Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 6
TÍMINÍí, föstudaginn l2. des. 1947 231. blað 6 GAMLÁ BIÓ ] Tarzan og Iilé- barðastnlkau . (Tarzan And The Leopard Woman) Ný amerísk ævintýramynd. Johnny Weissmuller Brenda Joyce Acquanetta. Sýnd kl. 3. 5, 7 og 9. Salá hefst kl. 11 f. h. TRIPOLI-BÍÓ „Pan Amerieana” Amerísk dans- og sön'gvamynd, tekin af RKO Radio Pictures. Aðalhlutverk leika: Phillip Teary Audrey Long Robert Benchley Eve Arden Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. Carnegie Hall í Stórkostlegasta músíkmeynd, Sýnd kl. 6. Morgunsínnd í MoIIy wood Músik- og gamanmynd með Spiki Jones og .King Cole tríó- inu. —‘Sýnd kl. 4. HLJÓMLEIKAR KL. 7 — Sími 1384. — HLJÓMLEIKAR KL. 9. Þæítir uni þjóðfélagsmál (Framhald af 4. siðu) og á fleiri sviöum, að á sama tíma, sem risið hafa upp heil faæjarhverfi á Seltjarnarnes- ínu og auk þess nokkur stór- hýsi, sem hvert um sig kosta miljónir króna, hefir verið miklum örðugleikum bundið að fá sumár tegundir bygg- ingarefnis til að reisa nauð- synleg hús .víða úti um lands byggðirnar. Svo gersamlega hafa Reykvíkingar látið greip ar sópa um sumar vþruteg- undir. Allt þetta sannar ótvírætt,, að húsnæðiseklan í Reykja- vik er ekki af eðlilegum rót- úm runnin. Orsakir hennar eru af öðrum toga spunnar. Við styrjöldina og hernám íslands breyttust ástæður úm viðskipti og framkvæmdir í landinu skyndilega. Aðal- viðskiptaþjóð okkar, Bretar, varð að draga saman fisk- veiðar sínar. Brezku sjómenn irnir voru sendir í herinn og fiskiskipin tekin til hernað- arþarfa að meira eða minna feyti. Samtímis sóx þörf þjóð- arinnar fyrir matvæli. Til-- vera brezka ríkisins og raun- ar margra annarra ríkja valt ,a því, hvort það tækist að yinna sigur í styrjöldinni eða ekki. Þá urðu fjárframlögin aukaatriði. Það tvennt töldu stríðsþjóðirnar höfuðiiauð- NYJA BIO Margíe. Jeanne Crain Glenn Langan Lynn Bari. Sýnd kl. 9. Ilefaid Tarzans Mjög spennandi mynd, gerð eftir einni af hinum þekktu Tarzansögum. Glenn Morris Eleanor Holm Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIÓ Nærandi cream. Snyrtivörur hinna vandlátu Vera Simillon Sími 7049. Múrarsiir hrusidu (The Walls came eumbling down) Afar spennandi amerísk lög- reglumynd. Lee Bowman Margnarete Chapman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Nú er gott að gerast kaupandL Tímans Áskriftasími I 2323 ii — 'i — n ■— r iiT-rwn-r a%n mmdjf syn, að fólkið fengi næg mat- væli og herinn hergögn. Við slíka aðstöðu hlaut verðlag á sjávarafurðum fs- lendinga að stórhækka, enda varð sú raunin. Þar, sem tog- ararnir, er skiluðu mestum arði, voru flestir gerðir út frá Reykjavik, hlaut stór hluti þess gróða, sem varð á sciflu sj áváraflnns að falfa Reykvíkingum í skaut. Setuliðið hófst Jianda um stórfelldar framkvæmdir fyr- ir erlent fjármagn. Hópar ís- lenzkra manna réðust þar til vinnu. Munu kringum þrjú þúsund verkamenn íslenzkir hafa unnið í setuliðsvinn- unni um skeið, auk ánnarrar þjónustu fyrir hina erlendu menn. Þar, sem þessar fram kvæmdir voru aðallega gerð- ar í grennd við Reykjavík, streymdi vinnuafl þangað hvaðanæfa af landinu. Af því leiddi skort á húsnæði, óeðlilega samkeppni á því sviði og óheilbrigðar við- skiptareglur, milli húseig- enda og leigjenda. Það jók aftur þrýstinginn um út- þenslu í byggingáriðnaðin- um ásamt því, að ýmsum þótti hagkvæmt að festa nokkuð af hinum nýfengnu auðæfum í húseignum í höf- uðstaðnum. Verkamönnum, sem streymt höfðu til borg- arinnar, féll það og vel að geta gengið að vinri'u við hús ilni ll 'ffljinnumit É iandij. ar vorrar vi Athugasemd frá Fjárhagsráði Útaf grein Garðars Hall- dárssonar, Rifkelsstöðum, í blaðinu 8. desember vill Fjár hagsráð taka fram eftirfar- andi: Umsóknareyðublöð um fjár festingarleyfi fyrír íbúöar- húsum hafa frá upphafi ver- ið send trúnaðarmönnum ráðsins út um landið eftir beiðni þeirra. Eftir að um- sóknarfrestur var auglýstur og greinargerð birt um fjár- festingarleyfi á næsta ári varð mikil ásókn í nefnd eyöu blöð. Gengu þau upp á mjög skömmum tíma út um land og einnig hér í Reykjavík. — Vegna erfiðleika íbúa úti á landi voru síðustu eyðublöð- in í Reykjavík tekin frá og þeim dreift um landið og jafnframt gerðar ráðstafan- ir til að endurprenta eyðu- blaðið. Þann 28. nóvember voru þau send endurprentuð um landið, þar af 100 eyöu- blöð til trúnaðarmanns á Akureyri. Umsóknarfrestur íbúa ut- an Reykjavíkur er og hálfum mánuði lengri og þannig eru þau ummæli algerlega úr lausu lofti gripin, að Fjár- hagsráð ,,ætli að útiloka menn úti á landi frá því að fullgera þau hús, sem eru í byggingu, eða byrja á nýj- um, með því einu að láta eyðublöðin vanta“. Þvert á móti hefir . ráðið tekið tillit til aðstæðna.með því að hafa umboðsmenn um allt landið og umsóknárfrest lengíi. Reykjavík, 10 des. Fjárhagsráð. byggingar, er setujiðsvinn- an þraut. * Ofþenslan, sem verið hefir um skeið 4 byggingariðnað- inum í Reykjavík, hefir svo losað um enn fleiri menn frá framleiðslustarfsemi. sem skilar að jafnaði lægri hlut en talið hefir verið hæfa þeim, er við húsasmíði vinna. Á þennan hátt býður ein villan -annarri heim. ' PálJ Þorsteinsson. A. J. Cronin Þegar imgur ég var Var hann farið að renna grun í, hvar fiskur lá undir steini? Daginn eftir voru allar bjargir bannaðar. Ég gat ekki látið mér hugkvæmast' nýjar viðbárur. Ég ranglaöi þess vegna burt að heiman, þegar leið að matmálstíma, og lagði leið mína niöur að höfn, þar sem angandi tjörulykt og olíubrækja fylltu vit mín. Ég var sársoltinn, sljór í hugs- un og dapur. Mér lá við öngviti, þegar ég slangraði heim um kvöldið. Sulturinn nagaði mig að innan, og ég gleymdi aö hugsa um, hvað ég ætti að segja mér til afsökunar, þegar mamma færi að ganga á mig. Ég gat aðeins hugsað um mat — mat. Frú Bosomley stóð við. garðshliðið með bréf í hendinni. Hún bað mig að skreppa með þau fyrir sig og fleygja þeim í póstkassa. Ég gat að vísu varla dregizt úr sporunum. En jafnvel þótt ég væri svo aðframkominn, gat ég ekki neit- að þessari vinkonu minni um svo lítið. Ég tók því bréfin og rölti með þau niður að rauða póstkassanum, sem var á horninu við Bankastræti. Hún stóð við opinn gluggann, þegar ég kom til baka, og benti mér að koma. Það birti yfir mér. Já — svo sannarlega rétti hún vikalaunin eins og venjulega —< stóra, volga, brúnaða brauðsneið með maukinu ofan á. Ég reikaði inn í garðinn og settist við steinahrúguna bak við húsið. Nasirnar þöndust út, þegar ég sogaði að mér ilminn af brauðsneiðinni, og það lá við, að mig svim- aði af lyktinni einni. Ég skorðaði mig betur, opnaði munn- inn og ætlaði að bíta rösklega í lostætið. En guð minn góður — þá laust því niður í hug mér: Maukið — það var kjöt, niðursoðinn kjarninn úr kjötinu. Ég mundi allt í einu eftir stóra auglýsingaspjaldinu á járnbrautarbrúnni, þar sem gat að líta heljarstóra uxa, sem notaðir voru í hverja flösku af þessu kjötmauki. Ég húkti hreyfingarlaus í heila mínútu, agndofa af skelf- ingu, og starði a þetta mauk, þar sem saman var kominn allur kjarninn úr heilu uxalæri eða meira — kjarnmesta kjötinu, sem til var. Það var áreiðanlega ekki eins mikil synd að borða neitt kjöt og þetta kröftuga uxamauk, sem ég hélt á í hendinni og hnusaði svo ákaft af. Ég háði hina hörðustu baráttu. En svo rak ég upp tryllingslegt óp, glennti munninn og rak tennurnar á kaf í þetta forboðna syndarinnar og freistinganna mauk. Ég reif og tætti sneið- ina sundur og hámaði hana í mig. Hvílíkur, dásemdarmat- ur! Ég var búinn að steingleyma föður Roche og öllum hefndarinnar englum. Ég saug salt maukiö af fingrunum inn á milli syndugra vara minna. Ég sleikti út um af tak- markalausri áfergju. Og þegar ég hafði gleypt í mig hverja eniustu ögn, varp ég öndinni djúpt og sigrihrósandi. En svo rann það loks upp fyrir mér, hvað ég hafði gert, og þá varð ég óttasleginn. Ég þorði varla að draga andann. Svo náði iðrunin tökum á mér. Ég sá í anda hin svörtu leiftrandi augu kanúkans. Ég gat ekki afborið þetta leng- ur. Ég hljóp hágrátandi upp til afa míns. ELLEFTI KAFLI. Afi sat álútur og kíkti í smásjána, þegar ég kom æðandi inn til hans. Og í þessum stellingum hlýddi hann þögull á alla frásögn mína. Ég var þvi feginn, að hann leit ekki iraman í mig. Ég þerraði tárin úr augunum og starði á hann, þegar hann reisti sig loks upp og byrjaði að ganga um gólf í rifnum inniskónum. Ég vissi, að ég var öruggur í návist hans. Hversu heitt óskaði ég þess ekki, að það væri hann, en ekki faðir Roche, sem ákvæði afstöðu mína til trúar- bragðanna framvegis. „Okkur verður ekki skotaskuld úr þessu með föstudagana. Ég þarf ekki annað en skjóta orði að mömmu, og svo er það í bezta lagi. En þetta er ekki nema upphafið að öðru meira,“ sagði hann og hristi höfuðið svo ískyggilega, að mér féll allur ketill í eld. „Þetta hefir lengi verið í aðsigi. Þú átt óneitanlega í vök að verjast .... þú stendur einn,uppi .... Þetta er arfur, sem móðir þín sæla hefir eftirlátið þér.“ Hann þagði um hríð, strauk skeggið og gaut til mín augun- um. „Það væri ef til vill auðveldasta úrræðið, að þú færir aö dæmi hinna. Ég á við .... að þú færir með þvi í Knox- hillkirkjuna.“ Ekki veit ég, hvernig á því stóð, en nú tóku tárin aö flæða á ný niður kinnar mínar. „Æ-nei — það get ég ekki, afi,“ stundi ég. „Fólk verður aö vera það, sem það er fætt, jafnvel þótt það sé erfitt ....“ Hann reyndi að telja um fyrir mér — tók að freista mín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.