Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriöjudaginn 9. des. 1947 228. blað okin um íslenzka hestinn Brocidi Jóhannesson: Faxi. — Bókaútgáfan Norð'ri 1947. Efíir Kristján Eldjárn fornminjavffirð Stórvírki di’. Brodda Jó- bannessonar um hestinn er nu komiö út. Hafa margir beðiö þess með óþreyju, síö- an spurðist, að á því væri von. Var hvort tveggja, að þetta efni er mörgum íslend- ingi hugstætt og hjartfólgið, enda fannst mönnum sem þessi höfundur væri öörum fremur til þess kjörinn að gera þvi góö skil. Og satt er það, að islenzki hesturinn á það aö Skafirðingum,, að þeir hlúi að minningu hans. Þetta er mikið rit og vand- að. Frá útgáfunnar hendi er ekkert til sparað, enda bókin öil glæsileg ásýndum. Hún ér prýdd miklum fjölda teikninga, sem allar eru eft- ir Halldór Pétursson. jÉf treysta mátti Brodda til að' skrifa vel um hestana, var ekki siöur ástæða til að trúa Halldóri til að teikna þá vel. Hestar eru allt að því sér- grein hans, enda mun hann hafa fengið viðurkenningu íyrir hestamyndir í útlöndum. Ekki er þó víst, að hann fái viðurkenningu hestamanna fyrír fótaburði og tilburðum . ájíra hestanna á þessum teikmngum, en góðar eru þær þrátt fyrir það, sumar ágæt- ar. Annars eðlis eru teikning- ar aí ýmsum hestbúnaði, og þær eru allar mjög góðar. Bókin skiptist í tvo megin liíiita, nokkurn veginn jafn- íanga. Frá höfundarins hendi er fyrri hlutinn kjarni bók- arinnar. I hann hefir hann .íagt mjög mikla vinnu — og sáhkína. Þarna er fjallað um ‘h'éStinn í trú og þjóðtrú ís- iendinga, grafizt fyrir rætur ‘og' þræðilr raktir aftan úr fórneskju og til vorra daga. Er þetta raunar hin rækileg- asta sérrannsókn um álíka e'írii, sem gerð hefir verið af lslénzkum manni, en benda riiá a erlendar fyrirmyndir eða hliðstæður. einkum þó hinum kunna, enska trúsögu- fræðing, J. G. Frazer, sem Broddi sjálfur nefnir meðal meistara sinna, enda er það sízt til að lasta, þótt nefnt se rit hans „The Golden Bough" í sambandi við Faxa — svo heitir bók dr. Brodda. Þaö var sannarlega mál til komið, að einhver fslending- ur færí að kafa niðúr í þjöð- trú okkar og þjóðsiði og kanna þetta, efni frá trúsögu iegu, salfræðilegu og jafnvel heímspekiiegu sjóri'armiði, eins og Broddi gerir í þess- ari bok. Við það mun margt skýrast og mörg sannindi finnast, sem mann órar varla fyrir nú, að finnanleg séu. Af því nýstárlega og raun- ar ovænta markmiði, sem Broddi hefir sett sér í fyrri hluta bókarinnar, leiðir það, aö hann leitar oft fanga allfjarri aðalefninu, hestin- um. Hann tekur á sig langa króka, og manni verður stundum á að efast, hvort hann eígi brýnt erindi heim á alla þessa bæi. En sannleik- urinn er sá, að hann á alltaf erindi. „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr of farinn“, og í hinum löngu og stundum mjög torfæru útúrdúrum sínum veit Broddi alltaf að hverju hann er að leita, og oftast nær kemur hann með einhverja björg í bú, eitthvað, sem kemur rannsókninni um hestinn við, þjónar því marki, sem bók- arhlutanum gr sett. En þessi bókarhluti er þung ur, hann er erfiður aflestrar, eins og hann hlýtur að hafa verið erfiður að skrifa hann. Það þarf að brjóta hann til mergjar, hafa dá- lítið fyrir honum til að geta notið hans. Það þarf að lesa hann oftar en einu sinni og hafa þó hugann vel á verði. Ég geri ráð fyrir, aði náin kynni höfundarins af þýzk- um heimspekingum og rit- höfundum hafi fremur örvað en dregið úr tilhneigingu hans til þungrar framsetn- ingar hugsana sinna. Ósagt skal látið, hvort þetta er með öllu neikvætt. Stíllinn er svifaseinn, þungur og mjög alvarlegur. — Broddi getur ekki tekið undir með Grími Thomsen og sagt: „Ég fæ þér iítið, en lipurt ess“, nema þá til að dæma sjálfan sig jafn- rangt og skáldið gerði. Rit- fákur hans fer aldrei á kost- um, hann er ekki áttfættur eins og Sleipnir, en bann er traustur og sterkur og fer engin gönuhlaup. Og alltaf er hann líkari sjálfum sér en nokkru öðru. Málið er auð- ugt og hreint, Broddi kann islenzkuna allra manna bezt. Og ráð er hverjum þeim, sem Faxa les, að lesa þennan hluta bókarinnar vel ofan í kjölinn. Hann er hið frum- lega og persónulega í bók- inni, fullur af skemmtilegum og skarplegum athugunum og þrunginn af virðingu höf- undarins fyrir viðfangsefni sínu. Seinni hluti bókarinnar er að nokkru leyti um ýmsan hestútbúnað og fargervi. Allt er það mjög prýðilegt, eins og bezt verður á kosið. En það eru einnig kaflar um ýmislegt annað, t. d. stóð- og klakahross Þessi kafli finnst mér með ágætum, og ef ég ætti að kjósa mér að hafa skrifað einhvern kafla bók- arinnar, held ég, að ég veldi þennan. Hann er skrifaður af miklum næmleik og sam- kennd með hestunum, og það þykist ég vita, að þennan þátt heföi enginn getað gert eins vel og Broddi. Hins vegar get ég ekki verið eins ánægð- ur með kaflann um hrossa- fjölda og hrossakaup. Þarna fer höfundur allt of fljótt yfir sögu, og hefði mátt gera sér miklu meiri mat úr hrossa kaupunum og því menning- arstigi, sem þau lýsa. Hann kallar hrossaprangið íþrótt, en það er rómantískt rang- nefni á óheiðarlegri verzlun. Ef prangararnir hefðu sjálf- ir átzt við, hefði þó mátt færa þetta til sanns vegar, en lítill held ég að íþrótta- andinn sé, þegar leikurinn er milli æfðra hrossaprangara vestan úr sýslum og hrekk- lausra sauðbænda fyrir norð- an Öxnadalsheiði. Ekki veit ég betri lýsingu á hrossa- prangi en í Hestakaupavís- um, sem með vafasömum rétti hafa verið eignaðar séra Stefáni Ólafss., en þessarar góðu heimildar getur Broddi að engu. Hefði reyndar verið ástæða til að rannsaka allan kveðskap austfirzku skáld- anna með tilliti til þeirrar hestamennsku, sem þar birt- ist. En trúlegt er, að höfund- ur finni til meiri skyldleika með grónum og gætnum stóðeiganda en lausingja, sem fer um sveitir og prang- ar, og því hafi hlutföllin milli þessara kafla orðið á þessa lund. Margt mætti kjósa fyllra í þessari bók. Hún er menn- ingarsöguleg rannsókn, en meira mætti vera af stað- reyndum og ómengúðum fróðleik, svo að hægt hefði verið að nota hana sem hand bók í og með. Eins sakna ég þess mjög, að hvergi skuli vera minnzt á hestamennsk- una í íslenzkri tungu. Málið er skýlausast vitni þess, hve mjög hesturinn hefir komið við sögu þjóðarinnar. — Það er fullt af líkingum og orða- tiltækjum og málsháttum, sem mótazt hafa í sambúð- inni við þennan ferfætta lífs- förunaut hennar. Um þetta hefði Broddi verið manna færastur til að skrifa skemmtilega, þótt líklega væri til of mikils mælzt, ef maður bæði hann að taka til samanburðar sams konar orðatiltæki, er að skipum og sjómennsku lúta, og athuga, hvort meira má sín í málinu. En þetta hefði ég fremur kos- ið en þætti þá, sem Broddi hefir verið svo einstaklega gestrisinn að bjóða öðrum mönnum um að taka af þeim í bókina. Um það má segja með skáldinu: Bauð þessa för þjóðum þarflaust konungur austan. Raunar eru kaflarnir eftir Ingibjörgu Friðgeirsdóttur, Sigurð frá Brún og séra Lárus Arnórsson allir góðir og virðingarverðir, en þeir eru eins og fleygar reknir inn í þessa bók. Það var of- rausn að bjóða sr. Lárusi að smeygja heilli bók um Grána sinn í þessa bók, jafnvel þótt þessi afburða gæðingur hafi ekki notið sannmælis í Horfn um góðhestum. Bókin um Grána hefði vel mátt koma út sér. Þessir aðfengnu þætt- ■ ir trufla gang bókarinnar,1 gera hana of líka safnriti, og j þetta er enn verra vegna1 þess, að bókin er annars afar sterkt mótuð af persónu höf- undarins. Og hér vil ég skjóta því inn í, að mér finnst skorta nokkuð á, að Faxi sé fullburða sem bók. Hann hefði átt að vera fastar og rökréttar hnitaður saman, efnið agað með dálítið meiri hörku. Þá hefðu hlutföll og sköpulag orðið fullkomnara og skýrara. En þó að bent hafi verið á sitt hvað, sem vansagt þykir í Faxa, er að vísu gott til þess að vita, að Broddi á enn nægilegt efni í aðra bók um hestinn, hestamanninn og hestaskáldið, enda lætur hann í það skína, að ætlun sín sé að gera efninu enn frekari skil, áður en hann sé allur. Ef spurt væri, hvort Faxi væri fræðileg bók eða fagrar bókmenntir, mundi svarið (Framhald á 6. síðu) Síld og bækur, það er sú fram- leiðsla þessara daga, er mest er um töluð. Nálega 100 veiðiskip liggja hlaðin í höfninni og bíða þess að verða losuð. Og menn ræða um úrræði til að nytja þennan afla og geta tekið ofurlitið meira af því ógrynni síldar, sem nú er í Hval- firði og Kollafirði og ef til vill víðar. En eins og sildargangan er mikil er bóka framleiðslan að vissu leyti. I>að er misjafn sauður í mörgu fé má segja um bóka mergðina og þeir eru nú sennilega orðnir fáir.sem hafa tíma til að lesa það allt. En hitt mun mega segja með fullum sanni, að nokkrar ágætar bækur hafi komið á markað síðustu mán- uðina. Nýja útgáfan af Sturlungu er glæsileg bók og án þess að leggja dóm á meðferð texta og skýringar má fullyrða, að vel er til þess vandað, og venjulegir lesend- ur fá þar rétta skýringu á mörgu, sem kemur þeim mjög vel. Og svo er bókin prýdd mörgum ljósmynd- um og nokkrum málverkum af sögustööum. Athöfn og uppeldi eftir Matthías Jónasson er bók, sem allt hugsandi fólk, sem umgengst börn hefir gott af að lesa. Faxi, er merkisrit um íslenzka hestinn og þátt hans í þjóðarsög- unni, en það er efni, sem mörgum er hugleikið. Bessastaðir er falleg bók, þar sem margur fróðleikur er saman tínd- ur, þó að ef til vill þurfi ekki að miklast yfir vísindalegri rann- sókn við samningu bókarinnar, því að hún mun vera byggð á prent- uðum heimildum, en þær hafa ver- ið dreifðar. Sögur Isafoldar er merk skemmti bók, sem flestum myndi kærkom- in, en þó einkum eldra fólki, sem kannast meira og minna við þær frá yngri árum. Þar eru íslenzkir sagnaþættir, merkir og skemmti- legir, smásögur og skrítlur af þjóð- legri rót og þýddar sögur. Þó að þessar bækur séu einar nefndar hér, er ekki þar með sagt að þær taki öllum öðrum fram, en aðeins mælt með þeim á þennan hátt, því að mörgum kemur bend- ing vel, hvernig sem okkur er nú trúað, en það er mál út af fyrir sig, hvers við erum verðir í þeim efnum, og það ætla ég ckki að ræða. En það er nú einu sinni svo, að hugur manna snýst óvenjulega mikiö um bækur og bókakaup þessa dagana, og þá vil ég gjarn- an vera með, og tala um það, sem mönnum er efst í huga, því að þannig á það nú einu sinni að vera. Núna, þegar Keykvíkingar sjá daglega síldarskipin koma hlaðin að landi, þykir mér hlýða að taka mér í munn stöku eftir Brynjólf Björnsson frá Norðfirði. Hún er um vel heppnaða veiðiför og er svona: „Hlaðin veiði skundar skeið Skeljungs breiðar grundir. Styttist leiðin ljúf og greið, láin freyðir undir.“ Það þykir mörgum fallegt þegar vel veiðist, og sem betur fer er það ekkert einsdæmi, að þá verði mönnum vísa á munni. Svo enda ég með „morgunbæn“ eftir K., en hún liefir sér mottó: „ ... Petkov — sem komm- únistar tóku af lífi eftir eitt svíviröilegasta réttarmorð." Mbl. 22. nóv. 1947. Við kraftaverkum kommúnista Kristur okkur hlífi. Þeir fremja morðiö fyrst, en síðan firra þeir manninn lífi.“ Ég geri ráð fyrir því, að það muni flestum finnast langt gengið, þegar farið er að tvídrepa menn og, von að K. vllji biðjast undan slíkum ósköpum. Pétur landshornasirkill. Auglýsing Nr. 25/1947 ffrse skömmtunarsljóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið, að taka skuli upp skömmtun á eplum þeim, sem nú eru á leiðinni til landsins. Stofnauki nr. 16 af núgildandi matvælaseðli skal því vera lögleg innkaupaheimild fyrir 3 kg. af eplurp frá og með 20. þ. m. fram til 15. janúar 1948. Viðskiptanefndin hefir jafnframt ákveðið, að smá- söluverzlunum þeim, sem verzla með matvörur, skuli heimilt til 15. þ. m. að veita fyrirfram viðtöku stofnauk- um nr. 16 frá viðskiptavinum sínum, enda afhendi slík- ar verzlanir eplin á fyrrgreindu tímabili til þeirra einna, er hafa afhent þeim stofnauka nr. 16 fyrir 15. þ. m. Smásöluverzlanir þær, er hér um ræðir, geta afhent oddÝitum eða bæjarstjórum þá stofnauka nr. 16 hinn 16. þ. m. og verður eplunum skipt milli verzlananna samkvæmt því. Oddvitar og bæjarstjórar eru beðnir að senda skömmt unarskrifstofu ríkisins í símskeyti 17. þ. m. staðfestingu á því, hve marga stofnauka nr. 16 hver verzlun hefir afhent. Símskeyti, sem berast skömmtunarskrifstofunni eftir 17. þ. m. um afhendingu þessa stofnauka, verða ekki tekin til greina. Reykjavík, 8. desember 1947. Skömœitunarstj ói’iim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.