Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 5
221. blað TÍMINN, mánudaginn"!. des. 1947 5 Mánud. 1. des. L desember Fyrsti desmeber, fullveldis- isdagurinn, talar máli til- finninganna og minnir enn á skyldur frjálsra manna við land sitt og þjóð. Það er ekki því að neita, að í dag er dapurt um að lít- ast á sumum sviðum sjáf- stæðismálanna. Þrátt fyrir góðæri og gróðratíma undan- farið árabil, hefir þó eyðslan og óhófsemin vaxið örar en velmegunin. Því er nú svo komið, að þurrð er í búi. ís- lendingar hafa ekki reynzt menn til að standa með full- um drengskap við allar skuldbindingar sínar í við- skiptamálum meðal fram- framandi þjóða. Því er nú svo komið, að í augum merkra manna á sviði viðskipta og kaupsýslu, hefir þjóðin ís- lenzka fengið á sig óorð, svo að jafnvel er varað við að samneyta henni. Þetta eru þung orð og dap- urlegt að verða að viðhafa þau á hátíðisdegi. En þessi orð eru orð sannleikans, og það er glötunarráð og gæfu- leysi, að loka eyrum sírjum fyrir þeim. Þjóðin á fyrst og fremst heimtingu á því, að henni sé sagt satt. Það þarf enginn að halda, að sjálfstæði íslendinga vari lengi, nema þjóðin njóti góðs álits út á við. Það er alltaf mikið öryggi í því að vera heiðarlegur. Lítilli þjóð er það lífsskilyrði að reyn- ast ábyggileg í viðskiptum, halda orð sín og virða og kvika ekki frá gerðum skuld- bindingum. Það kann að þykja gamal- dags í heimi glamurs og aug- lýsinga, en samt er það satt, að fyrsta skilyrði þess, að þjóðin haldi sjálfstæði sínu, er að hún vinni fyrir sér og sé heiðarleg. Það heldur engin smáþjóð sjálfstæði sinu, nema hún geti látið heiminn bera virðingu fyrir sér. En virðing annarra þjóða vinnst með þvi að rækta og nytja land sitt vel, skipa félagsmálum sinum á réttlát- an og farsælan hátt, sníða sér stakk eftir vexti og reynast ábyggileg i viðskiptum öll- um. Það hefir borið dapurlega skugga á þessi mál vegna þeirrar óstjórnar, sem undan- fariö hefir verið á fjárhags- málunum. Og þar verða nú saklausir að gjalda sekra, því að þjóðin er öll í hættu, þegar grunnurinn undir sjálfstæði hennar hefir verið holgrafinn. Það er nokkur hætta á því, að sumir þeir, sem mesta eiga sök á því að hafa stefnt sjálf- stæðismálum þjóðarinnar í háska á þessu sviöi, reyni nú að leiða athygli frá sekt sinni meö því að glamra um eitt- hvað annað. En það má engan rugla. Þjóðin verður að skilja þetta. Vera má að sumum verði tíðræddara í dag um Keflavík og sambúð íslendinga og Bandaríkjamanna þar. en þessa hlið sjálfstæðismálsins. Ekki skal úr því dregið, að ís- lendingum sé þörf að vaka yfir landsréttindum sínum og ~ ERLENT YFIRLIT: Borgtastyrjöldin í Kashmir Verður Iuin upphaf síyrjaídar milll Pakist- an og Hindustan? Skipting Indlands í tvö ríki hef- ir ekki tekizt.: yandræðalaust, eins og kunnugt er af útvarps- og blað'afregnum.-: Pyrst urðu stór- kostlegir árekstrar í sambandi við skiptingu þess Jands, er áður heyrði beint undir stjórn Breta. Þessum árekstrum er nú tekið að linna, en þá hafa nýir komið til sögunn- ar. Þeir árekstrar hafa sprottið af því, að furstadæmin, sem áður heyrðu aðeins- óbeint undir stjórn Breta, hafa átt erfitt með að á- kveða, hvoru hinna nýju ríkja þau skuli heldur. sameinast. Til full- kominnar borgarastyrjaldar hefir þó hvergi komið enn, nema í Kashmir. Frægð Kashmirsjalanna. Utan Indiands er Kashmir einkum þekkt vegna Kashmirull- arinnar og 'Kashmirsjalanna, er notið hafa heimsfrægðar öldum saman og var 'um langt skeið ein hin eftirsóttásta verzlunarvara. Það er fyrst á. síðari tímum, að framlelddir hafa verið dúkar og sjöl, sem þýkja taka framleiðslu Kashmirmanna fram. Kashmir liggur á landamærum Indlands og Afghanistan. Landið hefir goldið þesS, að það liggur á vegamótum, því að um það hafa legið leiðir slgursælla þjóðflokka, bæði úr suðri og norðri. Kashmir myndar eins konar útjaðar Hima- lajafjallanna ,óg’ skiptast þar á há fjöll og djúplr dalir. Dalirnir eru mjög frjósarnií, og í suðurhluta landsins er ailmikið sléttlendi um- kringt tignarlegum fjöllum. Að flatarmáli er; Kashmir rúmlega tvisvar sinriúftí stærra en ísland. Aðalatvinnuvégur landsmanna er landbúnaðuiváiS * . Furstar af Sikhaættum Kashmirbúat' munu vera rúmar fjórar millj. -Meginþorri þeirra eru Múhameðstrúat. Múhameðstrúar- menn lögðú laridið undir sig á 13. öld, en síðari hafa ýmsir aðrir haft þar yfirí'áð. Um 1820 hröktu Sikkar úr Burijabfyiki Afghanist- anmenn þaðáriýér höfðu þá farið þar með yfii’ráð í tæpa öld. Völd Sikha urðu þo fskammvinri, því að Bretar lögð'U' lándið undir sig 26 árurn seinna. Þeir gerðu landið að sjálfstæðu furStádæmi og komu þar til valda-.fursta einum af Sikháættum.; 'F-urstinn fékk að mestu leyti. eihræðisvald í sínar hendur, en þó -varð hann viðkom- andi öll utanríkismál og meiri- háttar innánlandsmál að leita samþykkis Breta. Þessi skipan hefir haldist fram á þennan dag. Það hefir reynzt á ýmsan hátt óheppilegt, að: Bretar skyldu hefja þessa furstaætt til valda. Hún hef- ir verið Hindúatrúar og haldið ýmsum kreddum hennar fast að landsmönnum, sem langflestir játa Múhameðstrúý'Þannig hefir þeim, sem gera sig seka um að slátra kú, verið refsað- með sjö ára fang- elsi, en Hindúav telja kýrnar heil- ög dýr, en. Múhameðstrúarmenn ekki. ...... Þessir trúarlegu árekstrar furst- anna og landsmanna, hafa gert furstana mjög óvinsæla í Kashmir. Við þetta hefir svo bæzt, að þeir hafa verið mjög harðdrægir í fjárskiptum sínum við landsmenn, en lítið skeytt um framfaramál almennings. Óvíða eða hvergi í Indlandi er alþýðumenning minni en í Kashmir og lífskjör almenn- ings eru eftir því. 45 milj. kr. árstekjur. Sá, sem nú er fursti í Kashmir, heitir Ali Singh, og hefir farið þar með völd í 22 ár. Hann hefir verið mjög óvinsæll og hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir til Þess að myrða hann. Oftar en einu sinni hefir verið reynt að steypa honum úr stóli með byltingu, en Bretar hafa jafnan komið honum til hjálpar. Ali Singh er einn af ríkustu mönn um veraldar. Árstekjur hans- eru taldar um 45 millj. kr. Vængirnir á einkaflugvél hans eru þaktii' gull- og silfurplötum. Krýningarskrúði hans er sagður margra milljóna króna virði. Hallir hans skipta tugum. Konur þær, sem eru hon- um til þénustu í kvennabúri hans, eru sagöar skipta hundrúðum. Borgarastyrjöldin. Þegar skipting Indlands var ákveðin síðastl. sumar, komst Ali Singh í alvarlega klípu. íbúar Kash mir vildu sameinast Pakist.an eða a. m. k. yfirgnæfandi meirihiut- þeirra. Ali Singh vildi hins vegar, að Kashmir sameinaðist Hindust- an, en treystist hins vegar ekki til þess gegn vilja íbúanna. Um skeið gekk hann með þau áform að lýsa yfir sjálfstæði landsins, en i3ret- ar neituðu honum um samþykki til. þess. Þegar Ali Singh gat hvorugt það gert, er hann óskaði helzt eftir, greip hann til þess ráðs að draga allar ákvarðanir á langinn. Þetta likaði landsmönnum ekki. Þeir ákváðu þyí að grípa til sinna ráða og steypa furstanum af stóli. Þúsundum saman streymdu þeir til höfuðborgarinnar, Scrinagar. -— Purstinn tók það þá til ráðs að leita á náðir stjórnarinnar í Hindustan. Nehru forsætisráð- herra féllst á þá beiðni hans að senda þangaö herlið til þess „að halda uppi lögum og reglum", eins og það var oröað. Jafnframt lýsti Nehru yfir því, að tilgangurinn væri ekki að innlima Kashmir í Hindustan, heldur yrði síðar látin fara þar fram atkvæðagreiðsla um það, hvort íbúarnir vildu held- ur tilheyra Pakistan eða Hind- ustan. Svo virðist, sem Múhameðstrúar- menn hafi ekki fest trúnáð á þessa yfirlýsingu Nehrus, því að þeir hafa haldið uþpreisninni áfram og hafa víða verið háðir allmiklir bardagar í landinu. Hingað til hefir uppreistarmönnum veitt bet- ur, enda hafa þeir megin þorra íbúanna að baki sér og auk þess hefir þeim bætzt margt sjálfboða- liða úr nágrannafylkjunum. Eins og málin standa nú, verð- gæta þess að gerðir samningar séu haldnir. En sízt mega menn halda, að hitt sé minna vert að gæta siðferðilegra réttinda sinna. Sú þjóð, sem glatar siðferðilegum rétti til samfélags frjálsra og sjálf- stæðra þjóða, er dauðadæmd. Hún er gengin til glötunar. Það væru því svik við þjóð- ina að þeegja um þetta. Sjálf- stætt og blómlegt atvinnulíf og ráðdeild og heiðarleiki í utanríkisviðskiptum eru fyrstu og brýnustu sjálfstæð- ismálin. Þjóðin verður að vinna fyrir sér með fullri sæmd. Pandit Nehru ur ekki séð fyrir um úrslit þessarar deilu. En margir virðast óttast, að hún geti orðið upphaf styrjald- ar milli Hindustan og Pakistan, því að taki uppreistarmönnum að veita ver, mun erfitt fyrir Pakist- an að verða hlutlaust. Vonin um sæmii^ga lausn er nú sem oftar bundin við það, að Bretum tak- ist að miðla málum. Sjálfstæðismenn bera ábyrgðina Hin athyglisverða grein, sem hér fer á eftir, birtist í Skutli, blaði Alþýðu- flokksins á ísafirði, fyrir skömmu síðan. Svo segir í gömlum sögnum af draugum og uppvakning- um, að æði oft hafi þaö hent þá, er með kukl fóru, að þeir hafi komizt í hann krappann, er þeir ætluðu að koma upp- vakningum fyrir aftur, og stundum henti það jafnvel, að uppvakningurinn varð kuklaranum að bana. í íslenzkri verkalýðshreyf- ingu hafa Sjálfstæðismenn farið með kukl hin síðari ár og vakið upp draug þann, sem nú er svo rammur orð- inn, að vá er fyrir dyrum í verkalýðshreyfingunni og ís- lenzkum stjórnmálum, tak- ist ekki að koma uppvakning þessum fyrir hið bráðasta. Eftir skipulagsbreytinguna, sem gerð var á Alþýðusam- j bandinu 1940, ólu margir þá I von í brjósti, að takast mætti að halda allsherjarsamtökum verkalýðsins utan við hina pólitísku flokkabaráttu. En þetta hefir orðið á ann- an veg. Með dyggri aðstoð Sjálfstæðismanna tókst kommúnistum að sölsa und- ir sig öll völd í Alþýðusam- bandinu 1944. Síðan hafa kommúnistar enn með aðstoð Sjálfstæðis- manna hreiðrað þar betur um sig, gert skrifstofu Al- þýðusambandsins að flokks- legri miðstöð, notað fé sam- bandsins til að greiða starfs- mönnum laun, sem talið hafa sér skyldara, að þjóna hagsmunum kommúnista- flokksins, en vinna í anda einingar verkalýðssamtak- anna. — Sjálfstæðismenn hafa lagt kommúnistum til formenn í verkalýðsfélögun- um, þar sem þeir hafa enga frambærilega menn átt. Þessir þjónar, sem Sjálf- stæðismenn hafa leigt komm únistum, hafa verið svo trúir í þjónustunni við málstað kommúnista, að þeir hafa jafnvel flestir taliö sér skylt að setja vilja og hagsmuni Gjaldeyrisöflun togaranna Það gefur næstum daglega að lesa í einhverju Reykja- víkurblaðanna, að nýlega hafi svo og svo margir tog- arar selt ísfisk í Bretlandi fyrir jgvo og svo margar millj. kr. Ekki sízt hefir þessum milljónaupphæðum verið flaggað, þegar einhver svo- kallaði „nýsköpunartogar- inn“ hefir selt afla sinn. Sú skoðun er því eðlilega farin að ryðja sér til rúms, að ýms- ir „nýsköpunartogaranna“ séu komnir vel á veg með að endurgjalda þann gjaldeyri, sem upphaflega var látinn fyrir þá. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að gjaldeyrir sá, sem fæst fyrir aflasölur togar- anna, er miklu minni en um- ræddar tölur blaðanna . gefa til kynna. Orsök þessa er sú, að frá söluverðinu dregst ýmis kostnaður, sem er greiddur í erlendum gjaldeyri. Má þar t. d. nefna allháan toll í Bret- landi, umboðslaun, hafnar- gjöld, uppskipunarvinnu o. s. frv. Þá eru kol eða olíur og annað, sem þarf til reksturs- ins og greiða þarf í erlendum gjaldeyri. Loks er svo hluti af kaupi skipverja greiddur í erlendum gjaldeyri. Það mun vera áætlað, að gamall togari, sem selur afla sinn fyrir 7 þús. pund eða 182 þús. kr., skili raunverulega ekki til ba.nkanna nema 80—90 þús. kr. í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyristekjur þær, sem nýju togararnir hafa fært í þjóðarbúið, eru þó hlutfalls- lega miklu minni enn, sem komið er. Ástæðan er sú, að auk framangreindra útgjalda í erlendum gjaldeyri, hafa þeir orðið að kaupa sér ýms veiðarfæri og tæki, sem ekki fylgdu þeim frá skipasmiðj- unni. Þannig mun bönkun- um enn ekki hafa borizt neinn gjaldeyrir, — eða a. m. k. sáralítill, — frá fyrsta „nýsköpunartogaranum“, sem kom hingað, en það er Ingólfur, togari bæjarútgerð- ar Reykjavíkur. Þessara upplýsinga hefir þótt rétt að geta, svo að afla- sölufregnir blaðanna yllu ekki misskilningi, Tilætlunin er hins vegar ekki sú, að gera lítið úr gjaldeyrisöflun tog- aranna. Hún er mikilsverð fyrir þjóðina. En hins vegar er rangt að mikla hana í augum sér og ætla hana meiri en hún er og byggja á því falskar vonir um gjald- eyrismál þjóðarinnar. X+Y. Kveðiö við fráfall gamalla sam- herja, Ingvars Pálmasonar og Einars á Eyrarlandi: Gerist færra um varin vé, vetrarsúgur nógur. Gustar fast um feiskin tré, fellur hinn gamli skógur. J. Þ. kommúnistaflokksins öllu öðru ofar. Á þennan hátt hefir Sjálf- stæðisflokkurinn stöðugt magnað drauginn, sem hann (Framhald á 6. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.