Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1947, Blaðsíða 7
221. blað TÍMINN, mánudaginn 1. des. 1947 7 Skipin sækja síldina í og Stórhveli komisa í fjörSSiim Aldrei virðast hafa verið önnar eins ógrynni af síld í Hval- firði og eimnitt nú. Þau slcip, sem losuð voru á laugardag- inn, eru flest komin aftur í liöfn, drekkhlaðin cif síld. Flest þeirra komu aftur strax í gœr, og sum sem losuðu í gœr- morgun, komu aftur inn hlaðin í gcerkvöldi. Arnþór, skipstjóri á Helga Helgasyni frá Vestmannaeyj- um, sem árum saman hefir verið aflakóngur á síldinni fyrir Norðurl., fór í fyrradag út með Helga minni, og kom aftur í gær með 1600 mál. Segir hann, að ógrynni af síld sé í firðinum, og skipin þurfi ekki annað en sækja hana þangað, eins og hvern annan farm, jafnóðum og þau losni úr Reykjavíkurhöfn. Arnþór sagði líka, að stór- hveli hefðu verið komin í fjörðinn í gær, en það er ör- uggt merki um mikla síld. Losunin gengur allvel. Losun síldveiðiskipanna gengur nú allvel. Verið er að losa síld í True Knot og Sel- foss. Var í gær sett met í lönd- unarhraða, þar sem hann komst upp í 800—900 mál á klukkustund. Byrjað var að losa í True Knot í gærmorgun, og í morg- un voru komin í skipið um 15 þúsund mál. Með sama gangi ætti að vera búið að ferma skipið annað kvöld, en það tekur um 35 þúsund mál. Landað er af mörgum skip- um í einu, og síldinni ekið á bifreiöum að trogum við skipshlið á True Knot og síðan steypt úr trogunum niður í lestarnar. Frá því í gærmorgun, er löndun hófst, er búið að 'losa um 30 skip. Þrátt fyrir það bíða enn um 30 skip losunar, og má búast við, að þau skip, sem losnuðu í gær, komi aftur inn full af síld í dag. SAMVINNUVERZLUN [ir sannvirði :: :: í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga cru 55 sambandsfélög með um 27 þúsund félagsmönn- uin. — Skiptið við sam- vinnufélögin og tryggið yður góða verzlun. — Gerist meðlimir sam- vinnufélaganna og eflið fylkingu íslenzkra sam- vinnumanna. — :: -----jf- H :: I ♦♦ :: Ostjórnleg gremja meðal Ar- aba út af skiptingu Palestínu Skipíingln mest allrn mála í löntl- imairn við anstanvert Mi$jar$arhaf Allsherjarþing S. Þ. samþykkti á lciugardagskvöldið að skipta Palestinu í tvö riki milli Araba og Gyðinga. Var skipt- ingin samþykkt með 33 atkvœðum gegn 13. 10 fulltrúar sátu hjá við atkvœðagreiðsluna. Á síðustu stundu komu Ar- abar fram með allvíðtæka til- lögu í mörgum liðum. Tafði það afgreiðslu málsins nokk- uð, en tillagan var felld. Mikillar gremju gætir yfir- leitt í löndum Araba út af þessari ákvörðun S. Þ. í lönd- unum við austanvert Miðjarð- arhaf eru nú- haldnar ýmsar ráðstefnur út af málinu og þing íran og írak munu vænt- anlega ræða þessi mál innan skamms. Þá mun fjölmennur fundur Gyðinga koma saman í Jerúsalem innan skamms, eða svo fljótt sem unnt er.eftir að fulltrúar þeirra á allsherj- arþinginu eru komnir heim aftur. Seinna meir er búizt vio vaxandi átökum milli Araba og Gyöinga. Hafa Arabar lýst því yfir hvað eftir ananð í umræðunum um Palestínu- málin á allsherjarþinginu, að þeir muni ekki hika við að verja land sitt meðan nokkur maður stendur uppi, ef alls- herjarþingið féllist á að skipta landi þeirra milli þeirra og Gyðinga. ScimlcinÁ íáí. óamvutnufe ctc^ct »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦».♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦»♦*♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« ♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦•♦♦»< Skálholt fær góðar viðtökur Skáiholt var sýnt í gær- kvöldi fyrir íullu húsi og við ágætar viðtökur áhorfenda. Næst sýnir Leikfélag Reykja- víkur þennan vinsæla og stórbrotna leik á miðviku- dagskvöldið. Verða nokkrar sýningar á leiknum til jóla. Bergur Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Byldng í fiskveiðum (Framhald al 1. sidu) fyllsta stuðning sinn. Kemur þar margt. til. í fyrsta lagi skapast möguíeikar til þess að stórauka fiskveiðarnar og hlífa núverandi miðum Breta, sem eru orðin mjög urin af ofmiklum veiðum, en sækja í þess stað íslandsmið meira en verið hefir, auk norðlægari miða og fiskislóða við strend- ur Ameríku og Afríku. Vandamál, sem varð að leysa. Eins og gefur aö skilja, er þetta nýja skip miklu borð- hærra en venjulegir togarar. Varð því að finna upp. upp nýjan útbúnað til þess að draga inn vörpuna. Tókst þaö eftir miklar tilraunir. Þessi nýja uppfinning hefir það einnig í för með sér, að hægt verður að stækka vörpuopið, svo að það verður hundrað feta vít-t og tólf feta djúpt og eykur það stórum sviðið, sem varpan nær til. Tilraunir hafa sýnt, ao það gefur aukinn afla sem svarar því, sem vörpuopið víkkar. Hraðfrystiútbúnaður og vinmitiihögun. Hraðfrystiútbúnaðurinn í skipinu veírður sérstaklega miöaður viö það, að hann þoli veltu í stórsjó og ofviðrum, en auk þess er lögð áherzla á Fiskimjölsverk- saiai?Sj;5si í Eyjems (Framhald af 8. síðu) nýju verksmiðju í Vest- mannaeyjum. Ef mikil síld veiddist i flóanum gæti ein stór verksmiðja þar hvergi nærri afkastað allri bræðsl- unni, og þá værL hagkvæmt fyrir sjómenn að geta farið strax til Eyja og losað aflann þar. Auk þess er ekki ólík- legt, að nokkur not - gætu orðið að þes.sari verksmiðju, þegar síld veiddist t. d. sunnarlega úti fyrir Auist- fjörðum, þar sem engin af- kastamikil verksmiðja er á Austurlandi. M ctn sendið vinum ykkar og viðskipamönnum ísland í myndum eða Iceland and the Icelanders eftir Doctor Helga Briem, Þessar bækur erú 'báða'r sVó eigulegar, að þær eru geymdar og eru því varanleg og góð landkynning. Kokaverzlim ísafolilar. það, að hann taki sem allra minnst rúm. Vinnutilhögunin verður sú, að varpan verður tæmd á afturþiljum. Þaðan veröur fiskurinn fluttur niður á neðra þilfar, aðgreindur, þveginn og slægður og flakað- ur á stálborðum. Síðan er bú- ið um hann til hraðfrystingar. Vérður hann settur í selló- fanpoka, og þegar hraðfryst- ingu er lokið, verður þeim pakkað í pappakassa, sem taka 42 ensk pund. Verða þeir fluttir á flutningaböndum í geymslurúm skipsins, þar sem varan verður varðveitt. Á að vera hægt að geyma fiskinn í 8—12 mánuði, án þess að hann skemmist. Verður kjölur skipsins notaður til þessa, og er það fyrirkomulág taliö mjög hagkvæmt. mssi ififlienclingu siafnskírteinai í Stcykjavík Með tilvísun til reglugerðar frá 27. október 1947 um útgáfu og afhendingu nafnskírteina vegna framkvæmd- ar á lögum um eignakönnun tilkynnist hér með, að af- hending nafnskírteina til þeirra, sem heita skírnar- eða ættarnöfnum, sem byrja á bókstafnum A eða Á, fer fram í Góðtemplarahúsinu viö Templarasund, þriðju daginn 2. desember n. k. kl. 10—17. Eríendir ríkisborgarar vitji nafnskírteina í Útlend- ingaeftirlitinu, lögreglustöðinni, Pósthússtræti 3. Síðar verður tilkynnt um afhendingu nafnskírteina til fólks, er heitir öðrum nöfnum, en að framan greinir. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 29. nóvember 1947. Siíjii'S'ýún §itguröss«m — settur — til ab bera ái TI M Á N N r KÖJ ‘‘

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.