Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 5
231. blað TÍMINN, föstudaginn 12. des. 1947 5 Föstud. 12. des. ERLENT Y.FIRLIT: Foster Dulles Kosningavíxlar fyrv. stjórnar Fyrrverandi ríkisst j órn samdi og lét samþykkja ýmsa löggjöf um margs konar fjár- styrk og framlög hins opin- bera til atvinnulífs og menn- ingarmála. En þessi löggjöf er að verulegu leyti pappírs- lög aðeins, gálaus kosnihga- loforð, sem aldrei var ætlast til að staðið yrði viö, því að það vantar víða allt, sem til þess þarf. Nýlega var á það minnst hér í blaðinu áð Nýbygging- arráð myndi hafa gefið vil- yrði um lán úr Stofnlána- deild sjávarútvegsins svo ríf- lega, að það nemi 40—50 milj.; króna umfram það, sem hægt er að lána. Það hefir verið ráðizt í þessar framkvæmdir að meira eða minna leyti, en j þegar menn ætla svo að borga bráðabirgðavíxla og aðrar lausaskuldir með þess- j um stofnlánum, sem þeir j höfðu loforð um, þá grípa þeir í tómt. Féð er ekki til. Ávsunin var gefin út á það, sem ekkert var. Sömu sögu er að segja af fleiri sviðum. Það voru sam- þykkt lög um aöstoð við byggingarfélög almennings í þorpum og kaupstöðum. Þar var lofað ákveðnu framlagi af lánsfé með hagsjtæ?ðum kjörum. Þessi lög voru kröft- uglega auglýst fyrir seinustu kosningar og þeim var vel tekið. Víða hófust menn handa um byggingarfram- kvæmdir á grundvelli þeirra. En þegar til á að taka og fólkið í byggingarfélögunum ætlar sér að rétta út hend- ina eftir hinni lögbundnu aðstoð, þá er gripið í tómt. — Það er bara pappírinn, lög- gjöf fyrrverandi ríkisstjórn- ar, kraftlaus og ómerk, þeg- ar hún er búin að vera tál- beita við einar kosningar, því að þetta fjármagn, sem lof- að var með lögunum, er ekki til. Það voru líka gefin fyrir- heit um, að samþykkt yrðu ný lög um ræktunarsjóð. — Það var lofað að leggja hon- um í fyrstu 10 milj. kr. í einu lagi og síðan hálfa milj. á ári. Þessar 10 miljónir eru ókomnar enn. Það var kosn- ingaloforð, ávísun á ekkert, raunverúlegt falsbréf, sem var notað til að vinna einar kosningar. En hvað á nú að segja við fólkið, sem tók þessi lög há- tíðlega eins og lengstum hef- ir mátt með íslenzka löggjöf? Þetta fólk hefir efnt til margs konar fjárfrekra fram kvæmda í trausti þess, að löggjöfin hélt stuðningi, hagstæðum lánskjörum o. s. frv. Um þetta voru líka stundum gefin ákveðin lof- orð ráðamanna, eins og t. d. samþykki Nýbyggingarráðs fyrir lánum úr Stofnlána- deildinni. En allt kom fyrir ekki. Svona kosningavíxlar eru, sem betur fer, nýtt og áður óþekkt fyrirbæri í stjórnmála sögu íslands. Þeir eru í sam- ræmi við vinnubrögð komm- AmeríslöF stjórnmálasiiaðurmii, sesu Iiefir vakið fetkiaa gremja franskra komxuÚA- ista wgiia |»ess, aö hami taiaði ekki vi® |*á Pyrir nokkru-síðan var skýrt írá því í útvarpsfréttum, að Banda- ríkjamaðurinn -John Dulles væri í Frakklandi og hefði rætt þar við forustumenn ' alli'a stjórnmála- flokkanna, nema kommúnista, Vakti þetta talsvert urntal og deil- ur þar í landi,: þVí að kommúnistar töldu það merki um ameríska í- hlutun, að Ðulles skyldi ekki .tala við þeirra 'flokk eins og hina flokkana. í ýmsum blöSum var hent nokk- uð gaman að þessu, þar sem kommúnistar, sém mest hafa ham- ast gegn Báhdamönnum, þóttust móðgaðir yfir 'því, að Bandaríkja- maður vildi ekki tala við þá. Utanríkismáíín ofar innanlandsdéllum. John Poster ’ Dulles er 57 ára gamall og myndl nú vera utanrík- isráðherra Bándaríkjanna, ef Thomas Dewéý hefði unnið for- setakosningariíar 1944. Fyrir kosn- ingarnar gei'ði' Dewey Dulles að aðalráðunaut fimun á sviði utan- ríkismála og síðan hefir verið litið á Dulles sem éinn helzta formæl- enda republikána á því sviði. Roosevelt skiþaði hann því einn af fulltrúum- Bandaríkjanna á stofnþingi samémuðu þjóðanna og síðan heíir Kanfi jafnan átt sæti á þingum þeirra. Hann hefir líka jafnan verið éinn af fulltrúum Bandaríkjanna á öllum meirihátt- ar stórveldaráðstefnum, sem hafa verið haldnar "síðan stríðinu lauk. Þannig er hahn nú einn af ráðu- nautum Marsíialls á utanríkis- ráðherrafundinÉm, sem nú er haldinn í Löndon. Dulles hefir notið þeirrar við- urkenningar, áð hann setji utan- ríkismálin öfa'r flokkadeilum í ' ' Bandaríkjunum ög hefir það vafa- laust átt þátt i því trausti, sem -' '-HV. Bandaríkjastjöm hefir synt hon- um. En hanh'*ér líka alinn upp í jarðvegi, sem Úéfir hjálpað honum til að lita óflokkslega á þessi mál. Föðurafi hans var utanríkismála- ráðherra Benjannns Harrimans, eins af forset’tlm republikana, en móðursystir háris var gift Robert Lansing, sem ' vár utanríkismála- ráðherra WiÍsoii, þannig fékk Dulles í uppvextinum náin kynni af þeim mönnúnþ, er fremst stóðu í báðum flokktftium á sviði utan- ríkismála. Eftirsóttur rá|iiinaútur. Hugur DullésTíneigðist líka strax á námsárum hans að utanríkis- málum, en hann stundaði lög- fræðinám við’.ýmsa háskóla í BandaríkjunuriV og um skeið við Sarbonneháskólánn í París. Að naminu lokriu liof hann líka strax afskipti af utánrikismálum, jafn- hliða því, sem ífárin gerðist einn af eigendum og forstöðumönnum þekkts IðgfræðMrma í New York. Þannig sat hann sem fulltrúi Bandaríkjanna annan friðarfund- inn í Haag, sem var haldinn 1907, og 1917 sendi Wilson hann til Panama til þess að koma á sam- vinnu Mið-Ameríkuríkjanna um varnir Panamaskurðsins. Hann var fulltrúi Bandaríkjanna á friðar fundinum í Versölum og var þá einn af helztu ráðgjöfum skaða- bótarnefndarinnar. Á árunum milli styrjaldanna var hann ráðunaut- Ur ýmsra Evrópuríkja og Suður- Ameríkuríkja í sambandi við ýmsa fjárhagslega viðreisnarstarf- semi. Stundum fékkst hann við þessi störf sem fulltrúi Banda- ríkjanna, en stundum leituöu um- rædd ríki beinnar aðstoðar hins kunna lögfræðifirma hans. Á þenn- an hátt aflaði Dulles sér óvenju- lega mikillar yfirlitsþekkingar um utanríkismál, einkum þó varðandi hina fjárhagslegu- og efnahags- legu hlið þeirra. FriÓarstefnuskrá kirkj uf élaganna. Dulles hefir látið fara frá sér nokkur rit um utanríkismál og nefnist það kunnasta þeirra, er kom út 1938, „War, Peace and Change.“ Rit þetta er að mestu leyti fræðilegar og heimspekilegar hugleiðingar um þessi mál. Á stríðsárunum tók Dulles þátt í samvinnunefnd ýmsra kirkjufé- laga, er vann að því að semja einskonar friöarstefnuskrá, er síð- ar kom út undir nafninu „The Six Pillars of Peace.“ Rit þetta vakti mikla athygli, en Dulles er talinn einn aðalhöfundur þess. Megin- stefna þess gengur í svipaða átt og Atlantshafsyfirlýsing þeirra Roosevelts og Churchills, en ýms atriði eru þar færð í raunhæfari búning. M. a. er krafizt alþjóðlegs eftirlits með vopnaframleiðslu og viðskiptasamningum, er geta orðið fjárhagslegri endurreisn og friðn- um til hindrunar. Krafist er sjálf- stjórnar fyrir allar undirokaðar þjóðir og fulls trúarbragða- og skoðanafrelsis. Hugsjónamaður. Síðan þetta gerðist, hefir Dulles tekið þátt í ýmsum ráðstefnum kirkjulegra samtaka, þar sem frið- armálin hafa verið rædd. Hin kirkjulegu og kristindómslegu sjón- armið eru líka talin móta mjög viðhorf hans í utanríkismálum og hann er því talinn meiri hugsjóna- maður en flestir þeir Bandaríkja- menn, er láta til sín taka á því sviði. Hann hefir jafnan haldið fram eindregið rétti smáþjóðanna og hann hefir lagt til, að neitun- arvaldi stórveidanna í öryggisráð- inu yrði breytt á þann veg, að ekkert ríki gæti beitt því í máli, er snerti það sjálft. Hann hefir jafnan verið í hópi þeirra manna, sem einna eindregnast hafa beitt John Foster Dulles sér gegn einangrunarstefnunni í Bandaríkjunum. Um það verður lítið spáð, hvort það hefði reynst heppilegt fyrir alþjóðamálin, að úrslit forseta- kosninganna 1944 he^ðu orðið þau. að stjórn utanríkismálanna hefði lent í höndum Dulles. Margir telja þó líklegt, að þau heíðu þá fengið meiri hugsjónablæ, líkt og var hjá Wilson. Hitt er annaö mál, hvort það hefði leitt til betri árangurs eins og allt er í pottinn búið. Dulles er stór maöur og mynd- arlegur, en hægur í framgöngu og berst lftið á. Ræðumaður er hann ekki sérstakur. Kunnugir segja, aö hann vinni sér fyrst við nánari kynningu traust og hylli þeirra, sem hann umgengst. Isbib f laltiingsregl ur únista fyrr og síðar, en þetta er í eina skípti, sem þeir fengu félagsékáp svo óvand- aðra manna, að þeir gátu bundið ríkfsSjóðinn íslenzka í máliö. Þaú spor verða ekki aftur tekin’, þó að skömm þeirra hljóti að sviða sárt hverjum gððum íslendingi, sem er annt um sæmd lands síns, og vill að þjóðin skapi sér virðingu og tiltrú með stjórnarháttum. Reynslan kennir og von- andi get'a svona ævintýri ekki endurtekiö sig. En nú þarf að reisa úr rústunum og það verður að finna einhver úrræði fyrir þá, sem ginntir voru til að hætta á fram- kvæmdir í trausti á löggjöf- ina. En á því sviði eru allar bjargir bannaðar, nema fjár- málakerfið í heild verði snið- ið svo, að landsmenp geti rekið lífvænlega atvinnuvegi. (FramhalcL af 4. síðu) innflutningsverzlun og verð- lagseftiriit, eru m. a. fyrir- mæli um það, að reynt skuli að láta þá sitja íyrir inn- flutningsleyfum, sem bezt og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast i landinu. En hver á að dæma um það, hvaða fyrirtæki gera bezt og hagkvæmust innkaup og selja vörurnar ódýrast? Ekki verður hér fallizt á þá skoð- un, að heppilegast sé, að op- inbert ráð eða nefnd fari með dómsvaldið í þeim efnum og úrskurði um það, við hvaða verzlanir landsmenn eigi að skipta á hverjum tíma. íhlut- un yfirvalda um málefni landsmanna er vissulega nógu mikil, þótt hún komi ekki hér til. Hitt mun hollara, að þetta dómsvald sé í hönd- um almennings, enda er það í fullu samræmi við það, sem segir í framhaldi lagagrein- arinpar, sem vitnað er til hér að framan. Þar segir, að út- hlutun innflutningsleyfanna skuli við það miðuð, „að neytendur geti haft viðskipti sín þar, sem þeir telja sér hagkvæmast að verzla.“ Verði sú aðferð notuð við skiptingu vöruinnflutnings- ins, sem .frv. þetta gerir ráð fyrir, og kaupendur skömmt- unarvöru hafi þannig mögu- leika til þess að velja um við- skiptastaði, má vænta þess, að þeir geri sér yfirleitt far um að kynna sér vöruyerð og" vörugæði hjá verzlunum og láti þá njóta viðskiptanna, sem bezt kjör bjóða. Slíkt verðlagseftirlit af hálfu við- skiptamannanna og frjálst val þeirra um viðskiptastaði, ’mundi leiða til vaxandi við- skipta hjá þeim verzlunum, sem selja beztar og ódýrastar vörur, og er réttmætt, að þær njóti yfirburða sinna i>.nkn- um viðskiptum. Hins vegar mundu þær verzlanir, sem lakari eru, dragast aftur úr og eiga á hættu að tapa við- skiptum, nema þgim takist Skattarnir verða að lækka Morgunblaðið kveinkar sér mjög undan því, að því var aýlega haldið fram í þess- um dálki Tímans, að skatt- arnir á lágtekju- og miðl- ungstekjumönnum þyrftu að vera lægri en þeir eru nú. Einkum virðist það hafa komið við kaun Morgun- blaðsins, að því var haldið fram, að þessir skattar ættu a. m. k..að lækka niður í það, sem þeir voru, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn tók við fjármálastjórninni 1939. Meðan Framsóknarmenn höfðu fjármálastjórnina, var því ákaft haldið fram í Mbi. að skattarnir væru of háir. Mbl. er því eölilega iila við, að minnst sé á þá staðreynd, að skattarnir hafa síórhækk- að þau rúmlega sjö ár, sem Sjálfstæðismenn hafa haft fjármálastjórnina. í gremju sinni yfir þessu, reynir Mbl. að búa til þá sögu, aö skatta- hækkanirnar í fjármála- stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins hafi verið knúðar fram af Framsóknarmönnum. Slíkt er algerlega rangt að öðru leyti en því, að Framsóknar- menn unnu að því 1942, að skattar væru hækkaðir á há- tekjum. Skattahækkanir þær, sém orðið hafa á lágtekjum og miölungstekjum á þess- um tíma, eru algerlega runn- ar undan rifjum íhaldsins. Þess ber líka að gæta, að ríkisskattarnir eru ékki þyngstu gjöldin, sem skatt- borgararnir greiða, heldur útsvörin. Það þekkja skatt- þegnarnir í Reykjavík bezt.. Og það eru Sjálfstæðismenn einir, sem ráða útsvarsá- lagningunni þar. Sannleikurinn er sá, að undir stjórn Sjálfstæðis- manna hafa fjármál ríkisins og Reykjavíkurbæjar komizt í slíkt öngþveiti, að stoðugt hefir þurft að hækka skatt- ana og álögurnar á almenn- ingi. Þess vegna er nú svo komið, að dugandi og heið- arlegir menn eru sviptir möguleikanum til þess að verða sæmilega bjargálna. Það fer bráðlega að heyra til undantekninganna, að menn geti orðið efnalega sjálf- stæðir, án þess að leggja þeim mun meiri stund á viðskipti- klæki og skattsvik. Auð- kóngarnir kunna þessu kannske ekki illa, en heil- brigður almenningur unir þessu ekki. Þeirri stjórnarstefnu, sem hér hefir verið fylgt undir leiðsögn Sjálfstæðismanna, l verður því að gerbreyta. Það verður að lækka skattana og útsvörin á lágtekju og miðl- ungsfólki. f staðinn verður að koma sparnaður hjá rík- inu og Reykjavíkurbæ, og hrökkvi hann ekki til, verð- ríkið heldur að grípa til þess ráðs að stofna fleiri ábata- | samar einkasölur. Það sem ekki má, er að halda áfram þeirri stefnu að svipta menn möguleikum til þess að verða bjargálna með skattabrjál- : æðinu. X+Y. ! aö koma rekstrinum í þétra horf. Á þennan hátt gæti i frjáls samkeppni- í verzlun 1 komizt að og notið sín þrátt fyrir skömmtun og innflutn- ingshömlur, eins og á þeim tímum, þegar viðskiptin eru f r j áls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.