Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 4
'TÍMINN, föstudaginn 5. des. 1947 225. blað Seljalíf í Noregi Frásögn úr „Landet" Bjölluhljómur er það íyrsta, sem gefur til kynna aö .sel sé í nánd. Og þegar skjöldóttar kýr me'ö bjöllu- kúna í broddi flykingar koma i ljós milli furutrjánna og klettahæðanna er sviöiö búið að na fyllingú sinni í róm- antiskum blæ. Selhúsin, þrjú til ijögur lítii timburhús, full komna allt. Meö grónum torfþökunum hafa þau næst- um þvi yfir sér blæ þess, sem hvergi er til nema á leiksviði og i hljómlist. Óli Bull gæti komið og boriö fiðluna að vaftga sér og leikið sunnudag selstúlkunhar. Það færi þessu 'umKverfi mætavel. Búskapurinn í seljunum er enn þann dag í dag veruleg- ur þáttur á norskum land- búnaði. Með því að flytja í selin nytjast svo að segja allt gróöurlendi upþ til fjallanna og grasi þess er breytt í smjör, ost og kjöt. En þó að þetta gerist allt við bjöllu- hijóma verður ekki á því ó- slitinn helgidagsblær. Sel- stúlkan lifir sinn hversdags- leika og það er efni þessarar greinar. Klukkan er ekki orðin íjögur, þegar ég özla yfir ijallalæk nokkurn, sem er náttúrleg landamæri eins seisms, sem liggur upp við ijalliö Gaustu, sem. er upp af Þelamörk og er nálega 2000 metra hátt. Selstulkurnar eru við mófgunmjaltirnar af fullum krafti. Þær taka gestinum án allra undanbragða, en þær eru líka fjórar, og þær fara svo rösklega með mjólkur- ilátin, að það vekur virðingu. Hreystin þrífst við fjöllin. — Og selin heilla. Elzta selkon- an, sem heitir Þóra, segir að þar þekkist ekki fólksleysi. A þeim bæjum, sem hafa sín eigin sel, keppast dæturnar 'im aö fá að fara tii selja. í stóru seljunum, eins og þessu, sem er félagssel fyrir 10 býli, er selráðskona, sem stjórnar rekstrinum. Hún ræöur sér selstúlkur og borg- : .r peim sjálf og greiðir eig- anda selsins leigu, en fær svo Muta af mjólkinni í staðinn. Til eru þau sel, sem hafa lutt smjörvinnslu sína og osía gerö yfir á mjólkurbúin j nýtízkustíl niðri í sveit- 'uium. Plutningabílar með scór;. aluminíumtanka flytja mjolkina krókótta vegi yfir úæöir og hengiflug. En upp í Gaustasel liggur aðeins lé- legur troðningur, sem öðru hvoru hverfur þó við mýrar- fláka eða freyðandi læk. í þeim seljum, sem við heim- sækjum, eins og seljunum í i grendinni, eru við höfð þau vmnubrögð, sem tíðkast hafa ofdum. saman. Allr, er skínandi hreint í litlá timburklefanum, þar sem mjólkuráhöldunum er : yrir komið á fáeinum fer- metrum. Borð og hillur, osta og smjörmál, mjólkur- og rjómaílát mynda flöt, sem gíitrar eins og hvítt silki faldsjð með flaueli. Gunn- hildur, yngsta selstúlkan, se'gir okkur að í flestum selj- Uffl sé til þvottaefni, sem er mjög gott. Það þarf aðeins að ganga rétt út fyrir vegginn, og þá er þar nóg af ákveð- inni kvarskenndri steinteg- und, sem aöeins þarf ao brenna, svo að hún verði töframeðal í hendi selstúlk- unnar. Ég lít nánar á osta- og smjörmótin. Sum þeirra eru fagurlega skorin og skreytt í gömlum alþýðustíl, þannig, að til dæmis • smjörtaflan veröur rósum prýdd. Þess konar mót eru þó að verða safnagripir aðeins. Annars gæti það verið eins *konar vörumerki, því að fjallasmjör er afbragðsvara. Það hefir undra gott bragð. Það er hreint grassmjör og þaö fylg- ir því sérstök angan, sem ef til vill stafar frá villiberjun- um. Auk stórra, kringlóttra osta eru þarna nokkrir litlir. Þeir eru sérstakir að gerð eins og tréskurðarmyndir frá Barokkstímanum. Gunnhild- ur fer hjá sér, þegar ég inni hana eftir þessum ostum. — Það er ekki fyrri en þegar Þóra kemur, sem ég fæ að vita skil á þessu. Þegar sel- stúlka á sér pilt, sem bíður hennar heima í sveitinni, á hann að fá slíka osta við heimkomuna. Þá veit hann, að engin breyting er orðin í hjarta hennar. Þóra fylgir kúnum í haga, því að það er verk elztu og æðstu selstúlkunnar. Hag- lendið er notað álíka skipu- lega og þar sem Danir færa tjóöurhæla sína. Þegar ég spyr hana hvað sellandið sé stórt hfistir hún höfuðið': „Það er nú allt þetta, sem þú sérð“, segir hún. Hún getur auðvitað ekki skilið, að mað- ur sé svo smár í sér að ætla að þrengja víðáttum fjall- anna undir tölurnar. Kýrnar koma, hver af ann arri, og bregða grönunum að lófa þóru, sem gefur hverri þeirra Sinn saltskammt. — Saltið tekur hún með tveim- ur fingurnum upp úr litlu tréíláti, sem hún ber á sér, þannig að á því er fótur, sem stungið er niður undir pilsstrenginn. Áður og fyrr meir sást varla selstúlka hjá kúm, án þess að hafa þetta ílát, en nú er það varla til, nema þar sem kostað er kapps um að varðveita gamla siði. Þóra drottnar með einæði yfir kúnum, sem henni er trúað fyrir, en þær eru rúm- lega 30. Hún skellir á þær lófunum, og skiptir þeim þannig í smáhópa, sem hver um sig fylgir einni bjöllu- kú. Annars eru litlu, fótvissu Þelamerkurkýrnar herskár kynflokkur, svo að kvössu hornin þeirra eru slíðrúð í málmkúlum. Og þrátt fyrir alla rómantíkina yfir bjöllu- kúnum eru þær raunar mestu áflogaseggir. Það er einmitt með harðri baráttu, sem kýr- in vinnur sér oddvitastöðu í flokknum og þar með bjöll- una fögru. Notin af bjöllunni eru þau, að hljómurinn vísar á kýrnar. Kýrnar eru ekki einu skepnurnar í selinu. Á eftir Selkonunni og föruneyti hennar, kemur drengur með geitur og fé. Forðum daga var hann látinn bera haf- urshorn og þá átti hann líka að hafa hæfileika til að um- gangast álfa og tröll. Þetta segir Þóra mér á heimleiðinni í selið. Hún veit góð skil á öllu í selinu, bæöi því, sem er og var. Hún vitn- ar í sænska prófessorinn Fröding, sem kallar seljalíf- ið millistig hirðingjasiða og búskapar. Fjallanáttúran veitir bóndanum, eða réttara sagt dætrum hans, þetta frumstæðara líf í þrjá sumar mánuði. Það er alls staðar haft í seli, þar sem landslag er eins og í Noregi, meðal annars í Alpafjöllum. En Noregur er víst eina landið, þar sem seljalífið er veruleg- ur þáttur sjálfstæðrar menn- ingar, sem enn þann dag í dag snýr nálega baki við vélamenningu aldarinnar. Kýrnar í sama seli geta verið víða að. Flestar eru þær hér frá bæjunum á Notodd- en, sem er í 50 kilómetra fjarlægð. Þegar flutt er í selið má segja að teknar séu allar mjólkandi kýr, geld- neyti, geitur og fé að heiman. Þegar flutt var í selið var einhver mesta hátíð ársins fyrr á tímum. Seljavegurinn var þá genginn undir klar- inettuhljómum fylgdarmanna sem heiðruðu stúlkurnar með slíkri tilbreytni. Og það er alltaf eitthvað af hinum gamla blæ yfir ferðinni í selið. Það eru margar skepn- ur fylltar ærzlafullri vorgleði svo að erfitt er að halda þeim í hófi. Strax og Þóra er komin aftur í selið gengur hún að verki með hinum stúlkunum við mjólkurvinnsluna. Þær vinna rösklega að því, að búa til smjör og mismunandi osta. Það er löngum gestkvæmt í seljunum. Þegar heyskap er lokið, en kornskuröur ekki hafinn, vitjar sveitafólkið oft upp eftir. Og auðvitað er það velkomið. Meðal annars eru það einu póstferðirnar upp í selin. En ekki minnkar starf selstúlknanna við þann gestagang. Og heldur ekki viö það, að selin eru veit- ingastaðir og verzíun fyrir fjallgöngumenn. Þar kaupa þeir sér mjólk, smjör, og brauð. Undir kvöldið eru afurðir þær, sem flytjast eiga niöur í sveitina, búnar upp á klyfja hestinn. Stundum flytur ein- hver karlmaður afurðirnar, en oft verða selstúlkurnar sjálfar að taka tauminn og fara með áburðarhestinn nið ur brattar og tæpar göturnar. Úr Gaustaseljunum er 5—6 stunda leí/mferð til næsta sveitaþorps. Kvöldmjaltirnar eru síð- asta skorpan hjá selstúlkun- um, en fyrst þarf að kalla á kýrnar. Og þegar hreinar raddir selstúlknanna „lokka“ skepnurnar heim, er það ljóð fjallasálarinnar norsku, sem bergmálar milli fjallanna. Gullrós, Fjallrós, Bjalla, Rósalín, hvert nafnið hljóm- ar eins og söngur og jóðí. Það tekur ærinn tima að mjólka allar kýrnar og geit- urnar, en um náttmálaleytið er hinum langa vinnudegi selstúlknanna lokið. Þóra sýnir mér svefnherbergin. — Það er kallt á fjöllum og rúmin eru á háum fótum til (Framliald á 6. síðu) í dag skulum viff snúa okkur aff botnunum. Pyrst birti ég þá, sem mér hafa borizt til viðbótar þeim, sem komnir voru við þetta upp- haf: Hugarstríð og hjartasút helzt til víða lamar. Fyrstan tel ég þá mann, sem segist vera nafni minn og kallar sig Pétur litlasirkil, •— ég veit ekki betur. Hann botnar svona: En þegar líður ævin út enginn kvíðir framar. S. S. sendi mér hins vegar þenn- an botn, en hann talar eins og stjórnskipaður hagfræðingur: Gjaldeyririnn genginn út gleður lýð ei framar. Þá var það víst ekki meira, en nú snúum við okkur að hinu upp- hafinu, en einhvern veginn hafa menn látiö ver við því. Það var svona: Glatast efni, glepjast rök, gleymd eru stefnumálin. Ég held ég geri nafna mínum þá sæmd, að hafa hann fyrstan í flokki, samkvæmt hinu forn- kveðna fagnaðarerindi, að hinir síðustu muni verða fyrstir. Hann smíöaði þennan botn: Hrokkin er í heimskra vök hungruð þjóðarsálin. Þetta var Pétur litlisirkill, en hann tók það fram, að hann vildi vita hvort að læki með botninum. Svo er það Halldór Guðjónsson í Vestmannaeyjum. Hann kveður: Víl í ráðum, væskil tök, voluð þjóðarsálin. Hreggviður heldur sér við efnið og snýr heift sinni að áfenginu eins og stundum fyrri: Dyggða nefni ég dauðasök: Drykkjusvefninn. — Skálin. Dálítið líkt þessu kveður annarr, én hans kenning er ekki eins hlutlæg: íslands nefnist ólánssök andlaus svefn og prjálin. Svo var það hann Hallbjörn okkar Oddsson. Hann segir: Því eykst svefn og þrælatök, þrotlaus hefni bálin. Náttúrulækningamáðurinn kveð- ur: Læknar nefna logna sölt á lífræn efni og kálin. Ég vona nú samt að ég fái ekki Heilbrigt líf á móti mér fyrir að birta þetta, því að þá veit ég ekki hvað úr mér yrði, ef ég ætti að standa undir óþokka slíkrar höfuð- skepnu. Þá er þessi næstur: Það má nefna þrælatök þjófum gefnu prjálin. S. S. kveður þennan botn: Planar þjóð að fleigðarvök, freyðir wisky skálin. Svo er hérna sá sem bregður á stikluvik. Hann kveður þetta: drungasvefn er dauðasök drykkjugefnu tízku hrök. Þá á ég eftir einn, sem er víst einhvers konar hjarðmaður, því að hann tekur líkingu sína þaðan og kveður: Hlýðir refnum heimsk og spök hjarðargefna sálin. Þegar ég er aff skrifa þetta niður berst mér bréf frá rímara. Hann segir m. a. svo: „Mér datt í hug að taka þátt í botnakeppni yðar, en því miður hefir mér ekki tekizt að detta niður á neitt, sem varið er í, læt þó þessa flakka og bið yður að taka viljann fyrir verkið: Skjótt sín hefna skaðleg tök, skyggir af svefni í álinn. aldrei nefnir ærleg tök illa gefna sálin. Blæðir síðast alveg út undir svíða ei framar. Sundur sníðum sérhvern hnút sem að líð'um amar. Hér koma svo tvö vísnaupphöf, sem þér megið láta fólk spreyta sig á: Glæðist andi, temjist tök, tignist gcfiar vættir. Áfram slysast andhælis öld með visin bægsli. Sú fyrri er aldýr sléttubönd þ. e. a. s., að hvert orð í þriðju ljóðlínu verður að ríma nákvæmlega við fyrstu línu, og fjórða Ijóðlína á sama hátt við aðra ljóðlínu. Hin vísan er bara venjuleg oddhenda og ekki vandasöm. Vísurnar eru auðvitað báðar fullgerðar, en mér þætti gaman að sjá, hvernig aðrir botnuðu þær. Svo vil ég segja að lokum: Veldu ætíð vísurnar — vel þess gættu TÍMI — sem hnittnar eru og hárréttar, að hugsun, máli og rími.“ Þarna hafið þið það, og „nú heiti ég á tröll mín.að gera sem ég bið.“ Pétur landshornasirkill. AUKIÐ KAUPMÁTT LAUNA YDAR MEÐ ÞVÍ AÐ VERZLA VIÐ KAUPFÉLÖGIN Samband ísl. samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.