Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.12.1947, Blaðsíða 8
8 Reykjavík 12. desember 1947 231. blað Skyr og rjórai að norðan Tanltlíifrei'ðiis reyn- isí ágæílega Síðan beinar bifreiðaferðir til Akureyrar tepptust og flutningar mjólkurafurða þaðan hættu eftir þeim leið- um til Reykjavíkur, hefir Mjólkursamsalan fengiö dá- lítið af rjóma og .skyri með skipum, einkum þeim, er flutt hafa síld til Siglufjarðar. Mun svo verða á næstunni. meðan þessar síldarsiglingar haldast. Ætti því að vera hægt að fá skyr og rjóma hér í mjólkurbúöum öðru hverju. Tank-bifreiðin, sem tekin hefir verið í notkun til mjólk- urflutnipga frá Mjólkurbúi Flóamanna til Reykjavíkur, hefir reynzt mjög vel. Flutn- ingur mjólkurinnar þarhiig í lokuðum geymi hefir að sjálf sögðu í för með sér mjög bætta meðferð mjólkurinnar miðað við brúsaflutninginn. Fleiri slíkir bílar munu verða teknir í notlcun áður en langt líður. Síðasta póstferð til Akureyrar fyrir jól 21. des. Áður hafði verið ákveðið, að síðasta póstferð norður til Akureyrar með bil til Sauð- árkróks en bát þaðan yrði á Þorláksdag, þriðjudaginn 23. des., en nú hefir þessi síðasta póstferð fyrir jólin verið færð fram og verður hún sunnu- daginn 21. des. Esja mun fara í strandferð véstur og norður 18. des og um.^ama leyti mun véiskipið Valþór fara til Austfjarða. Mun það vera siðasta póst- ferð austur um land fyrir jól. Áætlunarferðir héðan með bifreiðum norður í land eru riú tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum. Er farið héðan með Laxfossi kl. 7.30. Bifreiðarnar fara til Sauðárkróks, og hefir verið farið þangað á einum degi, en ferðin þó gengið seint vegna mikilla snjóa. Á Sauð- árkróki tekur vélbátur við og flytur farþega og póst til Akureyrar. Tekur sú ferð um 12 kl.st. Prestskosning í Grindavík Préstskosningar fóru fram í Grindavíkurprestakali síð- astliðinn sunnudag. Talning atkvæða fór fram í skrifstofu biskups í fyrradag og varð séra Jón Árni Sigurðsson, prestur að Stað á Reykjanesi vestra hlutskarpastur með 156 atkvægðum, og er þag lög leg kosning. Emil Björnsson cand. theol., fékk 117 at- kvæði, og sérv, Þorsteinn Björnsson, prestur á Þing- eyri, fékk 8 atkvæði. Einn seðill var ógildur. Á kjör- skrá voru 332 kjósendur, en af þeim neyttu 282 atkvæöis- réttar síns. SokkirLn. farkostur á Eyiarsundi I>cUa er á ingaleiðurn, Eyrarsundi. Hið sokkna skip heitir „Jolanthe“ og er dan skt. En þarna er grunnsævi á sigl- svo að reykháfur og sig-lutré skipsins standa upp úr sjónum. Unnið hefir verið að björgun þessa skips að undanförnu. Lítil síldveiði í Hvalfirði í gærdag og nótt var slæmt veiðiveður í Blvalfirði, og lítið af síld veiddistí þar. Fáein skip fengu þó sæmileg köst í gær og sum sprengdu nætur sinar. Síldin virðist því vera til staðar enn, ef veður leyfði veiðar. í gærkvöldi komu þessi skip með síld til Reykjavíkur: Edda með 1000 mál, Sídon 950, Freyja 850 mál, Ágúst Þórar- insson 1000 mál og Vonin 970 mál. Banan kom að norðan í morgun og byrjar að tak.a síld. Bíða nú nokkuð yfir 20 skip löndunar í Reykjavík, en ekki er verið að landa nema úr tveimur til geymslu. Bretar og Rússar gera stórfelldan við- skiptasamning Viðskiptasamningar hafa nú tekizt milli Rússlands og Bretlands. Láta báðir aðilar hvor annan hafa mikið vöru- magn. Bretar aðallega vélar og kol, en Rússar landbún- aðarframleiðslu. John Strachey, matvæla- ráðherra Breta hefir látið svo ummælt, að vegna þeirra kornbirgða, sem þeir koma til með að fá frá Rússum, muni þeir verða færir um að miöla þurfandi þjóðum matvæium, sérstaklega kornvörum frá Argentínu, en þeir munu hafa fest kaup á allmiklu af þeim þaðan. Sex komust af í flng- slysinu á Labrador Hj áiparsveitir hafa nú kom- izt að Skymasterílugvélinni, sem hrapaöi á strönd Labra- dorskagans í fyrradagí Ileli- kopterflugvél tókst aö lenda með lækna og hjúkrunarlið skammt frá slysstaðnum. Björgunarsveitir höfðu einn- ig lagt af stað til slysstaðar- ins á hundasleða. Sex menn voru liíandi af þeim 29, sem í vélinni höfðu veríð. Staður- inn, þar sem vélin hrapaði, er mjög afskekktur og þar er mikil fannkyngi. Ójbo/a/irii aðbúnaður sjómanna höfði sínu að halla í Reykjavík 'Tilfliaissoale^saF skojttofflr á IsIíSSaFfölíiagi allt of MaaEBaasi* ksafflskaataasiíaas.* Það er leitt til þess að vita, að sjómennirnir, sem ausa miljónaverðmætum upp úr sjónum við síldveiðarnar í Hval- íírði, skuii ekki hafa viðunandi aðbúnað við störf sín. En langt er frá að sy-> sé. Þeir verða m. a. að standa blautir og kaldir í frostunum við störf sín, vegna þess að hlífðarföt tru ófáanleg, og þegar í land kemur, eiga þeir, sem aðkomnir eru, hvergi höfði sínu að að halla, nema, í knæpunum niðri við höfnina. Er ekki mál á að þessu verði kippt í lag? Erfið störf unnin við vosbúð og kulda. Síldveiðarnar í Hvalfirði hafa fært mikinn og óvænt- an auð i þjóðarbúið. Veiðin þar nálgast nú óðum að verða helmingur á við sumarsíld- araflann, og þó gæti það verið mun meiri, ef ekki hefði staöið á löndun síldarinnar. Það er alkunna, aö störf sjómanna eru erfið og volk- söm. Eru vetrarsíldveiðar í frostum og illviðrum þar sízt, undantekning. Það er kald- samt starf að hima í blaut- um nótabátunum og bíða þess, að kastað sé, þegar það bætist svo við, að sjómenn- irnir verða að standa blautir í fæturna, vegna þess að ekki hafa verið flutt inn næg hlífðarföt handa sjómönnun- um. Oft verða menn svo að vaka nótt og dag við hin erf- iðu störf, þvi að enginn tími er gefinn til hvíldar eða mat- ar. Síldin bíður nefnilega ekki. Ekki einu sinni kaffi til að hita sér á. Á .síldveiðiskipunum er að öllu jöfnu drukkið meira kaffi en víðast hvar annars .staðar. Þegar lítill tími er til að matast, láta menn það oft nægja að skreppa andartak frá vinnunni á þilfari eða í bátum til þess að fá sér heit- an kaffisopa að hressa sig í kuldanum. Á þetta ekki sízt við, þegar unnið er á nótt- unni. Það er því fullkomin ástæða til, að sjómennirnir fái nóg kaffi, þó að það sé skammtað öðrum lands- mönnum. Nú hafa skömmtunaryfir- völdin að vísu látið bátunum í té örlítinn aukaskammt af kaffi, en hann er svo lítill að það munar sáralitið um hann. .Virðist það vera í meira lagi ósanngjarnt, að síldveiði menn fái ekki margfalt meiri aukaskammt af kaffi en fólk, sem situr við stofuhita í skrif stofum. En fjöldamörgum skrifstofum og fyrirtækjum er veittur aukaskammtur af kaffi og sykri eins og kunn- ugt er. Væri nær að afnema þann skammt með öllu og skipta honum milli síldar- bátanna. ÓfuIInægjandi sjómannastofa. Hvað bíður svo sjómanna, þegar komið er í land? Hvar er sjómannaheimili höfuð- borgarinnar? Niðri við höfn er lítið og lágreist hús, sem einu sinni var kallað Dalakofinn og var versta knæpa bæjarins. I,ög- regluheimsóknir og ólæti voru þar daglegt brauð. Loks sáu yfirvöldin ekki annað fæí-t en loka samkomuhúsi þessu, og var það þá ónotað um skeið. Alls ékkert sjómannaheim- ili hefir verið í Reykjavík nokkur undangengin ár, þar til bæjaryíirvöldin tóku sig til fyrir rúmu ári síðan og styrktu góðgerðastofnun til þess að koma upp vísi að sjómannastofu í fyrrnefndu húsi. Þar hefir sjómanna- stofa verið rekin tæpt ár við algerlega þfullnægjandi skil- yrði, en mikla aðsókn. Hús- næði þetta er aðeins eitt herbergi. Herbergin þyrftu a. m. k. að.vera þrjú, þar_sem sjómenn gætu skrifað bréf, hlustaö á útvarp og lesið sér til afþreyingar. Er það ekki vanzalaust fyrir höfuðborg- ina að hafa ekki myndarlegri sjómannastofu en þetta. Knæpan þegar komið er í land. Eins og málum er þvi hátt- að, eiga aðkomusjómennirn- ir, sem oft þurfa að bíða hér marga daga eftirir löndun, hvergi höfði sínu að að halla, nema í knæpunum í Hafnar- stræti, svo vistlegar sem þær eru. Ef gott sjómannaheimili væri hins vegar í bænum, myndu margir fara þangað, og það verða þeirra annað heimili, á meðan þeir eru í höfn. Verður þetta líka þess valdandi að fjöldamargir sjó- menn leiðast út í óreglu og svall, enda hafa talsverð brögð verið að því undan- farna daga, að sjómenn hafi í landlegum blótað vínguðinn fullmikið. Er það vel skilj- anlegt og ekki til að hneyksl ast á, þegar aðstæðurnar eru athugaðar. Um tíma lágu um 90 síld- arskip hér í höfninni. Lætur nærri, að áhöfn þeira hafi verið um 1500 manns, og langflestir þeirra heimilis- lausir hér í bæ. Kaffikvöld F.R. á mánudaginn Næsta mánudagskvöld efn- ir Framsóknarfélag Reykja- víkur til kaffikvölds í Breið- firðingabúö. Pálmi Hannesson segir þar frá Heklugosinu og sýnir skuggamyndir, en að því loknu sýnir Vigfús Sigur- g eirsson Heklukvikmynd sína. Félagsmenn mega taka með sér gesti, og eru þeir beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í skrifstofu Framsóknarflokksins i Eddu- húsi eða í síma 6066. Bnn reknr œörg tundurdufl í hverj- um mánuði Það er nú orðið langt síðan stríðinu lauk, en þó fer því fjarri, að sjórinn sé orðinn hreinn af þeim morðtækjum, sem í hann voru látin á ófrið- arárunum. Það er enn algengt að sjá tundurdufl á reki hgr við land eða finna þau rekin í fjöru. Síðustu mánuði þessa árs hafa átta tundurdufl verið gerð óvirk hér við land. Helgi Eiríksson á Fossi á Síðu gerði tvo óvirk, annað á Þykkva- bæjarfjöru, hitt á Efri-Eyjar- i fjöru á Meðallandi. — Skarp- : héðinn Gíslason á Vagnsstöð |um í Hornafirði gerði eitt ó- J virkt í Mýrabug. — Jón Gunn- ! laugsson á Siglufirði gerði þrjú óvirk — eitt í Skinnalóni , á Sléttu, annað í Héðinsfirði og hiö þriðja í Dalvík. — Har- aldur Guðjónsson i Reykjavík gerði loks tvö óvirk —- annað hjá Broddaaaisá við Hrúta- fjörð, hitt hjá Hvalsá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.