Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1947, Blaðsíða 8
Tignir bráðkaupsgestir. Hér sjást Uonungur Dana og drottning leggja af stað til Englands i brúSkaupsveizlu Elísabetar prinsessu og Mountbattens. True Knot komst til Patreks- fjarðar við illan leik lilggui* þvf især á hliðinnl í gær var slæmt veður úti fyrir Vestfjörðum, norðan hvassviðri og snjókoma. Nokkur síldarflutningaskip voru þá stöéd út af Vestfjörðum á leiðinni norður og komust ]iau flest í var áður en óveðrið skall á, nema True Knot, sem ætlaði að halda ferð sinni áfram, og Sigríður, sem var að komast norður fyrir. True Knot fór héðan í fyrrakvöld af stað til Siglu- fjarðar með um 36 þúsund mál af síld. Var skipið mjög hlaðið, svo að sumum hinna amerisku skipsmanna þó'tti nóg um hleðsluna. Einnig töldu þeir ekki nægjanlega vel gengið frá milligerðum, sem varna áttu því, að síldin rynni til í skipinu. Höfðu sumir þeirra við orð að ganga af skipinu, þegar það átti að leggja úr höfn hér, áleið- is norður. True Knot fær áfall. Skipið var statt út af Vest fjörðum síðdegis í gær, og lenti það þá í slæmu veðri og dimmviðri. Þegar skipið var komið norður undir Barða, fékk það áfall, og við það munu skilrúm, sem héldu síldinni sundurstíaðri í skipinu, hafa brotnað. Við það komst mikil slagsíða á skipið, og töldu skipverjar sér þá ekki fært að halda lengra áfram á móti veðrinu og báðu um aðstoð til að komast til hafnar. „Ingólfur“ kemur til aðstoðar. Slysavarnafélagið hafði þá sámband við tvo togara, er nærstaddir voru, Surprise og Ihgólf Airnarson. Varð það úr, að Ingólfur fylgdi skipinu alla leið til Patreksfjarðar, þar sem skipsverjar treystu sér ekki til að komast norð- ur á ísafjarðardjúp með True Knot, vegína þ'ess aþ' þeir óttuðust afdrif þess, er þeir beygðu fyrir á hlið inn í Djúpið. Hins vegar var hægt að halda undan alla leiðina til Patreksfjarðar. Ingólfur, sem útbúinn er' með radartækjum, fylgdi skipinu til Patreksfj arðar í nótt, og liggur það nú þar með mjög mikla slagsíðu. — Ekkert tjón varð á mönn- um, og skipið mun ekki held- ur hafa laskazt neitt að ráði. Öðru skipi hlekkist á. Um svipað leyti hlekktist á öðru skipi, sem var á leið- inni norður með síld. Var það Sigríður. Það skip var komið norður fyrir Horn, er það fékk sjó á sig, svo að síldin kastaðist til á því, svo það tók mjög aö hallast og til alvarlegra tíðinda virtist ætla að draga. Bað skipið um aðstoð, en ekkert skip var nærstatt. Komst Sigríður svo hjálparlaust suður fyrir Horn aftur og í var á Aðal- vík, en þar lá Selfoss einnig í vari í gær á norðurleið. Þörf á björgunarskipi við Horn. Nú á þessum tíma árs er allra veðra von. Væri því ekki vanþörf á að hafa björg- unarskip nærri Horni, reiðu- búið til að koma síldarflutn- ingaskipum til hjálpar, .ef á þarf að halda. Síldin er þann ig farmur, að skip sem flytja hana, geta auðveldlega orðið skyndilega fyrir slysi, þegar farmurinn kastast til. — Ef björgunarskip væri við Horn, meðan s íldarflutningarnir standa yfir, myndi það auka mjög öryggi sjómannanna, sem fást við þessa erfiðu flutninga í óblíðri vetrar veðráttu. Frarasóknarvistin Framsóknarvistip er í kvöld í nýju MjólkUrstöðinni kl. 8,30 stundvíslega. Að spilinu loknu flytur sr. Sveinn Vílv- ingur ræðu. Þá syngja Egill Bjam&son og Jón Kjartans- son gluntasöngva með undir- leik Fritz Weissiiappel. Enn- þá eru nokkrir miðar óseldir. Pöntunum veitt móttaka í síma 6066 en ekki 2323 eins og áður hefir verið. ÁIIPÍI FIIB1IIÍSS0M SEGIMs Ekki hægt að treysta því, að síldin komi árlega í Faxaflóa Lákiegí ssif Siis'm lelíi Ssreíí, lBej|sar ssll fu'ygningarímia TJm fátt er meira talað um þessar viundir en síldina í Hvalfirði. Tíðindamaður Tímans átti í gœr lal. við Árna Friðriksson, sem er manna fróðastur um síÍd,.og síldar- göngur. Lét liann það álit sitt í Ijós, að ekki v'áeri hœgt að treysta því, að sildin héldi sig árlega i Faxaflóa. óskyld Norðurlandssildinni. — Hægt er að fullyrða, að sú sild, sem nú er að veiöast, er ekki af sama stofni og Norðurlandssíldin, segir Árni. Slíkt má meðal annars sjá á stærðinni. Þessi sild er öll miklu minni en hún. Auk þess er allur þorri Norurlandssíldarinnar yfir 10 ára, og bar mest á 16 vetra síld í fyrra. Síldin, sem veið- ist nú, er aftur á móti öll yngri en sex ára, og stærsti árgangurinn í þeim stofni er frá 1944. Svo er annað ennþá þýðingarmeira — það er það, að þessi síld greinir sig frá Norðurlandssíldinni að hryggj arliðaf j ölda. Aðallega þrenns konar síld í Hvalfirði. Síldin í Hvalfirði er aðal- lega þrenns konar: Um það bil fullþroska sumargotssíld, vorgotssíld og ung sild. Sumargotssíldin, sem nemur ekki meira en 1% af Norðurlandssildinni, gerir allt að því helming aflans í Hvalfiröi, vorgotssíldin nem- ur um 40% og rúmlega 10% er ung síld. Vorgotssildin í Hvalfirði er þó ekki sams konar og veið- ist fyrir Norðurlandi á sumr- in. Ber þar mikið á milli. í fyrsta lagi er hryggjaliða- fjöldi Hvalfjarðarsíldarinnar mun hærri. Er því útlit fyrir, að hér sé um að ræða tvo ’stofna. Ekki líkur til að síldin liggi hér i fjörðum árlega. Þegar tíðindamaður Tím- ans spurði Árna, hvort lík- legt væri, að við gætum reiknað með þessari vetrar- síld árlega í framtíðinni, sagði hann, að því miður yrði að svara því neitandi. — í fyrsta lagi er það alþekkt lögmál, segir Árni, að mjög eru misjafnar síldargöngur frá ári til árs við strendur landsins. Slíkt er líka vel kunnugt frá Noregi. Ættum við íslendingar sérlega að muna síldargengdina við Austurland á Wathnetíman- um og síldarleysið þar síð- ar. Á síðari hluta aldarinnar sem leið var afli stórsíldar- innar við Noreg svo breyti- legur, að sum árin veiddust um miljón hektólítrar, en sum árin sama og ekki neitt Engin síld í Hvalfirði fyrir styrjöldina. Á árunúm fyrir styrjöld- ina komum viö átta sinnum til rannsókna i Hvaifjörð á Þór og gerðum þar ítrekaðar rannsóknir og leituðum að Gerðar voru tilraúnir til þess að finna síld með botnvörpu, án árangurs í öllrskipin nema eitt, þegar við fengum nokk- ur hundruð af smásíld á fyrsta ári. Sömu sögu höfðu að segja önnur rannsóknai'skip, er komu hér í Faxaflóa. Eru því Árni Friðrilcsson magistcr. síld, án þess að finna hana. likur til, að hér í flóanum skiptist á góð og léleg afla- tímabil, rétt eins og ann- ars staðar í heiminum, þar sem síldar og sardinuveiðar eru stundaðar. . - Það er tvennt, sem þarf til að skapa slíka sildargöngu, sem nú er í innanverðum Faxaflóa. í fyrsta lagi þurfa síldarstofnarnir að standa 1 með blórna, en eins og kunn- ugt er skiptist mjög i tvö horn um síldarárgangana. Auk þess þurfa hentugir straumar að liggja að veiði- svæðunum, er gera það að verkum, að síldin safnist saman, þar sem auövelt er að ná til hennar, líkt og nú í Hvalfirði. Ómögulegt að segja, hve síldin helzt lengi í firðinum. Ekki er með neinni vissu hægt að segja um það, hve síldin helzt lengi í Hvalfirði. Það er þó vitað, að þangað kemur hún ekki í ætisleit, þar sem engin áta er í firð- inum, og eigi heldur til þess að hrygna, enda mun aðeins röskur þriðjungur síldarinn- ar hrygna bráðlega, en þó ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Líklegt má telja, að um það leyti, sem síldin hrygnir. leiti sá hluti hennar út úr firðinum, nema ef hún kynni að hrygna þar inn frá, sem ekki er líklegt, þá má búast við að síldarmergðin haldist þar áfram eftir nýár. Síldin var í Hvalfirði í fyrra. Árni Friðriksson segist ekki vera í nokkrum vafa um það, að síldin hafi líka verið i Hvalfirði í fyrra og farið þaðan um það leyti, er vor- gotssíldin fór að hrygna. —- Telur hann, að síldin hafi verið að ganga út úr firðin- um, þegar hún byrjaði að veiðast hér á sundunum og í Kollafirði. — Þá kom hún meira að segja inn á innri höfnina í Reykjavík eins og menn muna. Hvort þessi síld, sem nú er í Hvalfirði, gerir það sama, er hins vegar ekki hægt að segja með vissu, en líkur eru til þess. Fælestína: Sjálfboðaliðar streyma inn í landii Átökin milli Gyðinga og Araba virðast hafa verið heldur rninni í gær og síð- asta sóíarhring yfirleitt en þann næsta á undan. Þó kom víða til allsnarpra árekstra. í ýmsum löndum umhverf- is Palestinu hefir aftur á móti meiri ókyrrð gripið um sig meðal Araba en áður. Sérstaklega er þetta áber- andi í Egiptalandi og íran. Hefir allmikið kveðið að því, að fóllc hafi gert aðsúg að ýmsum opinberum bygging- um Bandaríkjamanna í þess- um löndum og hrópað ókvæð- isorð í garð þeirra. í báðum þessum löndum er verið að skrásetja sjálfbcðaliða, er sendir verða til Palestínu, til að berjast með Aröbum þar. Er stöðugur straumur af mönnum, sem gefa sig fram til þessarar skrásetningar. Bókakynning í Lista mannaskálannm Sýning helgn^ inliiii- iiagíi Ei’leMíls í IJsni- Siiisi Klukkan fjögur í dag opn- ar Helgafellsútgáfan bóka- sýningu i Listamannaskálan- um. Verða þar jafnframt list munir frá nýrri leirmuna- gerð. Á sýningu þessari er mikill fjöldi bóka, enda hefir Helga fellsútgáfan verið mjög stór- virk undanfarin ár. Sýning þessi er helguð minningu Erlends Quðmunds sonar í Unuhúsi. „Hann bar höfuð og herðar yfir sam- tíð sína, sökum vitsmuna og mannkosta“, stendur skráð yfir mynd hans á bakþili. Við opnun sýningarinnar mun Þorbergur Þórðarson lesa kafla úr óprentaðri bók um Unuhús, þar serri segir frá fyrstu kynnum þeirra Erlends.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.