Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 8
FlugvéLar í Jpágu. Landbánaðarins Nakinn maður á fsrli í Hiíða- hverfinu eftir að dimmatekur MeSlr Iiviið eftir annað komið á og g'ert fóSk skelkað Öðru hverju í haust hefir orðið vart við ferðtr undarlegs manns i einu hinna nýju hverfa Reykjavíkur.;Gengur hann .s:,' ' nakinn eftir að dimmt er orðið. Rannsóknarlögreglunni mun nú hafa óorizt kœra út af framferði þessa man'ns, og hefir hún tekið málið í sínar hendur. — Verður reynt að hafa hendur i hári hans. Nú er víða farið að nota flugvélar til þess að dreita varnariyijuin yfir akra og ræktarlönd, þar sem útrýma þarf ýmsum spellverum eða sporna við tilvist þcirra. Einkum er þetta alsiða í Ameríku. Hér á myndinni sést bóndinn, sem gerðist brautryðjandi á þessu sviði í Danmörku. Hann heitir Preben Darel. Mæðrastyrksnefnd leitar ásjár hjá bæjarbúura Ikéttið eásastseSSmg’s- mæðnim hjálpas*- laöaaeS Eins og að undanförn\i efnir Mseðrastyrksnefnd til fjár- isöfnunar hér í Reykjavík fyr- ir jólin. Framlögum er veitt viðtaka í Þingholtsstræti 18 í skrifstofu nefndarinnar. Þar er opið alla virka daga kl. 12— 7 síðdegis. Reykvíkingar hafa löngum tekið fjársöfnun Mæðra- styrksnefndar vel, enda er hér gengið til verks í góðum tilgangi. Stundum getur jafn- vel tiltölulega lítil fjárhags- leg aðstoð orðið einstæðri nóður dýrmæt hjálp til að •ækja það þýðingarmikla rlutverk, sem á henni hvílir, auk þess styrks, sem alltaf liggur í samúðinni sjálfri. Verkfalli járniðnað armanna lokið Fá lítilslaáttas* kacap- kækkuit 5*68 HIÍSSJ8 fríðitidá Samningar tókust í gær- kvöldi milli járnsmíðameist- ara og járniðnaðarmanna fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins. Samkvæmt þessum nýja samningi hækka grunnlaun járnsmiða í 170 krónur á viku og nemur hækkunin 12 kr. En járnsmiöir gáfu eftir nokkuð af hlunnindum sínum til hagsbóta fyrir smiðjurnar, t. d. að tekin verði upp ákvæð- isvinna, heimilað að vanrækt- ar vinnustundir að morgni dragist frá kaupi með 50% álagi og frí 1. des. falli niður. Samningur þessi gildir til 15. apríl 1949 og er uppsegjan- legur með 2 mánaða fyrir- vara. Verkfall járnsmiða hefir nú staðið í nær tvo mánuði og vinnutap þeirra nemur á aðra milljón króna, svo að lengi munu þeir verða að vinna það upp með þessari kauphækkun. Allsherjar verk f all í Róraaborg Mikið hefir verið um róstur á ítaliu undanfarna daga, þótt hvergi hafi komið til stórvægilegra átaka enn. Verkamenn krefjast þess, að kjör þeirra séu bætt og boða til verkfalla. í Róm hefir allsherj arverk- fall staðið fyrir dyrum í nokkra daga en tvisvar verið frestað. í morgun skall verk- fallið svo á eftir að samninga- umleitanir höfðu farið út um þúfur. Rasraussen og Kristensen deila enn Deilu þeirra Kristensen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana, og Rasmussens utan- ríkisráðherra, er hvergi nærri lokið. Rasmussen svaraði Kristensen á þingi í gær og sakaöi hann um tvöfeldni og óheilindi. Mál þetta vekur mikla at- hygíi í Danmörku. Eru íhalds- blöðin og blöð vinstrimanna ein með Kristensen, en allir aðrir styðja Rasmussen. I j TiS vina | Tímans j Það er blaðamönnum Tímans | mikil ánægja og umbun fyrir! erfitt byrjunarstarf, að fjöl- I margir menn víðs vegar að af | landinu hafa látið i ljós ánægju j sína yfir blaðinu og búningi i þess. Starfsmönnum blaðsins er! þó ljóst, að hægt er að gera I betur, og mun að því keppt. En jj til þess að það megi takast, þarf j það að njóta aðstoðar, sem allra i flcstra iesenda sinna um land! allt. Það væri þess vegna sérstak- j lega vel þegið, að unnendur jj blaðsins vildu hafa samstarf við j það um öflun hvers konar frétta, j sem eru þess virði að koma * fyrir almcnnings sjónir, og létu I bað tafarlaust vita, er eitthvaðj frásagnarvert ber til. Það væri j blaðinu ómetanlegur styrkur, r ef margir tækju upp þá reglu. ! I Yfirleitt mun það svo, að fólk sé hætt að trúa á drauga. Þó mun sumum þeim í Hlíð- arhverfinu, er orðið hafa varir við ferðir bera manns- ins svokallaða, ekki hafa oröið um sel. Háttaiag manns þessa er einkennilegt mjög, og öðru vísi en menn eiga að venj- ast. Hann sést aldrei nema þegar dimmt er orðið, en gengur þá um nakinn, aðal- lega að húsabaki í hverfum, þar sem nýbyggð hús eru og engir garðar eða girðingar til farartálma. Einkum mun hafa orðið vart við ferðir þessa manns í Hlíða- hverfinu. Þar hefir fólk all oft orðið hans vart, og það- an mun kæran hafa borizt. Beri maðurinn birtist á þvottahúsglugga. Fyrst varð vart við bera manninn snemma í haust. — Kom hánn þá á glugga á þvottahúsi í kjallara, þar sem kona var ein heima að þvo þvott. Var glugginn nið- ur við jörð og ekkert fyrir honum. Maðurinn kom að glugganum alls nakinn og barði í hann til þess að vekja á sér athygli, en þess gætti hann vandlega að láta ekki sjá framan í sig. Konan varð skelfingu lostin, eins og að likindum lætur. Forðaði hún sér tafariaust út úr herberg- inu og upp í íbúð sína og iæsti henni. Kom henni það ekki til hugar fyrr en eftir á, að rétt hefði verið að gera ráðstafanir til að láta hafa hendur í hári náungans. Kominn hálfur inn um glugga. Nokkru seinna kom karl aftur á herbergisglugga í nær- ifggjandi húsi, þar sem tvær stúlkur búa. Var þaö nokkru eftir miðnætti. Stúlkurnar búa í kjallaraherbergi og sváfu við opinn glugga, Áttu þær sér einskis ills von, en vöknuðu við vondan draum, er nakinn maður var kom- inn hálfur inn um gluggann þeirra. Þegar hann varð þess var, að stúlkurnar vöknuðu, hrökklaðist hann skyndilega út aftur og geta stúlkurnar ekki komið andliti mannsins fyrir sig sakir hræðslu er greip þær. : Síðasta heimsóknin. Einna seinast varð vart við ferðir þessa kynlega manns í Barmahlíð. Vaknaði maður nokkur við það, að verið var að reisa stiga upp að húsinu um miðja nótt. Þegar hann leit út, sá hann ógreinilega í myrkrinu, að maður var að klifra upp að einum herbergisglugganum á annarri hæð. En þegar ná- ungi þessi varð Ijóssins var, hvarf hann skyndilega á brott. Virtist heimamanni hann nakinn, að minnsta kosti fyrir neðan mitti. Lögreglan leitar bera mannsins. Rannsóknarlögreglan leitar nú að þessum manni. Hins vegar er með öllu óvíst, hvort tekst að klófesta-hann. Væri æskilegt, að þeir, sem við ferðir hans yrðu varir, létu iögregluna tafarlaust vita, þar sem það gæti auðveldað eftjrförina, Er erfitt að segja, nema hér sé um hættulegan mann að ræða, ef til vill brjálaðan. Annars er fólki hulin ráðgáta, hvernig staðið getur á ferðum þessa manns, sem svo einkennilegur er í háttum sínurn, en þó hefir ekki gert neinum mein, enn sem komið er. . Hafnarbætur á Húsavík í suraar Axel Sveinsson vita- og hafnarmálastjóri hefir skýrt Tímanum svo frá hafnarbót- um á Húsavík í sumar. Þar fór fram gagngerð við- gerð á hafskipabryggjunni, en hún hafði orðið fyrir al- varlegum skemmdum af völd um tréætu. Viðgerðin var að- allega í því fólgin, að reknir voru stálstaurar, sem mynda þétta veggi, meðfram hliðum bryggjunnar, en stálveggj- unum er haldið saman með gildum járnboltum. Við að- gerðina breikkar bryggjan um 1,5 m. og hækkar um 0,5 metra á endurbyggða kafl- anum, en hann er um 108 metra langur. Með þessum aðgerðum má telja, að bryggj an sé orðin hið traustasta mannvirki. Hafnargarðurinn var lengd ur um 30 metra á sumrinu, og er nú orðinn um 230 metra langur frá baklca, breiddin 10,5 metrar. Lagt var stór- grýti að úthlið garðsins, þar sem sjór næðir mest á, og steyptur járnbentur skjól- veggur á útbrún hans. Endi garðsins er jafnframt haf- skipabryggja, 55 metra löng, með dýpi frá 5,0—6,0 metrar, miðað við lægsta fjöruborð. Ennfremur var steypt járn- bent steinsteypuker á braut til framlengingar garðsins og er fyrirhugað að setja það niður næsta vor.Verður garð- urinn þar með orðinn 245 langur, með liðlega 60 metra viðlegukanti og yfir 5,0 metra dýpi við fjöru. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Rvíkur Framsóknarfélag Reykja- víkur hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Fundurinn var vel sóttur. Formaður, Sigurjón Guð- mundsson skrifstofustjóri, greindi frá störfum á liðna árinu. Félagið tekur m. a. þátt í rekstri skrifstofu Framsóknarflokksins og afl- ar til þess fjár með frjálsum framlögum áhugamanna. Hagur þess stendur vel og batnar með ári hverju, þrátt fyrir mjög lág ársgjöld. Fé- lagatala þess jókst um rúm- lega 50%. Auk þess að starfa að á- hugamálum flokksins, hefir félagið eins og að undan- förnu staðið að allmörgum Sigurjón Guðmundsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Framsóknarvistum. Eru þær fjölsóttar, og einkennir þær reglusemi. Ágóða þeim, sem þær gefa, verður varið til kvikmyndasýninga úti um byggðir landsins. Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri flutti á fundinum athyglisvert erindi um stjórnmálaviðhorfið og fram- tíðina, sem við erum að skapa eftirkomendunum, með því hvernig ráðið er fram úr vandamálum líðandi stund- ar. — Hætta gæti stafaö af því, að þær sviptingar, sem nú eru víða um lönd milli öfgaíullra afla til hægri og vinstri gætu borizt hingað, en hér ætti enginn jarðveg- ur að vera fyrir þann inn- fluning. Við eigum að keppa að því, að allir þegnar þjóð- féiagsins séu vel menntir og efnalega sjáifstæðir. Þá er enginn jarðvegur fyrir öfga- stefnur. Fleiri tóku til máls og var fundurinn hinn ánægjuleg- asti. í stjórn til næsta árs voru kosnir: . Formaður Sigurjón Guð- mundsson og meðstjó'cnend- ur Gunnlaugur. Ólafsson, Guðjón Teitsson, Hjálmtýr Pétursson og Björn Guð- mundsson. íþróttabandalag stofnað. íþróttabandalag Suðurnesja var stofnað 1. des. sl. að tilhlutun ÍSÍ. Formaður bandalagsins er Ragnar Friðriksson, Keflavik, Félagar 535. í íþróttabandalagi Suðurnesja eru þessi félög: Knattspyrnufél. Reynir Sandgerði, Umf. Garðar, Gerða- hreppi, Umf. Keflavíkur, Keflavík, íþróttafélag Grindavíkur, Grinda- vík og Umf. Njarðvikur, Njarðvík- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.