Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 1
mm 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. des. 1947 225. blaft' Á Akureyri eru skafS- arnir mannbæðar háir Usai tima vaa*® afS flyíja isijólkiua á laesísssai tll mjóikurbásins Um nokkurt skeiff hefir veðrátta verið mjög stirð norð- anlands. Fyrir um það bil þrem vikum gerði stórhríð á Akureyri og þar í grennd. Gudmundur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, hefir skýrt Tímanum svo frá þessum málum. Mjólkin flutt á hesíum. Hin mikla snjókom'a teppti allar samgöngur að bænum og innanbæjar. Var ekki unnt að koma nokkurri mjólk til Akureyrar í all marga daga nema á hest- um frá allra næstu bæjum og auk þess var nofckuð flutt á bátum frá Svalbarðseyri. Strax og hríðinni slotaði var hafizt handa um að ryðja götumar í bænum. Voru not- aðar jarðýtur til þess. Hefir nú verið hreinsað það milcið til, að allar helztu göturnar eru færar bifreiðum, en margar götur, sem minna eru farnar eru ennþá ófærar öll- um farartækjum. Snjórinn í bænum er svo mikill, aö víða á brekkunni eru skaflarnir meira en mannhæðarháir. — Hefir ekki komið svo mikill snjór á Akureyri um langt skeið. Allir fjallvegir tepptir. Allir fjallvegir austur frá Akureyri eru nú tepptir vegna ófærðarinnar. Einnig er Öxnadaisvegur og Öxna- dalsheiði ófær bifreiðum. í héraðinu er snjórinn mestur næst Akureyri. Þó er nú búið að hreinsa hann af veg- unum, svo að mjólkurflutn- ingar hafa byrjað á ný með biíreiðum. Inn i Eyjafirði er mun minni snjór, en utar með firðinum. Þung snjóalög munu einnig hafa komið víða í héruöunum næst Eyjafirði. Atvinna á Akureyri. Þrátt fyrir erfiða veðráttu hefir verið talsverð atvinna við útgerð á Akureyri í vet- ur. Nokfcur ný og afkasta- mikil skip hafa bætzt í skipastólinn, sem geröur er út frá bænum. Meðal þeirra er togarinn Kaldbakur, sem hefir verið mjög aflasæll. — AJlmargir bátar frá Akureyri hafa farið hingað suður til síldveiða eftir að síldin fór að veiðast hér í Hvalfirði og víðar. Áður höfðu þessir bát- ar veitt síld viö Vestfirði , meðan hún veiddist þar. Kommúnistar jáía á sig skemmdarverk í Frakklandi ©enrðln* í sssðar- og famls- ins Viðhorfið í frönsku vinnu- deilunum hefir fengið á sig nokkuð nýjan biæ við það, að 5 menn, er handteknir voru í gær, játuðu á sig að vera kommúnistar og hafa valdið járnbrautarslysi þar sem 20 manns létu lífið og fjölmargir særðust, samkvæmt fyrir- skipun frá verkfallsnefnd kommúnista í París. Skemmda.rverkin á járn- brautarMnunum síðustu daga hafa verið eignuð kommún- istum og jafnframt hefir þótt auðsætt, að það vör'ri komm- únistar, sem fyrst og fremst héldu upp þeim vrvnudeilum, sem enn eru í landinu. Fölk af öllum stéttum hefir -streymt til vinnu sinnar, en tiltölulega fámennar klíkur hafa ' lialdið verkföllunum áfram í sumum starfsgrein- um. Játning hinna 5 manna er teknir voru í París í gær bendir ótvírætt til þess að það .séu fyrst og fremst komm únistar, sem að skemmdar- verkunum .standa. í morgun hafa árekstrar orðið í Suður- Frakklandi og einnig í norð- austurhluta landsins, en þar | eru kommúnistar sterkastir. Gísli Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Stóru-Reykj- um, er meðal gesta í bænum þessa dagana. Hánn leit inn á ritstjórn blaðsins í gær sem snöggvast. Tíðindamaður blaðsins spurði Gísla ýmsra frétta úr Árnessýslu og skýrði hann frá á þessa leið. i Hreppstjórar og odd- I vitar gramir. Hreppstjórar og oddvitar í Árnessýslu og eftir því, sem ég hefi heyrt í öðrum sýsl- urn líka, eru mjög gramir margir hverjir yfir þeirri miklu aukavinnu, sem hið opinbera leggur á þessa menn vegna hinna nýju skrifstofu- báfcna, sem nýlega hafa verið sett á stofn hér í Reykjavík í sambandi við skömmtun nauðsynja og hina fyrirhug- uöu eignakönnun. Víða háttar svo til, aö menn, er þessum störfum gegna' fyrir sveitir sínar, eru fáliðaðir eins og aðrir bænd- ur um þessar mundir og eiga því óhægt með að taka að ,sér fleiri störf, en þeir hafa nú þegar á sinni könnu, fyrir sjálfa sig-og sveitirnar. Störf þau, er þessum mönnum eru nú falin vegna hinna nýju ráðstafana af hálfu hins opinbera, kref-jast yfirleitt mjög mikillar aukavinnu, sem þessir menn verða að leggja á sig hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fólkið og þeir fyrir sunnan vita lítið. Almennt veit fólk lítið um þessar ráðstafanir og ennþá minna, hvernig það á aö haga ■sér í sambandi við ýmsar reglur, sem settar hafa verið og fram fylgja á. Leitar það að sjálfsögðum upplýs- ingum til þeirra, sem falið hefir verið að hafa fram- kvæmd þessara mála á hendi í hverri sveit. Væri nauðsyn- legt, að hið opinbera, er fyrir hinum nýju ráðstöfunum stendur, gerði almenningi mun nánari grein fyrir hvað hér er um að ræða og hvað ætlazt er til að fólk geri í sambandi við framkvæmd þessara mála, en gert hefir verið til þessa. Myndi það létta trúnaðarmönnum þess opinbera stórum störf sín í þessu sambandi, ef ekki þyrfti eins mikinn tíma og nú í það, að útskýra fyrir fólki til hvers ætlazt er af því í þessu sambandi. En það versta af þessu er þó þaö, að sé leitað til sjálfra yfirmann- anna í skrifstofunum hér i höfuðborginni, þá virðast þeir sjálfir ekki of vel heima, í þessum málum. Það hefi ég rekið mig á sjgjfur. Verklegar framkvæmdir. Þrátt fyrir það, að vegi'átt- an það sem af er vetrinum hefir verið mjög mild, hafa Gísli á Stóru-Reykjum. þó verið bað mikil frost að vinna við jarðræktarfram- kvæmdir hefir stöðvazt að mestu leyti. Aldrei hefir verið unnið eins mikið _aö alls konar jarövinnslu í Ár- nessýslu eins og i ár. Mikið hefir komið af nýjum vélum til jarðyrkjuframkvæmda í héraðið, og hafa þær valdið hreinni byltingu á sínu sviði. Mjög mikið hefir verið ræst fram af óræktuðu landi og það búið undir að verða brot- ið og ræktað. Þessar fram- kvæmdir hafa nú stöðvast í bili vegna frosta. í allan vet- ur hefir ve^ið unnið að ofaní- burði í þá vegi, sem sýslan sér um. Hefir sú vinna getað haldið óhindrað áfram. Sýsl- an á sérstaka ámokstursvél, sem léttir þessi störf mjög mikið. Búpeningi fækkar. Á þessu hausti hefir bú- peningi fækkað að mun. Kúm hefir fækkaö vegna þess, að bændur almennt óttuðust, að þeim myndi ekki takast að útvega nægilegt fóður handa kúnum í vetur, en heyin í sumar voru mjög lé- leg eins og vitaö er. Sauðfé hefir fækkað af sömu (Frcimhald á 2. síðu) VerkfalLsverhir í VercLun á Frakkiandi ,.Félki«S og þeir fyrlr sunnan vita lítlð um Ifiiusír nýju reglur I samlíandl vlð ei^iia- könnun og' skönimtsm“ í marga daga hefir allt logað í verkföíllum í Frakklandi. Hópar verkfallsmanna eru á verði við yfir- gefnar vinnustöðvar, langar fylkingar streyma um götur margra borgra, syngjandi og lirópandi: „Gef oss brauð, niður með Schuman!" En þó að mest kveði að kröfunum um lífvænleg Iaun, þá eru vcrkföllin samt fyrst og fremst stjórnmálalcgs eðlis. Kommúnistar eru áð reyna áð koma stjórn miðflokkanna á kné. Hinir æstustu hafa hvað eftir annað unnið herfilegustu hermdarverk, er jafnvel hafa kostað fjölda fólks lífið, og stjórnin hefir fengið samþykkt lög um nýtt herútboð og þúngar refsingar við spellvirkjum, svo að hún geti variö vinnustöðvar, samgönguæðar og mannvirki skemmdum af völdum þessara uppivöðslumanna. Víða eru stórir hcrflokkar til taks, og svcitir vopnaðra manna veita þeim vcrnd, cr vinna vilja. Meðan snjónum kyngir niður norðanlands, hefir eirt- muna blíða verið ríkjandi í öllum sveitum á Suöurlandi. í Árnessýslu er hvergi farið að taka fé á giöf enn. Er það' ovenjulegt þótt vetur hafi yfirleitt verið mjög mildir hér á Suðurlandi síðustu ár. Slcrifstofur í Eddvhúsinu I Ritstjórnarsímari 4373 og 2353 ; Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda •-----—-------------------- ! Ritstjóri: ií* Þórarínn Þórarinsson W Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi t! Framsóknarflolckurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.