Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 12. des. 1947 231. blað Eftir Pál Porsteiííssoia alþingismann I. Frá rnold til malar. Síðasta manntal, sem hag- stofan hefir birt, sýnir, aö fólksfjöldinn á öllu landinu við síöustu áramöt hefir ver- iö 132.750 menn. Hefir íbú- um landsins fjölgað á árinu 1946 um 2324 menn eða hér um bil um tvo af hundraði hverju. íbúar Reykjavíkur eru tald ir tæpiega 49 þúsund um síð- ustu áramót. Hafði þeim í jölgað á árinu 1946 um 5 af hundraði. Kaupstaðir lands- ins aðrir en Reykjavík, sem eru niu .að tölu, eru allir til samans aðeins rúmlega hálf- drættingur um mannfjölda á viö höfuðstaðinn einan. í sex aí' kaupstöðunum hefir fólki íjölgaö litils háttar, en fækkaö i þremur þeirra á árinu 1946. Við síöustu áramót voru 29 kauptún og þorp með 300 íbúa og þar yfir. í 18 þorp- um xjölgaði fólki dálítiö á síðasta ári, en í 10 þeirra varð nokkur fólksfækkun og eitt stóð í stað. í sveitum landsins í heild bjuggu við síðustu áramót 42.154 menn eða með öðrum orðúm tæpur þriðjungur a’lra landsmanna.. — Hafði fölki i sveitum fækkað um 920 menn á síðast liðnu ári. Nemur sú fækkun kringum tveimur mönnum af hundr- aði hverju. Þegar litið er á þetta í heild, veröur augljóst, að öll su fólksfjölgun, sem orðið hefir á síðasta ári, hefir raunverulega setzt að í Reykjavik einni. Enn stefnir í sömu átt um ósamræmið milli Reykjavíkur og ann- arra néraða í landinu. Enn heíir ReykJavík auðgazt og éflzt á kostnað annarra lands h.luta. Fólkið, sem hefir horf- iö frá heimilum úti á landi ög setzt að í höfuöstaðnum, héfir flutt þangað með sér rnikla fjármuni — ekki að- ems fjármuni, er það hefir sjáíft aflað, heldur flytja margir með sér andvirði fyr- ir aríleifð frá eldri kynslóð- um En þeir, sem eftir eru, stoína oft til skulda vegna þessara sómu verðmæta og veröa á þann hátt sVatt- skyldír lánsstofnunum með vaxtabyrði til þeirra. í ofan- •< tag við þetta hafa svo hér- uöin utan Reykjavíkur, eink- úm sveitirnar, misst það sem dyrmætast er: fólkið sjálft, í»xl þess til uppbyggingar í verklegum og andlegum eínum, 'Þið er vissulega full ástæða til fyrir ríkisvaldið ao geí’a þessum staðreynd- um nokkurn gaum. Já, þjóð- in oll veröur að gera sér þess grein, hvort þróun sem þessi sé æskileg og leiði til heilla eða ekki og hverjar orsskir hennar eru. II. Öyggingar. Þaö er alkunnugt, hve erf- itt hefir verið á undanförn- um árurn að fá húsnæði í Reykjavík. Ýmsir kunna að ætla, aö það stafaði að miklu leytí af því, að skort hefði á um eölilega þróun með bygg- ingu íbúðarhúsa. Fjárhags- raö hefir nýlega látið frá sér fara skýrslu urn byggingar og fjárfestingu. Er það merki-. legt sönnunargagn um þessi efni. Af þeirri skýrslu má sjá, að innflutningur á stein- lími hefir alls ekki verið skor- inn við nögl að undanförnu. Þvert á móti hefir hann far- ið ört vaxandi. Eftir skýrslu Fjárhagsráðs er auðvellt að finna hlutfallstölur um inn- flutning á steinlími. Hiutfall- ið er þannig: Innflutningur að jafnaöi árlega fyrir stríðiö 100 Innflutningur 1942 146 1943 133 —— 1944 168 1945 217 1946 368 1947 ca. 300 Tala þeirra húsa, sem lokið hefir verið við smiði á í Reykjavík árlega, hefir vaxið að sama skapi og innflutn- ingur á byggingarefni, Á öllu landinu hafa verið í smíðum eöa ráðgert aö reisa hverjum tíma, eða að fela einstökum verzlunarfyrir- tækjum vöruútvegun fyrir sig, eftir því hvort þeir telja á þessu ári 1863 íbúðarhús, þár af 840 í Reykjavík. Meö öðrum orðum 45 af hverjum 100 íbúðarhúsum, sem sótt er um til Fjárhagsráðs að mega reisa, eiga að standa innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, en 59 íbúöir af hverjum 100. Þarna er um að ræða yfir 500 íbúðarhús, sem Fjárhagsráð skipar í III. fl. og hefir ekki synjað fyrir að fullgera. Af þessu má sjá, að því er ekki til að dreifa, að höfuðstaðurinn hafi orðið afskiptur um byggingarefni, svo að húsnæðisvandræðin stafa hvorki af því né af hægfara þróun í byggingar- iðnaðinum. Það er og kunn- ara en frá þurfi að segja, að Reykjavík hefir á undan- förnum árum notið slíkra sérréttinda með innjflutn- ing á byggingarvörur, eins verzlun og viðskiptum. í 12. gr. laga nr. 70 frá 5. júní þ. á., um fjárhagsráð, (Framhald á 5. síðu) (Framhald á 6. síöu) Jónassonar og Klemenzsonar Nefiularálií miimililnta fjárlsags- uefndar n. d. Fjárhagsnefnd neðri deild- ar hefir klofnað um frv. Sig- fúsar Sigurhjartarsonar þess efnis, að fylgt verði tillögum Hermanns Jónassonar og Sig tryggs Klemenzsonar varð- andi úthlutun innflutnings- leyfa. Skúli Guðmundsson og Einar Olgeirsson leggja til að frv. verði samþykkt. Nefnd- arálit þeirra er svohljóðandi: í frv. þessu er lagt til, að meðan fyrirmæli um vöru- skömmtun eru í gildi, skuli úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa til verzlana og iðnfyrirtækja fyrir skömmt- uðum vörum miðast við þá skömmtunarseðla, er fyrir- tækin afhenda viðskipta- nefnd. Ennfremur, að mönn- um skuli heimilt að afhenda verzlunar- eða iðnaðarfyrir- tækjum skömmtunarseðla fyrirfram og fela þeim að útvega vörur fyrir þá, ef við- komandi fyrirtæki hefir ekki nægilega mikið af einhverri vörutegund til að fullnægja eftirspurn. Með þessum ákvæðum, ef þau verða % lög tekin, er tryggt, eftir því sem verða má, að menn geti keypt vör- ur sínar þar, sem þeir telja sér hagkvæmast að verzla, en að því er skylt að stefna samkvæmt fyrirmæium í 12. gr. laga nr. 70 frá 5. júní 1947. Á tímum frjálsrar og hafta lausrar verzlunar geta menn að jafnaði hagað viðskiptum s!n:um eftir því, sem þeir telja sér bezt henta. Þá geta menn valið um það tvennt að kaupa vörur, sem fyrirliggj- andi eru hjá verzlunum á sér hagstæðara. Þetta frelsi í viðskiptum munu flestir helzt kjósa, því að í skjóli þess má vænta eðlilegrar samkeppni milli verzlana og heilbrigðra verzlunarhátta. Ekkert verzlunarfyrirtæki getur þá þrifizt, nema það sé að dómi viðskiptamannanna samkeppnisfært við önnur. Þær verzlanir, sem fá lakasta einkunn við það próf, hljóta þá að tapa viðskiptum, en þær hæfustu halda velli. Því miður eru ekki horfur á því, að í náinni framtíð geti landsmenn búið við fullkom- ið verzlunarfrelsi. Innflutn- ingshömlur og vöruskömmt- un verður sennilega óhjá- kvæmilegt fyrst um sinn. Én þótt slíkar takmarkanir séu óumflýjanlegar um sinn, er ekki þar með sagt, að þörf sé að útiloka allt frjálsræði í viðskiptum. Þegar takmarkað er með skömmtun það vöru- magn, serri menn geta keypt, er jafnvel enn ríkari ástæða til þess að veita þeim ákvörð- unarrétt um það, hvernig þeir haga vörukaupunum. Með skömmtunarseðlunum fá menn í hendur ávísanir á ákveðið magn af nauðsynja- vörum, og þeir eiga sjálfir að fá að ráða því, hjá hvaða fyrirtæki þeir kaupa vörurn- ar eða hverjum þeir fela út- vegun þeirra. Menn þurfa að hafa frelsi til þess að gera kaupin þar, sem þau bjóðast bezt á hverjum tíma. Um þetta ætti ekki að vera á- greiningur, a. m. k. ekki með- al þeirra, sem á annað borð aðhyllast nokkurt frelsi í Ég hitti gamlan Vestfirðing, sem árum saman var í Arnarfirði. Eins og víðar barst vetrarsíldin í Hval- firði í tal hjá okkur, og það merki- lega f;?:irbæri, að nú fyjllir síldin fjörðinn, þó að hennar hafi lítið eða ekki orðið vart áratugum sam- an, en gömul örnefni og önnur menningarleg rök og minjar sanni, að þarna hafi síld verið og veiðst áður á tímum. Vestfirðingurinn sagöi mér, að sér dytti í hug aö þessu líkt kynni að vera víöar, og liefði hann þá Geirþjófsfjörð við Arnarfjörð sér- bindindisfólkið: Látið þið ölið vera, en berjist gegn brennivíninu. Ef þetta væru menn, sem einhvern- tíma hefðu sjálfir tekið. afstöðu gegn brennivíni, mætti taka þá al- varlega, en þar sem því er yfir- leitt ekki að heilsa, er ekki hægt að taka þetta skraf þeirra öðru vísi en sem lævíslega blekkingar- tilraun. Þegar þeir eru búnir að skapa áfengisbölið, benda þeir á þá, sem búið er að velta í svaðið- og segja: Þarna er verkefni fyrir ykkur, en látið okkur í friði með ölið og iéttu vínin. Það eru nú rétt 100 ár síðan Kvæöi Bjarna Thorarensen ,, voru fyrst gefin út. Sú bók er nú sjaldséður kjör- || gripur. Til þess að gera mönnum mögulegt að eignast < > þessa fyrstu útgáfu af kvæðunum í upphaflega form- ** i ► inu hefir bókin verið ljósprentuð og er til sölu í bóka- u verzlunum. < > KVÆÐI BJARNA ER JÓLABÓK BÓKAVINANNA. staklega í huga. Oft hefðu hnýsur vaðið í torfum í mynni Geirþjófs- fjarðar óg stærri hvalir hefðu lengi verið árvissir í Arnarfjörðinn, eða allt þar til, að hvalaveiðar Norð- manna um aldamótin síðustu eyddu þeim. Voru nú þessir hvalir að elta síld? Og gengur sú síld eða sams- konar ennþá í fjörðinn, eða ráku hvalirnir hana inn á fjarðarbotn, og heldur hún því áfram sina leið á hafi úti eftir að hvalirnir hurfu, án þess að koma nokkurs staðar inn á firði? Þannig spyrja menn nú, og mér skilst, að náttúrufræði lands vors sé ekki lengra komið en svo, að menn hafi að minnsta kosti fullan rétt til að spyrja á þennan hátt. En það er engan veginn ómerkilegt viðfangsefni, sem um er að ræða, eða svo myndi fáum þykja, ef að skyldi finnast annar veiðifjörður eins og Hval- fjörður. T. H. skrifar okkur citt ölbréfið: „Mér þykir viðbjóðslegt að heyra hræsni sumra vínmannanna nú á dögum, þegar þeir setja upp sæt- smeðjulegt bros og segja við okkur Það er stundum farið óvarlega með eld, jafnvel á götum bæjarins. Unglingum þykir gaman að þessu og ber oft sérstaklega rnikið á því á gamlárskvöld. I^að er reynt að hindra þetta áður en af því hlýzt húsbruni og manntjón. En í á- fengismálum er okkur gefin önn- ur forskrift. Þar á það að heita blindni og ofstæki að vilja skipta sér af eldinum fyrr en slysið er skeð og neistinn orðinn að óvið- ráðanlegum voðaeldi. Það hefir þó verið talið seint að birgja brunn- inn, þegar barnið er dottið ofan í. Nú er það hin æðsta stjórnvizka og kölluð sanngjörn hófsemi, að láta brunninn standa opinn, hvað margir sem í hann detta, en hins vegar er tali^ heppilegt viðfangs- efni sem sérgrein nokkurra manna þeim til dundurs, að reyna að ná upp úr aftur og vekja til lífs þá, sem fallnir eru í brunninn. Svo eigum við að krjúpa þingi og stjórn og öðrum ráðamönnum í bljúgri lotningu." Mér skilst að hér sé málið flutt með rökum og þeir, sem þykjast kunna gagnrök ættu að koma með þau. Pétur landshornasirkill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.