Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 12. des. 1947 231. blað /i TCt (tC^Ó ,í dag: ' Sólin kom upp kl. 10.17. Sólarlag £1. 14.23. Árdegisflóð kl. 5.00. Síð- degisflóð kl. 17.20. í nótt: Næturakstur annast bifreiðastöð- in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum, sími 5030. Nætur- vörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld: Pastir liðir eins og venjulega. kl. 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Út- varpssagan. 21.00 Strokkvartett út- varpsins: Kvartett nr. 13 í C-dúr eftir Mozart. 21.15 - Ljóðaþáttur (Andrés Björpsson). 21.35 Tónleik- ar (plötur). 21.40 Tónlistarþáttur ■ (Jón Þórarinsson). 22.00 Préttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir Brahms: a) Háskóla- forleikurinn. b) Symfónía nr. 2, D-dúr, Op. 73. 23.00 Dagskrárlok. Sundknattleiksmót Reykjavíkur stendur yfir þessa dagana. Per það fram í sundhöllinni, og taka f’lest íþróttafélög bæjarins þátt í því. Fyrsta leiknum lauk með því, að K.R.-ingar sigruðu Ármenninga eftir harðan og tvísýnan leik. N af naskír teinin. í dag verðu^-íialdið áfram að af- greiða nafnaskírteini þeirra, sem heita nöfnum, er byrja á J. Lúsíuhátíð Norræna félagsins er í kvöld. Hefir Guðlaugur Rósinkranz, ritari félagsins, beðið blaðið að geta þess, að ekki er óskað eftir að fólk mæti í sam- kvæmisklæönaði. Nýútkomnar bækur: Anna Boleyn, drottning Eng- lands eftir E. Momigliano. Sr. Sig- urður Einarsson þýddi. Draupnis- útgáfan gaf út. Ættjarðarvinur eftir Pearl S. Buck. Útgefandi Söguútgáfan í Reykjavik. Borg örlaganna eftir Louis Brom- field. Útgefandi Söguútgáfan. Merkir íslendingar, Þorkell Jó- hannesson sá um útgáfuna. Útgef- andi er Bókfellsútgáfan. Dagur er liðinn, ævisaga Guð- laugs frá Rauðbarðaholti, eftir (ndriða Indriðason. Útgefandi er Norðri. Alyktanir frá Kennaraskólanemendum. Sameiginlegur fundur haldinn í Kennaraskólanum 5. des. 1947 að tiihlutan Bindindisfélags Kenn- araskólans og Skólafélags Kenn- araskólans lj:ir sig andvigan öl- írumvarpi því, sem nú er til um- fæðu á Alþingi. Færir fundurinn eftirfarandi rök fyrir ályktun þessari: ..... I. Að með því að leyfa bruggun Sfengs öls sé lögð á veg æskunnar í landinu freisting, sem orðið geti henni að fótakefli. Ölið myndi skapa þrásetu unglinga á stöðum, þar sem ölið yrði selt og vísa veg- inn til nautnar sterkari drykkja. Sér í lagi yrði þetta hættulegt Lkólaæskunni í stærri bæjum og Horpum, þar yrði auðveldast með iflun þessa drvkkiar, en skóía- íéskan þarf á öllum sínum dýr- iáæta tíma að halda til námsins. :: II. Þessa öls yrði neytt á vinnu- stöðum og myndi skapa alls konar óreglu, er við megum sízt við nú, þegar nauðsynlegt er að vinnuaflið notist sem bezt. Tillögurnar voru samþykktar með 39 atkvæðum gegn 8. Milliríkjakeppni við Dani í frjálsum íþróttum. Umræður hafa nú hafizt um milliríkjakeppni við Dani í frjáls- um íþróttum n. k. sumar. Práls- íþróttasambapd Danmerkur hefir skrifað íþróttasambandi íslands bréf varðandi þessa keppni, sem gert er ráð fyrir að fram færi 12. og 13. ágúst 1948 í Kaupmanna- höfn. íþróttasamband íslands og Frjálsíþróttasamband íslands eru nú að athuga möguleika á þessari keppni. Milliríkjakeppni í sundi við Norðmenn. í ráði er að bjóða norskum sundmönnum hingað næsta sumar. íþróttasamband íslands hefir skrif- að Sundsambandi Noregs og farið þess á leit, að efnt væri til milli- ríkjakeppni í sundi næsta sumar. Það er ætlun Í.SÍ. að hér geti orðiö um gagnkvæma keppni að ræða, svo að sundmönnum vorum gefist síðar kostur á að keppa við Norð- mennina heima í Noregi. Leitað verður samkomulags við Norðmenn um þær keppnisgreinar, sem til mála munu koma að keppa i. Finnlandsforseti þakkar árn- aðaróskir. í tilefni 30 ára afmælis sjálf- stæðis Finnlands sendi forseti ís- lands Juho K. Paasikivi forseta Finnlands árnaðaróskir honum til handa og finnsku þjóðinni. Forseta barst í gær svohljóðandi þakkar- skeyti frá forseta Finnlands: „Ég færi yður, herra forseti, al- úðarfyllstu þakkir mínar fyrir vin- gjarnlegar árnaðaróskir yðar í til- efni af 30 £va sjálfstæðisafmæli Finnlands. Jafnframt sendi ég yð- ur persónulega, ríkisstjórn íslands og Islenzku þjóðinni innilegustu árnaðaróskir. Finnska þjóðin óskar Merk skáldsaga Líf í læknishendi Kunn, amerísk skáldsaga, sem náð hefir óvenjulegri sölu og út- breiðslu í Ameríku og einnig í Evrópu, er fyrir nokkru komin á íslenzku á vegum Draupnisútgáf- unnar. Það er Líf í læknis hendi eftir Frank G. Slaughter, ungan lækni, sem nú er orðinn kunnur rithöfundur. Andrés Kristjánssón hefir snúið sögunni á íslenzku. Saga þessi er talsvert kunn hér á landi í dönsku þýðingunni, en á því máli ber hún nafnið „Ingen maa dö.“ Mun hún hafa öðlazt einróma vinsældir þeirra, er hana hafa lesið, enda hefir sú hvarvetna orðið raunin á. Aðalsi^guhetja bók- arinnar er ungur, gáfaður læknir, sem lítur stórt á köllun sína og lífsstarf sitt, en á í höggi við með- almennsku, þröngsýni og klíkuskap ýmissa stéttarbræðra sinna. Grein- ir sagan frá vonbrigðum hans og sigrum, hörmum og hamingju, en aðalvettvap^ur hennar er sjúkra- hús og lækningastofur. Inn í aðal- efni sögunnar er svo haglega flétt- uð fögur og hugljúf ástarsaga. Líf í læknis hendi er 9. sagan i skáldsagnaflokknum Draupnissög- ur. Hún er með stærstu skáldsög- Fetelíf Vndir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Skemmtifundur Dýrfirðingafélagsins er á Röðli í kvöld kl. 9 Skemmtun heldur Þingeyingafélagið í nýju Mjólkurstöðinni kl. 8,30 í kvöld. I Stúkan Verðandi hefir kvöldvöku í G. T. húsinu í kvöld kl. 8,30. Kveðjusamsæti halda Fram, í. R. og Víkingur I Breiðfirðingabúð kl. 9 í kvöld. Þingstúka Reykjavíkur hefir fundi í kvöld kl. 8,30 á Fríkirkjuvegi 11. þess að varðveita og efla samskipti um, sem hér hafa komið út og út- þau við íslendinga, sem lengi hafa gáfa hennar mjög myndarleg og staðið og hvíla á traustum stoð- um í menningarsamvinnu Norður- landa.“ vönduð. J. H. Skipafréttir Brúarfoss kom til London 6. þ. m. frá Fáskrúðsfirði, Lagarfoss kom til Reykjavikur 9. þ. m. frá Gautaborg, Selfoss er í Reykjavík, Fjallfoss fór frá Reykjavík kl. 12 í gær til Siglufjarðar, Reykjafoss fór frá Siglufirði 8. þ. m. til Gauta- borgar, Salmon Knot er í New York lestar um 12. þ. m. til Reykjavíkur, True Knot er á Patreksfirði á leið til Siglufjarðar, Knob Knot fór frá New York 5. þ. m. til Reykjavíkur, Linda er í Halifax, Lyngaa fór frá Reykjavík kl. 12 i gær til Antwerp- en, Horsa fór frá Reykjavík kl. 20 í gær til Vestfjarða, lestar frosinn fisk, Farö fór frá Antwerpen 9. þ. m. til Leith. Júgóslavar og Bretar semja Ýmsar þjóðir sækjast nú eftir að gera viðskiptasamn- inga við Breta, enda fer út- fiutningsframleiðsla þeirra hraðvaxandi. í gær kom til London við- skiptanefnd frá Júgóslavíu. Tók Wilson viðskiptamála- ráðherra á móti henni. Samr ingarnir munu fyrst og fremst byggjast á vöru- skiptaverzlun. Á fö rnunn vegi Iðnaðarmaður úr vesturbænum! minntist á hitaveituna og hita- ; veitugjaldið Tið mig, nú fyrir fáum | dögum. — Eins og allir vlta, sagði þessi maður, þá fer fjarri því, að hita- veitan sé fullnægjandi. Það stafar ekkl af þvi, að hún sé ekki góð í sjálfu.' sér, heldur hina, að hún hefir verið þanin miklu víðar heldur en vit er í. Vatnsmagnið er ekki nóg til þess að hita öll þau bæjarhverfl, sem því er nú ætlað. Nú heyrlst, að einhver hreyfing sé í þá átt að undirbúa aukningu hitaveitunnar og öflun meira heits vatns, og er það auðvitað gott og blessaf^ En sú vatnsaukning er ekki komin og kemur varla næstu misséri. Og meðan svo er. þá verð- ur hrollkalt í mörguin íbúðum, sem eingöngu byggja á heita vatninu, hvenær sem verulega kulda gerir. Það er eina bótin, að við höfum orðið svo litið aT kuldum að segja. En ekki er hægt að treysta því, að svo verði alltaf. Nú er það á döfinni að hækka hitaveitugjaldiö tíl verulegra muna — „til samræmis við kolaverðið," segja þau vísu bæjaryfirvöld. Nú segi ég fyrir mig, að ég skyldi ekki kveinka mér við að borga þessa hækkun „til samræmis við kola- verðið," ef ég fengi hús mitt í raun og veru hitað upp. En það' er í meira lagi ranglátt og hart að- göngu að verða að greiða hæsta verð fyrir hitaveituna, en fá svo ekki hitann. Það hygg ég, að fleiri muni finnast en mér, og er þeim sannast að segja ekki láandi. Mín reynsla er sú, aö það sé sæmilega hlýtt alla jafna í neöstu hæðum húsanna þar í grennd sem ég bý, en þrýstingurinn sé of lítill til þess að vatnið nái að hita upp efri hæðirnar, hvenær sem eitthvað frystir. Og því verra verður ástand- ið auðvitað sem kaldara er. Ég álykta sem svo, og þykist þá ekki vera ósanngjarn, að bæjar- yfirvöldin hafi enga siðferðilega heimild til þess að færa verðið upp í það, sem bezta og fullkomnasta kolahitun kostar, meðan hitaveitan er svona ófullnægjandi. Þegar aukning hefir verið gerð og heita vatnið er orðið nóg, horfir málið öðru visi við. Þá hefir bæjarstjórn- in nokkurn siðferðilegan bakhjarl, þótt hún krefjist gjalds, sem svarar til kolaverðsins — svo fremi sem sá útreikningur er réttur. En að krefj- ast hærra gjalds eins og nú er ástatt —• það er að haga sér eins og ræningi. Svo mælti þessi heiðursmaður úi' vesturbænum, og mér finnst hann túlka málið mjög sanngjarnlega. En því miður virðast talsverð brögð að því, að þeir, sem hafa í hendi sér valdið til þess að skattleggja borgarana á einn og annan hátt, hagi sér nokkuö keimlíkt ræningj- um gagnvart almenningi. Meðferð þess fjár, sem svona er dregiö saman, er svo önnur saga og kannske ekki fallegri. Og ætli þetta tvennt — óhóflegar álögur og ekki allt of varfærnisleg með- ferð fjármunanna, sem saman eru dregnir í hina sameiginlegu sjóði — geti ekki einhverja sök átt á hinni miklu og alkunnu tilhneig- ingu skattþegnanna til að fela tekjur sínar og losna við opinber gjöld? / S. G. T. dansarnir í Gótemplarhúsinu annað kvöld kl. 10. Aðalfundur Byggingarfélags Alþýðu í Hafn- arfirði verður í Alþýðuhúsinu kl. 8,30 í kvöld. Ódýrar auglýsingar SkagsíreníSistgar. Muniö að tryggja innbú yðar nú fyrir áramótin í Samvinnu- tryggingum. Umboð Kaupfélag Skagstrendinga. Merk bók er mikil gjöf. Gefið því vinum yðar Ferðabólt Sveins Pálssonar. Dívanar ýmsar stærðir VERZXUN INGÞÓRS Selfossi. -— Sími 27. Snælandsútgáfn- bækurnar fást hjá flestum bóksölum eða beint frá forlaginu, Varðarhús- inu uppi, sími 5898. (Hjá Ólafi Þorsteinssyni). Máseignm Þórsmörk í Höfðakaupstað er til sölu. Upplýsingar gefur Gunnar Grímsson kaupfélags- stjóri, sími 4. SkemEMtisagaia „Fjöreggið mitt“ er smekkleg og kærkomin jólagjöf. Snælandsútgáfan. Eldri og yngri dansarnir í G.T.-húsinu annað kvöld kl. 10 Aðgöngumiðar frá kl. 6.30. — Simi 3355. Félag Þingeyinga í Reykjavík heldur t e mmiun í kvöld, föstudaginn 12. des. kl. 8,30 í samkomusal- Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík. Skemmtiatrið i :: Kvikmyndasýning Erindi Upplestur DANS Aðgöngumiðar við innganginn STJORNIN. '' < i ' - <' o 0 o <' <i ') ') < I <) <' <' < I < i < ) <) <> <• <) Handbók í logsuffu og rafmagnssuffu er komin út. . Til sölu í skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Kirkjuhvoli. :«S$«$SS$$SSS$$S4«4$$SS$SS$SS$SSSS«S$$S$$S$S$$$S$S$S$«S«i5>S>$í$$$$$$v Þaulvanur bókhaldari, sem starfað hefir hjá samvinnufélögunum um árabil, óskar eftir bókara- eða gjaldkerastarfi hjá kaupfélagi í kaupstað utan Reykjavlkur. Tilboð, sem til- greini launakjör sendist afgreiðslu Tímans fyrir 15. janúar 1948, merkt „Janúar“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.