Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 3
231. blaS TÍMINN, föstudaginn 12. des. 1947 . ......... ..........~ .. .....— 3 Dánarmiiming: Sveinfríður Sigmundsdóttir á SæSséli Fædd 2. júlí 1862. Giftist 7. okt. 1884. Missti mann sinn í des. 1886. Giftist í annaS sinn 25. okt. 1895. Hans riaut hún í 30 ár. Sveinfríður ól allan aldur sinn á Ingjaldssandi, sem er lítill, en fagur og gagnsamur dalur við mynni Önundar- fjarðar að vestan. Hafa þar lengi verið sex byggð ból, en nú eru tvö í eyði, en eitt ný- býli komið í skarðið. Sveiníríöur fæddist og ólst upp í Hrauni. Giftist að Vill- ingadal, en flutti þaðan aft- ur að Hrauni, eftir hið svip- lega fráfall manns síns. Hann fórst í snjóflóði við fjárgæzlu og tveir menn aðrir fórust einnig í snjóflóði í sama fjallinu við að leita hans, sá þriðji særðist, en einn slapp ómeiddur, en drukknaði vor- ið eftir. Var það bróðir bónd- ans. Allir voru þessir menn heimilisfastir að Villingadal og frændur. Varð það mikið skarð í frændliði í litla daln- um fagra, og ekki að und.ra þótt Sveinfríði finndist skuggi hvíla yfir Villingadal æ síðan. Frá Hrauni fluttist Svein- fríður með seinni manni sín- um að Sæbóli. Sú jörð er á sjávarbakkanum og er fög- ur svo af ber. Ljómi kvöld- sólarinnar lýsir fram til mið- nættis um sólstöður og sól rís um óttuskeið. Þar þótti Sveinfríði gott að vera. Ekki var ævibrautin samt rósum einum stráð, eða kjör- in svo rúm, sem hæfði slíkri höfðingssál. Lítið jarðnæði höfðu þau á Sæbóli lengi vel og fyrstu árin gátu - þau ekki fóðrað kú. En Jón Bjarnason var fiskimaður og var alla jafn- an á þilskipum og hæstur dráttarmaður á skipi. Sveinfríður varð því löng- um ein að annast bú og börn. Voru vorhretin stundum erf- ið á tvennan hátt, og minnt- ist Sveinfríður oft maígarðs- ins fræga 1897. Vel fóru þau hjón með skepnur sínar, af hyggindum og ástúð, og gerðu þær því gott gagn. Sveinfríður var svo gjaf- mild og hjartahlý, að fáa átti hún þar jafningja. Öll- um vildi hún gefa og öllum gaf hún. Oft var þröngt í litlu stofunni hennar og eng- ir komu þar án góðgerða. — Þar var engum gleymt og enginn eftirskilinn. Eitt vorið átti hún 12 ær tvílembar, sem var mikið í þá daga, því ærnar hennar munu varla hafa verið mik- ið yfir 20 alls. Ekkert lamb missti hún, en þó voru ærn- ar hennar með einu lambi á fráfærunum. Nágrannarnir misstu lömb, en á daljörð- unum var ekki um tvilembur. Öll lömbin gaf hún. „Ég átti nóg fyrir það“. Eitt sinn var drengur af einum frambæjanna af Sandinum við Sæbóls- sjó með hest, að bíða eftir föður sínum, sem var í kaup- staðarferð. Þoka var á og úr- svalt um kvöldið. Sveinfríður varð drengsins vör og kom niður að sjó, er hún hafði lokið dagsönnum sínum, og beið þar hjá drengnum, unz vonlaust var að báturinn kæmi um nótt- ina. Bauð hún drengnum að vera hjá sér um nóttina, en drengurinn var einelskur og fannst honum ekki hugs- andi til að sofna í öðru rúmi en pabba. Vildi hann því heim, en Sveinfríður fylgdi honum frameftir, svo honum leiddist ekki í þokunni. Svona var hún. Sveinfríður átti 3 börn með fyrri manni sínum, Jóni Jóns syni frá Villingadal: Jónu, Sigmund og Guðmund (frá Mosdal) tvíbura, er voru 12 vikna gamlir er faðir þeirra fórst. Með síðari manni sínum, Jóni Bjarna- syni frá Arnarnesi átti hún og 3 börn: Rósamundu, Hall- dór og Jón. Halldór dó í föðurhúsum 1916. Jóna, dó frá 3 ungum börnum 1924. Sigurður mað- ur hennar drukknaði á tog- aranum Leifi heppna 7.—8. febrúar 1925. Missir manna sinna og barna bar Sveinfríður án þess að mæla æðruorö. Eftir lát manns síns dvaldi hún hjá Rósamundu og Einari Guðmundsyni manni hennar á Sæbóli, unz þau fluttust til Dýrafjarðar 1929, en þá tók Jón sonur hennar jörð- ina og hjá honum og Hall- dóru Guðmundsdóttur konu hans, dvaldi Sveinfríður til æviloka. Naut hún þar frá- bærrar urnhyggju og ástúðar. Var ævikvöid hennar frið- sælt og fagurt. Sveinfríður var bókelsk og las mikið góðra bóka. Hún kunni margt þjóðsagna og sagna og var vel heima í rit- um vormanna endurreisnar- tímabils þjóðar sinnar. Var unun aö hlusta á frásagnir hennar. Hún var trúkona einlæg, og öruggur málsvari trúar og siðgæðis. Nú er hún horfin á vit ástvina sinna. 21. marz síð- astliðinn andaðist hún. — Hafði hún ferlisvist, gat les- iö og unnið í höndum fram á síðustu stund. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes Davlðsson. Bergur Jónsson héraðsdómslögmaffur Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, simi 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frhnerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Einkalíf Napóieons ♦ Octave Aubré: Einkalíf Napoleons. Magnús Magn- ússon íslenzkaði: Útgef- andi: Prentsmiðja Austur- lands h.f., Seyðisfirði. Stærö: 400 blaðsíður. Meðal þeirra bóka, sem nú eru á bókamarkaðinum, er Einkalíf Napóleons eftir franska rithöfundinn Octave Aubré/ en hann má telja snjallastan þeirra rithöfunda, er skráð hafa ævisögur frægra manna á þann hátt að fylgja vel sögulegum heim ildum, en hafa þá skáldsögu- stíl á frásögninni. Einkum eru það þó bækur hans um Napoleon, er aflað hafa hon- um frægðar. Aubré skrifaði upphaflega mikið og glæsilegt ritverk um Napoleon, en síðar bætti hann við riti þvj, sem hér ræðir um. Segir hann í for- málanum, að tvennt hafi vakað fyrir sér með þessu nýja riti: „Annað var það, að leitast við að sýna skap- gerðareinkenni Napoleons og sálarlíf, frjálst og óbundið á hinum duttlungafulla ævi- ferli hans. En hitt, að sýna einnig, hversu mikið tilfinn- ingarnar hjá þessvm manni, sem var allt í senn, sonur, bróðir, eiginmaður, faðir og elskhugi, orkuðu á hinn pólitíska feril hans. Sagna- ritarar fortíðarinnar hafa ekki ávalt gætt þeís að taka nægilegt tillit til einkalífs- ins hjá hinum sögulégu per- sónum, sem upp úr gnæfa. Nú á tímum erum vér.riæm- ari fyrir hinu mannlega og vér leitum hjá manninum að hvötunum og ástæðunum til athafna hans. Með því verð- ur sagan fullkomnari, en um leið áhrifameiri, því að hún færist nær oss.“ Það er óhætt að mæla með þessaæíi bók sem skemmti- lestri. Að því leyti tekur hún fram flestu af því erlenda skáldsagnamoði, sem hér er á boðstólum. En það er líka hægt að mæla með henni við þá, sem vilja kynnast nánar einum hinum merkasta manni og einu hinu merki- legasta tímabili veraldaivsög- unnar. Þýðinguna hefir Magnús Magnússon ritstjóri gert og hefir hún tekizt vel eins og vænta mátti. Frá útgefand- ans hálfu virðist frágangur- inn hinn vandaðasti. Þ. Þ. Afgreiðsla fjár- laganna Fjárhagsnefnd neðri deild- ar flytur svohljóðandi frv. um bráðabrigðagreiðslur á árinu 1948: Þar til samþykkt hafa verið og staðfest fjárlög fyrir árið 1948, ríkisstjórninni heim- ilt að greiða úr ríkissjóöi til bráðabirgða í samræmi við ákvæði fjárlaga fy?ir 1947 öll venjuleg rekstrarútgjöld rík- isins og önnur gjöld, er talizt geta til venjulegra fastra greiðslna þess, þótt ákveðin séu eða heimiluð til eins árs í senn. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1948. í greinargerð frv. segir svo: Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, föður okkar Jóiis Sigurðssonar Bárðdal, Frakkastíg 22. Ilólmfríffur Jónsdóttir. Rósa J. Bárffdal. I •• I 1 ;i í \ Betty Macdonald: 8 Fjöreggið mitt „§kemraíilcffasta hók ár$ins“ hefir verið viðkvæðiið um þessa bók hjá ritdómurum og lesendum, hvar sem hún hefir verið gefin út. Sænskir gagnrýnendur jafna höfundi hennar við Woodhouse og Mark Twain fyrir fyndni og stílgáfu. Hér segir frá ungum kvenstúdent, sem giftist snögg- lega þrítugum manni, nýkomnum úr stríðsþjónustu. Hún er af ráðsettu fólki í aðra ættina, én spilagosa í hina, og hefir erft lundarlag beggja. Ungu hjónin kaupa sér eyðibýli í afskekktri fjallasveit og setja á stofn hænsnabú, því að maöurinn vill vera sjálfs sín húsbóndi. Og nú hefst baráttan fyrir lífinu. Náttúran er í senn gjöful og harðbýl, sólbjört og daúðadöpur, hænsnin heimsk og kröfuhörð, nágrannarnir kostuleg- ir og nærgöngulir, bóndinn harðstjóri í aðra rönd- ina, en indæll í hina. Þarna á Betty litla að berjast fyrir gæfu sinni og tilveru — fjöregginu sínu. Og gæfan er öll undir því komin, að hænurnar fái sitt — og verpi vel. Starfslánið er fjöregg tilverunnar. Þetta er uppistaða sögunnar. En í hana er ofið svo litríkum og meinfyndnum atvikum og æviintýrum hins daglega lifs, að sagan verður jöfnum höndum sprenghlægileg og alvarleg. Höfundurinn kann þá list, að segja hispurslaust frá án þess að glata virð- ingu sinni.' Þetta er skemmtisaga í orðsins beztu merkingu. Snælandsátgáfan mmitttinttiæxiuttititttiitiiixttiititnuitmiiinxtitntiitintiiiiiiiiuiiiiiiivitfö á :♦ 1 JÖLAEPLIN 1 Geymið ekki til síðasta dags að koma með stofnauka nr. 16 í einhverja mat- vörubuð vora. Komið strax með stofnaukana og tak- H ið ávísunina á jólaeplin. Frv. er flutt eftir beiðni f j ármálaráðherra. Einstakir nefndarmenn hafa áskilið sér óbundið atkvæði. Frv. fylgdi þessi greinargerð: Þar sem fyrirsjáanlegt er, að fjárlög verða ekki af- greidd frá þinginu á þessu ári, þykir nauðsynlegt að veita ríkisstjórninni heimild til bráðabirgðagreiðslna úr ríkissjóði á árinu 1948, þar til fjárlög hafa verið sam- þykkt og staðfest, og er frv. þetta borið fram í þeim til- garigi. " •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.