Tíminn - 03.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1947, Blaðsíða 6
V >o; • « TÍMINN, miðvikudaginn 3. des. 1947 223. blað GAMLA B!0 Saimleikiirinn í ninrðmáliim (The Truth About Murder) Spennandi amerísk sakamála- imynd. Bonita Granvilli Morgan Conway u >': Rita Corday íí Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aögang. TRIPOLI-BIO S ii d a n Afar spennandi amerísk stór- mynd í eðlilegum litum meö: Maria Montez Jon Hall Turhan Bay. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Fálkinn í San Francisco Spennandi amerísk leynilög- reglumynd eftir skáldsögu Michael Arlens. Tom Corday Rita Corday Robert Armstrong. Sýnd kl. 5 og 7. í’ Bönnuð innan 12 ára. Vítlsglóðir . .(Angel on my Shouider) Mjög áhrifarík og sérkexmileg kyikmynd frá United Artists. „Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Hesturinn minn (My Pal Trigger) • » Afar skemmtileg og falleg liestamyrid. — Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1384. NYJA BIO t»ín mun ég ver&a („I’U be Yours") Fallég mynd og skemmtileg með fögrum söngvum. Aðai- hlutverk: Deanna Durbin. Tom Drake. ....Adolphe Menjou. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'TJARNARBIO Glæpnr og refsing Stórfengleg sænsk mynd eftir hinu heimsfræga snilldarverki Dostojevskijs. Hampe Faustman. Gunn Wállgren Sigurd Wallén Elise Albin. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tíitilnn ! Nýir kaupendur fá Tímann \ til áramóta fyrir aðeins 5 krónur. Þar með er fjölbreytt jólablað. Símið strax í 2323 og pantið Tímann. I Þáttur uin laiidsmál i * (Framhald af 4. síðu) um enn komið út fyrir sæmi- leg takmörk. Þá féll það enn ájný í hlut flokksins að taka við. Og við tók jöfn og örugg endurreisn, sem þrátt fyrir fállandi markaði útflutnings- ins hélt gjaldeyrisástandinu sæmilegu. Að vísu var látiö fara fram uppgjör á skuldum atvinnuveganna. En landbún- aðaruppgjörið var búið að undirbúa áður. Svo kom styrjöldin og peningaflóðið í kjölfar hennar. Varnaðarorö og viöleitni Framsóknar- nianna til þess aö vera við- búnir erfiðleikum og halda verðbólgunni í skefjum, voru að engu höfð og þeir úthróp- aðir fyrir afturhaid og jafnvel brugðiö um þekkingarleysi á þesssuJii inálum o. s. frv. í einu orði: „hrunstefnumenn.“ Jú, 'það er óhætt að skella skuldinni á Alþing en það á bára ekki óskipt mál. Jafnvel i flokki Björns Ólafssonar hafa verið menn, sem hafa haft svipaöa skoðun á verð- bólgunni og Framsóknar- menn, en þeir hafa bara engu ráðið. En nánar athugað, er hægt aö skella skúldinni á Alþing? Það getur verið vafa- mál. Kjósendur eiga þar sinn þátt. Alþing á hverjum tíma mótast af kjósendum lands- ins. Og það má líka segja að kjósendurnir mótist af al- þingismönnum. Áróðursbrell- ur þeirra þekkja flestir. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að reifa þetta lengra að sinni. En ef mönnum er alvara með það að vilja breyta um stefnu í þjóðmálum, ve»ða menn að gera sér ljóst, hverjum er treystandi til að gera það. Halda menn að hægt sé að fulltreysta mönnum, sem fag- urt 'táJa, en fylla samt þá flokka, sem valdir eru að ó- farnaðinum fyrr og síðar? Nei og aftur nei. Leiðrétt- ing fæst ekki nema menn fylki sér um algjöra og full- komna endurreisn. Ég hefi gerzt sýo fjölorður um þetta atriði i ritgerö hr. Björns Ól- afssonar vegna þess, að víðar hefir bplað á sömu fullyrð- ingum í sambandi við ástand- iö í dag. Það er eins og mönn- um sé-fróun í því að vilja spyrða alla þjóðina í eina kippu. En von okkar í þessum málum byggist einmitt á því, aö Framsóknarflokkurinn og mæiir menn í öðrum flokkum eiga ekki samleið með þeim, sem hafa stýrt á skerið. Það sem ég hefi lesiö um ástandið eins og þaö er nú virðist allt hníga að gjaldeyr- isáStandinu, en minni gaum- ur gefinn að innanlands- ástandinu. Björn Ólafsson tekur til meðferðar útlán bankanna. Það er vissulega orð í tíma talað. Óbreytileiki sparisj óðsinn- stæðanna bendir ekki til þess, að þeir sem eignazt hafa pen- inga undanfarið, hafi haft trú á hinni svokölluðu nýsköpun. Þetta fyrirbrigði bendir ótví- rætt í þá átt, að tiltölulega eignalitlir menn hafi verið aðalþátttakendurnir í henni. Ehda mun svo vera. Það munu vera allverulegar ábyrgöir, sem nú hvíla á ýmsum bæj ar- og sveitafélögum í sambandi við hina margnenfndu „ný- sköpun“ og ýmsar aðrar fram- kvæmdir, Margar þessar framkvæmdir eru að sjálf- sögðu aðkallandi og heföu verið sjálfsagðar ef jafnvægi væri í fjármálum þjóðarinn- ar. Þessar ábyrgðir bæjar- og sveitarfélaga ásamt skuldum þeirra, sem mest hafa aðgert, eiga áreiðanlega eftir að þyngja mjög róðurinn fyrir þeim og verða drjúg útsvars- byrði á komandi tímum. Svipað er að segja um ríkis- sjóð. Ég er sammála Birni Ólafs- syni um það að ekki má kaupa stú,ndárfrið með er- lendri lántöku. Þjóðin verður að bregðast þannig við, að þess gerist ekki þörf. En það má heldur ekki, eins og nú er komið málum, kaupa 1 stundarfrið með gengislækk- : un. í henni felst ný verð- . bólguhætta. Björn Ólafsson nefnir 15% lækkun sem færa ! leið og vill miða við 30 krónu sterlingspund. Ég held það sé • mjög varhugavert að miða! gengi íslenzkra peninga við. gildi erlendra peninga, og við höfum gert of mikið að því. | Þá nefnir hann lækkun á i •vísitöiunni niður í 250 stig. Hvort tveggja telur hann neyðarúrræði. Frá mínu sjónarmiöi er þetta ekkert úr- ræði. Eins og málum er komíð er ekkert vit í því að nota tækifærisleg úrræði. Það verður að ganga hreint til verks og finna viðskiptum okkar stað í framleiðslugetu þjóðarinnar. Við megum ekki lengur eiga fjármál okkar undir duttlungafullum stjórn málum og spákaupmennsku. Við veröum að byggja okkur fjárhagskerfi, sem stenst árásir pólitískra valdabrask- ara. Og við eigum að grípa þau tækifæri, sem enn eru fyrir hendi til þess að tryggja það, að framvegis geti ekki endurtekið sig saga hinnar vesælu „nýsköpunarstjórnar.“ Stjórnskipunarmálið er óleyst enn. Sannir íslendingar með karlmannslund, eins og Björn Ólafsson og margir fleiri, eiga að þora að kannast við stað- reyndir og taka höndum sam- an í einlægni, til þess að leiða þjóð sína út úr þeim erfið- leikum, sem heimsborgaraleg sjónarmiö hafa leitt yfir hana. Það skiptir engu máli, í hvaða stétt slíkir menn eru. Stórkaupmaðurinn og verka- maðurinn, bóndinn og sjó- maðurinn eiga hér óskipt mál. Farsæld og þroski þjóð- arinnar er í veði. Ættjörðin kallar á dugandi menn til dáða. Hreyting . . . (Framhald af 5. síðu) nýbýlasjóður var lagður undir byggingarsjóð með lögunum um landnám, nýbyggöir og endurbyggingar í sveitum, en ekkert ákveðið um þessa skyldu, sem allir munu þó hafa gert ráð fyrir, að yfir- færðist að fullu á byggingar- sjóð, sem tekið hefir við öðr- um verkefnum nýbýlasjóðs. A. J. CronLn: Þegar imgur ég var geislaði úr aúgum hans. „Þá tek ég það, Robbi,“ sagði hann skjálfraddaður. „En ég verð að fá að launa þér það — það væri ekkert réttlæti í öðru. Ég ætla að láta þig fá dálítið í staöinn ... dálítið, sem ég á og ég held, að þér þætti gam- an að.“ Hann vafði baömull utan um þetta dýrmæta egg og lét það í eggjakassann sinn. Það stafaði birtu úr hálf- luktum augum hans, og um varir hans lék feimnislegt bros, sem yljaði mér um hjartaræturnar. Þegar ég fór heim frá honum um kvöldið, hafði ég með- íerðis grip, sem ég hafði lagt hug á, allt frá því Gavin sýndi mér, hvernig átti að nota hann. Þetta var gömul smásjá, sem Júlía systir hans hafði átt, þegar hún var við náttúrufræðinám í menntaskólanum í Winton. Hún var einföld að gerð, en augnglerin voru tvö og viðtökuglerin tvö, og ljósbrjóturinn hafði verið góður, þótt ekki væri hægt að hreyfa hann til. Blair keypti ekki nema góða hluti handa börnum sínum, þótt um smámuni væri að ræða. þessu tæki fylgdu svo glerplötur og litarefni, sem nota átti \ið rannsóknir, og brýlug og blettótt bók með gulnuðum biöðum. Fyrirsögn fyrsta kaflans var: „Það, sem sjá má í vatnsdropa.“ Fyrirsögn annars kaflans: „Gerð flugu- vængsins." Ég lét smásjána á borðiö í herbergi afa og tók að skoða litarefnin. Afi gaut til mín augunum í laumi. Hann var cröinn fálátari við mig síðan vinátta tókst með okkur Gavin. Ég held samt, að honum hafi þótt vænt um þetta fJandur mitt, þótt hann léti auðvitað svo sem hann fyrir- liti það, þar eð hann tók ekki þátt í því sjálfur. En nú varð forvitnin öllu öðru yfirsterkari. „Hvaða nýmóðins fallstykki ertu með þarna, Róbert?“ I-Iann kallaði mig Róbert, í stað þess að nota gælunafn, cg af því mátti ráða, að hann var ekki sem ánægðastur með mig. Ég flýtti mér að segja honum, hvað þetta væri, cg þá leið ekki á löngu, áður en hann var kominn til mín og farinn að kíkja með öðru auga í smásjána og fitla við stillinn, eins og hann kynni eitthvað með svona verkfæri að fara. Ég sá, að. honum fannst mikið til um smáísjána, cg þegar ég kom aftur upp til hans að loknum snæðingi, var hann allur eitt sólskinsbros. „Þetta er meira fjandans galdratækið," hrópaði hann. „Sérðu öll kvikindin í ostin- um mínum?“ Þannig hófust hinar skemmtilegu rannsóknir okkar afa á lifverum og heimi, sem við höfðum ekki fyrr vitað deili á. Þess var skammt að bíða, að við gætum ekki lært meira af gulnaðri skræðu Júlíu Blair. En þá tók afi sig til og fékk lánaðar margar bækur í bæjarbókasafninu. Svo var hann á rjátli á daginn meðan ég var í skólanum, við alla polla og tjarnir í nágrenninu, en á kvöldin settumst við við smásjána og bárum saman kvikindin, er hann hafði komið með heim, og myndirnar í lánsbókunum. Fólk ætti e.ð geta ímyndað sér hrifningu okkar, þegar við uppgötvuð- um eitt kvöldið amöbu, sem varia bærðist, og hverfii, sem snarsnerist í sífellu með undraverðum hraða. Minnizt þess — ég var ekki nema tæpra níu ára og kunni varla margföldunartöfluna. Ég var frá mér numinn yfir undrum tilverunnar. Hreiðrin voru full af ungum, sem teygðu fram galopinn gogginn og heimtuðu mat, úti í bithaganum voru folöld á hlaupum undir kastaníutrjánum og lömbin stukku jarmandi kring- um mæður sínar á enginu hjá Snodda. En það var orð í bökunum mínum, sem ég skildi ekki nema að litlu leyti — orðið „æxlun.“ Sumum af þessum litlu lífverum, sem ég sá í smásjánni fjölgaði á þann hátt, að þær skiptu sér ein- faldlega í tvennt. Önnur virtust sameinast, og það var fióknari saga. Ég fann, aö ég var í þann veginn að gera nýja uppgötvun, en var þó áttavilltur enn sem komið var. Hver vildi trúa mér fyrir þeim leyndardómi? Ef til vill Tar Berti Jamiesoii líklegastur til þess. Gavin var nýfarinn til Luss til vikudvalar, þegar ég fór að velta þessu fyrir mér. Hinn voldugi faðir hans hafði gert sér lítið fyrir og tekið hann með sér á laxveiðar, því að um þetta leyti árs gekk laxinn í vatnið. Ég varð samferöa Berta og félögum huns heim á hverju kvöldi, en þegar kom að húsi Jamie- sonsfólksins skildu þeir mig ævinlega einan eftir og sögðu, að ég væri „of ungur“ til þess aö koma inn með þeim. Svo liurfu þeir inn í þvottahúsið, lokuðu vandlega á eftir sér og drógu fyrir gluggana. Ég tvísteig vandræðalega á stétt- inni og heyrði þá fltssa og piskra inni fyrir. Þegar þeir komu út aftur voru þeir hálf-ánalegir á svipinn, og Berti lofaði því, að ég skyldi fá að njóta þeirrar náðar að koma inn með þeim næsta kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.