal bókanna eru fimm samfeldir árgangar af -j Rökkri, m. a. með framhaldssögunum Á vígaslóð,.. Að 4 tjaldabaki og.. Á - flótta, auk fjölda .smásagna, eftir fræga höfunda, m. a. Jack London. í þessum árgöngum er rhikili fjöldi erléndra og innlendra mynda, auk margs annars: lesmáls, en að framan var talið. Auk * þess eru þessar bækur: í leikslok I—II (3. og 2. útg.ý.T og hin vinsæla skáldsaga „Þær elskuðu hann allar.“ f Ef peningar fylgja pöntun eru bækurnar sendar burð- v argjalðsfrítt. — Þeir, sem senda 75 krónur fá allar | framannefndar bækur og að auki heimsins frægustu 4 skáldsögu, Greifann frá Monte Christo (lausasöluverþ 35 krónur), x átta bindum á 10. .hundrað bls. Fyrir 75 krónur fá menn því um 3000 bls. lesmáls (aðal. stórt brot og drjúgt letur). — Bækurnar eru einnig sendar gegn póstki-öfu og greiöi þá kaupandi 5 kr. að auki. Pantanir sendist í pósthólf 956, Reykjavík. - er tilfinningamál, og auðvitað vilja allir komast hjá því að særa vini sína. Og það mál er ekki alltaf leyst með því, að leiða hjá sér að minnast á bókina. Það væri ef til vill góð lausn. En hins eru dæmi, að menn setjist við að koma saman einhverju, sem skilja mætti sem lof um það, sem þeir vildu helzt aldrei hafa þurft að sjá. Ég mun hér ekki ræða frekar um bókaskrif mín eða Tímans. En hitt vil ég segja að síðustu, að öll kynni mín og reynsla í þessum ritdóma- málum, bæði sem lesandi úti á landi og blaðamaður í Reykjavík, sannfæi'ir mig um það, að okkur er nauðsyn að þessi mál komist í það horf, að bókadómum blaðanna stjói-ni óháðir menn, sem hafa yfirsýn um útkomnar bæk- ur í heild. Og það þurfa að vera sjálfstæðir menn og ekki mútuþægir. Halldór Kristjánsson. I Axel Thorsteinson ♦ T Heima 1—3. Rauðarárstíg 36 — Reykjavík. Sími 4558 | Dánarmiiiiimg': Jón Jónsson ffrá Máffsstöðsiian, Vatnsalal Það er 8. september. Hin hljóðláta, hiúfandi fegurð Vatnsdals blásir við augum mér'. Þihgið, með blikandi vötnum og breið.u fölgrænu grashafi, sem mildur haust- flövinn hefir kastað draum- ljósi yfir. Mjúkar laðandi línur - fjallaumhverfisins verða ótrúlega skírar í kvöld- skyninu. Fegurð þessa fágra, milda síðsumardags, er í bindandi samrgemi við þá athöfn dagsins að nú er hún- vetnzki bændaöldungurinn og valmennið Jón Jónsson, Máfsstöðum í Vatnsdal, moldaður að hinu fagra, fornfræga höfuðbóli og kirkjustaö, Þingeyrum. Fjölmenn bændasveit, víðs vegar að úr héraði, hefir sótt til Máfsstaða til að fylgja hinum vinsæla marghæfa manni til grafar. Jón á Máfsstöðum var einn í hópi þeirra bænda er gott leggja til mála og víða koma við sögu sveitar sinnar og hér- aðs, en aldrei stendur neinn styrr um, aldrei vekja úlfa- þyt né skjóta hvínandi örv- um hins harðvítuga bar- dagamanns gegn andstæð- ingum sínum. Hann vann sín margháttuðu lífsstörf í hljóð látri festu hins gjörhygla al- vörumanns, sem ekki vill til vamms vita. Hann átti allan sinn starfsferil, frá fyrstu árum til síðasta dags hér í héraði og hann kom víða við sögu þess. Hann var réttlætis hyggjumaður af beztu gerð, ljósgreindur og fjölhæfur. Hann snart öll sín viðfangs- efni, hvort heldur töldust andleg eða efnisleg, með svo fágætri varúð, gaumgæfni og samvizkusemi, að ég hefi engum slíkum kynnzt. Hann var einn elzti og traustasti samvinnumaður þessa-héraðs og var -það að vonum, að slík réttlætis- og mannúðarhyggja er sam- vinnuhugsjónin ber með sér, snerti hann, að hjartarótum, enda veit ég engan mann, þessa héraðs, samvinnu- stefnunni trúi’ri en hann -var, vann líka mjög fyrir hennar málstað fyrr og síðar. Okkur;' sem gjarnt er til að hefla. okkur yfir erfiðleika lífsbar- áttunnar, okkur, sem ekki göngum ætíö með hina ör- næmu grammavog grandvarT- leikans upp á vasann, geng- ur stundum seint og erfið- lega að skilja og samþýðast mönnum, sem Jóhi. -• Þó fór það þann veg með mig, að því gerr, sem ég^ kynntist honurn, því meir mat ég festu hans, greind og. grandvarlekia. Samt var það stundum svo, þá við rædtíum saman, að mér lá við áð stökkva upp og stinga 'niður fæti. Ég sagði einhvern t'íma • við hann í samræðu er skoð- , anir bar á víxl, að seint og torveldlega mundi mönnum • sækjast að marki, ef stýra ætti eftir þeim eyktamörk- um er hann teldi rétt vera. „Má vera,“ sagði hann, „en okkur, sem lágbyrinn sigl- um, og gætum vel að sólar- mörkum lífsreynslu okkar verður varla eins árekstra- hætt, sem ykkur, sem hábyr- inn kjósið. Þið gleymið líka stundum að taka kjölfest- una með.“ Lögvörnum háttprýði hans og gaumgæfni varð sjaldan úr vegi stjakað. Ég er viss um, að Jón, eins og allir honum líkt hugsandi menn, heyja oft harða bar- áttu, gegn efans margbreyti- legu aðsóknarvofum, þar til sigur sannreyndar og sann- færingar er fenginn. Þ'eír menn bera 'Tómasareðlið í brjósti. Þeir geta ekki sætt sig við neitt minna en Krist sannleikans, lifandi og á- þreifanlegan, —- en þegar slíkir menn hafa, gegnum þrengingar og leit, höndlað sannleikans Guð, verður hann heldur ekki frá .þeim tekinn. Þannig var Jóni á Máfsstöðum farið. Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.