Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 6
TÍMINN, migvikudaginn 10. des. 1947 229. blaff GAMLA BIO TRIPOLI-BIO „Pán Amerieana” Amerísk dans- og söngvamynd, tekin af RKO Radio Pictuies. Aðalhlutverk leika: Phillip Teary Audrey Long Robert Bcnchley Eve Arden Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. NYJA BIO ■ 'Lárzaia ©g lalé- Margie. foárðastiílkan Jeanne Crain Glenn Langan (Tarzaii And The Leopard Lynn Bari. Woman) Sýnd kl. 9. Ný 'ámerísk ævintýramynd. ISefsid Tsrzans johnny Weissmuller Brcnda Joyce Mjög spfennandi mynd, gerð eftir einni af hinum þekktu Tarzansögum. Acquanetta. Glcnn Morris Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Eleanor Holm Sala hefst kl. 11 f. h. ’ Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIO Canaegse Hall Stórkostlegasta músíkmeynd, sem gerð hefir verið. Sýnd kl. 9. Morgimstund í Hollywood Músík- og gamanmynd með Spiki Jones og King Cole tríó- inu. Sýnd kl. 5 og 7. — Sími 1384. — Miiraniir hrundu (The Walls came cumbling down) Afar spennandi amerísk lög- reglumynd. Lee Bowman Marguarete Chapman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. | Tíminn Nýir kaupendur fá Tímarmj | til áramóta fyrir aöeins 5 krónur. I ■ ■ | Þar með er fjölbreytt jólablað. Símið strax í 2323 og pantið Tímann. liCÍSSrétting (Framhald af 5. síftu; stæðum að gera vélbátaflot- ann út á þorskveiðar á kom- andi vetrarvertíð. Telur þir^ið, að útgerðin geti því aðein.s hafist al- mennt, að útgerðarkostnaður verði með opinberum ráð- stöfunum færður niður til verulegra muna, eða afurða- verð hækkað. Til'þess að sá starfsgrund- völlur geti skaþast fyrir báta- útveginn, vill fiskiþingið benda á eftirfarandi: 1) Að vísitalan verði lækk- uð í a. m. k. 250 stig og komið verði í veg fyrir allar grunn- kaupshækkanir. 2) Að landbúnaðarafurðir verði lækkaðar í samræmi við vísitölulækkunina. 3) Að Alþingi, ríkisstjórn, bæjar- og sveitarfélög taki upp víðtækan sparnað á öll- um sviðum. 4) Að lækka svo sem írek- ast er hægt alla álagningu á þarfir útvegsins. 5) Að því Vyti sem framan- ritaðar ráðstafanir nægja ekki til þe.ss að fá heilbrigðan starfsgrundvöll fyrir útveg- inn, verði gerðar leiðrétting- ar í gegnum gjaldeyrisverzl- unina. Má í því sambandi benda á eftirfarandi: a) tvenns þonar gengi. b) gjaldeyrisskatt. c) leiðréttingu á gjaldeyris- skráningunni. d) að útflytj- endur fái verulegan hluta af gjaldeyri sínum (25%) til ráöstöfunar, til þess að leið- rétta taprekstur sinn, enda sé Ver<hln þéssi úndir eftir- liti gjaldeyrisyfirvaldanna. 6) Fiskiþingið telur brýna nauðsyn til þess, að ríkLs- stjórnin geri nú þegar ráð- stafanir til þess að bátaút- vegsmönnum verði gert, mögu legt að fá hagkvæm lán til þess að létta sjóveðskröfum og öðrum aðkallandi skuld- um af útgerðinni vegna tap- reksturs á árinu 1947. * E P L I Allir viðskiptameim vorir og aðrir þeir, sem óska að fá epli át á stofnauka ur. 16, samkv. augl. skömmtunarstjóra 8. des. '47, geta tryggt sér eplin, með |»ví að lc^gjja stofnauka nr. 16 inn í ein- kverjja matvöruliiið vora og fá þeir |»á aflienta ávísnn á epliis. 9/12., 1947, KRO JÓLAGJAFIR Góffa bók effa listmuni kaupa menn í BÓKABIJÐINNI LAUGAVEG 10 Rauður hestur 6 vetra, styggur, fallegur, mark: biti fr. bæði?, tapaðist í sumar frá Seljabrekki í Mos fellssveit. Hesturinn var ný- kominn norðan úr Skagafirði og hefir sennilega farið sömu leið til baka (fyrir Hvalfjörð upp Hálsasveit og yfir Gríms- tunguheiði). — Ef einhver hefir orðið þessa hests var, er hann vinsaml. beðinn að gera aðvart í síma að Selja- brekku. Margt er nú til í matínn Svartfugl Skarfur Selur Síid Odýrar og góðar rófur í 25. kg. pokum. Saltfiskur í 25 kg. pökkum á 50 kr. pakk- inn. Fiskbúffin Hverfisgötu 123 Hafliffi Baldvinsson. A. J. Cronin Þegar ungur ég var ,,Það er leiðinleg vanræksla fyrir ungan mann, sem heitir Shannon,“ sagði kanúkinn. „Við verðum að bæta úr þessu.“ Hvers vegna brosti hann framan í mig? Hvers vegna þrumaði hann ekki yfir mér? AUgu mín voru þegar full af tárum — Gavin var farinn, og nú kom þetta! Ég veitti því lika athygli, að ýmsir vegfarenda 'námu staðar og horfðu á okkur, iðandi af forvitni — og það voru margir á ferli, því að þetta var um hádegisbilið. Þess myndi áreiðanlega skammt að bíða, að fregnin um samræður okkar bærust um bæinn, og þá myndu skólasystkini mín útskúfa mér aítur úr félagsskap sínum, og heima á Sjónarhóli yrði auð- vitað málarekstur og uppistand. „Við byrjum að búa hóp barna undir heilaga altaris- göngu í klaustrinu í næsta mánuði — það verður á þriðju- dögum og fimmtudögum eftir klukkan fjögúr. Ég vona, að það sé þér hentugur tími. Móðir Elísabet Jósefina leið- beinir — ég veit, að þú munt aldrei sjá eftir því að njóta handleiðslu hennar.“ Hann brosti enn framan í mig og horfði fast á mig. „Ætlarðu að koma, Róbert?“ „Já, faðir,“ tautaði ég. „Það var rétt, vinur minn.“ Hann virtist loks vera ánægð- ur með það, hvernig regnhlífin fór í hendi hans. Hann renndi fingrunum mjúklega um hana og sveiflaði henni hratt um leið og hann áminnti mig stuttlega um skyldur mínar við trúna. „Það er svo að lokum eitt, Róbert,“ sagði hann að síðustu, „og það verður þú að muna, þótt það kunni að verða þér erfitt, úr því að frændfóik þitt, sem þú dvelur hjá, er ekki kaþólskt: Þú mátt ekki bragða kjöt á föstudögum. Það er boðorð heilagrar kirkju. Mundu þetta alltaf — ekki bragða kjöt á föstudögum.“ Hann hvessti enn cmu sinni á mig vingjarnleg augun — og snaraðist svo brott. Ég ambraði í gagnstæða átt, alveg agndofa eftir þessa ádrepu. Ég hafði ánetjast og verið dæmdur fyrir brot mín. Mér fannst, að ég ætti ekki viðreisnar von. Það var eins og sólin hefði allt í einu myrkvazt. Hitt datt mér ekki einu smni í hug, að ég gæti hundsað kröfu kanúkans. Nei — augu hans hvíldu á .mér vesölum. Hann vakti yfir mér í andlegri og verzlegri makt, og hvernig gat ég þá óhlýðnazt boði hans? Hin unga jurt trúarinnar, sem amma hafði gróðursgtt af svo mikilli umhyggju í víngarði sálar minn- ar, hafði rifnað upp með rótum. Hún var dauð og visin. Ég fann, að örlögin höfðu læst í mig klónum. Ég gat ekki umflúið upphaf mitt — ég gat ekki annað gert en beygt mig fyrir þeim í auðmýkt og hlýtt. Þegar ég var í þann veginn að opna eldhúsdyrnar á Sjónarhóli skaut óttalegri hugsun upp í höfði mér. Ég kófsvitnaði. í dag — einmitt i dag — var föstudagur. Ang- an af nýju nautakjöti lagði á móti mér — það var uppá- haldsmaturinn minn. Guð minn góður og faðir Roche! stundi ég. Hvað á ég að gera? Ég reikaði inn í eldhúsið og settist við borðið, þar sem þau Kata og Murdoch voru fyrir. Já — það var eins og ég hafði óttazt. Mamma lét diskinn minn, hrokafullan af kjöti, fyrir framan mig. Mér sýndist hún skammta mér miklu meira heldur en ég átti að venjast, og anganin, sem lagði fyrir vit mín, sannaði mér ótvírætt, að kjötið var iíka rniklu betra og safameira en venjulega. Ég starði agndofa á þetta mikla og lostæta kjöt. „Mamma,“ stundi ég loks lágri röddu. „Ég held, aö ég hafi ekki lyst á kjöti í dag.“ Allir litu spyrjandi á mig. Mamma varð eitt spurningar- merki. „Ertu lasinn?“ spurði hún. „Ne—ei... ég veit það ekki,“ tautaði ég. „Mér er að minnsta kosti illt í höfðinu.“ „Reyndu samt að bragða á sósunni og kartöflunum.“ Sósan — var hún ekki forboðin líka? Ég hristi höfuðiö cg brosti raunalega. „Ég held, að’það sé skárst fyrir mig að borða ekki neitt.“ Mamma sletti í góminn eins og hún var vön- að gera, þegar á seyði var eitthvað, sem hún ekki skildi. Svo gaf hún mér einhverja skammta, áður en ég fór aftur í skólann, því að enn voru fáeinir dagar, þar til við ferígum sumar- leyfið. Þegar ég gekk gegnum þvottaklefann, tókst mér þó að stinga vænni brauðsneið í buxnavasann, án þess að neinn sæi, og hana reif ég í mig eins og gráðugur úlfur á leiðinni 1 skólann. En eigi að síður gerðist maginn óþægilega tómur, þegar á daginn leið. Um kvöldið ætlaði mamma að gera mér vel til. Hún skar þunna sneið af bjúganu, sem var á diski Leckies — hús- bóndinn var nefnilega alltaf vanur að fá dálítið kjötmeti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.