Tíminn - 04.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1947, Blaðsíða 6
V.'.. .V.‘.UV.V-V l GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ •i Saimleikuriim 1»íbi nmn ég ves’Sa. í na®B’ISiMÚ!SMSi Falleg og skemmtileg mynd, -* (The Truth About Murder) með Jögrum söngvum. Deanna ’• f Durbin. Tom Drake. Adolphe Spennandi amerísk sakamála- Ménjou. — Sýnd kl. 9. jjnynd. Bonita Granvilli Maðuriiiii frá Morgan Conway .1 Rita Corday 1 jóiiadalnauia. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ítalska ævintýramyndin með hinum ítalska Tarzan. — Sýnd Börn innan 16 ára íá yegna áskoranna kl. 5 og '7. — ekki aðgang. Bönnuð börnum yngri en 12 ára TRIPOLI-BIÓ TJARNARBÍÓ TÍMINN, fimmtudaginn 4. des. 1947 224. blaff Fálkinn í San Fraueiseo .Spennandi amerísk leynilög- .reglumynd eftir skáldsögu Michael Arlens. Aðalhlutverk: Tom Corday Rita Corday Robert Armstrong' Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. — Simi 1182. — Vítisgi««$ir . . ' (Angel on my Shouider) Mjög áhrifarík og sérkennileg ikvikmynd frá United Arfcists. Bönnuð börnum innan 16 ára. ;Sýnd kl. 9. Hesturinn minn (My Pal Trigger) j Afar skemmtileg og falleg . hestamynd. — Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1384. Fólkið er skrítið (People Are Funny) Skemmtileg amerísk söngva- og gamanmynd. Jack Haley Helcn Walker Rudy Vallee. Sýning kl. 5, 7 og 9. I Tíminn = Nýir kaupendur fá Tímannj | til áramóta fyrir aðeins. | 5 krónur. j Þar mé5 er fjölbreýtt I jólablað. ! j Símið strax í 23 2 3 og pantið Tímann. Íliulaiiþágui’iisir eyðiiögðn baiiiEÍð (t (Framhuld af 3. síöu) dauðaslys, hafa átt rót sína gð rekja til áfengisnautnar, ög að ýmsir ólánsmenn (er paargir voru góð mannsefni) ganga nú daglega slagandi og sníkjandi um götur borg- arinnar, og að þeir eru svo margir stundum, - að lögregl- Hn hefir ekki rúm fyrir þá alia. Þetta allt er kunnara en frá þurfi að segja, og íjótustu dæmin ekki tilfærð liér. • Það munu nú vera nálægt 70 ár síðan ég fór að veita álvarlega athygli lífinu í kringum mig. Ég var þá, og E full 30 ár, vel kunnugur á Eyrarbakka, en þar var, að £>ví er merkur maður sagði opinberlega, „ótæmandi brennivínslind" og ekki að- eins það, heldur voru einnig flutt þangað „létt vín“ marg- ar tegundir. Það var um það talað að drykkjuskapur væri þar í grendinni töluverður, og var það víst satt, en ■— aldrei sá ég þar aðra eins eymd drykkjuskaparins, eins og nú má sjá daglega í Reykjavík. Þó drukku ýmsir karlmenn talsvert, en flestir þeirra komust allra ferða sinna fyrir því, og það var víst nærri óþekkt, að þeir „drykkju sig dauða“ eins og nú á sér oft stað, þvfert á móti leystu sumir þeirra af hendi meira verk en ella, þó þeir hefðu „hresst sig“ dug- lega á brennivíni. Börn og unglingar létu sér nægja að drekka mjólk, sýrublöndu og vatn, eftir ástæðum, í stað þess, sem þau drekka nú. Engar silki- og pelsklæddar mæður, eða ungar meyjar sáust þá ölvaðar. Ég man aðeins eftir 3 konum, er ég sá áberandi drukknar, og voru þær allar álitnar litlar persónur, er höfðu orðið iiálfyegis úti á „hjarni lífs- ins“. Þegar ekki var lengur selt. áfengi opinberlega á Eyrarbakka, varð neyzla þess sáralítil, enda um eitt skeið öflug bindindisstarfsemi þar. Eftir að bannlögin gengu í gildi, 1915, var drykkjuska'p- ur hér í Reykjavík mjög lítill, fyrsta kastið, eða þangaö til að undanþágurnar, sem áð- ur er minnst á, voru búnar að verka eins og til var ætl- ast af andbanningum og þegar Spánarvínin komu, þá tók „út yfir allan þjófabálk.“ Síðan hefir ofdrykkja vaxið hröðum skrefum, hjá yngri og eldri körlum og konum, qjns og öllum er kunnugt, og mælir ofdrykkjunnar er meira en fullur. Nú vilja margir stemma stigu fyrir þessum skaðlega ósóma, með ýmsu móti, og er gott eitt um það að segja, þó Bergur Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Sílráiu Homnn Vanille Appelsín Súkkulaði KRON Á Dælamýrnm (Framhald af 3. síöu) ekkí sagt um áðurgreinda sögu. Á Dælamýrum er í senn rómantísk og raunsæ nátt- úrulifs-saga. Öllum kenndar- lýsingum er í hóf stillt, og þær eru svo mannlegar í þrengd sinna örlaga, að .les- andinn finnur til saknaðar yfir hlutskipti persónanna, jafnframt því, að hann fýsir áð vita nánari deili á örlög- um þessa fólks. Úr þessu mun höfundur hafa ætlað aö bæta með kafla, er hann skeitir aftan viö hina upprunaiegu sögu; og kallaður er, Tuttugu árum síðar. Það er að vísu ljómandi fagur kafli og gæti hann notið sín einn sér og sjálfstæður, en verður naúm- ast settur í eðlilegt samband vi.ð sjálfa söguna. Að öllu samanlögðu, þá hefir Helgi Valtýsson með þessari litlu nóvellu lagt sér- stæðan skerf til íslenzkra bókmennta, sem ber í sér veröleika til þess að geymast lengur en margt það, er ris- hærra kann að þykja í ís- lenzkum nútíma bókmennt- um. Því veldur hreinleiki, þróttur og lífsgleði efnis og máls. Sveinn úr Dal. að ég álíti — eftir minni þekkingu á málinu, sem byggö er á þeirri reynslu, sem ég hefi öðlast við margra ára eftirtekt — að ekkert dugi nema undanþágulaust bann, sem framfylgt verði af samvizkusömum yfirvöldum og refsingu varði að vera víndrukkinn á almannafæri, og sé þar engin undantekn- ing frá, hver sem í hlut á. Þess vegna fæ ég ekki skilið að hér verði bót á ráðin með því, er sumir viljá nú, að leyft verði að brugga og selja áfengt öl. Mér virðist þeir menn vera undarlega „innréttaðir," sem því trúa, að ástandiö batni við það, að í ofanálag við það, sem nú er á boðstólum af á- fengi í landinu, komi áfengt öl. Vonandi sjá þingmenn þjóðarinnar svo vel fyrir hennar siðferðislegri og ilkamlegri velferð, að þeir felli þessa tilraun til að auka enn áfengisnautnina. Si^urður Þorsteinsson. A. J. CronirL: Þegar ungur ég var Ég varð fegnari en frá yrði sagt og minntist á þetta. við aía, þegar við vorum setztir við smásjána. „Hvað ertu aö segja?“ spyr hann hranalega. Hann sprettur á fætur, veltir hinni dýrmætu smásjá um koll og lemur í borðið með krepptum hnefa. „Þú ferð ekki inn í þvottahúsið — ekki að mér heilum og l.’fandi. Aldrei!“ Hann bíður mín, þegar ég kem úr skólahúsinu kvöldið eftir. Hann tekur mig við hönd sér, og þegar Berti hleypur framhjá okkur, rekur hann vesalings drengnum löðrung, svo að honum liggur við falli. Síðan skálmar hann reiðilega eí stað og dregur mig á eftir sér. Ég skil hvorki upp né niður > því, hve einkennilega fólk getur hagað sér á svona fögru vcri. NÍUNDI KAFLI. Og vorið líður. Út frá Drumbuckveginum lá stuttur og óálitlegur vegur, er hét hinu virðulega nafni, Bankastræti. Viö það voru smá og hrörleg hús, sem fóru illa við hliðina á reisulegum bygg- ingunum við Drumbuckveginn, þar sem efnafólk og emb- aittismenn áttu heima — allt frá sjálfum borgarstjóranum niður til stöðvarstjórans og slökkviliðsstjórans eða kannske við segjum Leckie heilbrigðisfulltrúa. Við Bankastræti áttu heima járniðnaðarmenn og katlasmiðir, og ekki jók það álit þessara rangala, að þeir unnu erfiðisvinnu og voru grút- chreinir. Svo vísdómslega var því að sönnu hagað, að fína fólkið sá þá ekki á morgnana, þegar verksmiðjuflauturnar kölluðu þá til vinnu, því að þá var klukkan ekki nema fimm. En um hádegisbilið og á kvöldin glumdu þokkalegar gangstéttirnar undir járnuðum skóm þeirra í allra áheyrn og óhrein föt þeirra og blakkar hendur og sótug andlit oi’kuðu óþægilega á menn með hvítar einkennishúfur og gljáandi látúnshnappa, eins og til dæmis Leckie. Þetta fólk hafði þá lítið um sig, því að vinnan var erfið, en laun þeirra voru samt svo asnalega há, að þeir gátu látið margt eftir sér. Þannig gat'.á hverju ls^igardagskyöldi að lít.a menn með köílóttar derhúfur í hópi þeirra, er lögðu leið sína, fullir éftirvæntingar, út i Boghead-garðinn, þar sem knattspyrnuvöllurinn var. Stundum skrýddust þeir líka sínu bczta skarti og leyfðu sér að fara með lestinni til Winton, círekka þar te á veitingahúsum og fara í sýningarskálana. 1 góðu veðri á sunnudagskvöldum reikuðu þeir oft í hópum úl á þjóðvéginn og þöndu þar munnhörpur og harmónikur af útrúlegum dugnaði. Ég heyrði oft óminn af þessum tón- leikum, þegar ég lá vakandi í rúmi mínu á Sjónarhöli, kval- inn af ótta við myrkrið og þungar hrotur ömmu. Og þá var eins og fjörleg lögín, sem þeir léku, rækju allan ótta á braut og ofurlítið bros færðist á varir mínar, því að þá þóttist ég vita, að enn væri allt með felldu í heiminum. Meðal þessara katlasmiða var maður að nafni Jimmi Nigg, er hafði orðið til þess að auðsýna mér góðvild. Hann var ifjmár vexti, nálægt þrítugu, stóreygur og herðibreiður. Hendurnar slettust einkennilega til, þegar hann hreyfði sig. Ég var ævinlega getspakur, og ég gerði mér í hugarlund, að honum leiddist, hvernig fæturnir á honum voru. Hann var ákaflega svigfættur. Fæturnir á honum voru hér um bil eins og tunnugjörð, svo að ég gat bókstaflega séð sólina á milli þeirra, ef ég beygði mig hæfilega, og þótt hann reyndi af fremsta megni að láta eins og hann vissi ekki af þessu, þá leyndi það sér ekki, að honum var mikill bagi að þessum vaxtargalla. Þessi svigfætti katlasmiður stöðvaði mig oft, þegar ég var að flýta mér í skólann eftir hádegið, horfði á mig stórum, þunglyndislegum augum og neri hökuna með sigggróinni hendinni. Þótt hann rakaði sig daglega, brá ætíð blásvörtum blæ á höku hans og vanga, svo ör var skegg- vöxturinn. „Hvernig líður þér?“ spurði hann. „Þakka þér fyrir, Jimmi,“ sagði ég. „Mér líður ve).“ „Og ykkur öllum þarna á Sjónarhóli?“ „Jú-jú — þakka þér fyrir, Jimmi.“ „Leckie og öllum?“ „Já-já.“ „Murdock ætlar líklega aö taka próf bráðum.“ „Já — það held ég.“ „Er amma þín komin?“ „Nei — ekki ennþá.“ „Ég sá karlinn hann afa þinn í garðinum á sunnudaginn var.“ „Jæja.“ „Hann ber aldurinn vel, sá gamli.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.